Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1965, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1965, Qupperneq 4
Oscar Clausen: r V. S íra Stefán Þorleifsson var næst síðastur þeirra Presthólapresta, sem hér verður getið, en þó ekki sá ómerkasti. Hann sat staðinn í 45 ár, frá 1749 til 1794. Hann var sonur síra Þorleifs Skaftason- ar, hins merka stiftsprófasts í Múla, og fyrri konu hans, Ingibjargar Jónsdóttur, Hólaráðsmanns. i Þegar síra Stefán var untgur, var hann sveinn hjá Jóni sýslumanni Benedikts- syni í Rauðuskriðu, en síðan fór hann i Hólaskóla 16 ára gamall, og var þá vel undirbúinn af hinum harða föður sínum, eins og vænta mátti. Sira Þorleifur stifts prófastur var hálærður maður, og hélt skóla í mörg ár heima hjá sér í Múla. — Stefán var á unga aldri mikill glímu- garpur og þegar hann kom í skóla, var hann svo knár að hann felldi alla skóla- sveinana í glímu, en þá fengu þeir hinn svokallaða glímu-Önund til þess að reyna við Stefán, en Önundur var annál- aður glímukappi, og var sagt, að hann kynni glímugaldur, og því stæðist hann alla í glímu. — Hólapiltar færðu nú Önund í skólapiltabúning og létu Stefán reyna sig við hann síðastan eftir að hann hafði fellt alla hina. Tókust svo fangbrögð með þeim, en svo fóru leikar, að Önundur felldi Stefán tvisvar, enda var hann þá orðinn þreyttur eftir marg- ar glímur. Þá manaði hann Önund til þess að glíma við sig í þriðja sinn, en hann vildi ekki verða til þess, og skildi svo með þeim. — Eftir að Stefán útskrifaðist, varð hann skrifari hjá Jóni sýslumanni í Rauðuskriðu, en hjá honum hafði hann verið smásveinn, eins og áður gefcur, og hafði sýslumaður mikið álit á honum og dálæti. Þessi árin fór hann að lesa lög af mikilli kostgæfni, og hafði þá hug á þvi að gjörast veraldlegur emibættis- maður, svo sem sýslumaður. — Um þess- ar mundir átti Jón sýslumaður í máli við Bjama sýslumann Halldórsson á Þing- eyrum, og var réttur haldinn til þess að dæma í málinu, og báðir sýslumennirn- ir mættir. Málinu var svo komið, að ekki var útlit fyrir annað en það félli á Jón sýslumann í Skriðu. Þetta var um kvöld og átti dómurinn að falla dag- inn eftir. Stefán var þá með húsbónda sínum, og bað hann sýslumann að lána sér málsskjölin til næsta morguns. — Síðan vakti hann alla nóttina og ritaði vörn í málinu, en þegar svo fyrir réttinn kom, lauk málinu svo, að dómurinn féll á Bjarna á Þingeyrum. Sagt er, að Bjami hafi sagt við Jón sýslumann í Skriðú, þegar hann heyrði vörnina: „Þetta hefur ekki komið undan tungu- rótum þínum, Jón, heldur er það úr óhræsisstráknum á bláu hosunum," — en Stefán var þá á bláum hosum. Mikil sigursæld á málaferlum var spáð Stefáni, eftir að hann hafði unnið málið móti Bjarna, sem þótti slyngur málsækjandi og harðfylginn sér, en fyrir hinum glæsilega unga málafærslumanni lá nú samt það að verða „einn frómur guðs- þjónn“ á Presthólum. — Eitt sumarið, sem Stefán var I Rauðuskriðu, var hann að slá engi með öðrum manni, í þurrki. Fjórar griðkon- ur rökuðu eftir þeim. Stefáni leiddist slátturinn, og lagðist flatur niður í ljána fyrir framan hrífurnar og mun hafa Prestasögur 21 Presthdla-klerka ÖNNUR GREIN gjört þetta kvensunum til skapraunar. Stúlkurnar beiddu hann þá um að tefja sig ekki, og standa á fætur, en hann gegndi því engu og færði sig til, svo að hann varð ávallt fyrir þeim. — Loksins þraut þær þolinmæðina. Þær fóru að pískra eitthvað í hljóði, sem Stefán heyrði ekki, og svo hlupu þær allar að honum í einu, og tóku tvær í handleggi hans og tvær í fætur. Þær áttu nú alls- kostar við hann, því að tvær af þeim voru jafnmiklar fyrir sér og röskir karl-' menn, en önnur þeirra var Sigríður Bene diktsdóttir, systir sýslumannsins. Síðan drógu þær Stefán í áttina að pytti, sem þar var skammt frá, og tókst þeim það, þó að vísu erfiðlega gengi, svo að Stefáni þótti óvænleiga áhorfast. — Þær ætl- uðu nú að koma honum ofan í pyttinn, en hann var þá ekki víðari en svo, að Stefán náði með herðunum í annan bakk ann og hælunum í hinn. Þessvegna stóð nú allt fast, en þá varð stúlkunum það að ráði, að sú sem var við annan hand- legginn hlemmdi sér ofan á hann miðj- an og ætlaði með þvi að sveigja hann niður, en við það losnaði Stefáni önnur höndin. En þá gat hann skotið stúlkunni, sem ofan á honum var, ofan í pyttinn, en þá slepptu hinar tökunum og fóru að bjarga þeirri, sem ofan í var komin. Þá réðist Stefán að þeim og hætti ekki fyrr en hann hafði komið þeim öllum ofan í pyttinn, enda hægt aðstöðu meðan þær voru við björgunarstarfið. — Sagt er, að sfcúlkumar hafi ekki treyst sér til þess að hefna sín á Stefáni, en litlu síðar bar það við, að Stefán var að silungsveiðum með húskörlum sýslu- mannsins og veiddu þeir vel. Þeir báru veiðina heim til bæjar, og skildu hana eftir á afviknum stað, því að þeir ætluðu ekki að láta vinnukonurnar vita af henni strax. Þeir skildu þó mann eftir til þess að gæta veiðinnar og gengu heim að borða, en þegar út kom aftur, fundu þeir varðmanninn bundinn við staur, en veið- ina fundu þeir hvergi. — Stúlkumar höfðu þá Skotizt út, bundið piltinn og skotið veiðinni undan, og urðu þeir Stefán að líða þetta bótalaus. En bend- ing mun þetta hafa verið til Stefáns um það, hverju hann gæti átt von á, og því hefur hann eflaust verið var um sig, eftir þetta. — Eínu sinni fór Stefán lestaferð fyrir sýslumann norður á Sléttu, til þess að sækja skreið, og hafði ungling með sér. Ferðin gekk vel norður, en þegar komið var á heimleið, varð hún sögu- legri. — Þeir lögðu upp á Reykjaheiði frá Ási í Kelduhverfi, þar sem heitir Bláskógavegur, og er heiðin þar talin hálf önnur þingmannaleið milli bygigða. Veður var þungt og nokkur rigning þeg- ar þeir lögðu á stað, en þegar á daginn leið fór að drífa, og þegar komið var þar, sem heita Höfuðreiðar, vestur á heið inni, hafði kyngt niður kviðsnjó, og var komin hin dimmasta frosthríð. Var þá orðið dimmt af nóttu, og treysti Stefán sér ekki til þess að halda lengra. Tóku þeir þá ofan af hestunum og bundu þá saman, en hlóðu böggunum í skjóligarð. Síðan gengu þeir um gólf alla nóttina, og þótti Stefáni verst að halda föru- naut sínum vakandi, því að hann vildi allaf leggjast fyrir og sofna, en Stef- án rak hann jafnskjótt á fætur aftur með svipu sinni. — Þegar leið á nótt- ina fór Stefán að syfja, en þá stuiddist hann fram á baggana, dottaði og festi aðeins blund. Þótti honum þá koma til sín maður í grárri úlpu, sem sagði við hann: „Viltu ekki koma til mín?“ Og þá vaknaði Stefán alltaf og þóttist sjá á eftir manninum út í hríðina. Kallaði hann þá loks á eftir honum, að hann skyldi fara bölvaður, og fór þá allur svefn af honum við þetta. — Loks fór veðrið að skána, svo að sá til lofts á einum stað, enda var þá komið undir dag. Þá fór Stefán að búast til brottferðar, en varð þá einn að vinna að öllu, því að pilturinn, sem með honum var, gat naumast staðið undir bagga. Hálf þnigmannaleið var nú eftir af heið- inni og fóru þeir hana um daginn, en um kvöldið komust þeir ofan að Heiðar- bót, sem var næsti bær undir heiðinni. Þar skildi Stefán eftir hestana og fylgdar mann sinn, sem þá var orðinn máttlaus, en ekki kalinn til skemmda. — Sjálfur stóð Stefán ekkert við í Heiðarbót, en reið meira en hálfa þingmannaleið yfir Laxá og Skjálfandafljót, sem var nærri ófært, og komst alla leið heim í Rauðu- skriðu um kvöldið, en hríðin stóð í hálf- an mánuð eftir þetta. — Þótti Stefán sýna þarna mikinn dugnað og dirfsku. — egar Stefán hafði verið nokkur ár aðstoðarmaður valdsmannsins í Rauðu- skriðu, var hann kallaður til kapeláns af síra Jóni í Presfchólum. Harboe hinn danski sendi-biskup yfirheyrði Stefán á Hólum til þess að vera fullviss um, að hann væri hæfur til þess að verða sálu- sorgari, en faðir hans, hinn mikilsmetni stiftsprófastur, síra Þorleifur Skaftason í Múla, vígði hann í Hóladómkirkju. Síð- an giftist síra Stefán Þórunni dóttur síra Jóns, og var kapelán hans i 6 ár, en þegar síra Jón svo sleppti embættinu, fékk síra Stefán Presthólastað eftir hann árið 1749, eins og áður getur. — Sagt er frá því, að sira Stefán hafi verið einna líkasfcur föður sínum, af sonum hans, að lærdómi og skörungsskap, en þótti svaka legur og lítt stilltur við öl. — Til er lýs- ing af síra Sefáni, og er á þessa leið:* „Hann var hár og gildur maður og að öllu hinn fyrirmannlegasti. Skörugleg- ur og mikill fyrir sér, og þótti mikið að honum kveða í hvívetna.“ — Þegar síra Stefán svo kom í Presthóla var hann svona rétt í meðallagi séður af sóknarfólkinu, m.a. af því að hann vildi láta til sín taka á ýmsum sviðum. Héldu menn líka, að hann myndi innleiða ýmsa nýja siði í sóknina, enda stóð ekki á því. Síra Stefán byrjaði þegar á því að krefjast þess, að farið væri eftir hin- um nýju „Forordningum", sem hans há- tign Danakonungur hafði gefið út fyrir tilstilli Harboes biskups, t.d. um húsvitj- anir, barnaspurningar, fermingar o.fl. — Einnig var söfnuðurinn á móti þeim nýja sið, að hætt var að syngja messu á heilagri jólanóttu, en þetta hafði tíðk- azt frá því í kaþólskum sið. — Að vísu var þetta einn liðurinn í því að svipta ís lenzku þjóðina öllu helgihaldi og af- kristna hana, eins og nú er komið svo eftirminnilega á daginn. — Ein ástæðan til þess, að síra Stefán var ekki í byrjun * Sbr. Præ. Sighv. XVI, 1483. eins vlnsæll f sóknunum sem skyldi, var það, að hann tók sig til og fór að yfir- heyra „gift og öldruð“ sóknarbörn „I þeirra kristmd Yni.“ Þetta leiddi af sér allmikla reiði og gremju hjá fólkinu, sem var óvant slíku, og þótti þetta hin „mesta býsn,“ en einkum kom þetta við taugar efnuðustu bænda sveitarinnar, sem þótti sér misboðið með þessum yfirheyrslum. — Að fáum árum liðnum aflétti samt þessum „býsnum" í Prethólasókn, og hætti hinn ungi prestur þá að yfirheyra eldra fólkið, enda hefur hann þá eflaust þótzt vera búinn að þjappa í það svo miklum kristindómi, að það dygði því það sem eftir væri þessarar tilevru, og að lokum varð síra Stefán vel látinn og mikilsvirtur aí flestum. — ess var áður getið, að síra Stefán, þegar hann var sveinn sýslumannsins í Rauðuskriðu, hafi gefið sig að löigvísi og málaferlum, og jafnvel ætlað sér að snúa sér að þeim hlutum. Hann hefur máske átt erfitt með að leggja lagavísindin al- veg á hilluna, og einbeita áhuga sínum óskiptum að þeim málum, sem hempan krafði. Til þessa bendir sú staðreynd, að skömmu eftir að hann gjörðist kapelán á Presthólum, komst hann f ólgandi mála- ferli við einn jarðeigandann í Núpa- sveit, sem vildi eigna sér hluta af reka kirkjunnar, og vísaði þar til gamalla skjala og hefðar. Eru þessi málaferli eina konar forspil að hinum frægu Presthóla- málum, sem voru í algleymingi um síð- ustu aldamót, og stóðu um rekaréttindi guðshússins á Presthólum. — Síra Jón, tengdafaðir síra Stefáns, var orðinn gam all og farinn, enda óvanur málaþrasi, og fól hann því hinum lögslynga og unga kapeláni sínum, sira Stefáni, umboð sitt til þess að sækja málið. Síra Stefán sótti þetta rekamál með mikilli ákefð og festu, og voru réttarhöld í því á Prest- bólum, án hvílda, í heila tvo daga, 4. og 5. maí 1746, og voru þar mörg vitni leidd, en málalokin urðu þau, að síra Stefán vann rekann undir kirkjuna. Presthólaklerkur leitaði oftar réttar sins með málaferlum, og er alveg óvíst um, að honum hafi verið slíkt nokkuð óljúft, en hitt er alveg víst, að ávallt bar hann hærra hluta í þeim viðureign- um. Komst því það orð á, að óvarlegt væri að lenda í málaþrasi við þennan guðsmann, sem átti ráð undir hverju rifi, og lagakrók á hverjum fingri. — Annað mál, sem síra Stefán átti í, var á móti „þrjózkum og óráðvöndum strák,“ en þegar sjáanlegt var, að málssókn prestsins mundi leiða til þess, að stráksi yrði fyrir þungri refsingu fyrir „óvandað athæfi“, vorkenndi guðsmaðurinn hon- um, og sættist á, fyrir góðra manna milligöngu, að falla frá ákærunni. — S kúli landfógeti og síra Stefán voru aldir upp saman, því að faðir síra Stefáns og móðir Skúla giftust. Þeir fóturbræðurnir voru í mörgu líkir, báðir stórbrotnir drengskaparmenn. Þeir héldu líka vináttu til æviloka, enda varð skammt á milli þeirra. Þeir dóu báðir fjörgamlir, Skúli 1794, en síra Stefán 1797. Þegar Skúli var sýslumaður Skagfirð- inga og bjó á Stóru-Ökrum, var til geymslu hjá honum þjófur af Snæfells- nesi, Árni nokkur Grímsson, sem Skúli hafði samúð með og vildi koma undan hegningu, og sendi hann síra Stefáni uppeldisbróður sínum þennan seka mann. — En sagan um hvernig þetta gjörðist lýsir svo drengskap og göfgi bæði sendanda og móttakanda, að hún verður aldrei of oft sögð. Hún er á þessa leið: Árni var geymdur í skemmu á Ökr- um og hafður þar í járnum. Eitt kvöld er Skúli að ganga um gólf á hlaðinu úti fyrir skemmunni, og mælti hátt við sjálfan sig: „Væri ég nú Árni Grímsson. Framhald á bls. 6. 4 LESBÓK MQRGUNBLAÐSINS- 19. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.