Lesbók Morgunblaðsins - 08.08.1965, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 08.08.1965, Blaðsíða 7
Dagbókarbrot Eftir Steinar Sigurjónsson FYRRI HLUTI Íf" völd eitt í janúar 1961 varð “• mér af tilviljun reikað inn á Uppsalakjallara blönkum og þúng- lyndum. Ég átti fyrir einum kaffi og ætlaði mér að setjast við hljótt borð að hugsa um einhverjar leiðir út úr voiæði mínu sem var farið að bera svip af grátlegri ljóðrænu. Þegar til kom var hvert borð setið, og ég var kominn á fremsta hlunn með að hætta við, enda leist mér miðlúngi vel á staðinn og hafði að- eins einu sinni komið þar áður, en fannst þó varla taka því að fara á annað kaffihús, því klukkan var um því ég fann að honum leið vel. Og hann var nrjög hamingjusamur. Ég vissi að hann var einatt að hiýða á söng. Söngur var hamíngja hans, einhver innri söng- ur mjög friðsamlegur. Og hann hló að söngnum. Það var eitthvað annað en um mig og ég öfundaði hann af þessari sælu hans. Mér hlýnaði við tal hans, ekki vegna þess að mér fyndist orð hans frábær, heldur vegna þess að hann var maður frá annarri heimskrínglu, og hann kom með fram- andi anda, hvort sem hann var frá Asiu eða öðrum heimi. Það hefði raunar ekki þurft meira til að ég fyndi til unaðar en það að sitja til borðs með manni sem tal- aði með ákefð, án allrar feimni, og hlægi án minnstu þvíngunar, benti og pataði, velti jafn fögrum orðum fram á borð mitt og Kalkútta Pakistan Alexandría Býsantíum. Slík nöfn vekja ávallt með mér unað og ekki síst þegar ég hef hljóðnað og orðið einskis verður, eins aði éinhvcrn tíma um menn ýmissa heimshiuta og hugsun þeirra, þar sem ég komst með'al annars að þeirri niðUr- stöðu að kínverjinn hefði öðlast sína hvitu hugsun úr jurtaríkinu, grjóninu (samanber Lao Tsé) og spurði mister James hvort hann héldi að það kæmi til af tilviljun að hugsun mannsins færi að ókyrrast og óhreinkast á þeim svæð- um jarðar þar sem hjarðþjóðir tækju við, menn sem lifðu á dýrinu. í Biblí- unni gætti mikils æsíngs, til dæmis. í Jobsbók hrópar skáldið með mikilli óhugnan: „Er gott bragð af hvítunni í egginu? Mér býður við að snerta það!“ (A sínum tíma höfðu þessar hugleið- íngar sprottið út frá bókmenntalegum vángaveltum og ég hafði enga nennu til þeirra að öðru leyti, að minnsta kosti ekki sem félagi hans í jógisma þótt slíkir væru nefndir. Og hvað mig snerti hafði ég ekki hinn minnsta áhuga á þessu efni iengur — enda fór greinin öll í ruslakörfuna — og jafnvel þótt hver hugsun hennar væri traust þá get ég ekki séð neinn ávinníng í slíkum vís- ellefu. Ég veitti því athygli, um það leyti sem ég var að hugsa um að gánga út, að afgreiðslan hafði komið á mig auga, svo að ég dróst að borð- inu og bað um kaffi. Þegar ég hafði fengið kaffið var ekki um annað að ræða en leita sætis, og ég gekk því að borði í horninu eftir nokkurt hik. Við þetta borð sat maður sem ég hafði aldrei augum litið, svarthærð- ur og slétthærður, um fimmtugt, og ég spurði hann hvort ég mætti setj- ast við borðið. I beg your pardon? sagði hann og leit á mig; en áður en mér gafst tími til svars skiidist honum við hvað ég átti og bauð mér sæti, að ég held feginn fremur en hið gagnstæða. Eftir andartaks þögn fórum við að tala saman. Hann sagðist heita Wiiliam James og vera njújorkbúi, hann hafði tekið að lesa iæknisfræði í New York fyrir nokkr- um árum en- ekki fest yndi við hana. Hann sagði að læknisfræðilegar langlok- ur, meterslöng orð eins og hann orðaði það, hefðu haft vond áhrif á hann, hon- um hafi oft svimað og raunar legið við sturlun þegar fram í námið kom, og um síðir gefið það með öllu upp á bátinn. Hann sagðist hafa verið orðinn þreyttur á borg sinni þegar hann yfirgaf hana fyr- ir nokkrum árum og fiúið alia ieið til Asíu í leit að lífshamingju. Hann kvað ameríkumenn eiga bágt, New York gerði menn taugaveiklaða og sturiaða, hann sagði að iandar sínir væru ólíkir okkur íslendíngum að því leyti að þeir fyndu engan frið í sálu sinni, þeir væru vél- menni, þeir ætu of mikið kjöt og dræp- ust mjög úr hjartasjúkdómum, en tauga- veikiun væri þó mesta óáran. Honum kvaðst hafa vaknað áhugi á jóga á síð- ustu stund og flúið Bandaríkin og hald- jð til Indiands þar sem hann jafnaði sig, yfirbugaður af harki heimsins. í þessum nýa heimi, Asíu, hefði hann gleymt því sem liðið var og fæðst á ný, byrjað líf sem hafði einhverja meiníngu í stað þess að áður hefði hann ekki haft hug- mynd um til hvers hann iangaði eða til hvers hann iifði, hann hefði jafnvel lítt spurt sjáifan sig um slíkt fyrr en allt í einu að augu hans opnuðust. I Asíu leið mér vel, sagði hann. Þar hafði hann fundið sannleikann — og vist var hann öfundsverður af því, þá og í þetta sinn, og pT//— býður mér nú orðið við finn ég að eng- indum, um er sjálfrátt sem iiðast í sundur af æðisleysi þessarar þjóðar, því engum stórum hugsunum er ætiað að þrífast á þessum mel, enda deyr hér allt nema hundar og skepnur. Og hér gerist held- ur aidrei neitt, menn verða bilaðir af fá- sinni, menn deya, þeir sem ætla sér að lifa rembast við að komast i hjónaband og koma sér með ofboði í kast við veika kynið. Og nú varð ég eins og barn sem hugs- ar um gesti sem fyrir bar einhvem dag, framandi gesti á strönd þess, sjöl blæj- ur og þúsundlitan ijóma og söng og hiátra, ég sá hina sviplegu gesti fyrir innri augum mér spránga sig um götur við hlátra og básún undir glampandi sól. Ég gleymdi til allrar hamingju að hugsa um næstu framtíð, sem ég sá fyrir mér eins og einhvern hrylling löngu staðnaðs pytts, og varð bráðlega eins og maðúr og ég varð einlægur því loksins hafði ég fundið mann að tala við og ég talaði við hann eins og maður við mann án ailrar feimni, og iángt var síðan ég hafði talað við mann. É JLJg minntist á grein sem ég skrif- allri leit að þekkíngu á manninum). En James virtist hafa hlustað með áfergju, kínkaði kolli annað veifið og skaut inn í ræðuna nokkrum orðum. Þarna var ég að bregða upp myndum af sjálfri Asíu og anda asíumannsins eins og ég sá hann fyrir mér, eða bjó hann til úr nokk- uð tilviljanakenndum heilaspuna. En þessi Asia gat verið honum svo hjart- kær að engu skipti um rök, eins og oft vill verða þegax ræðan kemur upp með heitri hrifni sem aldrei verður til nema hún fái ótakmarkað rúm, eins og nú stóð á, því James átti enga þrákelkni. En hvað svo sem heilt kynni að hafa verið í þessu skrafi kvöddumst við Jam- es fyrir utan krána sem bræður, og um leið og við kvöddumst stakk hann hendi ofan í vasa minn og veik á braut. Ég tók upp úr vasanum það sem hann haíði sett í hann, fjörutíu dollara, og gekk heim. Eg hitti hann daginn eftir á sama stað, eins og við höfðum ákveðið sam- kvæmt ósk hans, þótt mér þætti svo sem Ós'kSp Ifti'ð til þessa staðar koma, en ég lét þann að sjálísögðu ráóa. Hann var bláít áfram og talaði við mig eins og hawn heíði aldrei átt annan félaga, enda vexðskuidaði ég þessa innilegu vináttu hans að meira eða minna leyti. Hann sagðist nefnilega þekkja mig. Hann taidi mig eiga glæsilega framtíð fyrir höndum, Mér þótti auðvitað Ijúft að hugsa til glæstrar framtíðar. En honum fannst samt, mér til dapurrar undrunar, lítið til þess koma að ég fékkst við skáldskap. En hvað átti hann við þegar hann taiaði um góða framtíð? Hann taiaði ekki berlega, en hvatti mig til að leita að sjálfum mér. You know, sagði hann, but you don’t know why you know. Ég sagði að það mætti vera. I know, but I know why I know; therefore I really know why I know, bætti hann við' eftir andartaks þögn. Hann sagði mér, eftir að ég hafði tínt allt það hrafl til sem ég vissi um jóga, að ég vissi nóg um slikt, en mér væri öilu brýnna að þjálfa sjálfan mig, slappa af, lifa, gerast aiþýðlegri öllum (og slíkt látleysi kvað hann ástæðuna fyrir því að hann kom hér niður í kjallarann: hann þyrfti engan að flýa, hann eiskaði smæiingjana engu síður en þá sem sæu sér best borgið i þessum heimi, eða tæki hvorugan fram yfir hinn), ég væri rugiaður af skáidskapar- órum, heili minn væri offullur af hrikt- andi formagrindum dapurra hugsana. Og satt var það: mig verkjaði i höfuðið, en liklega eins af efnaskorti og alls konar úrþvættisáhyggjum sem slíku fylgja, því ég hafði lifað alian veturinn á tei og brauði sem var ónýtt eins og froða. Jæa, eitrað var það! Og meira? Ég mætti trúa honum: mín biði ekk- ert annað en vitfirríng ef ég héldi lengra fram á sömu braut. Hvort hann héldi það? í trúnaði? Já, sagði hann. Og ég ætti ekki eftir að' skrifa meir né gefa fleiri bækur út — treystu mér! Þetta gæti svo sem staðist, ekki þar fyrir, sagði ég, því many are the wond- ers_ of the world. Ég segi þér satt — þú ert búinn að vera til skáldskapar! Ó, þú mikli Óðinn! sjáðu mig nú, hvernig ég riða undir haglinu! Hann sagði mér að ég skyldi vera hughraustur jafnvel þótt ég yrði að leggja niður skáldskap, ég ætti hvort sem er eftir mikla framtíð og mikla ham- ingju. Þetta var mér mikið reiðarslag, eins og nærri má geta. Framtið? Hamíngju? Mér fannst ég lítið hafa við hamíngju að gera, eða þá hamíngju sem hann ætl- aði mér, líklega einhverja hreinhvíta hamíngju, úr englahárum. Ég átti að gleyma að ég var skepna, maður, eða hvað? og verða guð? óaðfinnanlegur vesalíngur? O, til fjandans með hamíngjuna! Þú' segir nokkuð, sagði ég. Vertu ekki dapur, bað hann og gaf mér að skilnaði um kvöldið fimmtíu doilara og fjórtán hundruð krónur ís- lenskar. Þessar fórnir hans voru mjög sam- kvæmar sjálfum honum og guðdómin- um, því hann sagði að af peníngum stæði hamíngja ef hóf væri að, og síðar, þegar hann fataði mig upp, sagði hann á þá leið að mér mundi líða betur í nýum hreinum fötum, aukast sjálfs- traust, og ég mundi líta veröldina hýr- ari augum, og vist gerði ég það þegar til kom. Samanlögð verður þessi snilli hans þá, ásamt því sem hann gaf mér daginn áður, tæpar fimm þúsund krónur, og þökk þeim góða manni. ííann fór af landi burt eftir tvo Framhald á bls. 14 26. tbl. 1965 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.