Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1965, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1965, Blaðsíða 15
I SVIPMYND Framh. af bls. 2 shading, pedaling“, þá er ég ánægðúr með að vera kallaður mesti tækni- pianistinn". líonum hefur aldrei verið brugðið um leikaraskap eða leiksviðsbrellur á h’.jómleikum. Hanri situr kyrr og róleg- ur, líkaminn hreyfingarlaus. Aðeins hendurnar hreyfast. Honum gremst mjög að heyra hvers kyns fingrafimleika á nótnaborðinu. Þegar áheyrendur heimt uðu aukalög, báðu þeir oft hástöfum um ,,Stars and Stripes Forever" eða rapsódíu eftir Liszt. í stað þess setti hann upp þjáningasvip og lék t.d. hæga sónötu eftir Scarlatti eða „Traumerei" (Draum- Sýnir) eftir Schumann. í lok tónleika gafst hann stundum upp og lék það, sem um v?ar beðið, með enn meiri þján- ingasvip, en síðan lokaði hann flygl- inum. Flestir píanóleikarar mundu vilja gefa mikið fyrir vald hans á slaghörp- unni, fyrir hið ótrúlega „virtúósitet“, og fyfir töfravald hans yfir áheyrendum, sem hann gat breytt úr rólegu mennta- fóiki í hálftrylltan lýð, sem æpti af hrifningu, eins og unglingar á söng- skemmtun hjá dægurlagasöngvara. En Horowitz hefur alltaf verið feiminn við þessa ofsalegu hrifningu, sem hann vek- ur, likt og hann skammist sín fyrir þenn- an hæfileika, Hann minnir á stúlku, sem vill láta dást áð sér vegna andlegra hæfileika sinna;' ekki eingöngu vegna útlits síns. Horowitz hefur dregið sig í hlé áður. 3935 var botnlangatotan tökin úr hon- ur, en síðan fékk hann æðabölgu. Hann vár óvinnufær fram til ársins 1938, þeg- ar hann hóf aftur að halda hljómleika í Evrópu. Hann fór aftur til Bandaríkj- ennu 1940 og hefur átt heima þar síðan. A árunum 1922—1935 virtist hann alltaf vera að flýta sér. Hann vildi öðlast frægð og hamingju í skyndi, og á tíma- bilinu 1928—1935 hélt hann 350 hljóm- leika. Þóknun hans hækkaði úr 500 doll- urum í 1.500 dollara. Eftir 1938 virtist honum ekki liggja eins mikið á. Sami frumkrafturinn bjó enn í honum, en hann tók íist sína alvarlegri tökum. Sagt var, að áður hefði hann leikið fyrir og vegna sjálfs sín; nú léki hann vegna tónlistarinnar. Nú er þriðja tímabil hans að hefjast. Að vísu fór hann aftur að leika inn á hljómplötur árið 1955, en hætti því 1959, þegar fimm al.búm voru komin út. 1962 sleit hann 30 ára gömlum samn- ir.gi sínum við RCA Victor og gerði samning við Columbia Records, þar sem hánn mun hafa alveg. frjálsar hendur. Lítið brot af því, sem hann leikur inn á tönbönd, er gefið út á plötum. Árið 1940 sagði hann, um líf sitt síðustu 4—5 árin: ,,Ég held, að 1935 hafi ég raunverulega byrjað að lifa. Árum sam- an hafði ég spilað viðstöðuiaust. Ég hélt nærri því 100 hljómleika síðasta árið, áður en ég hætti. Sum verkin lék ég svo of£) að ég vár hættur að heyra þau, þþtt fingurnir væru áð leika. En eftir 1935 þurfti ég ekkert að gera annað en hvíl- ast og einbeita mér að tónlistinni. Mér finnst ég hafa vaxið sem listamaður. Að mirinsta kosti hef ég uppgötvað nýja hluti við tónlistina“. Leikur hans breyttist, þegar hann fór aftur að leika 1938, en jafnframt því fennst vinum hans hann sjálfur vera breyttur. Nú átti að spara orkuna, sem áður hafði verið bruðlað í óhófi. Hann hélt ekki konzerta nema sex mánuði ársins, og kom ekki oftar fram en tvisvar í viku. Þóknun hans var nú komin upp í 3000 dollara. Hann fór sjaldan út og umgekkst fáa. Ýmsir minniháttar sjúk- dómar hrjáðu hann. 1953 varð hann magaveikur, Hanp ætlaði að hætta að spila í eitt ár, en að því loknu ákvað hann að hvílast áfram. „Mér líkaði hvíldin ágætlega, og því skyldi ég þá byrja allan hamaganginn aftur?“ Síðustu tólf árin hefur hann lesið geysimikið um tónlist á ensku, þýzku, frönsku og rússnesku. Hann hlustaði á unga píanó- Ieikara og gaf þeim ráð, en aðallega spilaði hann canasta af einkennilegri ástríðu. Árið 1960 fór hann að halda veizlur annað veifið. Rudolf Serkin, Nathan Milstein og Arthur Rubinstein hittast oft heima hjá Horowitz og leika saman. Áður vann hann aldrei eftir sérstakri dagskrá eða áætlun, Nú hefur það breytzt. Hann fer á fætur klukkan hálf- eliefu á morgnana, snæðir stóran morg- unverð og tekur þá ríflega til matar sins. Síðan æfir hann sig í háífan annan tíma í mesta lagi. Fyrsta stundarfjórðunginn leikur hann upp úr sér hvaðeina, sem honum dettur í hug, en síðan leikur hann ákveðin verk. Þá gengur hann út með tvo franska kjölturakka, sezt á bekk í Fimmtartröð (Fifth Avenue), set- ur upp dökk gleraugu, lætúr hattinn slúta og virðir mannlifið fyrir’sér. „Ég hef gaman af sáifræði og.að athuga fólk- ið, sem frarp hjá gengur. Óg síðan í fyrra er ég æstur áhugamaður um „baseball". Þegar ég kom hingað fyrst 1928, skildi ég ekki ást Bandaríkjamanna á þessum leik. í fyrra horfði ég á „base- ball“ í sjónvarpi í fyrsta skipti, og síð- an héf ég fylgzt vel með“. essi langa hvíM hefur líklega orðið honum til góðs. f tólf ár hefur hann hugsað um sjálfan sig, tónlist og lífið. Nú er hann kominn aftur, vegna þess að hann vill það sjálfur. Árið 1956 lét hann undan þrábeiðni þúsund- anna og féllst á að halda einn konzert, en þá lenti Sonya, dóttir hans og einka- barn, í aly.adega bilslysi j Firenze. Hann hætti þá við hljómleikana. Sonyu hefur batnað siðan. Nú finnst honum rétti tíminn vera kominn. Hann er reiðubúinn. Surnir halda, að velgengni ýmissa sovézkra píanóleikara, og ef til vill annarra einn- ig, hafi ýtt við honum. Sviatoslav Richt- er er einkum til nefndur. „Horowitz vill minna menn á, hver er mestur“, seg- ir einn vina hans. Búast má við, að hann sé nú þroskaðri og rólegri. Efnis- skrá hans mun breytast lítið frá fyrri tímum. Hann leikur helzt verk nítjándu aldar tónsmiða, en segist nú hafa aukið sígild tónlistarverk á kostnað „glans- núfnera". Hann er enn jafn kvíðinn og taugaveiklaður, áður en hann á að leika. Einu sinni leið honum svo il’la, að hann sagðist ekki geta farið inn á sviðið. Honum var sagt, að ef svo væri, yrði hann sjálfur að skýr'a áheyrend- um frá því. Það þótti honum enn verra, svo að í stað þess að aflýsa tónleikun- um settist hann við flygilinn og lék eins vel og alltáf áður. Honum finnst píanóleikarar nú ekki vera eins góðir og hinir gömlu, góðu, svo sem Cortot, Hess, Hofmann, God- owsky, Moiseiwich, Levitzky, Lhevinne og Rachmaninoff. „Mér finnst flestir hinna ungu leika nákvæmlega eins. Ég þekki þá ekki í sundur, en áður þurfti ég ekki að heyra nema nokkrar nótur tii að vita, hver lék. Þeir ungu æfa sig líka of mikið. Þeir æfa sig fram á sein- ustu stund! Ég snerti ekki píanóið dag- inn áður en ég á að leika, svo að vöðv- arnir séu ekki spenntir. Ég athuga," hvort hljóðfærið er rétt stemmt, fer svo heim og kem ekki aftur fyrr en á elleftu stund, svo að ég þurfi ekki að bíða bak við tjöldin og safna áhyggjum. Á eftir leyfi ég fólki ekki að þyrpast um mig og segja mér, hvernig þetta hafi verið. Ég veit það bezt sjálfur“. Aðspurður, af hverju hann fari nú aftur að leika fyrir almenning, segir hann: „Ég er orðinn þpgyttur; á. að ,ieí.ka fyrir hljóðnema. Ég vil leika fyrir fólk“. 27. tbl. 1965 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.