Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1965, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1965, Blaðsíða 11
Couseau ljósmyndar eitt hinna mörgu neðansjávartækja, sem liann hcfur látið nefnt „Köfunardiskurinn“. ber tvo menn og er búið miklu magni fínlegustu m ni'ð'ur á 350 m dýpi. gera til liafrannsókna. Þetta tæki er ælitækja. „Köfunardiskurinn“ kemst Homo aquaticus Framhald af bls. 7. Inn, sem er tveggja manna kafbátur, knúinn þrýstilofshreyflum, og er ætlað- ur til könnunarferða. Með honum hafa lotningarfullir vísindamenn farið tugi ferða niður á um 350 metra dýpi. Fyrir átta árum valdi alþjóðleg nefnd vísindamanna Cousteau kaptein til að veita forstöðu Hafrannsóknasafninu í QVTonaco, sem er elzta og stærsta stofnun sinnar tegundar. Hann hefur ákveðinn hafnað bæði kyrrsetulífi forstöðu- mannsins og því tízkufyrirbrigði meðal rannsóknarstofnanna að gera samninga um leynilegar rannsóknir í þágu hern- aðar. Starfsmennirnir í hinum 50 deild- um í safni hans birta opinberlega niður- stöður sínar og annarra haffræðinga í vísindariti sínu. Innan sex vikna frá því að vísindamaðurinn hefur lesið prófarkir að ritgerð sinni er ritið farið af stað í pósti til 1800 hafrannsóknastöðva um víða veröld. Sem önnum kafinn neðansjávarkönn- uður hefur Cousteau margt á sinni könnu. Hann er meðal annars forseti Heimssambands kafara, sem í eru áhuga- menn í 36 löndum. Hann er stjórnarfor- maður í fyrirtækinu U.S. Divers Co. í Los Angeles, sem er stærsti framleið- andi í heiminum á hvers kyns tækjum til köfunar. Hann er einn bezti við- skiptavinur alþjóðlegu flugfélaganna. Hin hugaða kona hans, Simone, fékk martröð eina nóttina og dreymdi, að maður hennar hefði ráðið sig sem næt- urvörð á hóteli einu í New York, þar sem hann vissi ekki hvað hann ætti við tímann að gera. rátt fyrir sín fjölmörgu störf gef- ur Iramkoma Cousteaus ekki til kynna, að honum liggi neitt sérlega á. Hann er hinn fjörlegasti maður, en er ró- lyndur og þenkjandi að eðlisfari. Með- an á viðtali okkar stóð fyrir skömmu, hvarflaði hugur hans að skyldleika rannsókna sem miða að því að senda mann út í himingeiminn og að senda mann niður í undirdjúpin. Hann tók sem dæmi tilraunir bandarískra lækna, sem starfa að geimvísindum, til að búa til „nokikurs konar gervitálkn í örlitlu ihylki, sem myndi gera geimfara kleift að endurnýja súrefnisforðann í blóðinu án þess að hann andaði að sér lofti. „Tálknunum“ væri hægt að koma fyrir í handarkrikanum og tengja við aðal- 6lagæðina með skurðaðgerð“. „Hvað viðkemur kafaranum er vand- inn meiri“, sagði Cousteau. „Þar verður einnig að taka þrýstinginn með í reikn- inginn. Súrefnishylkið, sem kæmi í stað öndunar með lungunum, myndi hafa það í för með sér, að þau féllu saman við þrýstinginn í djúpunum. Ef til vill yrði unnt að leysa þetta atriði með því að setja ósveigjanlegt, sótthreinsað plast í brjóstkassann". Hann brosti og sagði svo: „Auðvit- að væri langheppilegast að búa bara hreinlega til sjávarmann. Hann myndi anda að sér sjónum í staðinn fyrir loft eins og fiskarnir gera. Það yrði að hafa sérstök tæki til að vinna súrefnið úr sjónum. Sú hugmynd er alls ekki fá- ránleg. Fyrstu 9 mánuði ævinnar vöxum við umlukt legvatni í móðurkvi'ði. I rauninni er hin fyrsta mikla hættu- stund ævinnar þegar vi'ð hættum því og tökum að anda að okkur lofti við fæðinguna“. Cousteau trúir því, að hin nýja manntegund muni verða til eftir um það bil öld. Hún ætti að verða fær um að synda niður 1.6 km. dýpi, í stað 50 faðma, eins og nú er unnt án köfunartækja, að því er hann segir. „Homo aquaticus mun ekki geta far- ið niður fyrir 1.6 km., því að þegar komið er niður á það dýpi er þrýst- ingurinn 170 loftþyngdareiningar, en þegar svo er komið taka vefir líkam- ans að gefa sig og hann getur bókstaf- lega tætzt sundur“, En hann var bjartsýnn á, hvað unnt yrði að gera innan þessa 1,6 km. dýpis. „Heita má, að öll sú fæða og hráefni, sem við gætum hagnýtt okkur á sjávarbotninum, sé innan þeirrar dýptar á landgrunninu og hlíðum þess“. Hann gerði gys að þeirri fullyrð- ingu, að erfitt yrði að finna fólk, sem féllist á að láta umbreyta sér í sjávar- menn. „Það er hægt að fá sjálfboðaliða til hvers sem vera skal. Sjáðu alla þá, sem sótt hafa um að fá þjálfun sem geimfarar, og sjálfboðaliðana við hættu legar lækningatilraunir. Maðurinn er vogaður og forvitinn að eðlisfari", sagði Cousteau. H um haffræðingum með ákveðnar rann- sóknir í huga, sem þeir vildu geta leitt til lykta. Síðar yr'ði hægt að skapa hina nýju manntegund við fæðingar á sérstökum sjúkradeildum neðansjáv- ar með því gera uppskurði á börnun- um þegar í stað til a'ð venja þau við hinar nýju aðstæður eins fljótt og mögulegt væri. Ekkert er eðlilegra í þessu skyni en barni'ð með sína ný- afstöðnu reynslu í móðurkviði." Myndi homo aquaticus dvelja allt sitt líf neðansjávar? „Auðvitað ekki,“ sagði Cousteau, „hver myndi neita hon- um um dásemdir heimsins fyrir of- an yfirborðið? A'ðlögunarskurðaðgerðin myndi ekki koma í veg fyrir heim- sóknir upp í andrúmsloftið. Fólk und- irdjúpanna myndi njóta þess að fara á skíði, fljúga og sjá sólarlagið. Og tæknilega séð hefði það fjölmargar á- stæður til að hafa gott samband við land. En homo aquaticus mun ekki verða til nema að undangengnum geysimikl- um rannsóknum viðvíkjandi köfun,“ sagði Cousteau. „Langvarandi dvöl neðansjávar gæti leitt í ljós veikleika, sem við höfum ekki hugmynd um í dag.“ Þar sem ég hafði séð litla kafbátinn hans Cousteaus, Köfunardiskinn, í notkun, spurði ég hann, hvers vegna hann gæti ekki fullt eins vel unnið að djúpsjávarrannsóknum og ný teg- und manna. Diskurinn hefur sjón með rafeindamyndavélum sínum og augum áhafnarinnar. Hreyfanleiki hans er mjög mikill og hann hefur vökvaknú- inn arm til að taka sýnishorn, og sú getur líka beitt verkfærum. Cousteau sagði: „Engin vél vinnur eins vel og maðurinn. Það eru mikil- vægari ástæður fyrír yfirráðum manns- ins yfir hafsbotninum. Við þurfum að gera fólki kleift að lifa neðansjávar til að létta undir vegna hinnar fáránlega miklu mannfjölgunar. Hafið hefur upp á að bjóða margfalt meira rými til bú- setu en fyrir hendi er á landi uppi“. C ousteau hefur aðrar skoðanir en flestir aðrir á hinni efnislegu au'ðlegð hafsins. „Það er í tízku nú á dögum að tala um hin óendanlegu auðæfi hafsins“, sagði hann. „Úthöfin eru álitin geta gef- ið sikjótfenginn gróða. Ég get ekki fall- izt á þetta. Öflun fæðu í höfunum hlýtur a'ð verða að takmarka. Mjög fáir reyna að nýta hafið á skynsamlegan hátt. Tökum til dæmis fiskveiðitæknina. Ef við öfluðum fæðunnar á landi einungis með iþví að senda skotmenn til að veiða villibráð myndum við öll svelta innan skamms tíma. En togveiðarnar eru nærri því eins frumstæðar. Framfarir munu brátt verða á þvi sviði með því að nota net, sem stjórnað verður af köf- urum, en ef til vill verður það samt ekkert betra en aíi nota vélbyssur á bráðina. 1 hvert skipti, sem fiskveið- arnar skila meiri afla, er hann gleyptur upp af mannfjölguninni". Cousteau álítur, að framtíðin í sjávar- útvegi verði fiskirækt fremur en að elzt verði við villtar fiskitorfur. „Fyrir mörgum öldum valdi maðurinn þau villtu dýr úti í náttúrunni til tamningar, sem mestan afrakstur gáfu — hestinn vegna aflsins, geitina og kúna vegna mjólkurinnar, hænsnin vegna eggjanna, og öll þessi dýr, að svíninu viðbættu, vegna hins ætilega kjöts þeirra", sagði hann. „Ræktun er næsta rökrétta skrefið til hagnýtingar sjávarins. Það er ein mik- ilvægasta ástæðan fyrir þessum sjávar- manni. Hann mun velja heppilegustu dýrin til ræktunar í sjónum. Nú ræktum við aðeins skelfisk og þang á grynning- um. Þegar við höldum dýpra út til að yrkja víðáttur hafsins, mun valið á beztu fæðutegundum verða breytilegt og gera mataræðið fjölbreyttara. Ef til vill munum við neyta sjósniglá eins og Kín- verjar gerðu. Við komumst ef til vill að því, að fyrirmyndardýrið til ræktunar er ekki fiskur með uggum heldur geysi- stór sjávarormur, sem safnar ætilegri eggjahvítu hraðar en nokkur fiskur“. Neðansjávaríbúarnir, sem Cousteau sér fyrir sér, munu lifa í þurrum húsum á botninum fylltum andrúmslofti, og á sama hátt og fólkið uppi á landinu. En vinnudeginum verður varið í sjónum. zl. síðastliðinu hausti dvöldust tveir menn úr köfunarflokki hans, þeir Albert Falco og Claude Wesley, í viku- tíma neðansjávar. Bjuggu þeir í 6 m. sívalningi, sem var 3 metrar í þvermál. Loftið í honum hafði sama þrýsting og var í sjónum fyrir utan, og mennirnir fóru út með Aqua-Lung tækin til að vinna þar 5 klukkustundir á degi hverj- um. Tilraunin sýndi, að menn gátu að- . ann var þeirrar skoðunar, að fyrstu sjálfboðaliðarnir við tilraunirn- ar yrðu rólyndir, gáfaðir, ungir menn á aldrinum 25—30 ára, sem hefðu tals- verða þjálfun í köfun. „Þeir verða menn, sem löngu áður hafa hætt að óttast hið nýja umhverfi. Þeir munu hafa löngun til að verja tíma sínum til dvalar neðansjávar, en ekki aðeins til a'ð sjá, hvort þeir geti það,“ sagði Cousteau. „Ætti ég að velja þá úr myndi ég svipast um eftir ung- Me'ð'an tveir samstarfsmenn Couseaus, þeir Claude Wesly og Albert Falco, dvöldust vikutíma ne'ðansjávar við ran nsóknir, buð'u þeir Cousteau til miðdeg- isverðar í sivalningi sínum einn daginn. '32. tbl. 1965 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.