Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1965, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1965, Side 9
tíl'i i ágúst fór ég til berja me3 dóttur minni, sem er ekki í frásög- ur færandi. Hún er á þeim aldri þeg- ar börn búa til falleg og merkileg orð eins og „eplalúður“ fyrir „leppalúði". Þá mundi ég allt í einu eftir því að þegar ég var á hennar aldri, þá fór ég einu sinni til berja suður-í Öskjuhlíð. Það hét þá að fara út úr bænum. Ætli r það hafi ekki verið um svipað leyti J og Zeppelin greifi kom til íslands. Þeir sem yngri eru en fertugir halda náttúrlega að ég sé að tala um borða- lagðan Prússa með einglirni, en ég á nú bara við loftskipið sem hét Zeppelin greifi. Ég man eftir því í blíðskaparveðri þar sem það mókti í loftinu fyrir vestan turninn á Landa- kotskirkju, eins og milljón króna vindill út úr trölli. Þetta var á þeim árum þegar flug- vélar voru stórkostlegt ævintýri. Börnin þustu út á götu og söngluðu í kór: „Flugvél! Flugvél!“ Sá var mestur, sem hafði séð flugvél niðri á jörðinni eða hafði jafnvel snert hana með höndunum. Ég komst í færi við flugvél suður í Vatnsmýri, og mér finnst núna eins og hún hafi eiginlega ekkert verið nema strigi og stög, og það er víst ekki fjarri lagi. Ég man mjög vel eftir flugmanninum, sem mér finnst endilega að hafi verið ann aðhvort Hollendingur eða Belgíu- maður, og hann var vitanlega með feiknstóran leðurhjálm spenntan und ir kverk og í leðurfötum frá hvirfli til ilja og svo auðvitað með griðarmik il „fluggleraugu". Flugmenn voru geimfarar þessara ára: þeir hétu enda flugkappar eða flughetjur. Ég var líka svo þrælhepp- inn einhverntíma um þetta leyti og þó kannski ögn seinna að sjá sjálfan konung geimfaranna. Lindberghjón- in komu fljúgandi til Kaupmanna- hafnar í sjóflugvélinni sinni, og spyrjið ekki hversvegna ég var þar, en mér tókst að týnast þegar allt fór á annan endann í Kaupmannahöfn af hrifningu. Seinna fannst ég uppi á annarri eða þriðju hæð á Hótel d’Angleterre, og einmitt þegar ég er að meðtaka umvöndunarræðuna, þá koma þau Charles og Anna Lindberg labbandi inn ganginn, alveg ijóslif- andi. Ég man hvað mér fannst Lind- berg flugkappi svakalega langur, og ég man hvað mér fannst Anna kona hans svakalega falleg. Þau voru bæði í leðurfötunum ennþá af því þau komu eiginlega beint úr flugvélinni, og Lindberg þrammaði á undan með leðurhjálminn niðri í augum en Anna var búin að taka sinn ofan, líklegast af því hana hefur grunað að hann færi henni ekki sem best, og hún var með fullt fangið af rósum. Hún var í stórum, grænlenskum stígvélum, sem hún hafði eignast á Grænlandi, og hún var eins og barn við hliðina á manninum sínum. Seinna var barnið hennar myrt og maðurinn hennar lenti í erfiðleikum vegna skoðana sinna á stríðinu, og þau eru fyrir löngu hætt að fljúga í ævintýraljóma um heiminn í tveggja sæta opinni sjó flugvél. gengt að fólk hafi svona ómerkilegar minningar. Það er ekkert vit í þessu, ekkert samhengi. Þetta er eins og rifr ildi af gríðarstórri bók, fáeinar velkt- ar blaðsíður eftir og hending ein ræð- ur hvað er læsilegt ennþá. Hvers- vegna man maður kannski aðeins eft- ir einni flengingu o’g man hana þar að auki óglöggt, en man aftur á móti eftir andlitinu á ókunnugri konu, sem maður sá eitt augnablik í afleitu veðri og síðan ekki söguna meir: man meir að segja nákvæmlega hvernig hún bar sig og nákvæmlega hvernig hún var til fara og nákvæmlega hvernig blautt og gremjulegt andlitið sást allt í einu bera fyrir í rigningunni um mt að er skrýtið hvað maður man eftir kjánalegum eða óverulegum at- vikum úr barnæsku sinni, hvernig það virðist vera eintóm tilviljun eiginlega hvað hefur brennt sig inn í vitund manns og hvað hefur skolast út í tim ann. Ég þarf einhverntíma að spyrja eitthvert gáfnaljós hvort það sé al- leið og strætisvagninn valt framhjá. Þetta var á æskuárum strætisvagn- anna, svo að maður hefur verið með ógnarstuttan fót: þetta var þegar um- ferðarregla númer eitt, tvö og þrjú hljóðaði þannig að menn ættu að „pípa fyrir horn“. Konan eins og hrökklaðist út á vegarbrúnina skammt fyrir innan Tungu um leið og strætis- vagninn dró hana uppi og buslaði framhjá henni. Mér er í barnsminni hvað mér fannst hún hræðilega göm- ul og slitin, og hvað ég kenndi sárt í brjósti um hana að þurfa að vera úti í svona stormi og rigningu, og hvað mér fannst hún hljóta að vera hræði- lega fátæk, af því það var ekki nóg með að hún væri í stagbættum og rennblautum og garmskítugum nan- kinsfötum: hún var ekki einu sinni í yfirhöfn. Ég man hvernig hún var eins og öll í hnipri að ofan, öll í öxl- unum, eins og hún væri að reyna að láta axlirnar taka allan barninginn, man líka augnaráðið, sem var ekki blítt þegar aurbáran frá strætisvagn- inum skall á stígvélunum hennar, og man þetta eins og það hefði skeð í gær; og fyrir kannski tíu árum gæti ég trúað, þá rann það allt í einu upp fyrir mér og gerði mér reyndar tals- vert bylt við að þessi veðurhrakta kona, sem barninu hafði fundist svo skelfilega, svo hræðilega, svo óum- ræðilega gömul — ætli hún hafi ver- ið meira en þrítug? O vo man ég eftir augafullum ná- unga, sem stóð úti í bátskel og þreif fötu sem lá í botni hennar og byrjaði að veifa henni yfir höfði sér og byrj- aði að öskra eins hátt og hann gat: „Fata morgana!“ þangað til hann datt kylliflatur ofan í bátinn yfir þóftuna. Af hverju man maður aðra eins vit- leysu og af hverju man maður annað augnablik úr öðrum tíu þúsund augnablika degi, þegar strákpjakkur stalst upp á langan og ljótan skúr og gægðist niður um glugga og sá tvær konur, aðra gamla og hina unga, vera að moka glerbrotum í poka. Ekkert annað: tvær hljóðar konur, sem standa bognar við haug af glerbrot- um og moka glerinu í poka sem þær drógu síðan á milli sín fram að dyr- um. Ég skil þetta ekki. Mér finnst skiljanlegra að ég skuli til allrar hamingju muna daginn þegar stóri frændi fór á fyllirí. Hann hélt hálfrar klukkustundar bindindisræðu fram af svölunum heima hjá sér þangað til konunni hans hugkvæmdist að egna fyrir hann með brennivínsflösku, sem nágranni hennar var svo góður að lána henni. Nú þætti mér gaman að vita hvort hún dóttir mín sem fór með mér til berja sé einmitt núna að safna augna blikum svona eins og ég, af fullkomnu handahófi að best verður séð, án nokkurs skiljanlegs tilgangs, án nokk urs sjáanlegs samhengis. Af hverju man maður þrjátíu og fimm árum seinna vinnuklædda, þrituga erfiðis- konu, sem öslar forina skammt fyrir innan Tungu, gegndrepa og illa haldin og gröm á svipinn; en man ekki fyrir sitt litla líf svipinn á sjálf- um kónginum þegar hann kom á al- þingishátíðina uppstrokinn og fínn og tyllti tánni á dregilinn á Steinbryggj unni. Og hef ég þó fyrir satt að ég hafi þá togað í ermina á honum afa mínum og hvíslað: „Er þetta kúkurinn?" ■» SVIPMYND Framh. af bls. 2 \hugi hans á því að koma Bret- um inn í Efnahagsbandalagið — gera Breta að Evrópumönnum — hefur ekki dvínað, þrátt fyrir andstöðu de Gaulles. í Bretlandi hafa skoðanir hans orðið ofan á meðal þorra fólks, þegar undan er skildir gallharðir og þjóðernissinnaðir hópar íhaldsmanna, sem vilja halda í allt gamalt (bæði gott og illt), er gerir Breta frábrugðna frændum sínum á megin- landinu, og hópar vinstrimanna, sem ótt- ast án frambærilegra ástæðna, að Bretar muni líkjast um of Frökkum og Þjóð- verjum í fyrirhuguðum Bandaríkjum Evrópu. Hann var einu sinni spurður á blaða- mannafundi, hvort hann mundi ekki iðr- ast þess, að Bretar gengju í Efnahags- bandalagið, ef það kostaði, að Bretar glötuðu ýmsum þjóðarsérkennum sínum. Það hnussaði í honum, þegar hann svar- aði: „Mér mundi finnast það alveg prýði- legt, ef við Englendingar glötuðum viss- um þjóðareinkennum okkar. Til dæmis þessu langa te-hléi okkar á vinnustöðum. Ég opnaði fyrir skömmu tesýningu Lundúnum, og hið bezta er ég gat óskai teframleiðendum og verkamönnum í te framleiðslunni, var það, að keppinauta: okkar tækju upp enn þá lengri te-tím; en við höfum á vinnustöðum okkar. Þ; iramleiddum við meira, og þeir hefði meiri tíma til að drekka te, framleiddi minna og drykkju meira“. 32. tbl. 1965 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.