Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1965, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1965, Side 10
SIGGfl SIXPENSARI Hún verður víst ekkert hrifin af þcssu. en maður getur nú ekki farið inn í búð og beðið um skiptimynt fyrir gasið, án þess að kaupa eitthvað! Á erlendum bókamarkaði Nýjar Penguin-bækur A Dictionary of Psychology. James Drever. Revised by Harvey Wallerstein. Penguin Books 1964. 5/— Þessi bók er sett saman sam- kvæmt ósk forlagsins. Hún kom fyrst út 1952 og var endurprent- uð fimm sinnum. Þessi útgáfa er endurskoðuð og aukin. Handbæk- urnar sem Penguin gefur út eru nauðsynlegar os þarfar bæði leik- mönnum og námsmönnum og að- alkostur þeirra er að þær eru end urskoðaðar á fárra ára fresti og settar saman af hæfustu mönnum í hverri grein. The Penguin Dictionary of Saints. Donald Attwater. Penguin Books 1965. 6/— í þessari bók eru raktar lífs- sögur og legendur um 750 heil- aga menn og konur. Þetta er lítill hluti þess fjölda, sem helgur er talinn, en þeir skipta þúsundum. Höfundurinn er kaþólskur og hef- ur stundað þessi fræði í mörg ár og hefur reynt að gera þessa bók sem bezt úr garði. Heimildagildi jarteiknasagna orkar oft tvímælis, en þær eru þó trygg heimild um hugsunarhátt þeirra tíma þegar jarteiknirnar áttu sér stað og hafa þannig mjög mikið gildi. Þessar sögur lýsa tímunum og aldarhætt- inum og eru öðrum heimildum betri um slíkt, ef einhverjar eru þá fyrir hendi. Absurd Drama. With an Intro- duction by Martin Esslin. Ionesco, Adamov, Arrabal, Albee. Penguin Plays. Penguin Books 1965. 3/6. Þegar fyrstu leikrit Genets, Ada- movs og Ionescos voru fyrst sýnd, hneyksluðu þau bæði áhorfendur og gagnrýnendur. Höfundarnir þverbrutu öll viðurkennd lög- mál leikhússins. Það tók að tíðk- ast að nefna mörg slík leikrit „absúrd", þótt þetta orð tákni enga stefnu í leiklist. Þetta er vörumerki, sem skellt er á ýmis sundurleitustu verk og hefur enga skýrt afmarkaða merkingu, en getur verið þægilegt í notkun. Þótt þessi verk þættu fráleit í fyrstu, hafa þau haft mikil áhrif. Roman Literature. Michael Grant. Penguin Books 1964. 6/— Þetta er endurskoðuð útgáfa út gáfunnar 1958. Bókin kom fyrst út hjá Cambridge University Press 1954. Það eru fáar bækur, sem gefa eins lifandi og litauðuga mynd af rómverskum bókmennt- um og áhrifum þeirra og þessi bók. Höfundur lýsir þeim að- stæðum, sem þeir bjuggu við, og verkum þeirra, hann tekur kafla úr samantektum þeirra í enskum þýðingum og túlkar þá og út- listar. Formáli höfundar er ágæt- ur þverskurður á sögu þessara bókmennta og áhrifum þeirra. í eftirmála er lauslega rakin saga latneskra bókmennta á síðari öld um. The Spanish Civil War. Hugh Thomas. Penguin Books 1965. 15/— Þessi bók kom fyrst úr 1961 og er nú endurskoðuð og gefin út að nýju. Spænska borgarastyrj- öldin var heimsstyrjöld í hnot- skurn. Mikið hefur verið skrifað um þessa styrjöld og skoðanir mjög skiptar; nú er það langt um liðið að þessi átök sjást í skýrara Ijósi, og þeir sem áttu ekki hlut að þessum átökum eða voru ekki komnir til vits og ára þegar þau áttu sér stað, hafa betri aðstöðu til að meta þau og fjalla um þau en þátttakendur. I-Iöfundur þessa rits er fæddur 1931 og hefur því frekari forsendur til þess að fjalla um efnið af hlutleysi en þeir sem áttu hlut að átökunum. Þetta er nú talin ein bezta saga styrjald- arinnar sem birzt hefur. Höfundur hefur átt greiðan aðgang að heim ildum bæði á Spáni og hjá and- stæðingum ríkjandi stjórnar ann- ars staðar. Hann hefur sett sam- an bók, sem er bæði öruggt heim- ildarrit og skemmtilega skrifuð saga þessara blóðugu átaka. A History of Modern France. 1715-1962. Alfred Cobban. I-III. Penguin Books 1963-65. 15/-— Þetta rit er skrifað fyrir Pen- guin-útgáfuna. Höfundur kveðst hafa lagt aðaláherzluna á þýðing- armestu viðburði franskrar sögu þann tíma sem ritið spannar. Hann styðst við nýjustu rannsóknir á franskri sögu og saga byltingar- innar verður því að nokkru frá- brugðin þeirri mynd, sem hing- að til hefur verið tekin góð og gild af byltingatímunum. Frakk- land var voldugasta ríki álfunn- ar á 18. öld og einnig það auð- ugasta. Borgarastéttin franska var að menntun og auði sú fremsta í álfunni og það var einmitt þess- vegna sem byltingin hófst þar. Höfundurinn er prófessor í franskri sögu við háskólann í London og hefur sett saman fjöida bóka um söguleg efni. Bókinni fylgja tímatalsskrár, heimilda- og bókaskrár og efnis- yfirlit fyrir hvert bindi. The Poem Itself. Edited with an Introduction by Stanley Burn- shaw. Penguin Books 1964. 9/6 Útgeíandi ritsins er skáld og hefur stundað samantektir frá æsku. Rit hans kom fyrst út í Bandaríkjunum 1960. Hér eru 150 ljóð eftir 45 skáld. Ljóðin eru prentuð á frummálinu, frönsku, spænsku, portúgölsku og þýzku. Þeim fylgir orðrétt þýðing á ensku og síðan rekur útgefandi efni ljóðsins orð fyrir orð, lýsir því og skýrir. Einnig er lítillega sagt frá höfundum. Þetta er mjög athyglisverð tilraun til ljóðaskýr- inga og útlistana, getur verið nokkurs konar kennslubók í ljóðalestri og jafnframt ágrip af bókmenntasögu. Jóhann Hannesson: ÞANKARÚNIR SPURT hefir verið að því hvað merki orðin: Advocatus Diaboli. Svar: Orðin merkja: Málflutningsmaður djöfulsins, talsmaður djöfuisins, maður, sem segir það, sem djöfuliinn vildi sagt hafa um ti.tekna persónu. — Spyrja má hvort til séu slíkir menn í nútímanum og hvort þeir hafi sig í frammi. Svar: Þeir eru til og hafa sig í frammi þegar beðið er um þjónustu þeirra af rétt- um aóilum. En sagan væri aðeins hálfsögð ef ekki væri einnig getið um advocatus Dei, málflutningsmann Guðs, talsmann hans. Slíkui talsmaður er að því leyti líkur Mikael erkiengli „at hann metr allt þat meira, sem vel er gjört“ (Brennu-Njáls saga, kap. 100). Hiutverk þessara málflutningsmanna í eiginlegri merkingu taka lærðir menn að sér í rómversku kirkjunni, þegar kirkjan fellir lokaúrskurð sinn um dýrlingstign einhverrar persónu. Ekkert þessu líkt á sér stað í vorri kirkju, enda rækjum vér ekki einu sinni þá þjónustu, sem oss ber að veita þeim sam- kvæmt játningu kirkju vorrar: Að minnast dýrlinganna og taka þá oss til fyrirmyndar. Um dýrlinga í rómversku kirkjunni segir kunnur fræði- maður á þessa leið í kennslubók, sem nú er notuð við Háskóla íslands: „Tala dýrlinganna er mjög há. Á 16. öld náðu hinir opin- beru listar yfir meir en tíu þúsund dýrlinga. Flestir þeirra voru ekki kjörnir dýrlingar af neinu kirkjulegu yfirvaldi, held- ur út frá hrifningarkenndri stemningu meðal alþýðu. Margir þeirra áttu að öllu leyti heima í helgisögnum, ekki í sögunni. Fyrsta dæmi um „kanóningu", þ.e. dýrlingskjör af hálfu páfa, átti sér stað árið 993. En áfram hélzt hið alþýðlega dýrlingakjör. Dýrlingur á borð við heilagan Ólaf var ekki í heilagra manna tölu tekinn með neinni „kanóningu“ af hálfu páfa. Það var fyrst árið 1170 að ákveðið var að engan mætti heiðra sem dýrling án þess að hann væri viðurkenndur af páfa“. „Á vorum tímum á „kanóning“ sér stað í formi tveggja skipulegra athafna, sem fara fram I lögformlegum myndum, með ákæranda, advocatus Diaboli, og verjanda, advocatus Dei, og eiga þeir, hvor um sig, að leiða í ljós það sem mælir með og á móti dýrlingstign þess, sem hlut á að máli“. „Sérkenni dýrlings er heilagt líferni og þrjú kraftaverk, gerð i lifanda lífi eða orðin við gröf hans eða út af því að hann hefir verið ákallaður. Fyrra dómstig nefnist „beatifications- process". Sá sem því prófi nær, nefnist beatus (þ.e. sæll, bless- aður). Hin eiginlega kanóningarathöfn snýst um verðleika dýrlings, svo sem sanctus (þ.e. heilagur). Margir ná aðeins því stigi að verða beati (þ.e. sælir)“. Sjá Einar Molland: Kon- fesjonskunnskap, 2. útg., bls. 122—123. Skýringar í svigum sett- ar af þýðanda. Ofanskráð mun rétt vera eins langt og það nær. En athug- un á rómverskri kirkjukenningu á því, sem að baki býr, leiðir í ljós að málið er allmiklu flóknara. Æðstu menn kirkjunnar halda marga fundi og ræða mörgum sinnum um hvern ein- stakan dýrling og láta gera nákvæmar athuganir áður en gengiö er til þeirra athafna, sem að ofan eru greindar. Þessar athuganir geta tekið aldir. Þannig var heilög Jóhanna, sem uppi var 1412—31, ekki tekin í dýrlinga tölu opinberlega fyrr en árið 1920, og Thomas More, sá er reit Utopiu árið áður en Lúther festi upp hinar frægu 95 setningar á hurð hallarkirlcj- unnar, var tekinn í dýrlinga tölu árið 1935. Þégar páfinn lýsir því yfir að einhver sé dýrlingur, þá þýðir það ekki að hann sé að magna hlutaðeigandi persónu eða dubba upp, eins og gert er við jarðarfarir hjá oss, né heldur að bæta neinu við heilagleika persónunnar, heldur lýsir hann yfir því á jörðu, sem orðið er á himni, að því er sérfræðingar kirkj- unnar bezt vita, eftir langa og ýtarlega athugun. Þessi hugsjónafræði er oss framandi, og ofanskráð er ekki í lelur fært til þess að lesandinn aðhyllist það, heldur til að varpa nokkrum skilningi yfir mannlega hugsun, sem er mjög ólík vorri. Vér berum ekki mikla virðingu fyrir góðum mönn- um og skulum ekki ágirnast völd páfa. Færum vér að fram- leiða dýrlinga, yrði varla þverfótað fyrir hinum furðulegustu fígúrum, e.t.v. svindlurum og svikurum, þar sem sízt skyldi. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 32. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.