Lesbók Morgunblaðsins - 08.08.1965, Blaðsíða 9
Jr að eru til orð sem orfea á
menn eins og helvíti og himnaríki,
koma mönnum til að belgja sig upp
af bræði e'ða blása sig út af fögnuði,
spilla matarlist manna unnvöirpum
þann daginn eða senda menn í hóp-
um á dansiball, láta menn sjá rautt
eða láta menn sjá veröldina baðaða
í rauðu Ijósi, koma sumum í illt skap
og komia öðrum í gott sbap, og
þessi orð hafa þann eiginleika að
orka ýmist á menn eins og helvíti
eða himnaríki af því þau eru eins
og snákur með klofna tungu: þau
eru ímynd þess sem er best á jörðu
hér í augum sumra og svo þvert á
móti ímynd alis þess sem er verst í
augum annarra. Það er til gnótt því-
líkira or'ða þegair miaður fer að at-
huga málið, en ég nefni aðeins tvö
að þessu sinni, tvær andstæður. Ann-
að er „samyrkjubúskapur", sem menn
niiuinu sjá í hendi sér að merkir ýmist
helvíti eða himnaríki, og hitt orðið er
„samkeppni", sem býður vitanlega
upp á báða staðina jafnt eftir því
hvernig menn eru sinnaðir.
Ég hef aldrei séð samyrkjubú illu
heilU, og ég hugsa að það séu ekki
margir íslendingar sem hafa séð
samyrkjubú, utan kannski slangur af
ráðherrum að skoða heiminn fyrir
land og þjóð. Aftur á móti höfum við
haft samkeppni hér á Islandi í ein-
hverri mynd æði lengi, og ég segi
fyrir mig að hún heldur ekki fyrir
mér vöku nema síður vseri, því að
ég er þegar allt kemur til alls fremur
hlynntur henni heldur en hitt, svona í
hófi. Nú vona ég a<ð miemn hafi sett
sig í stellingar og búið sig undir að
móttaka innblásna predikun um ágæti
einstakilingsframtaksáns, en ég ætla
því miðuir ekki að vegs'ama samkeppn-
ina í þessum pistli, heldur að segja
ijótt um það sem ég vil kalla sýndar-
samkeppni. Mér virðist sem það sé
hreint ekiki lítið af svikinni sam-
beppnd hér á landi, og tiil þess að
ráðast nú ebbi á garðinn þar sem
hann er lægstur, þá langar mig að
segja alveg eins og er að mér virðist
sem olíufélögin hér á landi séu sér-
stabir syndaselir í þessu efni, jafn-
vel eitt ljósasta dæmi þess hvernig
samkeppnin á helst ekki að vera ef
Adaim vill vena lengi í Paradís.
M,
að sprengja húsið í loft upp. Ég kalla
það ekki samkeppni heldur þó að
mennirnir sem aka olíunni heim til
mín séu kurteisir og góðir menn sem
gera ekki flugu mein hvað þá börn-
unuim, og rufckairinn er alveg ágætur
lika. Ég hef alltaf skilið raunveru-
lega samkeppni þannig að þar sem
hún sé iðkuð með réttu hugarfari,
drepast.
Nú skal það fúslega viðurkennt sem
er líka staðreynd, að o^íufélögin hafa
að því leyti sérstöðu meðal fyrir-
tækja að þau bjóða mestmegnis upp
á sömu vöruna upp til hópa: þetta
er nánast sami grautur úr sörou skál.
Það á samt engan veginn að fyrir-
þyggja samkeppni, þó að einhveirjuni
kunni að sýnasí svo í fljótu bragði.
Samkeppnin fer þá fram á þjónustu-
sviðinu, og þar sem menn iðka sam-
keppni í alvöru og ekki bara í þyk-
justunni eins og börnin segja, þar
er sú samkeppni um viðskiptavininn
hörð og grimmileg. Ég hef ekki orðið
var við slíka samkeppni hérlendis.
Ég hef spurt í kringum mig og aðrir
ha-fa sömu sögu að segja. Ég sé satit
Laður hefur beyrt orðróm um
að olíufélögin skipti viðskiptavinun-
um á milli sín eims og þegar krakk-
ar skipba á mil'li síri brjóstsykri:
„Einn handa þér, Bói, og einn handa
mér. . .“ Þetta er kannski bana ein
af þessurn sögum sem kvikna í koll-
inurn á fólki þegar það er í slæmu
skapi, en ég kalla það samit ekki
samkeppni þó að olíufélag aki heim
til mín olíulögg og geri það án þess
þar sé forstjóri X reiðuíbúinn að
skera forstjóra Y á hálsinn til þess
að ná vi'öskiptum Z. Það má kannski
orða þetta mildilegar og prúðmann-
legar og blóðsúthellingalaust en sam-
beppni fer ekki fram í ró og næði: hún
er stríð en ekki friður, kapph'laup en
ekki breiðfylking, vígvöllur en ekki
kær.leiksheimili. Það er að diuga eða
að segja ekki betur en að „sam-
keppni“ hérlendra olíufélaga fari fram
með þeim hætti að forstjórarnir (ligg
ur mér við að segja) liggi í faðm-
lögum. Það er sannarlega ekki verið
að slást um viðskiptavinina, það er
saninarlega ekki verið að leggja fyrir
þá auglýsingagildrur, það er sann-
arlega ekki verið aö úthella blóði.
Ég hef ekki séð sölumainn frá olíu-
féiagi í fimmtán ár og betur. Eng-
inn hefur boðið mér skánri kjör en
ég hef núna, enginn hefur boðið mér
skárri þjónustu en ég hef núna, eng-
inn hefur fundið upp á nokkrum
sköpuðum hlut í fimmitán ár og bet-
ur sem gæfi mér minnsta tilefni tii
að gleðjast yfir því að menninnir sem
miðla mér olíudropanum trúa vist á
einstaiklingsframtakið fremiur en ríkis
farganið.
Satt að segja finnst mér stundum
sem ég sé bara staddur á samyrkju-
búi.
E,
Jr það ekki kyndugt að ékki
sé meira sagt að í hvert skipti sem
ég hef farið í bíó upp á síðkastið, þá
hei' ég verið þeirri stundu fegnastur
þegar é,g hef komist heim til mín aft-
ur? Hér er blað úr minnisbókinni
minni sem ég skrifaði eftir hræðilega
bióferð um daginn og sem sýnir hvað
ég á við:
„Skokkaði í bíó uppstrokinn og í
sóiskinsskapi og með hvítan klút frá
Pé O í brjóstvasanum. Sunnudagur,
fimmsýning, bærðist ekki hár á
höfði. Hólt ég sæi tvær stúlkur sem
biðu eftir strætó á Kópavogshálsi og
tottuð'u pípu, en sagði við sjálfan
mig: Ertu vitlaus, maður! Tók sjálf-
ur strætó, lallaði í bíó, hrökk í kút.
Varð ekki þverfótað fyrir u.ndarleg-
um, ankannaleg'uim, rol'Ulegum, pemp
íul'egum strákum sem voru að basla
við að líta út eins og stelpur. Sá einn
með svart blúnduverk á magan-
um eins og blessunin hún
langamma mín í sporöskjulagaða
rammanum. Sá annan með látúns-
tölux á buxnaskál munum. Sá hinn
þriðja með fagurbláan flauelskraga,
hinn fjórða með uppslög upp að
olnbogum, hinn fimmta í stórrönd-
óttu, tvíhnepptu vesti með (gvöð, en
lekkert!) rauðu kögri. Læddist dreyr-
rauður inn í sýningarsalinn, hneig
niður í sætið, fékk slána með passíu-
hár (nýlagt) mér á vinstri hönd,
slána með passíuhár (litað?) mér
á hægri hönd. Var þeirri stundu fegn-
astur þegar slökkt var í salnum, en
ebki lengi. Heyrði fyrst brak og
bresti á bakborða, síðain brak og
bresti á stjórnborða: báðir slánarnir
bvrjáðir að bryðja poppkorn sem ég
er lifandi! Var þeirri stundu fegn-
astur þegar kveikt var í salnum aft-
ur. Hengslaðist út og lónaði í veg
fyrir strætó og brunaði heim. Þóttist
aftur sjá sömu stúlkurnar sem biðu
eftir strætó á Kópavogshálsi og enn-
þá með pípu. Biðu nú eftir strætó
hjá Þóroddsstöðum, en sagði ekki
við sjálfain mig aftur: Ertu vitlaus,
niaður. Stúlkurnar auðvitað strá’kar,
og það eftir öðru.“
Þessir sfðhærðu strákar ganga lika
á hælaháum skóm (þó að tifa eða
tipla sé kainnski rétta orðið), eins
og mexikansikir kúrekiar. Þeir munu
vera að apa eftirlætissöngvarana
sína framur en kynvillinga. Það er
náttúrlega alitaf hæpið að fordæma
dynti svona stráka og uppátæki og
hundakúnstir, en óttalega finnst mér
samit þessi grey verá seinheppim með
fyrirmyndir í ár.
úti í Örfirisey (Hólmurinn), en þaðan
sigldi Jón Þorkelsson í fjórða og síðasta
sinn, hinn 9. ágúst 1745. — Ræktarsemi
sína og góðvild til átthaga sinna, Kjalar-
nesþings hins forna (þ.e. Gullbringu- og
Kjósarsýslu), sýndi hann bezt með því
að gefa þeim allar eigur sínar eftir sinn
dag til uppeldisstofnunar fyrir fátæk
þörn. Þessi mikla gjöf, sem er hin
stærsta er íslandi hefir verið færð til
þessa, var í jarðeignum, bókum og reiðu
fé.
Gjafabréfið var gert í Kaupmannahöfn
3. apríl 1759, rúmum mánuði fyrir and-
lát Jóns, og staðfest af konungi 20. s. m.
Sá sjóður, sem þannig var myndaður
samkvæmt gjafabréfinu, hefir ávallt
verið nefndur: Thorkilliisjóður.
Samin var reglugerð 1761 fyrir vænt-
anlegan skóla í Njarðvík, er stofna skyldi
og halda á vegum sjóðsins og í anda
erfðaskrárinnar. Þessi skóli komst aldrei
á. Hins vegar var löngu síðar (1792)
komið á fót uppeldisskóla, heimavistar-
skóla, að Hausastöðum á Álftanesi á
kostnað sjóðsins.
Skóli þessi starfaði um 20 ára skeið,
hinn eini barnaskóli landsins á þeirri
tíð, og þar af einn vetur, 1804—1805,
hinn eini starfandi skóli í landinu. Þá
lágu latínuskólarnir niðri.
1. yrsti barnaskóli Reykjavíkur var
styrktur a'f Thorkilliisjóði 1830—1848.
Síðár voru veittir styrkir til skólahalds
víða í Kjalarnesþingi hinu forna og ti
uppeldis- og fræðslu fátækra barna, serr
komið var fyrir á góðum heimilum. Urr
5000 börn hafa notið styrks úr sjóðnum
Segja má, að öll saga Thorkilliisjóð:
sé samfelld raunasaga, því að hann hefii
ávaxtazt illa, verið misnotaður" lengst a:
og orðið fyrir stórkostlegum áföllum
einkum er Danmerkurríki varð gjald
þrota 1813.
Fré árinu 1855 hefir Thorkilliisjóð
Framhald á bls. 10
; 't 26. tbl. 1965
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ()