Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1965, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1965, Side 6
•é og fábreytileg, eins og saga fslend- inga á umliðnum öldum sýnir. Ómennt- uð voru mörg fornskáld íslendinga, sið- lausir ribbaldar, ólæsir og óskrifandi. >ó hafa menningarafrek þeirra, ljóðin iornra hátta, löngum verið þjóðarstolt íslendinga. En þetta stolt, sem oft var það eina er við höfðum að stæra okkur aí, ristir nú ekki dýpra en svo, að meira er hirt um að virkja burstir húsa með glápiríisgálgum en að reisa þessum vösku víkinganiðjum og öðrum sögu- hetjum á gamalgrónum sveitasetrum steinvarða með leturtöflu. Ekki bera t.d. Hlíðarendi eða Bergþórshvoll vitni um þjóðrækni eða tryggð við glæsilega minningu sögunnar. ísland er stórt land, miðað við íbúa- tölu þess, og viss hætta er samfara því, að fátt fólk byggi og nytji til fullnustu mikið víðerni lands. Því er ísland enn vanþróað land með tilliti til atvinnu- hátta. Töðuvellir eru enn hvergi full- nægjandi fyrir ábatasama kvikfjárrækt, iðnaður er á byrjunarstigi, og fiskafli getur gefið mun meiri arð. Samt er kapprætt um stóriðnað í nýrri fram- leiðslugrein, en ekki gætt þess fyrst og fremst að efla þær greinar iðnaðar, er standa í beinu sambandi við aldagamla aðalatvinnuvegi þjóðarinnar, enda eru jafnvel islenzkir sérfræðingar í fisk- og landbúnaðariðnaði neyddir til að leita atvinnu erlendis. Hinsvegar álíta útlendir verkfræðingar, að fólksfæð hér á landi sé fyrsta röksemd er mæli gegn stóriðnaði; eigi hann að komast vel á legg, verði að flytja inn svo sem 50 þús- undir útlendra borgara sem vinnukraft. Slík þjóðblöndun, jafnvel þótt ekki næmi hún nema 10-20 þúsund manna, yrði þó ekki aðeins mikið vandamál, heldur hlyti hún og að reynast óvinsæl. Og ei þá vægt til orða tekið. F yrsta skilyrði til þess að leiða þjóð til efnahagslegrar og menningar- legrar auðnu er að skilja nauðsyn henn- ar og möguleika á hvaða sviði þjóðlífs sem er. Og vissulega er það einmitt hlutverk stjórnmálamanns, sem þá gæti á máli Norðurevrópuþjóða meginlands- ins kalJazt „statsmand", sem í sér felur mun meira en pólitíker eða pólitíkus. Nauðsyn íslenzkrar þjóðar er framar öllu öðru að gera landið svo byggilegt, nytjarikt og affarasælt sem auðið er, miðað við þá möguleika, sem fyrir hendi eru. Svisslendingar eru smáþjóð Evrópu. Þó munu þeir vera um fjórar milljónir. Og þeir eru ein ríkasta þjóð Evrópu. Velmegun þeirra byggist að verulegu leyti á smáiðnaði, framleiðslu á fín- mekaník, allskyns mælitækjum og úr- um. Viðbrugðið er sparsamlegu líferni þeirra. Vel mætti svo fara, að svipað iðnaðarfyrirkomulag hæfði íslandi. Og sparsemi gætum við sannarlega lært af slikri þjóð. Hinsvegar virðast stóriðju- hugleiðingar vera grein af þeim Mess- íasar-komplex, sem löngum hefur leynzt með mörgum á íslandi og leitt hefir til hinna furðulegustu skrifa eins og um- ræðna um íslendinga sem gáfuðustu þjóð heimsins (tímaritið Jörð). Þvílíkur raunsæisvana gorgeir er annaðihvort sjálfsblekking eða innhverfa á smæðar- tilfinningu og miðar sízt til farsældar. T vímælalaust eru íslendingar gæddir gáfum góðum. Og þeir hafa vegna auðugra fiskimiða fengið miklu áorkað í hrjóstrugu landi á skömmum tíma 20. aldar. En þjóðarsamheldni og skilningur á þýðingu íslendinga sem smárrar heimsþjóðar er mjög á reiki. Heimilisþægindi skipa alltof stórt rúm í efnahagskerfinu, munaður, óhóf og ok- urhátt verðlag standa í litlu samræmi við almenna kaupgreiðslu. Af þessu sprettur það, sem á nýislenzku nefnist „flottræfilsháttur“ og ekki er talinn neitt sérstakt gáfnamerki og því síður menningarvottur. Birtist hann víða og í margvíslegum myndum, jafnt í innan- lands- sem utanríkisviðskiptum. íslend- ingar hafa sem aðilar að Sameinuðu þjóðunum greitt framlag til uppihalds hersveita í Kongó og láta sig t.d. ekki muna um það að tvöfalda greiðslu sína upp í 80 þúsund dollara, þótt ekki sé þeim uppálagt að borga nema helming þeirrar upphæðar eins og aðrar aðildar- þjóðir. Slík eyðsla skapar ekki virðingu, en getur valdið athlægi. Mörg dæmi um óhófleg útgjöld í innanríkisviðskipt- um mætti nefna, svo sem fimmtíu króna inngangseyri á gildaskála til að mega rabba yfir molakaffi við góðan kunningja. Slík skattlagning er óþekkt með öllum Evrópuþjóðum og þótt víðar væri leitað. Öll óhófseyðsla stríðir gegn nauðsyn og möguleikum smárrar, ein- angraðrar eyþjóðar á útmörkum hins byggilega heims. E g hefi ætíð litið svo á, að íslend- ingar væru miklir föðurlandssinnar, elskuðu ætttjörð sína, þótt fátæk væri hún löngum og að ýmsu leyti eftirbátur annarra eldri Evrópuþjóða; tignuðu gamlan arf, ljóð og sögur á merkri og klassískri germanskri tungu. Vel er, að horfnar eru nú dönskuslettur sem spíss- kammer, kokkhús, gallossíur, kontór og paraplý, sem lengi lifðu á almanna- vörum. En komin eru nú í þeirra stað önnur aðskotaorð, sem lífseig munu reynast meðan engilsaxneskt glápirí gnauðar við gafl og er dagleg sálar- fæða heimilafjölda, sem samsvarar að minnsta kosti samanlagt öllum bænda- býlum landsins. — Bendir þetta til, að þjóðrækni hafi óneitanlega lítið eflzt síðan lýðveldi okkar var stofnað á tví- sýnum tímum. Á íslenzkum heimilum má nú heyra óskólaskyld börn mæla á engilsaxneska tungu orð og setningar, sem þau naumast geta orðað á móður- málinu, svo sem í stympingum milli bræðra, er annar gellur við: „Take it easy, boy!“ Þeim hinum sama dreng mundi alls ekki hugkvæmast að segja: „Hafðu þig hægan, piltur minn“. fslendingar teljast Evrópuþjóð. Þeir hafa varðveitt dýrmætan Evrópuarf og lýst þar með upp stór hugarsvæði sög- unnar, sem án þeirra hefðu legið eilíf- lega myrkri hulin. Þetta var glæsilegt hlutverk smárrar íslenzkrar þjóðar. Hún lagði fram auðlegð fádæma mikillar vitneskju og þekkingar. Nú eru þessar lindir þornaðar, að undanteknum alda- gömlum rímnakveðskap. Hin svokallaða menning er aðeins faguryrði fyrir sérstaka lífsháttu. Þeir sem hafa tamið sér að iðka góða tónlist, svala sjón sinni við listilegar myndsmíð- ar og húsbyggingar, nema og njóta list- rænna skáldrita í bók og á sviði og sækjast eftir hverskyns æðri menntun, þeir eru líklegir til þess að verða oka- tækir í framvindu menningarlegra lifn- aðarhátta. Eins og rímnakveðskapurinn hefir öll okkar menning eingöngu verið bókleg alþýðumenning. Svo öldum skipti hafa fslendingar litla sem enga hugmynd haft um heilar menningar- greinar, löngu eftir að aðrar þjóðir höfðu margklifið óforgengileg hámörk andans afreka. Engin listmúsík þróaðist hér í þúsund ár, heldur engin myndlist eða högglist eða byggingalist, engin heim- speki, engin æðri vísindi. Þegar horft er á þennan nakta sögulega veruleika, sést fljótt, að við hljótum enn að vera menningarlega vanþróuð þjóð. Virðist þá sjálfsögð sú nærfærni, að taka sér varlega í munn orðið menning. Að öllu framansögðu athuguðu skýr- ist það, hvert er „menningarerindi“ sjónvarps á okkar landi. Útkoman hlýt- ur að verða býsna neikvæð. Og þegar þesskonar erlendu glápiríi er dembt yfir íslenzka íbúa þessa lands, verður afsiðun augljós, ekki aðeins málfarslega, heldur einnig með tilliti til versnandi hegðunar barna og ungmenna, minnk- andi námsgetu þeirra, sem seinþroska eru og gáfnatreg. Vitanlega er Kefla- víkursjónvarp fyrst og fremst ætlað harðsoðnum setuliðsmönnum í hinum ýmsu herstöðvum Bandaríkjanna víðs- vegar í heiminum. Stríðsmyndir með miklu mannfalli og reyfaralegar bófa- lýsingar eru sízt af öllu holl sálarfæða saklausum börnum. Allar þesskonar æsiskynjanir trufla taugakerfi barna og afvegaleiða hugmyndafar þeirra. Hegð- un afsiðast. ]NÍ ú kemur til sá kostur að reisa eigið sjónvarp. En erfiður verður sá róður gegn fjársterkri samlkeppni heims- valdaþjóðar. Og allskostar óvist, á hvorn hestinn verður veðjað. Hætt er við, að efnisframboð í dagskrá mikillar stór- þjóðar immígranta beri ofurliði smáa eyþjóð sagnalandsins. Fjárhagsleg koll- sigling er og næsta yfirvofandi, ekki sízt þegar litið er á dreift og óhagstætt byggðafyrirkomulag landsins. Það sanna vandkvæði í jafnri útgeislun radiósend- ingar til allra landshluta. fslendingar hafa á fáum áratugum tekið risavaxin stökk í efnalegri þjóð- félagsþróun, frá moldargólfi til marm- ara, frá hlóðaeldhúsi til átómatíséraðrar eldamennsku, svo að kæliskápur er nú miklu útbreiddara heimilistæki hér á landi en í öllum löndum Miðevrópu. Slikar innréttingar kösta firn fjár. Hag- kvæmni, vinnusparnaður og þægindi eru vitaskuld æskileg hverju heimili. En þegar slík ópródúktív fjárfesting í stórum stíl lendir í öfgum og óhófi, þá er þjóðmegunarlegur voði vís. Trygg efnahagsleg afkoma og öryggi gjald- miðils sem traustur grunnux heilbrigðs atvinnulífs er fyrsta skilyrði til farsæld- ar í öllu þjóðlífi. Hnignunartími Rómaveldis hófst með kjörorði ábyrgðarlítilla ríkisleið- toga: brauð og leikir handa lýðnum. Stórkostlegt heimsveldi leið undir lok í makræði og nautnasýki. Nú er kominn tími til að spyrja, hvort sagan geti end- urtekizt á íslandi. Imperium Romanum prédikaði „panem et circenses“, en Res Publica Islandica girnist útlent kex og útlent glápirí. Við sem dvalizt höfum við nám á meginlandi Evrópu höfum ætið verið stoltir af þjóðerni okkar, höfum notað sérhvert tækifæri til þess að útskýra það kraftaverk, að til skuli vera hin smæsta þjóð Evrópu, sem sannað hefir tilverurétt sinn í heiminum með því að marka óafmáanleg spor í menningar- legri sigurgöngu norrænna þjóða. Við höfum reynt að gera okkur skýra grein fyrir möguleikum og nauðsyn okkar þjóðar, einmitt þegar við berum saman nístandi harða lifsbaráttu íslendinga á umliðnum öldum og tiltölulega þægilegt þéttbýli meginlandsins. Og allt skýrist við samanburð. Okkur hefir skilizt, að umbóta var þörf: meiri menntun, betri samgöngur, hollari búsakostur, fjöl- breyttara atvinnulíf, þroskandi tóm- stundir. Slíkur samanburður er vænlegur til raunsæilegs mats. Og þá vaknar vitund- in til fulls skilnings á þeirri glæpasögu, sem er meðferð erlendra valdhafa á íslendingum um aldaraðir. Og sú saga má aldrei endurtakast Vanræksla margra alda sverfur að samvizkunni, sem krefst þess, að nauðsyn sé fram- kvæmd, nauðsyn sem borin sé uppi af raunréttum möguleikum þjóðarinnar. Fjölþætt menning er bæði nauðsyn og möguleiki íslenzkrar þjóðar. Og menn- ing skapast ekki sízt í tómstundum. Þvi er aukin menntun öruggust tómstunda- fylling. Glórulaust glápirí er tómstunda- bani og því neikvætt fyrir alla menn- ingarviðleitni. Sá er óneitanlega betri kúltúrfulltrúi, sem blæs á flautu eða ræktar túnblettinn sinn, en hinn, sem í bólstruðu hægindi fær glýju í augu af flöktandi, fallvöltum skermi misjafnrar myndsjár. I slenzk menning er í deiglunni. Þjóðarháski er vís, ef ekki er haldið 1 horfi og stefnt fram. Hver og einn verð- ur að gera sér ljóst, að lítil þjóð getur ekki eignazt öll þau efnislegu og tækni- legu verðmæti, sem stórþjóðir eiga. En menning fer ekki eftir höfðatölu. Þar er öllum þjóðum haslaður völlur, smá- um og stórum. Nauðsyn íslenzkrar þjóð- ar er að viðhalda tungu sinni og auka og efla menningu sína. Þar eru óend- anlegir möguleikar. En erlent glápirí er glapræði, nauðung frekar en nauðsyn. Og innlent sjónvarp ætti að standa síðast á óskalista allra þeirra, sem bera menn- ingu íslands fyrir brjósti; sá möguleiki er ennþá næsta óraunverulegur. PRESTASCGU? Framhald af bls. 4 og svo sterkur, sem af er látið, mundi ég reyna að snúa í sundur hespuna; hún er víst orðin ryðguð. Af því búnu mundi ég fara í skemmuloftið. Skúli geyrnir þar bæði mat og skæðaskinn, og þegar ég væri orðinn vel birgur af nesti, mundi ég hlaupa á skemmugaflinn; þilið er orðið gamalt og fúið grey. — Síðan mundi ég hlaupa í fjallið og leynast þar meðan á leitinni stæði, ég er viss um að Skúli mundi ekki láta leita vandlega í fjallinu. — Að leitinni lokinni mundi ég fara norður í Presthóla, til síra Steí- áns Þorleifssonar, og bera honum kveo'u Skúla Magnússonar; hann mundi brátt skilja hvernig á kveðjunni stæði og hvað henni fylgdi.“ — Árni fór að öllu eins og Skúli hafði lagt fyrir hann. Hann leyndist fyrst í fjallinu, en þar lét Skúli ekkert leita. Síðan hélt hann beina leið norður í Prest hóla, og bar síra Stefáni kveðju Skúla, og tók hann við honum, og sýndi honum alla nærgætni og alúð. — Árni var svo um tíma hjá klerki og nefndist þar „Einar sterki", og fóru síðan sagnir af honum undir þessu nýja nafni, norður á Langanesi og suður í Múlasýslu. — I prestskapartíð síra Stefáns á Prest hólum kom það fyrir, að fátæk húskona í Blikalóni á Sléttu missti ungbarn sitt á mjög einkennilegan hátt. Barnið var svo óvært á nóttunni, að hún fékk ekki svefn fyrir því, og var hún orðin mjög þreytt á að stríða við það. Eina nótt, sem oftar, var barnið mjög óvært. Vagga þess stóð við rúmið, en hinumegin við vögguna stóð litunarkolla. Móðirin tók barnið upp og reyndi um stund að þagga niður í því, en tókst ekki. — Fleygði h.'.n þá barninu frá sér, bókstaflega uppgefin og úrvinda af svefni, en það lenti yfir vögguna og ofan í litunarkolluna. En konan datt undireins útaf sofandi, og vissi ekki fyrr en daginn eftir hvað gerzt hafði um nóttina, og þá var barnið dautt í litunarkollunni. — Það er sagt, að um nóttina hafi heyrzt einhver óþolinmæðis- orð til móðurinnar, um leið og hún fleygði barninu, og var því haldið, að hún hefði gjört þetta viljandi. Svo var hún sökuð um barnsmorð, og kom málið fyrir sýslumann. — Þessi vesalings kona var síðan flutt I Presthóla til yfirheyrslu, en sennilega hefur þá síra Stefán gengið á hana í ein- rúmi, um að segja sér hið sanna. Hann skipti sér þó ekkert aí gangi málsins, fyrr en dómur var uppkveðinn, en þá vatt hann sér inn í stofuna og var heldur gust mikill og sagði: „Ætlið þið að dæma svona hart óviljaverkið?" En konan hafði verið dæmd til lífláts. Sýslumann og meðdómsmenn setti hljóða. Síðan var málið tekið fyrir og dæmt að nýju, og konan alsýknuð. Álitið er að saga þessi sé sönn, en engin þjóðsaga. — Sýslumað- ur í Þingeyjarsýslu var um þessar mundir Vigfús Jónsson, en hann var veikgeðja maður og óviss í dómum sín- Ultt. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- 19. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.