Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1965, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1965, Page 7
—.. SbHIAVSÐTAl_BD ■■ Hvaoa minjagripi kaupa útlendingar? 17110. — Gjafaver, góðan dag. — Þetta er hjá Lesbók Morg- unblaðsins. Tala ég við frú Guð rúnu Zoéga? — Já. — Þið hafið veri'ð að selja útlendingum minjagripi í allt Bumar. Hvers konar minjagrip- ir eru það, sem þeir sækjast helzt eftir? — Fyrst og fremst eru það skinn og prjónavörur. Hvort tveggja þykir sérstúklega fall- ©gt» °g gæðin hafa aukizt, þótt enn megi bæta þau. — Er mikil eftirspurn eftir lituðum gærum? — Já, einkum eru það Banda rí'kjamenn og ungt, íslenzkt fólk, sem spyr eftir þeim. Rosk fð fólk hér kærir sig síður um þær. Hárauðar og túrkísbláar gærur eru vinsælar, og yngra íólkið hér er til dæmis farið að kaupa þær í bílana sína. — En hrosshárnar? •— Eftirspurnin eftir þeim er að aukast, enda eru hrosshúðir ódýrar t.d. miðáð við teppi. Eriendis hefur varla þekkzt, að þær séu notaðar til skreyt- ingar, og útlendingar kaupa þær aðallega til þess að hengja upp á vegg. Svo að ég minnist aftur á gærurnar, þá er ég viss um, að klipptu gærurnar gætu ótt mikinn markáð erlendis, miklu meiri en t.d. kaninuskinn. Farið er áð nota þær í húfur, og áreiðanlega væri hægt að nota þær í kápur. Norðurlanda- búar, Englendingar og Frakk- ar kaupa helzt hvítar gærur, en Bandaríkjamenn og fslend- ingar litaðar, eins og ég sagði áðan. — Hvað um aðra minjagripi? — Svo að ég fari nú úr einu í annað, þá get ég talið eftirfar- andi hluti upp, sem útlendingar vilja gjarnan eiga til minja um ísland: Mikil sala er í peysum, einkum i sauðalitunum, en þær þurfa að vera vel prjónaðar, til þess að útlendingar kæri sig um þær. Sumar prjónakonur eru vandvirkar, en aðrar virð- ast kasta höndunum til prjóna- skaparins. Sama máli gegnir um sjöl og hyrnur. Sviar, Dan- ir og Norðmenn kunna að meta slíka vöru, og sérstaklega eru þeir hrifnir af sauðalitunum. Annars kaupa Norðurlandabú- ar ekki mikið af prjónlesi, enda eiga þeir völ á afbragðs prjóna- varningi í heimalöndum sín- um. f>á eru útlendingar hrifnir af brúðum í þjóðbúningum, enda er það handsaumuð og vönduð framíei’ðsla. Banda- ríkjamenn og Frakkar kaupa talsvert af uppstoppuðum fugl um. Þetta eru aðallega sjófugl- ar, langvíur, lundar og hring- víur. Ýmiss konar koparvara selst ágætlega, svo sem arm- bönd og festar úr íslenzkum peningum. Mikið selst af frí- merkjum. íslenzk leirvara selst töluvert, en þó eru fslendingar enn í meirihluta meðal kaup- enda. Þjóðverjar og Danir vilja gjarnan eignast eitthvað úr seískinni. Peningaveski úr selskinni þykja nokkúð dýr, en mikið er spurt um selskinns- skó. Væri örugglega hægt að vinna markað á því sviði. Svo að aftur sé minnzt á skinna- vöru, þá fáum við minna af sútuðu skinni en vi'ð gætum selt útlendingum. Skinnin eru seld hrá og söltuð til útlanda í stað þess að vinna þau hér. Kálfsskinn seljast nokkuð. Þau eru notuð til að yfirdekkja húsgögn, á veggi og méðfram gluggalistum. Fyrirspurnir hafa borizt frá Sviss og Svíþjóð um sútuð skinn, en þau hafa ekki verið til. Hvaltennur njóta gífurlegra vinsælda, bæði óunnar og ýmislegur útskurður úr þeim, svo sem lítil líkön af hnísum og stórhvelum, eyrna- lokkar og men. Þetta er allt unnið í höndunum, og engir tveir gripir eru eins. Þá get ég nefnt myndakort frá ís- landi, þurrkaðar, íslenzkar jurt- ir og sjávargró'ður undir gleri, skeiðar með íslenzka skjaldar- merkinu, ýmsa muni með ís- lenzka fánanum og íslen?,kan borðfána, en útlendingar «<aupa mikið af öllu þessu. — Er ekki eitthvað, sem út- lendingar spyrja um, en ekki er á boðstólum? — TréskurtS vantar tilfinnan- lega. Dýrir askar seljast, ef þeir þykja fallegir, en annars vantar hvers konar gripi, út- skorna í tré. Töluvert er spurt um útskorna karla í íslenzkum þjóðbúningi og „trold“, sem Skandínavar selja mikið af til ferðamánna, Góður markaður væri áreiðanlega fyrir hendi á alls konar útskornum körlum og kerlingum. — Er ekki mest sala í minja- gripum yfir sumartímann? — Helzti sölutíminn er í júní, júlí, ágúst og september, en salan er farin að ver'ða nokk uð jöfn og viss allan ársins hring. Hér eru alltaf nefndir og ráð á fundum, og áhafnir af fiskiskipum koma hvenær árs ins sem er. Þá færist það einn- ig í vöxt, að íslendingar sendi kunningjum sínum erlendis minjagripi að gjöif, en við sjá- um algerlega um allar sending ar til útlanda. Þykir fer’ðamönn um það líka ágætt að þurfa ekki að taka gripina með sér í farangrinum, heldur fá þá heimsenda. i | I ] 1 5* SfíSií mmm war Gests sá :rítar um: llillll H®! h 1ÝJA R PL Ö1 u R NÝJAR PLÖTUR: Skömmu fyrir helgi komu allmargar nýjar og skemmtilegar plöt ur í Hljóðfærahúsið. Þar ber fyrst a'ð nefna fjögurra laga plötu með KINKS, sem njóta mikilla vinsælda hjá unga fólkinu í Reykjavík. Lögin eru „Wait Till the Summer Comes Along“, „Such a Shame“, „A Well Respected Man“ og „Don’t You Fret“. KINKS voru hér á landi fyrir nokkru og héldu hljómleika. Þegar þeir komu heim, létu þeir blöðin hafa það eftir sér að það hefðu aðeins veri'ð krakkar, sem sóttu hljómleikana. Þá vita þeir sem sóttu hljóm- leikana hverja KINKS álíta krakka. Og svo bættu þeir við, að þeim hefði dauðleiðzt hér. Þá kom í Hljó'ðfærahúsið önnur fjögurra laga plata, með hinum bandarísku Everly-bræðrum. Þeir eru heldur að ná sér á strik, enda dægurmúsikin aftur komin í þann farveg, sem þeir bræður hafa ætíð hald ið sig í, þó að hann hafi dott ið úr tízku í eitt eða tvö ár. Lögin eru „The Pride of Love“, „That’ll Be the Day“, gamalt Buddy Holly lag ef a Dime“ og „Gone, Gone, ég man rétt, „It Only Costs Gone“. Everly-bræður hafa alltaf gert vel á hljómplöt- um, hvort sem plöturnar hafa náð vinsældum eða ekki, og þessi plata þeirra er ágæt. Siðan rekur lestina nýjasta platan í seríunni „Top Six“. Þar eru helztu lög septembermánaðar í Eng landi, og eins og við mátti búast er meiri hluti hinna sex laga í þjóðlagastíl. Lög- in eru „If You Gotta Go, Go Now“, „Satisfaction", „Baby Don’t Go“, „Universial Sold- ier“, „Look Through Any Window" og „Eve of De- struction". Sum lögin eru ágæt og sérstaklega þa’ð fyrsta, sem Manfred Mann og félagar gerðu frægt. Fjöldinn allur af LP-plötum kom í Hljóðfærahúsi'ð, m.a. mikið af þjóðlagaplötum, margar með „Peter, Paul & Mary“, og svo náttúrlega hinum enska Donovan. — essg. Homo aquaticus Framh. af bls. 1 langaði hann til að verða kvikmynda- tökumaður). Kvikmyndin hlaut Oscar- verðlaun og Grand Prix verðlaun árið 1956 á alþjóðakvikmyndahátíðinni í Cannes. En framleiðandinn lét sér ekki nægja Oscar-verðlaunin sín. Hann gerði fljótlega ógleymanlega kvikmynd, „Gullni fiskurinn", sem aflaði honum enn einna verðlauna. Árið 1950 eignaðist Cousteau Calypso, sem áður fyrr var tundurduflaslæðari í brezka flotanum. Hann breytti honum í hafrannsóknaskip. Rannsóknaferðir hans á Calypso hafa náð yfir mörg höf, og nýrri tækni hefur verið beitt til djúp- sjávarrannsókna, þar á meðal sleða með kvikmyndavél, sem fer um botninn á margra kílómetra dýpi og tekur lit- myndir með samstilltu rafmagnsleiftri. Til að vinna að þróun nýrrar tæki stofn- aði hann rannsóknastöð í Marseilles. Þar var smíðaður Köfunardiskur- Framhald á bls. 11. 32. tbl. 1965 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.