Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1965, Blaðsíða 3
Anna María Þórisdótfir:
SKÓGAR
D AG eftir dag var glaðasólskin, og
dag eftir dag lögðum við leið okkar í
„Skóginn*1.
Leiðin lá yfir göngubrúna, en þaðan
mátti lita úr svimandi hæð skröltandi
sporvagna, brunandi bíla og hjólreiða-
fólk. í járnbrautargryfjunni til hliðar
æddu rauðbrúnar, skítugar lestirnar
fram og aftur. Þær hvæstu, eins og ó-
argadýr, þegar þær þutu undir brúna,
sem titraði við.
f krikanum við hinn enda brúarinnar
sátu ævinlega nokkur gamalmenni á
bekk. Og þar var runninn, sem hafði
vaxið svo kyrfilega utan um járngadda-
girðinguna, að hann minnti mig alltaf á
fleinum stungið hold.
Næst gengum við fram með hlaðna
steinveggnum, sem var hreinasta lista-
verk í óteljandi svörtum, gráum og grá-
brúnum litbrigðum. Síðan var yfir mikla
umferðargötu að fara, en þá tók skógar-
garðurinn við. Við höfðum um tvö hlið
að velja. í suðausturhorninu var voldugt
og mikið járnrimlahlið, og þar fyrir inn-
an stóð ijómandi laglegur maður, steypt-
ur í stein. Að baki hans tóku við mikil
trjágöng, sem lágu á ská gegnum allan
garðinn, en við hinn enda þeirra stóð
sjálfur Oehlenschlager, steinrunninn,
íaliegur og fínn í síðjakka og með barða-
6tóran hatt.
Á miðri suðurhlið garðsins var annað
minni háttar hlið, og þangað lá nú oftast
leiðin, eftir að eldri telpan okkar hafði
uppgötvað sælgætisbúð við hlið þess.
í hávöxnum trjánum rétt innan við
hliðið voru litlir yndislegir rauðbrúnir
íkornar að leik. Þeir ýmist skutust eins
og örskot upp og niður trjástofnana eða
brugðu á leik í grasinu við stíginn. Ein-
stöku sinnum tókst okkur að fá þá til
að narta í súkkulaðimola úr lófa okkar.
Nú tóku við breið og mikil trjá-
göng, en lengst að baki þeirra glytti 1
gullita Höllina.
Aldrei mun ég gleyma þeirri stund,
þegar ég leit Höllina í fyrsta sinn. Það
var síðdegi nokkurt mjög snemma vors.
Við komum inn um aðalhliðið á Hallar-
garðinum niðri á Friðriksbergi. Rétt við
hliðið stóð Friðrik sjötti á stalli. Fram-
stæð neðrivörin og festulegur svipurinn
komu mér á einhvern hátt kunnuglega
fyrir sjónir og vöktu bæði aðdáun mína
og traust.
Þetta var á mörkum vetrar og vors,
engin tré báru lauf og varla var farið að
grænka. Spölkorn innan við hliðið var
sem hávaxin trjáþyrping yxi upp úr
þéttu, bláu grasi. Þegar nær kom, sáum
við, að þetta var þyrping heiðblárra vor-
blóma, sem skörtuðu þarna innan um
gráa malarstíga og brúna, nakta runna
og tré.
Nokkrum skrefum seinna varð mér litið
til vinstri og brá þá svo mjög, að ég
snarstanzaði og greip andann á lofti.
Þessa sjón hafði ég séð áður og vissi þó,
að þarna hafði ég aldrei verið fyrr. En
ég þekkti mætavel gulu höllina þarna
uppi á brekkubrúninni, þekkti aflíðandi
brekkuna niðurundan og trjágöngin til
beggja hliða. Köld síðdegisbirtan, sem
speglaðist í hallargluggunum, var mér
heldur ekki framandi, og svalur síðvetr-
arvindur, sem þaut í nöktum runnum og
trjám, hvísluðu eitthvað óljóst um ein-
hver endalok, sem þarna höfðu orðið
fyrir löngu. Einhver hafði orðið að yfir-
gefa þessar konunglegu slóðir og hverfa
til annarra óæðri heimkynna og hvers-
dagslegra lífs.
Seinna, eftir að sumarið var komið,
höfðum við oft staðið uppi við Höllina
og horft yfir víða velli garðsins með ána
og háan, þéttan skóginn í baksýn. En
alltaf hafði fólkið, sem þarna reikaði um,
breytzt fyrir sjónum mínum í prúðbúið
fyrri aldar fólk, konur í dragsíðum, víð-
um kjólum með fjaðrahatta og sólhlífar
og karlmenn í siðum jökkum, hnébux-
um og hvítum silkisokkum.
Ennú vorum við komin í „Skóg-
inn“. Við gengum út úr trjágöngunum og
fundum okkur góðan blett. Eftir skamma
stund hlupu litlu telpurnar um í engu
öðru en nærbuxunum og eltu lítil, hvít
og kát fiðrildi. Og þegar í ljós kom, að
brúðurnar höfðu gleymzt heima, bjó ég
til litla „skógarbrúðu" úr nokkrum
sprekum, laufum og vasaklútnum mín-
um.
Við lágum og teygðum úr okkur og
drukkum í okkur birtum. og hlýjuna.
Ég fann sólskinið streyma inn gegnum
hörundið og seytla út í hverja taug.
Léttur austanblær varnaði því, að of
heitt yrði.
Allt umhverfis okkur stóðu þessi
gildu og ótrúlega hávöxnu tré í augum
okkar íslandsbarnanna. Umfangsmiklar
krónurnar slúttu yfir grasfletina, og
laufin voru hálfgagnsæ og loftkennd í
sterku sólskininu.
Mjög var tekið að halla degi, þegar
við héldum heim eftir skógargöngunum.
Það var þá, sem við sáum „Skógar-
konuna“, í þéttum, nokkuð lágvöxnum
lundi rétt við veginn. Hún var í drag-
síðu, svörtu pilsi, dökkri treyju og með
dökkleita skuplu, sem slútti fram yfir
andlitið. Hún hélt á poka í annarri hend-
inni, en priki eða staf í hinni og potaði
með honum inn í runnana. Öll var hún
umleikin grænni annarlegri birtu þarna
inni í þykkninu. Við staðnæmdumst agn-
dofa og störðum á þessa veru án þess
þó að tala orð. Allt í einu tók ég eftir
því, að fleira fólk hafði einnig numið
staðar þarna á skógarstígnum. Allir
störðu á „Skógarkonuna“, en enginn
mælti orð af munni, allir voru sem töfr-
um slegnir.
Aldrei sáum við framan í hana,
þar sem hún laut áfram og potaði með
prikinu inn í kjarrið. En undarlega forn-
leg voru fötin hennar, eins og hún væri
stigin ljóslifandi aftan úr grárri forn-
eskju og inn í okkar tíma.
Kvöldsólin sendi gullna geislastafi
skáhallt í gegnum skógarlaufið. Kirkju-
klukkurnar hringdu til kvöldbæna.
Við hristum af okkur töfrana og geng-
um hægt heimleiðis eftir trjágöngunum,
sóldrukkin, eftir þennan dýrlega ágúst-
dag.
Hagalagðar
Frá Halldóri hómer
Stundum þótti Halldór komast
heppilega að orði. Eitt sinn kom hann
að Kollaleiru til sr. Lárusar Halldórs-
sonar, sem bjó þar þá. Var hann 2.
þingi, þ.á.m. frá hundaskattinum, og
inn heim af Alþingi, en þá hafði
hundaskatturinn í fyrsta sinn verið
lögleiddur. Var prestur að tala við
Halldor og segja honum fréttir af
þingi, þ.á.m. frá hunuaskattinum, og
bætir svo við: „Þú hefur hund með þér,
Halldór minn, og verður að greiða
skatt af honum“. Halldór svaraði taf-
arlaust: „Nei, það er tík, heillin mín“.
Presti þótti svarið ágætt. „Heillin
mín“ var orðtak Halldórs.
(Gríma).
Brot og samnefnari
Eftir Áróru Gubmundsdóttur
Sérðu mig þegar ég stika um stræti,
með stássprik og hatt?
Ég á lipra tungu og lakkskó á fæti.
Fæ lágan skatt.
Stundum sérðu mig hýran og hressan,
þó húfan sé ljót.
í ríkiskassann ég ber allt og blessa ’ann,
fæ bitlinginn „grjót“.
Ég er þessi, sem skaparinn skellti í öndinni
og skóp úr leir.
Ég er einmana bára, sem berst inn að ströndinni,
brotnar og — deyr.
-LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3
27. tbl. 1965