Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1965, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1965, Blaðsíða 12
FjölmiÖlunarfæki Framhald af bls. 1. ingarmikla hlufcverki að gegna, en ég leyfi mér að halda hinu fram, að þau málgögn, sem 6háð eru pólitískum flokk um, hafi ef til vill enniþá meiri þýð- ingu. Ef það skyldi vera tilgangur dag- blaðanna að vekja áhuga lesenda sinna á þjóðfélagslegum vandamálum, þá vil ég fullyrða að þau blöð, sem ekki eru bundin á klafa stjórnmálaflokkanna, eru þessu hlutverki ekki síður vaxin en hin. Ég hef þá skoðun ,að það sé mjög svo hsettuleg leið að fara út á, að veita aðeins pólitískum blöðum fjárhagsleg- an stuðning ef til þess skyldi koma, að ríkisvaldið taeki þá stefnu að styrkja blaðaútgáfu yfirleitt, elcki vegna þess sem sumir halda fram, að blöðin með þessu móti verði háð ríkisvaldinu. Slíkt myndi að minnsta kosti aldrei verða í Noregi, þar sem ríkja meðal blaða- manna sterkar og ákveðnar kröfur um algjört frelsi. Hættan liggur fyrst og fremst í hinu, að við kunnum að glata öðrum blöðum, sem ef til vill í enn rík- ara maeli en flokksblöðin eru salt press- unnar, og stundum salt sem vekur (nauð synlegan) sviða. En hér er um að ræða fyrirtæki sem leggja siruí mikla skerf til þess, að samfélagið grotni ekki nið- ur í deyfð og dvala. Ég nefni þetta sök- um þess, að til tals hefur komið, að norsk flokksblöð verði aðnjótandi fjár- hagsaðstoðar. Svo er það annað, sem er athyglisvert, að í mörgum tilvikum eru það alls ekki flokksleg sjón- armið, sem ákvarða það hvaða dagblað maður les og kaupir. Sem betur fer er ennþá hægt að segja, að hreint ekki svo fáir kaupi 8ðallega það blað, sem þeirn þykir vera bezta blaðið, án tillits til pólitískra sjón- armiða. E n hvaða máli skiptir þetta í sam- bandi við umræðu um lítil menningar- samfélög? Jú, þetta skiptir miklu máli. f dag verðum við í vaxandi mæli vör við aukin menningaráhrif frá stórveld- unum, og þá sérstaklega vesturveldun- um, áhrif, sem munu aukast eftir því sem tímar liða, aukast svo mikið, að það þarf á miklu ímyndunarafli að halda til þess að gera sér grein fyrir því. Þessi áhrif hafa að sjálfsögðu bæði sína góðu og vondu hlið. Einangrun er ef til vill það hættulegasta, sem þjóð getur valið sér. Það er sjálfsagður hlut- ur. Lítil menningarsamfélög þurfa samt að vera á varðbergi. Þau þurfa að beina erlendum áhrifum inn á réttar leiðir, það er lífsnauðsynlegt fyrir þau að velja og hafna og hafa gát á sér í þessu efni, ef þau eiga ekki að farast i þjóð- legu og menningarlegiu tilliti. Án al- hliða og vakandi blaðamennsku tekst okkur þetta ekki. Ekki fslendingum, Norðmönnum ekki heldur, ekki no'kk- urri annarri lítilli þjóð. Hér skiptir litlu máli þó um sé að ræða þjóð, sem er fjórar milljónir að tölu, eða aðeins 180 þúsund. Hér erum við í sama báti, mér liggur við að segja til allrar hamingju. Sameiginleg hætta gefur vissan styrk og vilja til samvinnu. Það sem ég hér á eftir tala um sem „ameríkanisma", er ekki neitt sérstakt amerískt fyrirbæri ,en það er mest ein- kennandi fyrir samfélag Norður-Amer- íku, og þess vegna vel ég þetta nafn, en með þessu á ég við tilhneigingu í átt til aukinnar standardíseringar, bæði í andlegum og efnalegum skilningi. Pressunni hættir gjarnan til að verða einhverskonar symból fyrir samfélags- hugsjónina, þessa heilögu, einhæfu, hversdagslegu og leiðinlegu millistétt. Fressan verður feitur þjónn í stað þess að vera fulltrúi lifandi, frjálsra og sjálf- stæðra skoðana. Ég vitna í þessu sam- bandi til íslandsklukkunnar eftir minni: „Feitur þjónn er ekki stórmenni. JBarinn þræll er stór maður, því í brjósti hans býr frelsið.*' Það er meðal annars vegna þessa, að litlu blöðin eiga til- verurétt, vegna þess að það er lika til fólk, sem lítur ekki á það sem takmark í lífinu og innihald þess, að vera eins og allir aðrir. En engum hefur enn tekizt að skrifa lífsforskrift sem hæfir öllum. S umir kenna sjónvarpinu um blaðadauðann, ef ég má nota það orð. Það er hægt að bera sjónvarpið stórum sökum, en ég álít samt ekki að það sé banamein blaðanna. Ég álít að dagblöð- unum stafi ekki nein veruleg hætta af sjónvarpinu, en hitt væri hugsanlegt, að sjónvarpið gæti orðið ennþá hættu- legra tæki ef ekki væri vakandi pressa því til aðhalds. Ég álít heldur ekki, að sjónvarp þurfi að vera hættulegt leik- húsinu, jafnvel stundum þveröfugt. Gott sjónvarpsleikhús ætti meira að segja að geta orðið uppörvun og hjálp fyrir hin venjulegu leikhús. Hér tala ég af nokkurri reynslu, því ég hef verið leik- húsráðgjafi hjá Det Norske Teater í nokkur ár. Á hinn bóginn er enginn vafi á þvi, að sjónvarpið hefur mikil áhrif á blöð- in. Sjónvarpsdagskráin er gott blaðaefni vegna þess, hvað sjónvarpið er álhrifa- mikið áróðurstæki nú á dögum. Þetta er augljóst af norskum dagblöðum, og kem ur ef til vill ennþá greinilegar fram þegar um er að ræða dönsk blöð, sér- staklega BT. Það notaði til hins ýtrasta sjónvarpsdagskrána með þeim árangri, að það varð stærsta blað Danmerkur. í þessu samibandi vil ég nefna dálítið bjálfalega sjónvarpsdagskrá, sem kölluð var „samnordisk underholdnings pro- gram“ og líktist útvarpsþáttum, sem hér á íslandi voru kallaðir á sínum tíma „Vogun vinnur, vogun tapar“. Þarna voru fengnir fróðir menn hver á sínu sviði sem áttu að svara spumingum um ákveðin efni. BT notaði þetta til- efni til að birta margar mjög góðar greinar um það, sem efst var á baugi í þessari sjónvarpsdagskrá og almenn- ingur hafði mikinn áhuga á. Sem dæmi má nefna, að grein BT um gríska goða- fræði var að sjálfsögðu mun fróðlegri og gagnlegri en nokkur svör um þetta efni, sem sérfræðingurinn gaf í sjón- varpinu. En hefði ekki sjónvarp- ið vakið áhuga manna á grískri goðafræði, þó hefði ekki (held- ur birzt nein grein um þetta efni í blaðinu, því undir venjulegum kringumstæðum myndi grísk goðafræði ekki teljast góður blaðamatur. S ú staðreynd, að sjówvarpsdag- skrá hefur í för með sér, að umræður skapast um eitt og annað í samfélaginu, sem annars myndu ekki verða, þarf þó engan veginn að þýða það, að dagskrá- in hafi verið góð, jafnvel ekki sýning- arhæf. Blaðaskrif og umræður manna á meðal um dagskráratriði sýna í raun- inni ekki annað en það, og eru staðfest- ing á því, hvílík bylting hefur átt sér stað með komu sjónvarpsins, og hve hræðilegt áróðurstæki það gæti orðið. Á vissan hátt er það tæki, sem stuðlar að ólæsi. Það er myndin, sem skiptir mestu máli. f versta tilviki getur sjónvarpið orðið tæki, sem stuðl- ar að andlegri leti, andlegu framtaks- leysi. Þó ýmislegt gott megi segja um daglegar yfirlitsfréttir sjónvarpsins, er hinu ekki að neita, að þær geta líka gef- ið rangar yfirlitsmyndir af því, sem er að gerast í hlutaðeigandi löndum. Oft er það svo, að það þýðingarmesta sem gerist á hverjum tíma, er ekki hægt að kvikmynda. Afleiðingin er sú, að það verða þýðingarminni efni, og jafn- vel marklaus, sem sitja þar í fyrirrúmi. Þetta er sú hætta, sem allt hugsandi fólk gerir sér grein fýrir, en engu að síður er ástæða til að vekja athygli á þessu, og það mætti gera það miklu oftar en gert er. En ég vil taka það fram strax, svo ekki verði litið á mig sem ungan og reiðan mann, að þegar um er að ræða norska sjónvarpið, þá hefur það tví- mælalaust örvað áhuga fólks á leikhúsi. Þar að auki, og ef til vill í enn ríkara mæli, stuðlað að auknum áhuga fólks á þjóðfélagslegum málum og pólitík. Ég vil í þessu sambandi nefna sjónvarps- sendingar frá umræðum í Stórþinginu um mál, sem hafa almenna þýðingu. Þær 'hafa aukið áhuga almennings á þessum efnum, og þá um leið orðið til þess, að hann gefur blaðaskrifum um þessi mál meiri gaum. Þetta nefni ég aðeins sem dæmi um æskilegt samspil sjónvarps og pressu, sem er til góðs, og ekki bara fyrir þessa tvo aðila (heldur getur haft almennt menningarlegt gildi). E g get að vísu ekki fært fram sönnun fyrir þeirri skoðun minni, að sjónvarpið eigi engan þátt í „blaðadauð- anum“, en ég get skírskotað til reynslu annars lands í þessu efni. Það land er Japan. Þar eru 8 sjónvarpsstöðvar. I Japan eru dagblöð mikið lesin. Árið 1956 var hlutfallið þannig, að þar komu út 400 eintök dagblaða miðað við 1000 íbúa landsins, og ekkert bendir til þess að mikil framþróun í sjónvarpsrekstri hafi, enn sem komið er, dregið úr áhuga landsmanna á dagblöðum. Japanska þjóðin á í höggi við mjög sterk amer- ís-k „menningaráhri£“. Samt sem áður lítur út fyrir, að þessari þjóð muni tak- ast að varðveita verðmætustu þætti menningar sinnar, og það má ef til vill ekki sizt þakka 8 sjónvarpsstöðvum. Það er mikil trygging gegn því, að sjónvarp verði til tjóns ,að 'ríkið reki þessa stofnun, og á margan hátt gæti það stuðlað að þvi, að hún yrði til mik- ils ávinnings í menningarlegri viðleitni. Almennar umræður í blöðum, útvarps- ráði og í Stórþingi munu ávallt verða til þess að þjóðleg menning verði ekki hornreka í dagskrá sjónvarpsins. Ég hygg einnig, að almenningsálitið sé á móti auglýsingum í sjónvarpi. Útvarp og sjónvarp eru menningartæki til að efla þroska og andlegt líf þjóðarinnar. Auglýsingastarfsemin hefur allt annað og ólíkt markmið: að selja. Það getur ekki verið verkefni fyrir menningar- stofnun að greiða fyrir sölumenns-ku Um þetta eru margir á einu máli, jafn- vel þó að auglýsingar myndu veita norsku sjónvarpi tekjur sem nema 15 milljónum norskra króna, það er að segja, sömu fjárhæð og það kostaði að stofna til Menningarsjóðs, sem nýlega var settur á laggirnar í mínu landi með það í huga að stuðla að aukinni grósku í norsku menningarlífi. Ég vil taka það fram, að þetta mál var ekki auð- sótt. 15 milljón norskar kró-n-ur er líka nokkuð mikil fjárhæð, en þó ekki meiri en það sem venjuleg orustuflugvél kostar nú á dögum. E n Adam var ekki lengi í para- dsí forðum daga, og eins verður um okkur, þetta fólk sem lifir í dag. Eftir fáein ár sveima yfir höfði okkar sjón- varpshnettir, bæði frá USA og Sovét- ríkjunum, og við munum væntanlega horfa á dagskrá frá USA nótt og nýtan dag fulla af auglýsingum. Hvemig fer þá fyrir innlendum framleiðendum, sem þurfa líka að selja framleiðsluvöru sína? Þetfca verður mikið vandamál og er ekki séð fyrir endann á því. Þetta gefur mér tilefni til að nefna mál, sem mætti þó segja um, að mér komi ekki við, og það er kannski þess- vegna að ég fell fyrir freistingunni. En ég vona að hlustendur minir skilji á betri veg það sem ég segi og hafi það í huga ,að ég er útlendingur, sem ef til vill hef ekki skilið íslenzka staðhætti réttum skilningi. En óg vil fullyrða, að íslendingar eru nú þegar komnir í svip- aða aðstöðu og aðrar þjóðir á Norður- löndum lenda í, þegar sá tími kemur að sjónvarpssendingar verða hömlulausar. Ég á þá við: þegar sjónvarpshnettirnir verða settir í gang og þá þarf ekki ann- að en að styðja á takka og amerisk menning og ómenning flæðir inn í heim- ili okkar. Það hefur verið álíka spennandi eins og að lesa góða leynilögreglusögu að fylgjast með umræðum um sjónvarpið á íslandi. Ég mun forðast að setja fram nokkra skoðun um það hversvegna þetta vandamál hefur skapazt á íslandi. En ég vil þó fullyrða að þessi vandi krefst þess að gripið verði til róttækra ráðstafana. Ef ég fyrir nokkrum árum hefði átt að svara spurningu um það, hvort fs- lendingar ættu ekki að koma upp sjón- varpi, myndi ég hafa trúað þeim, sem spurði þessarar spumingar, fyrir því að hann hlyti að vera Kleppsmatur (eins og ég hef heyrt að geðbilað fólk sé stundum kallað hér á íslandi). Ef ein- hver spyrði mig sömu spurningar í dag, myndi ég hiklaust svara henni þannig, að íslendingar hefðu ekki róð á að vera án sjónvarps, sem þeir ættu sjálfir og stjórnuðu einir, og ég tel að þetta mál sé ekki að öllu leyti mál sem aðeins varðar fslendinga sjálfa. Ég bið ekki um afsökun á því að ég segi hér meiningu mína. Ég lít miklu alvarlegri augum á þann áhrifamátt sem sjónvarpið hefur en margir íslendingar gera, sem ég hef rætt við um þetta efni. Ép, lít svo á að sú einokunaraðstaða, sem hefur skapazt hér fyrir eina erlenda sjónvarpsstöð, hafi í för með sér lífs- hættu fyrir íslenzka þjóð, íslenzka menn ingu og íslenzkt mál. Þessvegna varð mér það fagnaðarefni þegar ég frétti, að íslendingar hefðu ákveðið að koma sér upp eigin sjónvarpi. Sennilega myndu allir snjallir reiknimeistarar og þjóðhagsfræðingar halda því fram að svo fám-enn þjóð, sem íslendingar eru, hefði ekki ráð á því að leggja út i það mikla fyrirtæki sem gott sjónvarp hlýt- ur að verða. Og þessir sérfræðingar myndu hafa rétt fyrir sér á vissan hátt. En góðir reiknimeistarar geta alltaf sann að að þeir hafi rétt fyrir sér, því sjón- deildarhringur þeirra er stundum nokk- uð þröngur, og niðurstöður þeirra oft mótaðar af því. Það myndi til dæmis vafalaust hafa verið létt fyrir þessa tegund af speking- um að sanna það með tölum að íslend- ingar hefðu ekki ráð á því að vera sjálf- stæð þjóð, eða að vera til. F yrir stuttu lét danskur þingmað- ur hafa það eftir sér, að það væri hrein vitleysa að skila aftur gömlum íslenzk- um handritum til íslands. En aftur á móti gætu Norðurlandabúar, og þá sér í lagi Danir, sýnt íslendingum norrænt bróðurþel og góðvilja með því að koma upp íslenzku sjónvarpi. Mér virðist að í þessari afstöðu felist hjartnæm (rör- ande, eins og sagt væri á norsku) og góð viljuð einfeldni. Sjólfsagt er ekki hægt annað en að meta það vel við þessa stóru bræður á Norðurlöndum, þegar þeir á einn eða annan hátt sýna íslendingum vinarhug, jafnvel með því að bjóða hjálp sína við að koma á laggirnar íslenzku sjónvarpi. En ef til þess kæmi, á það ekki að vera bundið neinum skilyrðum. Auðvitað er þetta danska tilboð umfram allt hlægi- legt. Þetta væri allt of billegur máti fyrir Dani til þess að kaupa sér afláts- bréf í sögu- og menningarlegum skiln- ingi, og um leið einhverskonar rétt eða eignarhald á þeim dýrgripum, sem hafa umfram allt minningargildi fyrir íslend inga og bera um leið vitni um það, sem bezt hefur verið skrifað í ljóðum og sögum í Norðurálfu. Nei, þessir dýr- gripir verða ekki keyptir. Sú skuld, sem aðrar norrænar þjóðir standa í við ís- lendinga fyrir þann mikla þátt, sem þeir eiga í því að auðga norræna menn- ingu og varðveita norrænan menningar- arf, verður ekki greidd með sjónvarpi. Hér koma hrossakaup ekki til greina. Framhald í næstu Lcsbók, J2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.