Lesbók Morgunblaðsins - 08.08.1965, Blaðsíða 4
Árn: Öla: Úr sögu Reykjavlkur
Mönnum stóð ótti
nf vinnukonnm
M
J_f eð bæ j ars-t j órnarlögum
Reykjavíkur 1907 urðu tímamót í
sögu staðarins. Merkustu nýmæli
þeirra laga voru þau, að hér skyldi
vera sérstakur borgarstjóri, og í öðru
lagi stórkostleg rýmkun kosningar-
réttar og kjörgengi. Eins og vænta
mátti gekk það ekki orðalaust af að
koma þeim breytingum á og voru
ýmsir nokkuð tvístígandi í málinu,
en þó hét svo að samkomulag væri
í bæjarstjórn um það frumvarp, er
lagt skyldi fyrir Alþingi.
Frá upphafi hafði bæjarfógeti verið
oddviti bæjarstjórnar. En þegar fólki tók
að fjölga í bænum, einkum upp úr alda-
mótum, þá var öllum sýnt, að ofætlan
var einum manni að hafa á hendi hvort
tveggja, bæjarfógetaembættið og yfir-
stjórn bæjarmálefna. Og nú var það 1905
að bæjarstjórnin fór fram á að lög væru
sett um skiptingu embættisins, þannig,
að stjórn bæjarmálefna og nokkur önn-
ur störf væri falin nýjum embættis-
manni, er kallast skyldi bæjarstjóri. En
þess krafðist bæjarstjórn, að laun hans
yrðu greidd úr ríkissjóði. Á þetta vildi
þingið þó ekki fallast og taldi að Reykja
vík gæti sjálf launað bæjarstjóra sinn.
L eið svo næsta ár, en með hverj-
um deginum varð það ljósara, að em-
bættisstörf bæjarfógeta voru svo mikil,
að hann hafði engan tíma aflögu til þess
að sinna bæjarmálefnum. Bæjarfulltrú-
ar voru nú farnir að sjá, að það væri
sanngjarnast, að Reykjavík greiddi laun
bæjarstjóra, því að hann væri ekki kon-
unglegur embættismaður. Hann yrði
ekki skipaður af stjórninni, heldur kos-
inn af bæjarbúum sjálfum. Þá kom til
athugunar hvernig hann skyldi kosinn,
hvort heldur af öllum er kosningarétt
höfðu, eða af bæjarstjórn. Og þá kom
kosningarétturinn til athugunar. Hér
var þá í gildi tilskipun um bæjarmál-
efni Reykjavíkur frá 1872. Þar var á-
kveðið að bæjarbúar skyldu kjósa bæjar
stjórn, en sú kosning fór fram í tvennu
lagi og var kosningafyrirkomulagið
bæði vafningasamt og illa þokkað.
Bæjarfulltrúar skyldu vera eigi færri
en 7 og eigi fleiri en 13. Meirihluta
þeirra skyldu kjósa allir bæjarbúar, sem
höfðu kosningarétt til Alþingis og höfðu
greitt 4 rdl. í bæjargjöld árið áður. En
minnihlutann skyldu kjósa þeir, er mest
höfðu greitt í bæjargjöld á árinu, eða
3/i allra bæjargjalda. Árið 1895 hafði
verið gerð sú breyting á kosningarétti,
að ekkjur og sjálfstæðar konur, sem
greiddu útsvar og höfðu náð 25 ára
aldri, mætti kjósa. En giftar konur og
hjú höfðu ekki kosningarétt.
Nú var hvort tveggja, að mönnum
þótti kosningafyrirkomulagið afleitt, og
eins var þá farið að bóla á hugsjón
jafnréttis og mannréttinda, svo að ýms-
um þótti hlutur kvenna og hjúa fyrir
borð borinn. Var þá í alvöru farið að
hugsa um að bera fram nýtt frumvarp
til bæjarstjórnarlaga fyrir Reykjavík.
Hugsandi mönnum dulöist þá ekki, að
það mundi mestum ágreiningi valda
meðal manna hve rúm ættu að vera
ákvæði um kosningarétt og kjörgengi,
enda bólaði þegar á ágreiningi um það
innan bæjarstjórnar. Um hitt urðu
menn sammála, að fjölga bæjarfulltrú-
um um tvo, svo að þeir yrðu 15, og að
þeir yrðu kosnir í einu lagi af öllum
þeim, er kosningarétt höfðu.
Til þess að kanna hug bæjarbúa
til kosningaréttarins var boðað til
borgarafundar í Bárubúð 27. apríl 1907.
Var sá fundur svo fjölsóttur, að þar var
húsfyllir, eða um 500 manns. Guðmund-
ur Björnsson landlæknir var málshefj-
andi og lagði eindregið með almennum
kosningarrétti, þar sem hvorki væri far-
ið eftir kynferði né gjaldgetu í bæjar-
sjóð. Tóku ýmsir fleiri í sama streng,
er. einhverjir voru þó með vífillengjur.
Að lokum var gerð fundarsamþykkt, er
þorri manna greiddi atkvæði, og voru
þetta aðalatriðin:
1. Fundurinn vill, að allir fullveðja
menn hafi kosningarétt í bæjarmálum,
jcfnt karlar sem konur, þeir sem eru
fjár síns ráðandi; ennfremur giftar kon-
ur, þó að þær séu ekki fjár síns ráð-
andi, ef þær hafa önnur kosningaréttar-
skilyrði.
2. Fundurinn vill að tvískipting kjós-
enda sé úr lögum numin, og hafi allir
jafnan kosningarétt.
Þetta var alveg í samræmi við sam-
þykkt, er Blaðamannafélagið hafði gert
áður.
Nú var horfið að því að semja frum-
varp, er lagt skyldi fyrir Alþingi þá
um sumarið. Mun það aðallega hafa
komið í hlut Guðmundar Björnssonar
landlæknis að semja það frumvarp, en
síðan var það samþykkt í bæjarstjórn,
þó síður en svo í einu hljóði. Mátti heita
að það merðist þar fram, og voru marg-
ir bæjarfulltrúar óánægðir með það.
Þar var í 1. grein svo ákveðið, að mál-
efnum kaupstaðarins skyldi stjórnað af
15 manna bæjarstjórn, er kjósendur
hefðu valið, auk borgarstjóra, sem
skyldi vera oddviti hennar. Borgarstjór-
inn skyldi kosinn af bæjarstjórn til
6 ára í senn.
Svo komu ákvæðin um kosningarétt-
inn og þau voru á þessa leið:
Kosningarétt hafa allir bæjarbúar,
karlar og konur, sem eru fullra 25 ára
að aldri þegar kosning fer fram, ef þeir
greiða skattgjald til bæjarsjóðs, hafa átt
lögheimili í bænum 1 ár, hafa óflekkað
mannorð, eru fjár síns ráðandi, eru ekki
öðrum háðir sem hjú og er ekki lagt af
sveit, eða hafi þeir þegið sveitarstyrk,
þá endurgoldið hann, eða verið gefinn
hann upp. Konur kjósenda hafa kosn-
ingarétt, þótt þær séu eigi fjár síns ráð-
andi vegna hjónabandsins, og þótt þær
eigi greiði sérstaklega gjöld í bæjarsjóð,
ef þær að öðru leyti uppfylla áður-
greind skilyrði fyrir kosningarétti.
Og svo kom það ákvæði, er mörg-
um varð bumbult af: Kjörgengur er hver
sá, er kosningarétt hefur.
Frumvarpið var lagt fram í Nd. Al-
þmgis og þar kosin sérstök nefnd að
athuga það, en í henni áttu sæti: Lárus
H Bjarnason, Jón Magnússon, Stefán
Stefánsson, skólam., Guðlaugur Guð-
mundsson og Magnús Andrésson.
Nefndin gerði nokkrar breytingar á
frv., meðal annars þá höfuðbreytingu,
að hjú skyldu fá bæði kosningarétt og
kjörgengi. Um þetta sagði framsögumað-
ur (L.H.B.) að hann gæti gefið þessu
atkvæði sitt, „enda þótt þetta gangi
miklu lengra en alþingiskosningalögin,
og nokkru lengra en bæjarstjórnarlög
hinna kaupstaðanna. En af því að þessi
alda er nú einu sinni risin svona hátt,
er í rauninni ekkert á móti því að reyna
hvernig þetta gefst hér í Reykjavík . . .
enda þótt mörgum húsbændum kynni
að þykja það nokkuð nýstárlegt að sitja
bæjarstjórnarfund fram á nótt, með ann-
ari eða báðum, eða öllum vinnukonum
sínum, ef til vill í fullu óleyfi frúar-
innar“.
Hér var gripið í viðkvæman streng,
eins og sjá má á eftirfarandi útdráttum
úr ræðum þingmanna:
Tryggvi Gunnarsson sagði, að till. um
rýmkun kosningaréttar hefði komið
fram í bæjarstjórn, en verið felld þar.
„Vér, sem ekki vildum ganga svo langt,
vorum hræddir um, að vinnufólk og
lausamenn hefði yfirleitt ekki þá þekk-
ingu, sem nauðsynleg er til þess að
vita, hver úrslit mála væri hentugust
fyrir bæinn. Þeir, sem nú hafa kosn-
ingarétt samkv. gömlu lögunum, fá að
líkindum ekki nema þriðjung atkvæða,
a móti öllum þeim aragrúa af nýju fólki,
sem nú á að öðlast kosningarétt; það
er því hætt við, að þeir sem áður hafa
hugsað um bæjarins mál, yrðu alveg
ofurliði bornir af þessu nýja, alls ó-
kunna fólki, sem mundi valda of mikl-
um hringlanda í stefnu bæjarmálanna.
Meðmælendur almenns kosningarétt-
ar segja að það sé gott að reyna hvernig
þetta gefist. En ég verð nú fyrir mitt
leyti að álíta, að Reykjavík sé einmitt
sá staðurinn, sem allra sízt ætti að hafa
fyrir tilraunastöð í þessu efni. Hér safn-
ast saman mikill fjöldi af lausafólki og
námsfólki, sem kemur og fer eins og far-
fuglar frá öilum sveitum landsins, og
hafa sem eðlilegt er, ekki minnstu hug-
mynd um bæjarmál. Ég álít miklu rétt-
ara að reyna þetta fyrst upp í sveit, þar
eru skoðanir manna ekki á fleygiferð
eins og hér. Það er heppilegra að bænd-
urnir reyni þetta fyrst heima hjá sér.
Þeir geta þá reynt hve vel þeim líkar,
þegar vinnufólk þeirra fer að ríða á
hreppamót, til þess að bera þá ofurliði
með atkvæðum sínum um sveitarmálin.
Spurningunni um kosning borgar-
stjóra vil ég hiklaust svara svo, að ég
tei það lang óheppilegast að láta kosn-
ingarétt til þess embættis liggja undir
allan bæjarlýð Reykjavíkur (þá var kom
in fram brt.till. um það), einkum ef það
verður að lögum, að allir skuli hafa at-
kvæðisrétt, hvort sem þeir gjalda nokk-
uð til bæjarins eða ekki, og hvort þeir
hafa nokkurt vit eða áhuga á málefn-
um bæjarins. Þó kastaði nú fyrst tólf-
unum, ef slíkir menn kæmust í bæjar-
stjórn. Ég fyrir mitt leyti álít langbezt
að borgarstjórinn væri útnefndur al
St j órnarráðinu.
Lárus H. Bjarnason: Viðvíkjandi þvi,
að borgarstjóri skuli kosinn af þeim
bæjarbúum er kosningarétt hafa, þá er
það þó „demokratiskara" eða þjóðlegra,
sem kallað er, að bæjarbúar kjósi borg-
meistarann en bæjarstjórn, enda verður
borgarstjóri óháðari bæjarstjórninni, ef
hann er kosinn á þann hátt.
Björn Bjarnason (sýslum.). Ég get
ómögulega skilið að brt.till. sé heppi-
leg. Ég fæ ekki betur séð, en afleiðing-
arnar yrðu þær, að „agitationir" mundu
keyra fram úr öllu hófi . . . Og sér-
staklega mundu verða mikil brögð að
því, þegar búið er að dubba upp marga
nýja kjósendur, og þar er á meðal allur
fjöldinn af vinnukonum bæjarins. Og ég
só ekki heldur hvað unnið væri við það
að láta almenning ráða því, hver verði
borgarstjóri, því að alþýða manna mun
þó naumast geta gert sér nokkra glögga
hugmynd um, hverja hæfileika sá maður
þurfi að hafa til að bera.
Mér þætti gaman að sjá landlæknir-
inn okkar fara hjólandi um meðal allra
vinnukvenna bæjarins, til þess að
„agitera“ fyrir einhverju borgarstjóra-
efni, er hann vildi koma að. Það mætti
líka fá einhverja vinnukonuna fyrir borg
arstjóra og borga henni 4500 kr. laun.
Vinnukonur geta eftir þessu orðið borg-
arstjórar eins og hver annar, ef aðeins
atkvæðamagnið er nóg. Og þó svo mundi
ef til vill ekki verða í bráðina, þá eru
þó líkindi til, að einhvern tíma komist
vinnukona í borgarstjórasessinn, því hér
er um fjölmenna stétt að ræða, með
miklu atkvæðamagni.
Guðmundur Björnsson: Þingm. Dal.
taldi það næsta glæfralegt, að bæjar-
búar kysu borgarstjórann. Færði hann
einkum tvennt til þess. Fyrst og fremst
hættu á feikilegum „agitationum". Agita
tionirnar eru vottur um vaxandi þroska
og vakandi áhuga á almennum málum.
Almenningur er einmitt þess vegna far-
inn að hugsa meira um, hvernig hann
eigi að beita kosningarétti sínum. Þær
eru með öði*um orðum framfaravottur.
Það sem mér fannst þingm. Dal. ótt-
ast mest, var kvenfólkið, og varð hon-
um einkum skrafdrjúgt um vinnukonur.
Það var eins og hann áliti að vinnu-
konur væru lægri verur en aðrar mann-
eskjur. En það get ég sagt hinum hátt-
virta þm., að ég hefi aldrei orðið þess
var, að vinnukonur væru verr viti born-
ar en aðrar konur, né heldur að konur
værí yfirleitt verr viti bornar en karl-
menn. Þetta er mönnum að skiljast um
allan heim, og þess vegna fjölgar þeim
óðum, er veita vilja konum almennan
kosningarétt. Það er engin furða ' t
þær hafi lítinn áhuga á opinberu:
Framhald á bls.
Virðulegur bæjarfulltrúi og vinnukonur hans.
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS-
26. tbl. 1965