Lesbók Morgunblaðsins - 08.08.1965, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 08.08.1965, Blaðsíða 14
HestamaBurinn og bílstjórinn Eftir Magnús Guðbrandsson Að nýafstöðnum hestamanna- mótum hvarflar hugurinn að „þarfasta þjóninum", sem smátt og smátt undanfarna áratugi hef- ir orðið að þoka fyrir bílamenn- ingunni. Gamni og alvöru hefir verið lýst í vísum og kvæðum í sam- handi við hestinn. Við birtum hér gamalt gam- ankvæði, sem byggt er á sönnum atburði og ekld hefir verið birt fyrr. Á hinum voða vonda vegi til Hafnarf jarðar: hvergi í víðri veröld vita menn ekið harðar. Á sólríkum sumardegi seinni partinn í vetur skeði ein sorgarsaga, sem nú skal færð í letur. Reið veginn röngumegin reykvískur hestamaður, járnsmiður jötunefldur, Jón nokkur, uppdubbaður. Lék honum bros' á bránum blíðviðrisdags í næði, hálfur á helgidegi hugsaði’ um lífsins gæði. Farið hafði að heiman hafandi tvo til reiðar. Teymir f jörugan fola, fallega hryssan skeiðar. Hægfara vestanvindur eða sem o’n af Keili öskraði sjálfur Fjandinn. Við þessi voða læti * vitlausir urðu hestar, trylltust og tættu sundur tauma og ólar flestar. Áfram sem hugur hentust, hvor sem nú betur þoldi, það var sko mesta mildi að maðurinn á þeim toldi. Fór nú að fara um smiðinn, fannst honum gæian snúin; vaggandi bárur strýkur, reykur til himinhæða úr hafnfirzkum strompum rýkur. Heyrðist þá allt í einu ógurlegt voða nágaul: líkt eins og öskur ljónsins, ljótara en nokkurt kýrbaul, álíka og ægisdrunur ólgandi brims við sandinn, alveg úr andlitina allur var roði flúinn. Lappirnar út í loftið lausar við ístöð hristi; titruðu skelfdar taugar, tauma úr höndum missti. Lengi baulaði bíllinn brunandi’ á eftir Jóni. Bílstjórinn kampakátr ' kímdi að þessu flóni. Hljóðlaust til Hafnarfjarðar hann lét svo bílinn skoppa; fannst honum skaði að skyldi skemmtanin svo fljótt stoppa. Hestar i hendingskasti hlupu’ yfir vegarkantinn loks eftir langa mæðu lausir við ökufantinn. Jón lét augun aftur, enn gat hættan vaxið; hélt með hægri’ í taglið, hendi vinstri’ í faxið. Járnsmiöur jótunefldur jörðina kyssti á grúfu. Fannst þegar kvöld var komið kveinandi bak við þúfu. Bílstjórinn kampakáti kominn þá var til baka; rakleitt til Reykjavíkur reiðmanni þurfti’ að aka. Fárveikur lá Jón lengi, loksins þó komst á fætur; fór svo í málaferli, fékk engar skaðabætur. Bykkjurnar seldi báðar, bættur var honum skaðinn. Til þess að ferðast fljótar fékk hann sér bíl í staöinn. Á sólríkum sunnudögum sjá má Jón undir stýri akandi’ á ofsahraða, alltaf á fjórða gíri. Nú er Jón kampakátur, keyrandi’ um allar trissur, ósvífinn ökufantur, öskrandi á menn og hryssur. ''M DAGBÖKARBROT Framhald af bls. 7 daga, en sagðist ætla að koma aftur, fsland væri paradís á jörð, hér hefði hann séð Búdda, Abraham Lingholn og fleiri góða menn. Ennfremur sagði hann að mér svipaði mjög til Vivikan- anda nokkurs, eins og sá Vivikananda var áður en hann gerðist jógi, heims- frægs manns sem skrifað hefur merkar bækur um jóga, þar á meðai að mig minnir Karma Jóga, sem meistari Þór- bergur þýddi á sínum tíma, og er þetta mesta hrós sem ég hef fengið af nokkr- um manni. Hvílík hrifni! Þetta var eitt- hvað álíka og ef skáld líkti mér við höf- und Njálu Shakespeare eða Hómer! En þrátt fyrir það varð ég ekkert sér- lega uppnuminn, brosti í mesta lagi daufu brosi. Hvað svo sem guðleika mínum viðvík- ur var ég skamma stund í Paradís, ef ég komst þá nokkurn tíma þángað, sem er ólíklegt, því leiðin þángað lá um hlað þeirra sem lánað höfðu mér líf. Ég kann að hafa svifið nokkrum sinnum ofar húsum, en ég datt jafnan niður á jörðina til að borga þessum mönnum, sem ekki gátu gleymt skuldum. Ég hafði varla ráð á að fá mér flösku til að drekka af mér leiðindin við burtför hans og hafði eytt öllu sem mister James gaf mér daginn sem hann fór eða næsta dag. Hvað varð eftir? Ég þóttist vita að manninum leið vel. Hann var eins og barn. Hann brosti og hló eins og barn af örlitlum tilefnum og líf hans var ljóð, undursamlegt, þó kannski ekki á þann hátt sem mest slaegja er í til skáldskapar. Honum leið vel, líklega án þess að vellíðan hans ætti mjög skylt við skáldlegt hugar- flug. Hann var í vissum skilníngi dæma- laust ófrjór, allt um það voru við- fángsefnin þröng. Hann var ekki sköp- uður, og þeim sem svipað er ástatt um er ekki eiginlegra að skapa — ef þeir skapa — vegna þess að þeir eru jógar, þótt svo gæti verið í einhverjum til- fellum, því ég ímyndaði mér að hið dæmalausa nirvanakennda hlutleysi sem vísvitandi var reist gegn æðrunni, einum svip hinnar frjálsu náttúru, hlyti að standa í vegi fyrir því. Ekkert vægi á móti þessari ófrjóu sælu. Ef þeir virktu sitt andans megin til sköpunar ljóðs eða sögu hlytu þeir að svíkjast undan hinu, skildist mér. Að öðrum kosti mundi ég þegar hafa gengið fagnandi inn í guðdóminn. En það gerði ég ekki. Ég var aðeins hlust- andi, lagði öðru hverju orð í belg, aðal- lega já eða nei, og brosti þegar hann hafði orð á því hve ég væri efnilegur — guðsmaður! Hann fékk að ég held ekki tára hamist þegar hann kvaddi mig, sneri sér skjótiega á svig og hélt veg vega. V ötn falla. Morgun einn í kríngum miðjan apríl vaknaði ég klukkan að gánga ellefu við eitthvert mannamál og umgáng — ég gat ekki gert mér ljósa grein fyrir hvað þetta gæti verið meðan ég var enn ekki stiginn niður úr heimi svefnsins til þessa heims. Enþegar ég lauk upp aug- um þá stendur á miðju gólfi herbergis míns enginn annar en meistari Vilhjálm- ur Jámsson! Hann kom mér vissulega að óvörum; annars mundi ég hafa tekið eitthvað til í herberginu, kastað óhreinum fatnaði undir rúm, drifið bækur inn í skápa og gert umhverfið örlítið jógískara. Ég vissi ekki betur en hann væri ein- hvers staðar á norðurlöndum, því ný- lega hafði hann sent mér bók frá Kaup- mannahöfn. Stendur hann þá ekki þarna yfir mér! Væri hann ekki guðlegur mundi mér hafa staðið á sama þótt hann hefði séð mig í nærfötum sem ekki höfðu komið í þvottavél í svo sem tíu til fimmtán mánuði, og satt að segja leið mér ónota- lega í lengri tíma að sjá hann þarna og ekki víkja frá mér augum né snúa sér við svo ég gæti notað tækifærið og klætt mig. Ég var mjög miður mín af feimni og minnimáttarkennd'. Hvað finnst þér um umhverfið? spurði ég og benti á gluggann og ætl- aðist til að hann viki frá mér til að horfa á moldarflagið fyrir utan. En hann lét ekki þoka sér, gaf mér hins vegar þúsund krónur í fljótheitum eftir að hafa fundið eitthvað út á svaðið í herberginu og farið með dálitla upp- fræðslu um hvernig mér bæri að temja hugann. Til dæmis með því að stara á ednhvern tiltekinn blett, til dæmis naglafar, án þess að depla aug- um, þar til tárin rynnu úr þeim. Það væri góð æfíng, einlæg ástundun þess gæti orðið að þrepi á leið til hins háa guðdóms. Hann stóð ekki lengi við í þetta sinn sem betur fór, því ég var ílla við því búinn að taka á móti honum. Hann var' á leið til kirkju og hafði dottið í hug að líta inn á leiðinni. Hann kvaðst oft fara í kirkju, sagðist unna öllu sem gott væri, ekki síður Kristi en Jóga (svo ég persónugeri það mál sem hjarta hans stóð næst). Allt í einu spurði hann mig um bók- ina sem hann sendi mér frá Kaup- mannahöfn — stóra þykka bók sem öll gekk út á jóga og var nokkurs konar skóli. En þá kom verulega á mig fumið, því ég hafði selt hana á bókaforn- verslun fyrir slikk einhvern daginn. Og ég sagði þessum góða manni — og vafð- ist túnga um tönn — að ég hefði lánað hana vini mínum. Jæa, það er og. Ég veit ekki hvort hann sá á mér fumið, hvort hann sá í gegnum mig, en furðu mátti gegna ef hann hefur ekki gert það. Eða á ég heldur að segja: hversu góður að hafa ekki í höfði sér refsaugu hins tortryggna samborgara sem aldrei mundi gefa eyris virði án þess að vaka yfir hverju svipbrigði þiggjandans? Mér þótti þetta mjög afleitt og ég blygðaðist mín sárlega. Þegar hann kvaddi mig sagði hann mér að ef mig vantaði penínga skyldi ég heimsækja hann að City Hotel. Að vísu varð aldrei af því að ég heimsækti hann því ég hitti hann daglega á götu eða á 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 26. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.