Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1965, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1965, Síða 6
RABB Frh. af bls. 5. menna er í meira lagi bágboriö, og er fyllilega athugandi að reyna aö senda svona lýö á fávitáhœli, ef vera mœtti að hann fengi þar ein- hvern bata. Þessi tvö síöustu dœmi um ört vaxandi skílmennsku hérlendis eru aöeins einn angi þeirrar lausungar og rótleysis sem setur œ sterkari svip á allt þjóölífiö, og virðist ekki seinna vœnna aö gera einhverjar raunhœfar ráöstafanir áöur en þjóðfélagið veröur að allsherjar- dýragaröi. Orsakir þessarar öfug- þróunar veröa kannski einlivern tíma kannaðar af vísindamönnum, og Jcemur þá vœntanega í Ijós, hvern þátt agalausir skólar, á- byrgðarlaus dagblöö og duglaus stjórnarvöld eiga í afsiðun þjóöar- innar. BÓKMENNTIR framhald af bls. 5. As bera Zu saman við Hræsvelg (sem ekki ætti að þurfa að skýra fyrir íslend- ingum) er óaðfinnanlega rétt, því bæði tröllin hafa verið dauða-demónar. Þó er annar jötunn í Snorra-Eddu líka í arnar- ham og lifir á fjöllum nokkrum. Það er Þjazi jötunn. Hann kemur að goðunum þar sem þeir eru að snúa oxa miklum til seyðis og spyr þá hvort hann megi fá fylli sína af oxanum, sem annars hefur verið seinn að soðna hjá goðunum vegna fjölkynngi Þjaza. Er goðin leyfa honum það, leggur hann upp tvö læri oxans og báða bógana, en Loka verður svo skap- fátt að hann lýstur hann með staf sín- um, sem aldrei skyldi verið hafa, því stafurinn festist við örninn og dregur Loka á örmunum um hraun og klungur. í grískum goðsögnum er naut með galdramögnuðum innyflum, sem goð og jötnar berjast um, af því að innyflin veita þeim sigur. Er hún mjög áþekk sögunni um goðin Þjaza og oxann hér í Snorra-Eddu, þó ekki sé þess getið að norræni uxinn sé jafnmikilvægur og gríska nautið. En brátt kemur það í Ijós að Þjazi rænir goðin hlutum, sem eru jafnmikilvægir fyrir líf goðanna og kon- ungskórónan og örlagatöflurnar í Babý- lon. Það eru epli Iðunnar. Er Þjazi hefur fiogið heim í bústað sinn með Loka, sveltur hann hann til mats og lætur hann lofa sér því að koma Iðunni með eplin varðhaldslausri út um Ásgarð, svo að hann geti stolið báðum. Þetta fer fram, og goðin gerast brátt hár af elli. En ekki líður á löngu þar til þeir finna út hver hefur valdið hvarfi Iðunnar. Er Loka þá ekki lengur til setu boðið, held- ur verður hann að fljúga í Jötnaheima að sækja Iðunni og eplin. Fær hann til þess lánaðan valsham Freyju. Þjazi var ekki heima heldur að fiski, svo að Loki gat brugðið Iðunni í heslihnotarlíki til þess að fljúga með hana til Ásgarðs. Áður en langt leið var Þjazi á hælum þeirra í arnarham. En er fuglarnir flugu inn yfir Ásgarð höfðu goðin safnað lokarspánum við garðinn og lagt eld í. Slapp Loki með Iðunni ómeiddur yfir en eldurinn laust í fiðri Þjaza og var hann tekinn og drepinn innan Ásgarðs. Varð það víg allfrægt, segir Snorri. A blaðsíðu 245—6 getur Fontenrose um hliðstæðu þessarar sögu um Zu í grískri goðafræði og hef ég rétt vikið að því áður, því hún minnir líka á sög- una um Þjaza og oxann þótt Fontenrose viti það ekki. 0 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS' „Jörð hafði alið tröllslegt naut, sem var ormur að aftan eða dreki. Styx geymdi nautið í þreföldum kvíum (þ. e. í Tartaros) af því að örlaganornirnar höfðu lagt það á nautið, að hver sem kynni að brenna innyfli þess skyldi fá mátt til að bera sigur af goðunum. Bria- reos, sem Ovidius hélt að væri Títan- jötunn, drap nautið og var næstum bú- inn að fleygja innyflunum á eldinn er haukur (miluus) sendur af Seifi greip innyflin og færði Seifi þau. í þessari sögu er það nautadreka-tröllið, en í Titanomachy (bardaga við tröll — jötna) er það Kampe sem drepa verður til að gefa goðunum sigur“. „Hér minnir margt á goðafræði í Mesópótamíu. Nautið minnir á hið himneska naut Ishtar. Gilgamesh reif út hjarta þess og bauð Shamash. Enkidu reif af því bóg og kastaði honum í Ishtar. Haukurinn er sýnilega Zu-Garuda er rændi örlagatöflunum". En haukurinn er sýnilega Þjazi líka, en það hefur Fonten- rose ekki vitað. SMÁSAGAN Framhald af bls. 3. blik var eins og ljúfur samhljómur í miðju fölsku lagi. Hann var það sem hann var, og það gerði hann frjálsan í bili. Báðningarskrifstofan var í stóru timb- urhúsi við Lækjartorgið. Fimm hvít skilti með svörtum stöfum blöstu við honum og minntu á fornar, grámyglu- legar dyggðir. Hann staðnæmdist á gangstéttinni fyrir framan og tvísté, eins og hann efaðist um að rétt væri að hefja (þátttöku í þjóðfélaginu í svona góðu veðri. Hann leit á torgklukkuna og hugsaði með sér: „Það er klukkutími þangað til þeir fara í mat og mér liggur ekkert á“. (Hljóð úr sírenu rauf hávaðann og regnbogalitur fólksstraumurinn leit upp og sömuleiðis hann. Blóðið í æðum hans jók hraðann og högg féllu á gagnaug- un. Hann varð á svipinn eins og hann hefði verið að drepa mann. En er hann sá rauðan kross á hvítum fleti, áttaði hann sig og leit skömmustulega af einu andliti á annað. Hann reyndi að spá í svip fólksins, en engin merki tilfinninga sáust frekar en á köldum gráum vegg. Og þetta var fólkið, sem hann hafði langað svo mikið til þess að samein- ast. Það var í honum óhugur að það skyldi vera svona nærri en um leið óra- langt í burtu. Hann gekk inn í Austurstræti með sama hugarfari og heittrúaður maður gengur inn kirkjugólf. Lítil stúlka með kámugt andlit rölti fram hjá og flýtti sér að borða ísinn sinn svo að sólin yrði ekki fyrri til. Hvelfdur barmur undir litríkum sumarkjól liðaðist eftir gangstéttinni og rétt sem snöggvast varð hlá á óðagotinu. Þúsund augu buldu á stúlkunni, sem var með íslenzkt sumar í hverri hreyfingu. Hún var næstum því eins mögnuð og stelpurnar í mynda- blöðunum, sem hann hafði verið að dást að á Hrauninu. Stúlkan var úr aug- sýn og klikkittiklikk, skeiðklukkan gekk á ný. Kona með innkaupatöskur, útiteknir sandalaþjóðverjar með víðan sjóndeildarhring í göngulaginu, og lítið barn að gráta í barnavagni og móðirin hvergi nærri. Hér var heimur. sem fjórir veggir fangaklefans höfðu í senn útilokað hann frá og varið hann fyrir. Hann sökkti höndunum djúpt ofan í vasana. Rétt sem snöggvast datt honum í hug-^að fara að andskotast upp og niður í lyftunni í Búnaðarbankanum. En svo áttaði hann sig á því, að hann var einu og hálfu ári eldri núna en þeg- ar hann var hér síðast á ferð. Rétt fram- undan var bókabúð, sem hann langaði til þess að litast um í. Þar hafði hann eytt mörgum af viðburðaríkustu árum ævinnar í að hnupla dýrmætum bókum. Ekki svo að skilja að hann væri á þeim buxunum núna, en hann þyrsti i endur- minningarnar. Hann opnaði gætilega hurðina og skotraði flóttalegu augna- ráði um alla búðina, eins og hann væri ekki meira en svo viss um, að hann væri velkominn. Hann gekk innar í búðina, þar sem eingöngu útlendar bækur voru seldar. Ekki kunni hann að lesa neitt erlent tungumál, en kápurnar framan á þessum bókum voru litskrúðugar og skemmtilegar. Það var kannski mynd af manni að drepa konu eða öfugt. Ekki var óalgengt að sjá karla fá sér snabba við bar og reykja sígarettur, að ógleymdum öllum þeim konum sem voru naktar eitthvað að vafstra fyrir framan spegil. K ilona með ryðbrún augu sat við borð út í horni. Úr þessu skoti gat hún fylgzt með öllum athöfnum viðskipta- vinanna. Persónuleiki hennar bar keim af áralöngum lestri í Familie-Journalen og Hjemmet og hún var ánægð að sjá. Það var greinil.egt að hún átti mikið undir sér. Á meðan hver sá sem inn kom gat verið víðfrægur þjófur, þá var hún heiðarleg. Hann var fljótur að veita þessu lymskufulla, hamingjusama, dóm- harða augnaráði athygli. Það hvíldi blýiþungt á hverri hreyfingu hans. Hann var í vandræðum með hendurnar, og eftir að hann hafðj farið með þær á alla mögulega staði, höfnuðu þær fyrir aftan bak. Hann fikraði sig meðfram bóka- röðunum og títuprjónsaugnaráðið fylgdi honum eftir. Honum fannst kon- an vera að komast að þeirri niðurstöðu, að þetta væri óeðlilegur staður fyrir jafn þjófnettar hendur. Hann reyndi að brjótast undan augnaráðinu með því að einbeita sér nóeu sterkt að bókunum, en andlitið gat ekki verið kyrrt. Sektar- tilfinningin ýfði hvern vöðva. Hann sá út undan sér að hún horfði á illa press- aðar buxurnar hans, eins og hún vildi segja: „Svona maður hefur ekki á valdi sínu fjarlægar tungur“. Konan ctóð upp, og lítill þóttafullur búkur hennar færð- ist nær honum og hún var í kjól eins og velgerðakonurnar, sem komu á Hraunið að skoða fangana. Hann vissi af eðlisávísun að hverju stefndi og roðn- aði. Þetta var síðasta sönnunargagnið og konan gekk fast upp að honum. „Komdu með bókina, sem þú ert með innan á þér“,_ sagði hún í skipunartón. Honum létti. Ásökunin var nú ekki leng- ur þokukennd ímyndun hans, heldur fastmótuð kæra, og hann fékk ráðrúm til að verja sig. „Ég er ekki með neina bók“, sagði hann. „Ekki iþað?“ sagði konan. „Ég sá þig taka hana“. Hinn sterki grunur hennar var orðinn að sannfæringu. „Ég segi það alveg satt, ég hef ekki gert neitt af mér“. Tveir aðrir viðskiptavinir voru þarna inni, og þeir horfðu á hann með fyrir- litningu, handvissir um sekt hans. „Má ég leita á þér?“ spurði konan. „Já, það er allt í lagi“, sagði hann, „ég er saklaus“. Réttlætisfull hönd hennar teygði sig fram úr snjóhvítri pífuermi og hóf leit- ina. Hver vasi olli henni nokkrum von- brigðum, en svo réðst hún á þann næsta með aukinni vissu. Áður en hún fór í þann síðasta horfði hún fast í augu hans, mest líklega til þess að sannfæra sjálfa sig um réttmæti leitarinnar. Er hún hafði kannað hann líka og ekkert fund- ið þá datt af henni andlitið, það bók- staflega datt, hún missti það. Fyrirlitn- ingin hvíldi nú á henni, og hún reyndi að láta höfuðið hverfa niður á milli herðablaðanna. „Ég bið þig að afsaka, ungi maður“, sagði hún að lokum. „Nei“, svaraði hann. „Þú mátt velja þér eina bók og fá hana ókeypis“. „Nei takk“, sagði hann og orðin duttu kalt og stingandi eins og tvö grýlu- kerti. Hann ætlaði ekki að leyfa henni að kaupa sálarhrói sinu ró með svona ódýrum hætti. „Hvað get ég gert til þess að bæta þér þetta upp?“ „Ekkert". Hún hörfaði eins og sært dýr út í hornið, og viðskiptavinirnir tveir negldu hana þar niður með augnaráði sinu. Nú veitti enginn honum athygli, og þá teygði ha-nn sig eftir snyrtilegri vasaútgáfu af 'bók og stakk henni innan á sig. Hann sneri sér að konunni, sem reyndi að brosa, og það fór útuktarlegur friður um hann. „Vertu sæll, ungi maður“, kallaði konan á eftir honum um leið og hann lét aftur hurðina. Er hann kom út á torgið var klukkan orðin tólf og búið að loka Ráðningarskrifstofunni. Hagaíagöar „í tossa eins og þig.“ Það var eitt sinn í samtali við Helga lektor Hálfdanarson, góðan vin sinn, að Grím.ur (Thomsen) brá á giens, að ekki væri mikið orðið varið í að heyra þá predika hérna prestana núna, það væri af sem áður var, þegar aðrir eins menn og Árni bisk- up í Görðum hefðu verið uppi, þá hefði verið komandi í kirkju. En lektor svaraði því svo, áð aldrei hefði sr. Árni nú verið mikill predik- ari, „en hann hafði gott lag á því að troða í tossa eins og þig.“ Er ekki annars getið en Grími hafi líkað svarið. Var Árni biskup kallaður skynsemistrúarmaður, en það var ekki alveg eftir nótum sr. Helga. (Merkir íslendingar). Eftir 1000 ár. Sr. Guðmundur Guðmundsson í Brefðuvíkurþingum, síðar í Nesþing- um, var um nokkurn tíma við læknis- nám í Nesi hjá Jóni landlækni Þor- steinssyni eftir að hann var stúdent. Gu&mundur í Ási faðir hans kom að Nesi og spurði hvernig syni hans gengi námið og hve lengi hann þyrfti þar að vera til að útskrifast. „Ekki mj'ötg lengi“ sagði landlæknir, „því skeð getur eftir þúsund vetur, að hann þekki mannsbein frá hross- beini“. (Hrakhólar og höfuðból) Ilrapalleg misgrip. Bjarni Jónsson, ráðsmaður sr. Eggerts Ó. Brím á Höskuldsstöðum hafði áður búið á Úlfagili, þá átti hann tvær kýr í fjósi. önnur var góður gripur og vel mjólkandi, en hún var káiflaus og nytlítil. Bjarni! vildi ekki eyða heyjum í svo lítinn gagnsgrip og ákvað að lóga henni. Fékk hann nágranna sinn einn sér til hjálpar við sláturstarfið. Bjarni fer í fjósið, mýlir kúna og leiðir út. Er þeir félagar hafa skorið hana og Bjarni leggur frá sér höfuðið, sér hann áð það er snemmbæran, sem fallin er, en stritlan lifði. Því var kennt um misgripin, að Bjarni hafði slegið bannblett eða álagablett á landareigninni og huldufólk villt um fyrir honum í hefndarskyni. (Mannaf. og fornar slóðir) 32. tbl. 1065

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.