Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1965, Blaðsíða 12
BISMARCK
Framhald af bls. 1.
Hvort sem Bismarek kann að hafa
•éð Sheffield eða ekki, þá veitti hann
skipinu enga atlögu. Hugsanlega hefur
þeim þar fundizt, að þar sem flugvélar
hlutu að hafa eftiriit með þeim, væ-ri
það þýðingarlaust og ekki annað en
skotfæraeyðsla að reka beitiskipið
buirt — að minnsta kosti í björtu.
E n meðan þetta gerðist fór
fram æðisgenginn undirbúningur á Ark
Royal til þess að koma næsta árásar-
flokknum af stað. Enga mínútu mátti
missa og alilir hömuðust eftir fremstu
getu. Þó að skipið ylti mjög, var elds-
neyti sett á flugvélar og fleiri timd-
urskeytum komið fyrir. Og. í þetta
skiptið skyldu engin mistök verða í
sambandi við Sheffield. Og til ýtrustu
vonar og vara, var fJugvélunum skip-
að að hafa samband. við það skip á
leiðinni til Bismarcks, og sjálfu var skip
inu tilkynnt, að svo mundi gert.
Um kl. 19 var árásarliðið tilbúið og
skipulagt á flugvélaþilfarinu. Þama
voru 15 „Sverðfiskar“ eða með öðrum
orðum hver einasta sprengjuflugvél
sem eftir var á skipinu. Enn var mikið
rok. Skyggni var mjög breytilegt, þoka
á 600 feta færi eða minna, og rigningar-
hryðjur yfir stór svæði sópuðust til og
frá yfir sjóinn. Enn einu sinni var skip-
inu beitt upp í vindinn og enn einu
sinni vögguðu flugvélamar óstöðugt
áður en þær lyftust upp í storminn.
Þegar þær svo skipuðu sér á fluginu
og hunfu í áttina til óvinarins, vissu
allir um borð í Ark Royal, að í þetta
skiptið ætluðu þær ekki að láta sér
mistakast.
Um 40 mínútum síðar, rétt fyrir kl.
20, sá Sheffield til þeirra. Skipið gaf
þeim merki: „Óvinurinn er tólf mílur
beint af augum“, og svo sást þegar
þær hækkuðu flugið upp í skýin. Hálf
tíma seinna voru þær komnar aftur
sýnilega mistekizt að finna Bismarck.
Þegar þær höfðu fengið leiðbeiningar
fóru þær enn af stað i áttina til óvin-
arins. Of mikið regn var og lágskýjað
til þess að áhöfn Sheffields gæti fylgzt
lengi með þeirn. En eftir nokkra stund
heyrðist mikil skothríð að framan á
stjómborða og sprengjublossar, sem
brá fyrir, gáfu til kynna, að árásin var
hafin.
L angt í burtu sáust sprengingar
frá loftvarnabyssum í nokkrar mínút-
ur en hættu síðan. Svo varð hlé, en þá
sáu þeir, sem í brúnni voru á Shef-
field, fyrst einn Sverðfisk og síðan tvo
í viðbót koma fljúgandi. Þeir komu
framhjá mjög lágt, eða í hæð við
brúna. Það mátti sjá, að sprengjumar
voru horfnar, og þegar ein vélin flaug
framhjá, sást, að áhöfnin var brosandi
og benti þumalfingirum upp. Allir á
brúnni í Sheffield og á efri þilförim-
um tóku ofan og hrópuðu húrra fyrir
þeim, um leið og þeir flugu framhjá.
Árásunum var ha’dið áfram, en sök-
um óhagstæðs veðurs, drógust þær
nokkuð á langinn. Lengst af gat Shef-
field lítið séð af því sem fram fór, en
öðru hverju, þegar rofaði til, sá áhöfn-
in Bismarck spúa eldi úr loftvama-
byssum sínum, og stöku sinnum var
hægt í kíki að greina flugvél, sem
steypti sér niður og lagðist svo flöt,
rétt ofan við sjávarborð, til að varpa
sprengjum sínum.
Hefði veður verið bjart og gott, hefði
allur árásarhópurinn vafalaust lagt til
atlögu í einu. En eins og nú var, þá
lentu árásarvelarnar, er þær nálguðust
óvininn, í skýjabakka, sem var 6000 til
10000 fet á þykkt, en hundrað fet yfir
sjó. Og inni í þessum þokubakka urðu
árásarvélamar viðskila, Nokkrar vél-
amar flugu Betnt áfram I óbreyttri
hæð, par til þær komu á þann stað er
þær töldu heppilegastan til árásar. Að-
rir eyddu tíma í að hækka sig um npkk
ur þúsund fet, áður en þær steyptu
sér. Þær, sem það gerðu, fengu á sig
meiri eða minni ísingu. Sumar gátu
ekki fundið óvininn, þegar þær sluppu
út úr þoku'bakkanum, þar sem þær
höfðu vænzt hans, og urðu annað-
hvort að fljúga í hring í björtu eða
kafa aftur inn í þokuna, til annarrar
atlögu. Tvær vélar saman og ein ein-
stök misstu algjörlega af óvininum og
sneru hver um sig aftur til Sheffields
til þess að fá uppgefna stefnu á ný.
Ein vél var svo þung á sér, að hún
varð að láta sprengjur sínar detta áð-
ur en hún sneri aftur til móðurskips-
ins. Alls stóð árásin yfir um hálfa
klukkustuind, frá 20.55 til 21.25.
IVÍeðan árásin stóð enn sem hæst,
tóku menn á Sheffield eftir því, að
Bismarck var tekinn að breyta stefnu.
Vitanlega hlaut hann að slaga sitt á
hvað til þess að verjast sprengjunum,
sem verið var að varpa að honum.
En nú var hann kominn hér um bil
samhliða Sheffield. En þá gusu þrír
gulir blossar frá hinu fjarlæga óvina-
skipi. Það var rétt eins og það væri
orðið æst við þessar stöðugu árásir,
sem á það voru gerðar, og réðst því
að eina brezka skipinu, sem í augsýn
var.
Kúlurnar lentu í sjónum langt frá
marki, líklega meira en eina mílu, og
einhver í brúnni á Sheffield tók að
gera gys að þessari skotfimi. En sá
varð of fljótur á sér. Aftur þeystu
tumamir á Bismarck úr sér björtum
logatungum, og um 50 sekúndum síð-
ar gullu við miklir brestir, er 15 fjög-
urra þumlunga kúlur féllu sitt hvorum
megin við brezka beitiskipið, og
sprungu um leið og þær lentu í sjón-
um. Geysimiklir vatnsstrókar gusu
upp og loftið fylitist af hvínandi
sprengjubrotusm. Larcom höfuðsmaður
hélt áfram á fuillri ferð, lagði þvert á
stýrið, til þess að losna, og fyrirskip-
aði að framleiða revk. En áður en
þeirri skipun yrði hlýbt að ga.gni,
héldu skotin frá óvinunum áfram að
falla óbugnanlega nærri.
Brotin frá þessari síðustu skothríð
höfðu valdið tjóni meðal áhafna loft-
varnabyssanna, því að tólf menn
höfðu særzt, þar af þrír banvænt. Einn
ig höfðu radartæki skipsins eyðilagzt,
og það kom sér illa, því að það þýddi
sama sem, að Shefiield gat nú ekki
elt nema með berum augum og yrði
því óvirkt eftir að dimmt væri orðið.
etta voru æsilegar mínútur,
með snöggri skothríð, flýtislegum
fyrirskipunum og miklum veltingi á
skipinu, sem lagðist næstum á hliðina,
hvini og þotum í sjónum, sem kom
inn fyrir borð, og hvini í storminum,
þegar skipið beitti á fullri ferð upp í
vindinn, og svo — loks — kolsvört-
um reykjarskýjum, sem gusu upp úr
reykháfnum og huldu Sheffiet'd sjón-
um óvinarins. Þarna hafði verið of-
mikill asi á öllum og öllu til þess
að hægt væri að hafa auga með at-
höfnum Bismareks. En þó hafði hann
sézt halda áfram að beita upp í vind-
inn. Þegar Larcom höfuðsmaður beygði
undan skothríðinni skipaði hann að
senda út merki um, að hann stýrði
340° (NNW). Hvað hafði Bismarck
ætlazt fyrir? Hafði honum þótt sem
þetta væri rétti tíminn til að reka
burt eina ofansjávar-árásaraðilann áð-
ur en dimmdi, þegar árásimar neyddu
hann undir ödlum kringumstæðum til
að sniúa sitit á hvað? Eða var ástæðan
einhver önnur? Því gat Larcom höf-
uðsmaður ekki svarað.
Því gat Sir John Tovey heldur ekki
svarað, en hann var margar mílur
handan sjóndeildarhrings. Hann vissi
ekki annað en það, sem sagði í til-
kynningu Larcoms, að .Bismarck hefði
tekið næstum þveröfuga stefnu. Hver
var tilgangurinn með því? Með tilliti
til hins dapurlega skeytis, sem komið
hafði frá foringja árásarflugvélanna,
var sennilega ekkert upp úr því að
að leggja. Skeytið hafði verið stutt og
laggott: „Hæfðum víst aldrei“. Aðmír-
állinn og líklega öil skip, sem tóku
upp skeytið, hafa trúlega gengið út
frá því, að árásin hefði orðið algjör-
lega áranigursiaus, eins og sú fyrri. Og
óhugurinn sem þetta olli var mikill
og djúpstæður. Ualrymple-Hamilton
böfuðsmiaður sagði skipshöfninni á
Rodney gegnum hátalara, að engin
skot hefðu hæft og bætti því við, að nú
virtist lítil von vera orðin um að berj-
ast við Bismarck. Blackmann yfirfor-
ingi á Edinburgh komst að sömu nið-
an snemma dags. Um klukkan 17 hafði
hann sigit þvert fyrir aftan þau, til
þess að komast beint á staðinn, sem Bis
marck var sagður vera á. En enda þótt
hann sæi til bæði Sheffields og Ark-
Royals á mismunandi tímum og hefði
því hlotið að komast nærri Bismarck
sjálfum, tókst honum samt ekki að
koma auga á hann. Þegar hér var kom-
ið var orðið tæpt með eldsneyti, svo
að til vandræða horfði, og tilkyrming-
in urn, að önnur loftárásin hefi orðið
árangurslaus, kom honum til að hætta
eltingaleiknum. Hann sneri því skipi
sínu heimleiðis.
1 augum Sir Johns Toveys var
þessi tilkynning um árangursleysi árás-
arinnar áfall, sem um munaði. Öll von
var greinilega úti. Bismarck var sama
sem alveg viss með að sleppa, og fyr-
ir hamn, Sir John, yrði ekki annað að
gera en snúa aftur til stöðva sinna,
við lítinn orðstír. En þá var honum
fært annað skeyti. Það var frá einni
flugvélinni í eltingaleiknum og þar
sagði, að nú stefndi Bismarck beint í
norður. En þetta þurfti ekki að hafa
neina sérstaka þýðingu. Þessi stefnu-
breyting, þótt róttæk væri, gat eins vel
verið gerð til þess að komast undan
flugvélaárásum. Næsta tilkynnimg yrði
sjálfsagt um, að Bismarck stefndi nú
ESE. En sú varð ekki reyndin, þegar
næsta skeyti kom, níu mínútum seinna.
Þar sagði, að skipið héldi enn í NNW.
Sir John og menn hans litu hverir á
aðra, ráðvilltir en vongóðir. Gat það
hugsazt að Bismarek væri að snúa við
án nokkurrar sýnilegrar ástæðu? En
fimm mínútum síðar kom svo skeyti
frá Sheffield þar sem sagði, að nú
stefndi skipið beint i norður.
Nú var ekki lengur um neitt að ef-
ast. Bismarck var greinilega að taka að-
alstefnuna norður. En ef hann hafði
ekki orðið fyrir skotum, hversvegna
hagaði hann sér þá svona einkennilega,
rétt eins og hann ætlaði að fremja
sjálfsmorð? Það var lífsnauðsynlegt
fyrir hann að komast hverja míluna,
sem hann gæti, suð-vestur á bóginn.
En þarna hafði hann samt siglt í hálfa
klukkustund í þveröfuga átt. Skyldi
hann þrátt fyrir allt hafa orðið fyrir
skoti? Sir John og mönnum hans var
meir en farið að detta í hug að þetta
annars óskiljanlega háttalag stafaði af
því, að stýrið hefði bilað og skipið
léti ekki lengur að stjórn.
Hver sem skýringin kynni að vera,
var víst um það, að taflið hafði snú-
izt Bretum í hag á hinn dramatískasta
hátt. Tveim mínútum eftir annað skeyt-
ið frá Sheffield, sneri sir John stefn-
unni til suðurs og stefndi beint á stað-
inn þar sem Bismaick var.
S heffield stýrði enn norður á
bóginn til þess að vera í skotfæri við
Bismarck, og rétt fyrir klukkan tíu sást
til nokkurra tundurspilla, sem lcomu
úr norðvestri. Þetta voru hin fimm
skip Vians höfuðsmanns, sem höfðu
siglt á fullri ferð síðustu níu klukku-
stundirnar til að ná í Bismarck. Þau
höfðu þegar séð Renown í fjarska og
til þeirra sjálfra hafði sézt úr flug-
vélunum frá Ark Hoyal, er þær voru
á heimieið frá ái-ásinni Sólin var kom-
in niður undir sjónhring. En jafnvel
í kvöldhúminu voru tundurspillarnir
tíguleg sjón, er þeir komu á hraðri
ferð, slagandi sitt á hvað er þeir þutu
undan vindinum og löðrið frá stefnmn
þeirra var áberandi, jafnvel innan um
ókyrrar sjávaröldurnar. Þegar þeir
nálguðust Slheffield, bað Vian höfuðs-
maður um stefnuna á Bismarck, og er
hann hafði fengið hana, þaut hann á-
fram í áttina til óvinarins.
Loftárásarliðið var farið að koma aft-
ur til Ark Royal ;im kl. 21, en þetta
var löng leið hjá beim að fara og sá
síðasti var ekki kominn um borð fyrr
en hálftíma seinna. limm höfðu orðið
fyrir skotum. Á einni vélinni voru tal-
in 127 kúlugöt og fiugmaðurinn og
skyttan voru báðir særðir. En þrátt
fyrir þetta og slæma birtu, fói-st að-
eins ein flugvélin.
að var kátari flugmannahópur^
sem steig út úr f ugvélum sínum og
tóku að segja ferðasögxma. Áhafnirnar
voru spurðar, hver um sig, eftir því
sem þær komu um borð, og klukkan
var orðin yfir 22, þegar Maund höf-
uðsmaður haíði sannfærzt um, að Bis-
marck hafði orðið fynr skoti miðskips.
Hann skýrði Somerville varaaðmíráli
frá þessu með ljósmerkjum, en hann
lét það fara áfram með loftskeytum um
kl. 22.30. En þessi skýrsla gerði ekki
mikið til þess að gera mönnum ástand-
ið ljóst. Ef skotið hefði raunverulega
hæft miðskips var mjög ólíklegt, að það
væri ástæðan til bessarar norðursigl-
ingar Bismarcks. En skýrs’an nægði
samt til þess að færa Edinburgh nær
óvininum.
Meðan þetta gerðist hafði dimmt og
Sir John vissi, að eltingaflugvélarnar
yrðu bráðlega að koma aftur til Ark
Royal. En jafnframt vissi hann, að
fyrir framtak Vians höfuðsmanns fyrr
um daginn væru tundurspillar hans nú
í nánd við BismarcK og mundu senni-
lega taka við eltingaleikraum bráðlega.
(Sir John Tovey hafði tekið upp skeyti
frá Renown, þar sem sagði, að tundur-
spillarnir hefðu farið framhjá skipinu
kl. 19). Til þess að hjálpa þeim að kom-
ast í samband, spurði sir John Somer-
ville aðmírál, hvort eltingaflugvélarn-
ar mættu vísa tundurspillunum leið til
óvinarins, og þessaxi skipun var kom-
ið til þeirra gegnum Ark Royal. Þær
virðast hafa yfirgefið Bismarck um kl.
22 og flugu nú víða til að leita uppi
tundurspillana. Loksins fundu þær
þá en voru þá orðnar of „villtar" sjálf-
ar til þess að geta veitt leiðsögu. Rétt
fyrir kl. 22.30 voru þær kallaðar til
baka til Ark Royal.
E n Vian höfuðsmaður var á
réttri leið með tundurspilla sína, og
kluikkan tíu mínútum fyrir 23, eftir
þriggja stundarfjórðunga þögn, heyrðu
hinir Bretamir, sér til mikillar gleði,
sambandsimerki frá Zulu, sem sýndi, að
tundurspillarnir voru í sambandi sín
á milli. Nú orðið var Sir John Tovey
orðinn sanmfærður um, að Bismarck
hefði orðið fyrir það mikluim skaða,
að hann gæti ekki lengur haldið suð-
austlægri stefnu, en neyddist til að
beita stöðugt upp í vindinn, sem til
allrar hamingju var á norðvestan. Hann
þóttist nú viss uim, að skipið gæti ekki
lengur sloppið frá homuim, og áikvað
þvi að bíða birtu, þar eð nú var orðið
of dimmt til að hefja árás. Staðir ó-
vinarins og hinna annarra brezku skipa
voru ekki vissir, og alltaf gat verið
hætta á slysum ef hans eigin skip hitt-
ust í myrkrinu. Kl. 23.35 breytti Sir
)2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS-
19. tbl. 1965