Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1965, Síða 14
PRESTASÖGUR
Framhald af bls. 4
ur til embættisverka, en biskupi þótti
hann samt hirðulítill um embættið, og
bað hann því að yrkja hugvekj usálma.
Eftir að síra Signrður gaf sig að and-
legum kveðskap, fyrir íhlutun horláks
biskups, gjörði hann það af heilum hug,
svo að lokum hafði hann ort meira af
sálmum en nokkur maður, honum sam-
tímis, hér á landi, og það þrátt fyrir
það, að hann lifði þó í fátæku brauði
og átti fyrir þungu heimili að sjá. En
auk þess kvað síra Sigurður talsvert
af veraldlegum gamankvæðum, sem nú
eru glötuð. — Um þá feðgana, síra Sig-
urð og síra Jón föður hans, er þessi
fagra setning sögð: „Þeir voru haldnir
hin skærustu ljós kristindómsins þar
um sveitir, nyrðra, á sinni tíð.“ — Marg
ir sálmar síra Sigurðar voru prentaðir
á Hólum meðan hann var enn á lífi, og
svo lífseigir eru þeir með íslenzku þjóð-
inni, að í sálmabókinni, sem útgefin
var í Rvík 1871, voru 20 sálmar hans,
og enn eru í síðustu útgáfu sálmabók-
arinnar, í Rvík 1945, fimm sálmar síra
Sigurðar. Má það gott heita, að enn
sé íslendingum ætlað að syngja sálma
hans, og sannar eflaust hversu þeir eru
vel ortir.
S íra Sigurður átti skjóttan reið-
hest, mesta gæðagrip, og gekk hann í
Leirhafnarlandi, framan af vetri, en jarð
leysur voru miklar. Fór klárinn að príla
eftir grasi framan í sjávarfoöfða eða há-
um bakka, sem þarna er, og hrapaði
þar fram af vegna glerungs, sem var á,
og rotaðist. Er þarna kallað „Hestfall“
síðan, og er haft fyrir hákarlamið í
Núpasveit.
Þegar síra Sigurður heyrði að klár-
inn hafði farizt, kvað hann:
Illa fór hún fagra há,
fæða er orðin vörgum,
féll á svelli og flaug í sjá
fram af háum björgum.
Síra Sigurður var þrígiftur. Fyrsta
kona hans var Steinvör Jónsdóttir,
Þórarinssonar prests á Skinnastöðum.
Þau áttu 2 dætur, en önnur þeirra var
Ingibjörg, sem giftist síra Þorvaldi Jóns
syni, eftirmanni föður hennar í brauð-
inu: — Miðkona hans var Þórunn Jóns-
dóttir frá Draflastöðum. Hún dó af
bamsförum árið 1644, og tregaði prest-
ur hana mjög. Eftir hana orti hann
kvæðið „Hugdillu", sem er sorgaróður
hans. — Síðasta kona síra Sigurðar
var Guðrún Pétursdóttir frá Víðivöllum.
Hún hafði áður verið gift Ólafi í Gil-
haga, Markússyni; var gömul þegar hún
giftist síra Sigurði, og því urðu þau
bamlaus.
Um dauðdaga síra Sigurðar er sú
munnmælasaga, að hann hafi dáið „hast
arlega“ rétt eftir nýárið 1662. Hann
fór um kvöld, á vökunni, út fyrir tún
að gæta að reiðhesti sínum, en kom ekki
aftur. Það var álit manna, að sjó-
skrímsli eða eitthvað þvíumlíkt hafi
grandað honum. Var jafnharðan hafin
leit um kvöldið, og fannst hann þá lát-
inn. Var líkið þrútið mjög, og sáust
merki þess, að hann hafði veitt kvik-
indi þvi, sem sótti að honum, áverka
með pennahníf, sem hann hafði á sér,
því að hnífurinn fannst opinn hjá hon-
um og mjög blóðugur. Þá sáust líka
kxinglóttar „spormyndir", sem lágu
þar frá, og blóðdropar í snjónum. —
Trúðu margir þessu, en aðrir ekki, en
sú gáta varð aldrei leyst.
III.
S íra Þorvaldur Jónsson var
sá þriðji þessara Presthólaklerka, sem
sér verður sagt frá. Hann sat staðinn í
45 ár (1662-1707). Síra Þorvaldur var
sonur Jóns bónda á Valþjófsstað í Núpa
sveit, sem er næsti bær við Presthóla
að sunnanverðu, Jónssonar, Þórarins-
sonar, prests á Skinnastöðum, Sigmunds
sonar. Kona Jóns á Valþjófsstað og
móðir séra Þorvaldar var Guðrún dóttir
síra Jóns Þorvaldssonar á Skinnastöð-
um.
Síra Þorvaldur útskrifaðist úr Skál-
holtsskóla árið 1656, aðeins 19 ára gam-
all, og varð þá þegar kapelán síra Sig-
urðar í Presthólum, og giftist síðar Ingi
björgu dóttur hans, sem áður getur, og
fekk svo brauðið eftir tengdaföður sinn,
þegar hann varð skrímslinu að bráð. —
Til er lýsing á síra Þorvaldi:* „Hann var
með allra stærstu mönnum á hæð, og
mikill burðamaður, sparsamur, frómur
og einfaldur, svo að í minnum er höfð
trúgimi hans.“ — Síra Þorvaldur var
höfðinglegur ásýndum, og vel að sér í
latínu, en hann var ekki mikið hneigð-
ur til starfa, og fór því ekki snemma
á fætur, einkum eftir að hann fór að
eldast.
Þegar prestur var vaknaður á morgn-
ana, var það vani hans að spyrja þá
allra tíðinda, sem fyrst fóru á fætur,
bæði um veðráttu og annað. Gamall
maður, sem var uppalinn í Presthóla-
sókn, sagði frá því, að hjá síra Þor-
valdi hefði verið vond vist og fólkið
fengið lítið að borða, en þetta var all-
títt á þeim tímum hungurs og fátækt-
ar, sem þá gengu yfir alla landsmenn.
Heimilisfólkið í Presthólum tók þá upp
á því að ljúga í prestinn ýmsum sög-
um, því að trúgirni hans átti sér engin
takmörk, og þá hafði hann keypt af því
með mat að bæta við einni og einni
lygasögunni. Sem eitt ljóst dæmi um
trúgirni síra Þorvaldar er þessi saga
sögð:
Einu sinni var þar mikill tófubdtur
í sveitinni, svo að stór skaði var að,
því að refurinn drap niður fénað manna
hrönnum saman. Þegar prestur vaknaði
einn morguninn, spurði hann vinnu-
konu, sem fyrst hafði farið á fætur,
hvað nú væri tíðinda. Stúlkan þekkti
á karlinn og var kát, og svaraði hún,
að ekkert væri að frétta nema illt eins
og vant væri. Hann spurði þá hvort
tófan hefði bitið nokkuð í nótt. Hún
sagði, a'á sagt væri, að hún hefði hol-
rifið Lýsing hans í nótt, en það var
uppáhaldsreiðhesturinn hans. — Þessu
trúði hann strax og bað Guð að hjálpa
sér, en eftir langa þögn brauzt hann
út með þessum orðum: „Það má vera
einn bölvaður refur, sem skyldi ráðast
á hestinn, hefi eg soddan dæmi aldrei
heyrt.“ — Svo spurði hann stúlkuna
hvort refurinn hefði rifið hestinn al-
veg til dauða. Hún svaraði að lítið
mundi til vanta, þó hefði sér heyrzt
á piltunum, að hægt mundi verða að
græða hann, ef hann fengi góðar um-
búðir og umhirðu. Keypti hann þá
af stúlkunni að gangast fyrir þessu. —
Börn síra Þorvaldar og maddömu
Ingibjargar voru tólf. Þrír synirnir urðu
prestar, en sá fjórði dó stúdent, áður en
hann næði vígslu. Þrír hétu Jón, elzt-
ur þeirra var síra Jón prófastur í Miikla
bæ í Skagafirði, næstur var síra Jón
á Presthólum, eftirmaður föður síns,
sem sagt verður frá hér á eftir, en þriðji
Jóninn varð bryti á Hólum, en sonur
hans var síra Jón prestur í Grímsey,
sem drukknaði 1727. — Þegar síra Þor-
valdur var hniginn á efra aldur, lagðist
hann veikur og lá lengi; tók hann þá
síra Jón yngra son sinn fyrir kapelán,
en hann útskrifaðist úr Hólaskóla um
sömu mundir. Svo batnaði presti og
varð hann albata um eins árs tíma, en
síra Jón hélt áfram að vera kapelán
lengi eftir það.
Síra Þorvaldur sleppti embætti í
Stórubólu 1707, en dó skömmu síðar, og
hafði þá verið prestur í 50 ár.
IV.
S íra Jón Þorvaldsson var prest-
ur á Presthólum árin 1707-1749, og var
* Sbr. Præ. Sighv. XVI, 1468.
hann sá fjórði í röðinni af þessum tvenn
um feðgum, sem sátu staðinn í sam-
fleytt 135 ár hver eftir annan. Hann
var fæddur 1665, og var þvi rúmlega
fertugur þegar hann fekk brauðið.
Það er frá síra Jóni sagt, að hann
hafi í ungdæmi sínu þótt færasti glímu-
maður, fimur og fylginn sér. Hann var
hinn „léttfærasti" að stökkva upp á
hæstu húsbita, og annað fleira, sem
skólapiltar æfðu á þeim dögum „vannst
honum hið auðveldasta“. Eitt „leikspil-
ið“, sem skólabræður hans gátu með
engu móti leikið eftir honum, var þetta:
Þegar hinir skólapiltarnir gengu á rist-
unum með hangandi höfði eftir skóla-
bitunum, þá gat hann gengið á hælun-
um. Enginn gat skilið í því, hvernig
hann fór að þessu, hvað þá heldur leik-
ið það eftir. — Saga þessi hefur þótt
ótrúleg ,en er þó sönn. Þess er getið um
síra Jón, að hann hafi enginn
gortari verið og hafi hann eikki
ofmiklazt af fræknleik sínurn, en
frásögnin hér að framan um
afburðafimni hans var staðfest af
sjálfum Hólabiskupi, herra Steini, og
skólaibræðrum síra Jóns, sem sögðu
hana sem dæmi furðulegustu hluta. —
Síra Jón var 22 ára gamall þegar
hann útskrifaðist úr Hólaskóla, en um
sömu mundir lagðist faðir hans veikur,
og gjörðist hann þá kapelán hans. Þá
vildi nú svo óheppilega til, að biskups-
laust var á Hólum. Einar biskup Þor-
steinsson var úti í Danmörku og var
ekki kominn heim með biskupsvígslu,
en bráð nauðsyn krafðist þess, að síra
Þorvaldur, sakir veikinda sinna, fengi
tafarlaust aðstoðarprest að Presthólum.
Voru nú góð ráð dýr, en hinn ungi
hrausti prestur setti ekki allt fyrir sig,
og lagði hiklaust á stað í erfitt ferða-
lag, þvert yfir ísland, í vetrarharðind-
um og miklum snjóþyngslum. Hann brá
sér nú suður að Bessastöðum til þess
að fá sér samþykki danska amtmanns-
ins, Mullers, svo að mætti vígja hann
í Skálholti. Að því fengnu fór hann
austur í Skálholt, og þar var hann yfir-
heyrður og vígður af herra Þórði bisk-
upi Þorlákssyni 9. desember 1691. —
Eftir að hafa fengið vígsluna, lagði hann
jafnskjótt á stað aftur norður að Prest-
hólum, í háskammdeginu í miklum
snjóhríðum, yfir heiðar og ólgandi vatns
föll í vetrarham. Ferðin norður var erf-
ið, og varð hann oft að liggja úti, á
heiðum uppi, ásamt fylgdarmanni sín-
um, „lengur en dagleiðum sætti.“ Þó
komust þeir slysalaust heim um síðir. —
Síra Jón kom ungur til embættis, og
þjónaði söfnuði sínum vel og lengi. Lýs-
ing er til á síra Jóni, og er hún stutt
og laggóð, svohljóðandi:* „Hann var
nær meðalmaður vexti, einfaldur og
hinn mesti erfiðismaður, en hvorki
hneigður til bygginga eða skáldskapar."
— Samkvæmt þessari lýsingu mætti
ætla, að þessi frækni og fimi guðsmað-
ur hafi haft mikla hæfileika til likams-
æfinga ,en að andlegt atgervi hans hafi
ekki verið að sama skapi. — Því miður
er ekki til lýsing á sir aJóni sem presti,
t.d. þegar Harboe biskup visiteraði
Presthóla 7. ágúst 1742, af þeirri á-
stæðu, að þegar biskup kom þar, var
prestur orðinn svo hrumur, að hann gat
ekki prédikað vegna elli og lasleika, en
þá fyrirskipaði herra biskupinn honum
að taka aðstoðarprest. — Biskupinn bók
aði þessa setningu um síra Jón í visitas-
iubók sína: „Hjá presti varð engin
menntun fundin,“ — og í samræmi við
þetta má telja eðlilegan vitnisburðinn
sem biskup gaf þeim 16 bömum úr sókn
inni, sem hann yfirheyrði á Presthólum,
en um þau segir hann, „að þau hafi haft
litla þekkingu og litla eftirtekt á því
litla, sem þau svöruðu, en höfðu þó byrj
að lítið eitt að lesa á bók.“ ___
F yrstur var kapelán hjá séra Jóni
nafni hans, síra Jón Þorsteinsson, síðar
prestur í Múla, og þar eftir bróðir hans,
síra Stefán Þorleifsson, sem varð tengda
* Sbr. Præ. Sighv. XVI, 1472.
sonur slra Jóns og eftirmaður hans 1
brauðinu, og varð hinn merkasti klerk-
ur. — Síðustu árin var síra Jón örvasa
og oftast sjúkur í rúminu, og þannig
var hann „sængurliggjandi“ þegar bisk-
upinn visiteraði hjá honum í annað
sinn sumarið 1748, en árið eftir sleppti
hann brauðinu við síra Stefán, vænt-
anlega að undirlagi biskups. —
Þegar síra Jón var fimmtugur að
aldri, giftist hann Helgu dóttur síra Sig-
fúsar í Glæsibæ, Þorlákssonar. Þau áttu
5 börn, sem öll urðu fullorðin. Dætur
þeirra voru tvær, en önnur var Þórunn,
sem varð fyrri kona síra Stefáns Þor-
leifssonar, sem segir frá hér á eftir. —
Síra Jón var að mestu karlægur nokk-
ur ár, og dó nóttina milli 29. og 30. des-
ember 1750, 82 ára gamall, og hafði
verið á Presthólum alla sína preststíð,
58 ár. Hann var jarðaður í forkirkjunni
á Presthólum 16. janúar 1751.
Hagalagfiar
Seigla þjóðarinnar
E. t. v. hefur seigla þjóðarinnar j
hvergi birzt skýrar en einmitt í gervi ;
hins ísl. sauðamanns sem stóð yfir
fé sínu frá morgni til kvöilds í vetr-
arbyljum og skóf snjóinn af rindun- j
um svo að hjörðin gæti náð til jarð-
ar. Það var oft barátta upp á líf
og dauða. Ekki eingöngu við hríðar
og illviðri heldur miklu fremur við
fellisvofuna, sem ætíð blasti við sjón-
um bændanna, þar sem heyfengur I
var ófuilnægjandi og eina úrræðið I
var því að setja á Guð og gaddinn i
ef menn ættu að geta gert sér vonir i
um að geta séð fjöilskyldu sinni far- ’
borða á sómasamlegan hátt. 7
(Jón Bj.: Úrval). 1
Klaksárt með aura sina.
Þetta ár dó Strúgs-Jón gamli. Sagt
var, að fáum árum áður græfi hann
peninga eigi all-litla í Strúgsskarði, j
en eftir það féll þar niður skriða mik I
il. Urðu menn þess varir, að hann ,
leitaði oft við skriðuna og í henni,
þótt eigi væri honum kostur þar til j
að grafa. Svo var þar stórgrýti mik- I
ið og urðin afar þykk. Hafði honum :
löngium orðið klaksárt með aura
sína, þótt aldrei yrði honum fjár-
vant. i
(Annáll 19. aldar 1843).
SUNNUDAGUR
Framhald af bls. 9
því hún var jafnan hússins mesta prýði
og hún var bóndans lán og gleðisól.
Ef bæja er minnzt um byggðir Stein-
grímsfjarðar, má aldamótamanninn ekki
henda það að geta ekki Heydalsár. Þar
var ungmennaskóli starfandi um 20 ára
bil, 1896 til 1920. Skólinn hafði mikil
og góð áhrif til aukinnar menningar
héraðsins. Allir þeir er dvöldu í þeim
góða skóla hafa orðið athafnasamir og
nýtir liðsmenn í því mikla uppbygging-
arstarfi þjóðfélagsins, sem unnið hefur
verið síðustu áratugina.
Kennari í Heydalsárskóla var Sig-
urgeir Ásgeirsson. Saga skólans er enn
óskráð, en hans mun minnzt er tímar
líða.
Það er bjart yfir Tungusveit er litið
er til liðins tíma, og ekki spáir nútíminn
síður bjartri framtíð. Hér hafa um langt
skeið búið og búa enn athafnasamir og
framsýnir höldar.
Miðdalur gengur suðvestur í fjall-
garðinn. Vesturbrún hans er um 600
metra há. Fjallinu hallar til vesturs að
Tungudal (Tröllatungu), þar ér Heiðar-
bæjarheiði. Fyrr á öldum var það þjóð-
leið milli Geiradals og Tungusveitar.
Sagnir herma að eitt sinn hafi orðið
úti á heiðinni 18 menn. Mörg örnefni
í landi Tröllatungu og víðar eru kennd
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
17. tbl. 1966