Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1965, Blaðsíða 11
SEGGI Sn£P£3ESARI
SH E<S OFF T' BUV
ANOTHER BOTTLE
Hún fór til þess að kaupa aðra flösku!
A erlendum bókamarkaði
l.ost Empires. Being Richard
Hercasle’s account of his life on
the variety stage from November
1913 to August 1914 together with
a Prolouge and Epilouge. J. B.
Priestley. Heinemann 1965. 25/—
Þetta er „Book Society" valbók
fyrir júlímánuð sl. Þetta er leik-
hússaga, ævisaga og veraldarsaga
Richards. Sagan gerist skömmu
fyrir fyrri heimsstyrjöldina og
segir frá lífi ungs manns, sem fer
um Evrópu ásamt frænda sínum
og fleirum, og sviðið er leikheim-
ur og leikhúsin. Þessi bók ber
með sér andrúmsloft fyrri tíðar,
þegar menn leituðu dægradvalar
og skemmtana í leikhöllunum.
Söngleikir, viðamiklar hópsýn-
ingar og dans voru skemmtanir,
sem hverfa smátt og smátt inn á
kvikmyndatjaldið. Leikhallirnar
standa nú tómar eða þeim hefur
verið breytt til annarra nota.
Priestley þekkti vel þetta tímabil,
en þeir, sem muna það, minnast
. þess ætíð með söknuði. Þessi bók
hefur fengið hina ágætustu dóma,
og er af sumum talin bezta bók
höfundar.
Spruche und Wiederspriiche. Karl
Kraus. Band 141 der Bibliothek
Suhrkamp. Suhrkamp Verlag
1965. DM 5.80.
Snjallyrði Kraus eru vel þekkt.
Margt peirra kom fyrst í tíma-
riti hans „Die Fackel". Hann var
Vínarbúi, fæddist 1874 og dó 1936.
Frægasta verk hans er „Die letz-
ten Tage der Menschheit", leikrit,
sem kom út 1919. Þessi höfundur
er undarlegt fyrirbrigði í þýzkum
bókmenntum. Hann taldist ekki til
neins flokks eða stefnu, hann var
mjög andvígur blaðamennsku og
áleit að til blaðanna mætti rekja
flest vandræði. Hann var mjög
hittinn í greinum sínum og háð-
ið var skæðasta vopn hans, sem
þessi bók ber greinilegan vott
um. Bókin er smekklega gefin út.
An Apology for Poetry or The
Defence of Poetry. Sir Philip
Sidney. Edited by Geoffrey
Shepherd. Nelson’s Mediaeval and
Renaissance Library. Nelson 1965.
25/—
Varnarrit fyrir ljóðlistina setti
höfundur saman á árunum 1580-
85. Philip Sidney fæddist 1554;
faðir hans, Sir Henry, var I þjón-
ustu Elízabetar drottningar, og
móðir hans var nátengd enska há-
aðlinum. Philip var settur til
mennta í Shrewsbury og síðar í
Oxford. Meðal skólabræðra hans
þar voru Walter Raleigh, Hak-
luyt og Hooker og ýmsir fleiri,
sem síðar koma við sögu Eng-
lands. Hann fer til Frakklands
1572, nokkru fyrir Bartholomeus-
armessuvígin. Hann ferðast viðar
um Evrópu, er í Feneyjum 1
nokkra mánuði 1574 og situr fyrir
hjá Veronese .Hann hafði nokkur
afskipti af evrópskri pólitík.
Hann tók þátt I leiðangri til Nið-
urlanda og særðist og dó nokkr-
um dögum síðar 1787. Hann setti
saman nokkrar bækur og meðal
þeirra er þessi, sem er skrifuð 1
fornum apólógíustíl, sem var svo
tíðkaður fyrrum. Ahugi nútima-
manna á 16. aldar ljóðlist er vax-
andi, og þessi bók er einn lykill-
inn til skilnings og rétts mats á
ljóðlist þeirra tima.
Ritið er vandlega gefið út, þvi
fylgir langur inngangur, athuga-
greinar og bókalisti. Titilblað út-
gáfunnar frá 1595 er ljósprentað
sem tbl. ritsins.
The Death and Life of Great
American Cities. The Failure of
Town Planning. Jane Jacobs.
Penguin Books 1965. 8/6
Þetta rit kom í fyrstu út hjá
Random House 1961. Bókin vakti
mikla athygli bæði austan og vest
an hafs og fékk ágæta dóma.
Skipulag borga krefst mikillar
vinnu og skipulagsgáfu, sögulegs
skilnings og smekks. Höfundur
ber hér fram eigin skoðanir, sem
stangast mjög á við ríkjandi skoð
anir í þessum málum, eins og sjá
má af titli bókarinnar.
Penguin Guide to Travel in
Europe. Nigel Buxton. Penguin
Books 1965. 17/6.
Þetta er einkar handhægt rit
fyrir þá, sem ferðast um Evrópu.
Hér eru leiðbeiningar fyrir ferða
menn, lýsingar á þvi helzta, sem
er að sjá og landabréf. Einnig
fylgja bókalistar og orðasafn.
Þessi bók verður ekki nógsam-
lega lofuð og verður öllum ómiss-
andi, sem ferðast um álfuna.
The Legacy of the Ancient World.
W.G. Burgh. Penguin Books 1965.
Penguin Books 1965. 10/6
Penguin hefur gefið þessa bók
út fimm sinnum. Nú kemur ritið
í einu bindi. Þetta varð strax vin-
sælt rit, er hverjum auðskilið og
lipurlega skrifað, efnið er vissu-
lega viðamikið, en höfundi tekst
að gera því góð skil.
The Church in an Age of Revolu-
tion., The Pelican History of the
Church. V. Alec R. Vidler. Pengu
in Books 1965. 6/—
Penguin kirkjusagan verður 1
sex bindum, þegar allt er komið
út. Þetta er endurprentun V bind-
is, sem kom fyrst út 1961. Þetta
bindi fjallar um byltingatímana
og nær fram á okkar daga. Þessi
kirkjusaga er rituð fyrir Penguin
og verður sú handhægasta, sem
fáanleg er, þegar allt er komið út,
og sú langódýrasta. Þriðja og
sjötta bindið eru enn fáanleg i
fyrstu útgáfu.
rjj Jóhann Hannesson:
ÞANKARÚNIR
FRELSI frá ótta, styrjöld og skorti. Með þessum orðum dró
Franklín D. Roosevelt upp mynd af þremur burðarsúlum í
byggingu frelsishugsjóna framtíðarinnar. Ræða hans um þetta
efni varð svo fræg á sínum tíma, að iðulega var til hennar
vitnað, lengi eftir að hún var flutt. Fjórða súlan var frelsi til
tjáningar og tilbeiðslu. En þegar um þau frelsisform var að
ræða, var ekki hægt að benda á nýsmíði hér á Vesturlöndum,
því að það frelsi er gamalt þar.
Nú ræða menn um herferð gegn hungri, og ætla jafnvel
landar vorir að taka þátt í henni. Guð láti á gott vita og gefi
forgangsmönnum þrek og þol til að vinna þetta góða verk, svo
að ekki verði úr því kák eða eintómt nafn. Að seðja hungraða
er frá fornu fari eitt hinna sjö líkamlegu miskunnarverka í sið-
fræði Heilagrar kirkju. Annað mjög líkt er að klæða nakta.
Því trúir sennilega enginn hér á landi, hve kalt mönnum getur
orðið í hitabeltinu. Sængur og teppi eru þar ekkert óhóf, held-
ur nauðsynjavörur á sumum tímum árs. Fáir munu nógu kunn-
ugir lífi fáklæddra manna frumstæðra, er vér sjáum nálega
nakta í sólheitum sandi á litmyndum, til að vita, að þeir sömu
menn skjálfa oft af kulda. Framandi mun oss einnig flestum
sálarlíf þeirra, svo að vér skiljum að jafnaði ekki, að þeir
1 skjálfa oft af ótta við anda, vofur og töframenn, og fórna einatt
miklu af sinni fátæklegu lífsbjörg til að kaupa sér frið við
þessar furðulegu verur. Það er sennilega til of mikils mælzt,
að menn skilji, að léttur fatnaður gerir meira gagn í hitabelt-
inu til að verja menn sjúkdómum, jafnvel meira en heill hópur
af læknum. Bólur, húðsjúkdómar og innyflaormar sjást ekki á
þeim litmyndum, sem blöð og bækur flytja frá hinum fátæku
löndum, því að ljósmyndarar hafa lag á því að taka myndir af
þeim, sem hafa mjúka húð og velskapaða líkami.
Það væri gleðilegt, ef íslenzk ungmenni og félög þeirra
tækju frá svolítinn skerf af þeim miklu fórnum, sem nú eru
bornar fram í danshúsum og á ýmsum skemmtistöðum og not-
uðu til að seðja fáeina hungraða og klæða nokkra nakta jafn-
aldra sína í fátækum löndum. Ekki er aldarandinn þannig, að
ástæða sé til að óttast, að þessi skerfur verði of stór. Tízkan,
tildrið og óhófið mun eflaust sjá um sig, þar sem sú nauðung
hefur búið um sig, að vér verðum að hafa það, sem allir aðrir
hafa og helzt nokkru meira.
En á vorum tímum er það líka tekið að tíðkast nokkuð
meðal upplýstra ungra pilta og stúlkna í nágrannalöndunum |
að gefa eitt ár af ævi sinni til að vinna mannkyninu (heima eða
erlendis) nokkuð til þarfa, þar sem neyðin er mest, og það án
launa eða umhyggju um eigin hag. Mér er persónulega kunnugt
um nokkra slíka einstaklinga, og í blöðum birtast stundum
myndir af slikum hópum, er þeir leggja af stað eða koma heim
aftur. Aðrir vinna að sams konar störfum árum saman (í frið- |
arsveitunum) og fá þá einhver laun, en flestir allmiklu minni |
en þau, sem hér teljast mannsæmandi.
Hvað skal þá segja um þetta fólk, sem vinnur að kennslu,
hjúkrun, kristniboði, lækningum og öðrum skyldum störfum,
t.d. byggingum, ræktun, iðnaði, meðal framandi þjóða og enga
gróðavon hefur? Á bak við hvern slíkan einstakling verða að
standa margir, sem leggja nokkuð fram til þess að hann geti
unnið sitt verk. En í stuttu máli eru það þessi störf og ávöxtur
þeirra meðal þeirra fáu þátta, sem hægt er að tala um kinn-
roðalaust í samskiptum milli kynflokka jarðar. Brennivínssal-
ar, byssus'miðir, vélaverzlunarmenn og margir aðrir útflutn-
ings- og innflutningsmenn ómenningar og menningar hafa allir
úttekið sín laun, eins og Jesús sagði um ákveðna menn í sam-
tíð hans.
Norrænir lýðháskólamenn ræddu í fyrra á þingi sínu ýms-
ar leiðir til að hjálpa fátækum þjóðum. Meðal stjórnmála-
manna hafa á síðari árum sumir vaknað og viljað taka þátt
í herferðinni gegn hungri og almennum skorti. En sumir eru
svo lítt lesnir að halda, að þeir séu fyrstir á vettvang. Kristni-
boðið hefur reyndar verið öldum á undan og hefur fyrir löngu
fundið uppeldisvísindalegar grundvallarreglur og aðferðir.
Markmiðið er hjálp til sjálfstæðis, hjálp til þess að menn geti |
eftir skamma stund staðið á eigin fótum og síðar hjálpað öðrum.
27. tbl. 1965
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H