Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1965, Blaðsíða 4
Sigurour Hei&dah
r
OVINURINN
Eg gekk til presfsins
HIKLI
L
Á vissu skeiði ævinnar átti ég einn
óvin, reglulegan óvin. Þessi óvinur lét
xnig aldrei í friði þann tíma, sem ég átti
í höggi við hann. Reyndar lá hann í
dvala á sumrin, og þá þurfti ég ekki að
óttast hann. En þegar haustaði og dagar
styttust, og kvöldvökur voru upp teknar,
þá gerði hann mér lífið beizkt.
Þessi óvinur var kverið.
Roskið fólk veit, hvað ég á við, þegar
ég nefni kverið. En vegna þeirra, sem ef
til vill hafa ekki þetta nafn eins greypt
í meðvitundina og áður gerðist, skal það
upplýst, að „kverið“ var Kristilegur
barnalærdómur eftir Helga Hálfdanar-
son.
Það mætti ef til vill kallast kaldhæðni
örlaganna, að ég eignaðist þennan óvin,
kverið, beinlínis vegna þess, að ég var
orðinn sæmilega læs, þegar ég var sjö
ára, og talinn fluglæs, þegar ég var á ní-
unda árinu. Var ég svo forhertur stund-
um, að ég tók upp á því, að loka munn-
inum sem fastast og steinþegja, hvernig
sem Runki, kennarinn minn, reyndi að
fá mig til að kveða að. En svona mikla
ósvífni viðhafði ég ekki nema ef ég
hafði verið tekinn með valdi frá hinu
mikilsverða starfi mínu að smala fé
mínu (völunum), og verið að keppast
við að bjarga því í hús undan aðdynj-
andi ofsabyl, sem ég framleiddi með
eigin blástursáhöldum.
E g var á sjöunda árinu, þegar ég
varð fyrir miklu slysi. Þótt furðulegt
megi teljast, varð þetta slys orsök þess,
að mér fór mikið fram í lestri á skömm-
um tíma.
Svo bar við eitt sinn á kvöldvökunni,
að mér var skipað að skreppa fram í eld-
hús og láta stóru tréausuna ofan í mjólk-
ina, sem verið var að flóa. Eldhúsið var
hlóðareldhús. Ég snaraðist fram og gerði
sem mér var fyrirlagt, renndi ausunni
eftir barminum á pottinum og niður í
mjólkina. Boms! Áður en ég áttaði mig,
valt potturinn fram af hlóðunum og
steypti sjóðandi mjólkinni úr sér á gólf-
ið. Ég hafði stigið hægra fæti framar en
þeim vinstri. Þess vegna bullaði sjóð-
andi mjólkin yfir hægri fót minn. Vinstri
fótur fékk smáskvett. Ég rak upp ógur-
legt öskur og þaut út úr eldhúsinu.
Eyjólfur, fósturfáðir minn, var við-
bragðsfljótur maður, enda var hann
kominn til min áður en ég áttaði mig.
Hann þreif mig og stakk fótum minum
niður í vatnstunnuna, sem stóð í bæjar-
dyrunum. Við það linuðust kvalirnar
lítið eitt, en þegar sokkamir höfðu verið
skornir af mér, kom í ljós, að ég var illa
brunninn á hægri fæti og lítið eitt á
þeim vinstri.
Afleiðingar þessa slyss urðu þær, að
ég var margar vikur rúmliggjandi. Þessi
rúmlega veilti mér tækifæri til að lesa
Fornaldarsögur Norðurlanda og margar
íslendingasögur. Það var ekki einungis,
að mér færi mikið fram í lestri í rúm-
legunni. Sögurnar blésu í mig nýjum
kjarki og bardagahug. Ég man enn, hve
hrifinn ég var, er Þórir jámskjöldur
reisti skjöld sinn við hallardyrnar hjá
Hrólfi írakonungi, og enginn treystist
út að ganga úr höllinni. Já, — mikill
var sá munur, að mega liggja við að lesa
svona sögur, eða að vera að staglast á
þessu, sem maður átti að læra í kverinu.
Ég hafði byrjað á þessum kverlærdómi
í byrjun jólaföstu og hafði lært boðorðin
og eitthvert hrafl af fræðunum, þegar ég
brenndi mig. Ég verð þó að gefa dálitla
skýringu. Ég þóttist vera búinn að læra
boðorðin og trúarjátninguna, og því var
trúað, en enginn hlýddi mér yfir. Ef satt
skal segja, var mér ekki ljóst, hvað það
var að læra utanbókar eða að kunna
utanbókar. Ég kunni visur. Þær hafði ég
lært af einhverjum og einhverjum, sem
kenndi mér þær. Þar kom engin bók til
hjálpar. Kverið var þá þegar tekið að
verka á mig eins og mygluð torfusnepla-
hrúga í heygarði.
P
M-J n nú, er ég lá í sárum mínum, brá
svo við, að enginn minntist á kverið. Ég
var auðvitað hjartanlega ánægður yfir
þessari þögn. Af þessu leiddi, að kverið
var, þegar hér var komið, ekki orðinn sá
erkióvinur minn, sem síðar varð.
Og þessi vetur leið svo, að friður hélzt
milli mín og kversins. Þegar ég komst á
fætur, virtust allir hafa gleymt því.
Næsta vetur, strax og kvöldvökur hóf-
ust, var ég minntur á kverið. — Þér er
held ég ekki vorkunn, sagði fólkið. —Þú,
sem ert fluglæs. Menn urðu þess varir,
að ég las flest, sem ég komst yfir, —
nema kverið. Allir bjuggust við því, að
þessi bókaormur mundi hreinsa sig við
að læra kverið.
Þess skal getið, að enginn vakti máls
á því, að ég ætti að læra biblíusögumar.
Þeim lá ekkert á, sagði fólkið. Ég átti
biblíusögur og í þeim las ég oft af kappi,
þegar ég átti að vera að læra kverið. En
þetta var ólögmætt nám hjá mér. Kverið
átti ég að læra fyrst. Kverið var alls stað
ar á undan.. . Þarftu ekki að líta í kverið
þitt núna? góði minn, — var oft spurt.
Þá fór háífgerður hrollur um mig.
Ég átti vin, sem bar enga virðingu fyr-
ir kverinu. Það var sleðinn minn góði.
Éð hleypti þeim stundum saman í .hug-
anum, sleðanum og kverinu. Sleðinn
skellihló og sagði: Láttu kverræfilinn
eiga sig. Komdu einn sprett niður hól-
inn, tvo spretti, þrjá spretti, ótal spretti.
Kverið lá í fýlu inni á hillu og sagði:
Þér hefnist fyrir þetta kæruleysi, Siggi
litli. Hvað ætlarðu að segja við prestinn,
þegar hann kemur að húsvitja? Ég fékk
sting fyrir hjartað. Það var oft búið að
vara mig við því þennan vetur, að nú
mundi presturinn hlýða mér yfir kverið,
þegar hann kæmi í húsvitjun. Ég lagði
ekki mikinn trúnað á þetta og lét.það
sem vind um eyrun þjóta.
En viti menn. Séra Þorkell óskaði að
fá að prófa mig, þegar hann var að hús-
vitja.
— Þú átt að hafa kverið með þér, var
mér sagt. Ég hlýddi, og nú kynntist ég
því í fyrsta sinn alvarlega, hvað það er,
að hafa vonda samvizku.
F g heilsaði séra Þorkeli eins og við
átti. Ekki man ég, hvort hönd mín skalf,
en hitt man ég, að hjartað barðist ó-
venjulega mikið í brjósti mér.
Séra Þorkell lét mig lesa í einhverri
bók. — Þú lest ágætlega, góði minn, sagði
hann. (Ég verð að skjóta því hér innan
sviga, að líklega hefur hann alls ekki
ætlað að prófa mig frekar. En svo kom
hann auga á bókina í hendi minni).
— Ertu með kverið? sagði hann glað-
lega.
Ég játaði með hálfum huga og fékk
honum kverið.
— Ertu búinn að læra mikið í kver-
inu?
— Eimm kafla, sagði ég.
— Og fræðin?
— Já.
— Jæja, karlinn. Presturinn var mjög
ánægður að sjá og heyra. Hann tók að
fletta kverinu.
— Þú getur þá sagt mér um hvað
fyrsti kaflinn hljóðar.
Hljóðar? Hljóðar? Ég gapti af undrun.
Ég hafði aldrei heyrt fyrsta kaflann
hljóða. Ég hafði heyrt börn hljóða en
aldrei kverið. Ég hafði aldrei heyrt nein
hljóð úr kverskrattanum. Hafði það nú
svikizt um að hljóða fyrir mig. Það var
svo sem ekki verra en búast mátti við af
því, þessu....
Ég steinþagði.
— Veiztu ekki, um hvað fyrsti kaflinn
hljóðar?
Ég þagði.
— Hann er um trúarbrögðin og tilveru
gúðs.
Nú? Þetta, sem var fyrir ofan grein-
arnar í fyrsta kaflanum, — fyrirsögnin.
Hefði presturinn spurt mig um hvað
fyrsti kaflinn væri, þá hefði ég kannski
getað svarað.
— Manstu, hvernig fyrsta greinin
hljóðar?
Kemur það enn, hugsaði ég. Allt átti
að hljóða, líka fyrsta greinin. En fyrstu
greinina í fyrsta kaflanum kunni ég, svo
að ég ruddi út úr mér: „Allir menn þurfa
um fram allt að þekkja hinn eina sanna
guð og trúa á hann, óttast hann og elska“.
Ritningargreinarnar á eftir fyrstu
greininni kunni ég ekki.
Og nú tók að káma gamanið.
c
kJ annleikurinn var sá, að ég hafði
lesið fimm kafla í kverinu en kunni ekki
stakt orð í þeim, nema þessa fyrstu grein
í fyrsta kaflanum. Það var einhver til-
viljun, að ég hafði lært hana. Ég hafði
verið að leika mér að því að tönnlast á
henni upp aftur og aftur og hafði svo
lært hana óviljandi. Og ég hafði lesið
fimm kafla í kverinu. Það var satt. Ég
hafði nefnilega haldið, að það að lesa
kverið væri sama og að læra það. Má af
þessu ráða, hvernig frammistaða mín
var þarna.
Séra Þorkell fletti og fletti kverinu.
— Manstu um hvað annar kaflinn
hljóðar? Steinhljóð. — Þriðji kaflinn?
Sama þögnin. Reyndar vissi ég fyrir víst,
að enginn kafli í kverinu .... ekki einn
einasti .... hafði hljóðað.
Eftir ítrekaðar tilraunir prestsins kom
stóri dómur:
— Þú kannt þetta ekki, góði minn.
Ég þagði, kafrjóður og einblíndi niður
á gólfið.
Presturinn fékk mér kverið. Ég þorði
ekki að líta framan í hann. Ég labbaði
út úr stofunni. Það hvíldi á mér eitthvert
farg svo hræðilegt, að slíkt hafði ég
aldrei fundið áður. Ég læddist fram í
bæjargöngin, tróð mér þar inn í eitthvert
skot og grét beizklega. Ég fann, að nú
hafði ég orðið mér svo til skammar, að
ég ætti engrar uppreisnar von. Fram-
undan var ekkert nema kolsvart hyldýpi
vonleysisins. Mér fannst, _ að hér eftir
yrði ekkert til fyrir mér. Ég væri búinn
að vera. Vinnukona var í eldhúsinu, sem
var opið. Hún heyrði til mín en lét sig
það engu skipta.
Þegar ég hafði staðið þama og grátið
nokkra stund, kom fósturmóðir mín, sem
ég kallaði mömmu, innan úr búri O'g
gekk inn í eldhúsið.
— Af hverju er hann Siggi að gráta?
spurði vinnukonan.
Ég hætti að gráta og læddist að eld-
húsdyrunum til að heyra, hvað mamma
segði.
Hún svaraði, og mér fannst léttur tónn
í orðum hennar:
— Æ, hann kunni ekkert hjá prestin-
um, sem ekki var von. Honum hefur
aldrei verið hlýtt yfir, krakkagreyinu.
Svo veit ég ekkert, hvort ætlast er til
þess, að svona ungur krakki sé farinn að
láera kverið.
Mikið létti mér. Þetta var ekki í fyrsta
sinn, sem blessuð mamma mín létti af
mér áhyggjunum. Ég tók að þurrka af
mér tárin og laumaðist inn í baðstofu.
Um morguninn, þegar ég vaknaði,
stóð pabbi við rúmstokkinn hjá mér.
Hann var óvenjulega alvarlegur á svip-
inn og ávítaði mig harðlega^ fyrir
frammistöðuna hjá prestinum. Ég gat
auðvitað engu svarað og tók mér mjög
nærri ákúrur hans, og því frernur vegna
þess, að ég var óvanur að fá slikar kveðj-
ur frá honum. Hann tók yfirleitt ofur-
vægt á brekum okkar, krakkanna.
í þessu snarast blessuð mamma upp á
loftið og heyrði, hvað fram fór. Tók hún
málstað minn af mikilli einbeitni og
sagði, að ég hefði ekki fengið svo mikla
hjálp við námið, að hægt væri að ætlast
til, að ég væri búinn að læra mikið í
kverinu.
Næsta dag tók fósturfaðir minn sig til
að hlýða mér yfir. Ég skilaði því, sem
mér var sett fyrir dag hvern mjög auð-
veldlega. Og nú fékk ég reynslu af því,
hvað það var að læra. Stóð þessi kennsla
rúma viku. Þá varð pabbi að fara að
heiman og var fjarverandi tvær eða
þrjár nætur. Hirti þá enginn um að hlýða
mér yflr, og var því hætt með öllu þann
veturinn, en aðeins látið nægja, að á-
minna mig oft að læra í kverinu. Út af
því magnaðist smámsaman heift mín til
kversins svo að lokum varð af fullur
fjandskapur.
En presturinn ónáðaði mig ekki við
húsvitjun eftir þetta, og vissi ég aldrei,
hver var ástæðan. — Frh.).
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
27. tbl. 1965