Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1965, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1965, Qupperneq 2
Snemma á þessu ári bárust þau tíðindi frá Haítí, að ein- ræðisherra landsins, dr. Fi ancois Duvalier, sem kallaði sig forseta, hefði útnefnt sjálfan sig keisara. Duvalier hefur setið að völdum síð- an 1957 og kornið á einni mestu ógn- arstjórn, sem nú er við lýði, í því ríki Ameríku sem verst er á vegi statt efnahagslega og siðferðilega. Haítí er vestari og frjósamari hluti eyjarinnar Hispaniola í .Karíbahafi (austurhlutinn er Dóminíska lýð- veldið). Haítí er að flatarmáli á stærð við Wales og landslag ekki ó- svipað. Þar búa á að gizka 4 milljón- ir manna, en reglulegt manntal hef- ur aldrei farið þar fram. Meginhluti Haítí-búa dregur fram lífið á íandbúnaði; útflutningur er sáralítill og hefur dregizt mjög sam- an síðustu árin. Meira en 90% íbú- anna eru ólæsir og óskrifandi. Jafn- vel í höfuðborginni, Port-au-Prince (íbúar 250.000), sem er hrörleg á- sýndum þegar kemur út fyrir hinar' fáu aðalgötur í miðborginni, búa íbúarnir í hreysum og kofaskriflum og eru algerlega ómenntaðir. Hin opinbera tunga ríkisins er franska en langflestir Haítí-búar tala einhvers konar blending af mállýzkum frá Norð- ur-Frakklandi og Afríku. Hreina frönsku tala einungis menntamenn og embættismenn, en menntamönnum hef- ur farið hríðfækkandi í landinu siðustu árin vegna vaxandi ofbeldishneigðar og gerræðis Duvaiiers og nánustu fylgis- manna hans. Sem dæmi má nefna, að nú starfa fleiri læknar frá Haítí í Frakk landi og Bandaríkjunum en í heima- landinu. D uvalier, sem oft er nefndur „Papa Doc“, er blökkumaður í húð og hár. Hann ólst upp i Fort-au-Prince í miðstéttafjölskyldu, var námfús ungling ur en eignaðist fáa vini. Hann lagði stund á læknisfræði og mannfræði í há- skóla, en réðst síðan til heilbrigðisstjórn arinnar á Haítí. Starfaði hann að lækn- ingum úti á landsbyggðinni, þar sem hann hlaut viðurnefnið „Papa Doc“. Hann þótti duglegur læknir, ljúfmann- legur í framkomu, föðurlegur, en nokk- uð viðutan. Hann átti þátt í að stofna námsflokkinn „Les Griots", sem hafði að markmiði að vekja þjóðernistilfinn- ingu blökkumanna, m.a. með frumstæð- um og dularfullum helgiathöfnum. Þessi hópur beitti sér fyrir andstöðu gegn ráðamönnum landsins, sem voru litill og vellauðugur minnihluti kynblend- inga, og gegn áhrifum fransk-mennt- aðra rithöfunda og listamanna á menn- ingarlífið. Duvalier hóf afskipti af stjórnmálum . sem fylgismaður hins látna flokksfor- ingja Dumarsais Estimés, sem taldi sig vera talsmann og leiðtoga hinna hrein- ræktuðu blökkumanna. Þegar Paul E- Magloire hershöfðingi náði völdum taldi Duvalier heppilegast að fara í fel- ur, en árið eftir fall hershöfðingjans varð hann hlutskarpastur þeirra stjórn- málamanna sem bitust um völdin og sviku hver annan eftir nótum. Yfirmað- ur herforingjaklíkunnar, Antonio Kehr- eau hershöfðingi, studdi Duvalier sem sigraði í forsetakosningunu-m 1957, en þær eru almennt taldar hafa verið fals- aðar. JLfuvalier hóf stjórnmálaferil sinn sem menntamaður og átti í upphafi vís- an stuðning menntaðra blökkumanna, en hann hefur smám saman rofið öll tengsl við fyrrverandi samherja sína og ofsótt marga þeirra. Nú er svo komið, að varla er að finna einn einasta mennt aðan negra í þjónustu hans. í stað þeirra hefur hann safnað um sig hópi trúnaðar- manna úr lægri stéttunum, sem hafa liíla eða alls enga menntun. Þar við bætist, að hann hefur í sífellt ríkari mæli lagt stund á galdralækningar og galdrakukl, en þá íðju hóf hann strax í upphafi stjórnmálabaráttunnar til að vinna á sitt band hina frumstæðu og hjátrúarfullu bændur landsins. í raun- inni er- Duvalier algerlega einangraður maður. Þegar frá eru talin kona hans, sonur og þrjár dætur, á hann enga trún- aðarvini, einungis skutilsveina og þræla. Kennari Duvaliers í læknaskólanum hefur sagt sögu sem varpar skýru ljósi á skapgerð einræðisherrans. Á skólaár- unum deildi hann herbergi með öðrum læknastúdenti og féll vel á með þeim. Dag nokkurn kom bóndi úr nágrenninu og sagði honura eitthvað miður fallegt um herbergisfélagann. Án þess að kanna málið nánar eða spyrja herbergisnaut- inn um málsatvik tók Duvalier saman pjönkur sínar, flutti úr herberginu og talaði aldrei framar við hinn stúdentinn. „Hann heldur að enginn, sem er minna menntaður en hann sjálfur, geti blekkt hann; þess vegna trúir hann þeim,“ sagði kennarinn. „Og nú er svo komið að hann hefur einungis ómenntað fólk í kringum sig.“ E inangrun Duvaliers veldur því, að margt sem sagt er um hann verður hvorki sannreynt né afsannað. Menn eru t.d. ekki á einu máli um, hvort hann raunverulega stundi galdrakukl sjálfur eða hvort hann ýti einungis undir þá trú að hann geri það, til að vekja lotn- ingu og ótta þegna sinna. Margir sem átt hafa tal við hann efast um að hann sé heill á geðsmunum. Læknir sem hef- ur þekkt hann um alllangt skeið held- ur því blákalt fram, að hann sýni ým- is einkenni geðveilu. Hann minnist þess að eitt sinn ræddu þeir saman um heilsu vernd, og þá gat Duvalier þess eins og ax hendingu, að nóttina áður hefði hann einmitt rætt sömu vandamál við Ilenri Christophe (1767-1820), þrælinn er gerði uppreisn gegn Frökkum, ríkti sem keisari með mikilli viðhöfn í norður- hluta landsins og réð sér loks bana. Með því að gera sjálfan sig að keisara fyrr á þessu ári var Duvalier eflaust að minna Haítí-búa á þessa frægu sögu- hetju. Hann náði völdum eftir að þræl- unura hafði verið gefið frelsi og hin svarta hetja þeirra, Toussaint E’Over- ture, hafði hrakið Frakka úr landi. Fram að þeim tíma hafði Haítí verið „stærsti gimsteinninn í frönsku krún- unni“. En það voru einungis frönsku sykurplantekrueigendurnir sem þrifust. Þeir lifðu í vellystingum praktuglega á kostnað hins ódýra vinnuafls, þrælanna, sem sættu verstu meðferð. Bylting Haítí-búa átti rætur að rekja til frönsku stjórnarbyltingarinnar. Hún er blóðug- asta en jafnframt athyglisverðasta skeið ið í sögu þjóðarinnar, því Haítí varð fyrsta frjálsa blökkumannariki heims. En fljótt seig á ógæfuhliðina. Hið nýja negraríki staðnaði og mannvíg voru tíð. Forsetar tóku við hver af öðrum með örskömmum millibilum. Þeir voru ýmist framtakslitlir menntamenn eða heimskir og óhæfir herforingjar. Þjóðin sökk ae dýpra í niðurlæginguna. -A. árunum 1915-1934 var landið undir stjórn bandaríska sjóhersins, en hann lét sér nægja að halda uppi lögum og reglu. Framfarir urðu litlar sem eng- ar. Þegar yfirráðum Bandaríkjamanna lauk var þjóðarstolti íbúanna fullnægt, en fátt hefur breytzt síðan. Eftir að Du- valier tók við völdum hefur hrein ógn- arstjórn ríkt í landinu. Óánægjuraddir og andstöðu hefur hann bælt niður með fádæma hörku. Til þess notar hann eins konar lögreglusveitir, sem skipaðar eru einvalaliði þorpara og fanta. Þeir hafa víðtækt umboð til að lumbra á lands- mönnum, féfletta þá, ræna, drepa eða limlesta. Sjálfur hefur Duvalier um sig 500 manna lifvörð. „Lögreglusveitirnar". sem nefndar eru Stóru Tontónar (í höfuðið á eins konar Bola í þjóðsögum Haítíbúa), eru snar þáttur í opinberu lífi Haítí því í þeim eru ekki einungis „löggæzlumenn", held ur einnig pólitískir ævintýramenn og arðræningjar. Þessir menn geta hvenær sem þeim þóknast ráðizt inn á heimili manna, handtekið þá eða pyndað án nokkurs tilefnis. Duvalier keisari, sem gortar af því að hann þekki þepna sína, álítur greinilega að handahófs- kennd ógnarstjórn eigi betur við þá en skipulögð harðstjórn. Kannski er það þess vegna sem margar svæsnustu sög- urnar um grimmdaræði Tontónanna eiga upptök sín í keisaralhöllinni. Það er svo til daglegur viðburður að menn séu skotnir á almannafæri og líkin síð- an höfð til sýnis, íbúunum til viðvörun- ar. D uvalier byggir völd sín á Tont- ónunum og 8000 manna þjóðvarnaliði. Þessir aðilar halda íbúunum í stöðugum ótta, en bæði Tontónarnir og þjóðvarn- aliðið láta stjórnast af innbyrðis ótta og skefjalausri græðgi. Duvalier þolir Framhald á bls. 14. Framkv.stj.: Sigíus Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vicur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arnl Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 22480. Utgefandi: H.f. Arvakur, Reykjavfk. 19. tbl. 1965 2 LESBÓK MORGUNBLAÐ SINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.