Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1965, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1965, Blaðsíða 4
Þar sem gullepliö í dökku laufi hlær... (45 ára gömul ferðasaga) Eftir Valdimar Halldórsson á Kálfasfrönd ÝMSAR getur hafa verið að því leiddar, hvar maðurinn hafi fyrst komið fram á jórðinni, þó það sé engan veginn víst ennþá. Þó er það álit flestra, er við þær rannsóknir hafa fengizt, að frumheim- kynni mannkynsins séu á hásléttum Mið-Asíu. Víst er um það, að fyrst hafa menn sögur af þjóðum og þjóðflokkum í Austurálfu. Nokkrir vísindamenn hafa haldið fram þeirri skoðun, að maðurinn hafi komið fram á mörgum stöðum á jörðinni um líkt leyti og færa það eftir mati sínu til sönnunar, hversu ólíkir að háttum og ytra útliti hinir ýmsu þjóð- flokkar séu. En það er í sjálfu sér engin sönnun fyrir því, að það er gefin reynsla, að skilyrði þau og kjör, er mennirnir eiga við að búa, hafa svo afarmikil á- hrif, eigi aðeins á lundarfar og þroska mannsins, heldur einnig á útlit og fram- komu. Það er engin furða, þó þeir menn, er búa undir hita miðjarðarlínunnar, verði nokkuð á annan veg en þeir, sem búa í kulda heimsskautanna. E nginn man eftir fæðingu sinni eða hinum fyrstu æviárum. Það er allt hulið nokkurs konar blæju, er eigi sér nema óljóst í gegnum. Líkt er og öllu mannkyninu farið. Það hefur einu sinni verið í æsku, en enginn hefur komið til að skýra frá bernskudögum þess, og engum hefur tekizt að lyfta hulunni af fortið mannkynsins nema að litlu leyti. Það er fyrst nú á siðustu árum eða tím- um að fengizt hefur ljós vitneskja um líf og hætti forfeðra vorra. Er það einkum að þakka fornmenjarannsóknum er gerð- ar hafa verið nú á síðustu c'.rum. Mennirnir hafa verið á mjög lágu stigi fyrst framan af. En þeim fór fram. Er þeim skipt í flokka eftir menningarstigi þeirra og vaxandi framförum. Þeir flokk- ar eru nefndir: 1. Safnarar. Þeir búa í hellum og hol- um eða jafnvel undir berum himni. Þeir höfðu engin vopn, lifðu á ránum, ávöxt- um, ormurn og hræjum. Þeir gengu nakt- ir og voru lítt frábrugðnir dýrum. 2. Veiðimenn. Þeir höfðu ýmis vopn, fyrst úr steini. en síðan úr málmum, og veiddu dýr sér til matar. Þeir klæddust dýrafeldum og bjuggu í tjöldum úr dýra- skinni eða í hellum. Þeir höfðu enga fasta bústaði, en voru á sífelldu reiki fram og aftur, eftir því hvar bezt var til veiðifanga. 3. Hirðingjar. Þeir tömdu dýrin og höfðu ýmis húsdýr, sauðfé, hesta, naut o. fl. Þeir höfðu enga fasta bústaði fyrst framan af, en reikuðu til og frá með hjarðir sinar. Kjöt og mjólk var aðal- fæða þeirra, og klæði höfðu þeir af feld- um og sauðagærum. 4. Jarðyrkjumenn reyndu fyrstir að skapa afurðirnar. Þeir höfðu fasta bú- staði úr timbri eða hlaðna úr torfi og grjóti. Þeir yrktu jörðina, ræktuðu ýms- ar korntegundir, er þeir höfðu sér til fæðu. Húsdýr höfðu þeir og nokkur, svo sem hesta, uxa og sauðfé. — Upp af þess- um menningarstigum mannanna hefur svo mismunandi ástand vaxið. Borgir risu upp smám saman, iðnaður tók að hefjast, verzlun varð nauðsynleg og þar af leiðandi sigling og lestaferðir. Mennt- un fór sívaxandi, skólar voru settir og vísindin efldust óðum. Það er auðvitað að öll þessi framþróun hefur ekki gerzt á einni svipstundu heldur hægt og síg- andi. Omunaöldinni er skipt í tímabil eftir vaxandi þekkingu þjóðanna til að búa sér til vopn og önnur bitfæri. Tíma- bil þessi eru kölluð eldri og yngri stein- öld, bronsöld og járnöld. Þá er menn- irnir fóru að ’nafa hugmynd um að búa til verkfæri, smíðuðu þeir þau fyrst úr steini. Þeir tóku þá tinnusteina eins og þeir komu fyrir í náttúrunni og notuðu sér þá, án þess að laga þá til, bæði til vígs og verka. Tímabilið, meðan menn notuðu steinana ólagaða, er kallað hin eldri steinöld. Er tímar liðu, lærðu menn að laga til steinana og gera úr þeim ýmsa haglega gripi, svo sem axir, fleyga, hnífa og því um líkt. Það er köll- uð hin yngri steinöld. Þekkingin á málmunum breytti mjög lifnaðarháttum mannanna og lyfti þeim á hærra stig. A.ndarnir segja, að það sé ekki auðvelt að lýsa öðrum heimi svo í nokkru lagi sé eða rétt hugmynd fáist um hann. Eins fer sjálfsagt fyrir mér, ef ég fer að reyna að segja eitthvað frá landinu, þar sem gul sítrónan grær og gulleplið í dökku laufi hlær. Þar er allt svo ólikt og hér. Það hafa víst margir átt von á að heyra yfirnáttúrlega hluti þaðan, ef ég segði eitthvað einhvern tíma. Og nú er sú stund runnin. En menn verða sjálfsagt fyrir vonbrigðum, því það er bara svona rugl, sem ég hef að segja. Það er líka ekki svo gott að vita, hvað maður á að segja og yfir hverju að þegja. Bæði Ingólfur Gíslason og Sigfús Blöndal hafa nýlega skrifað mikið um Ítalíu. Það hef ég ekki séð, en ég hugsa samt, að ég muni fátt segja af því, sem þeir hafa sagt. Ég mun helzt segja það, sem þeir hafa ekki álitið ómaksins vert að segja. Nefnilega það, sem enginn hefði gaman að hlusta á. Það var 24. marz (á skírd. 1921), sem ég lagði á stað til Ítalíu. Kl. 9,30 lagði lestin á stað frá aðaljárnbrautarstöð- inni í Höfn. Það var þó aldrei ævintýr! Hugsið ykkur bara. Til Ítalíu! Til Róma- borgar, þangað sem skáldin og lista- mennimir sækja eld andans. — Var mig 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Fyrsti hluti að dreyma, eða hvað? — Nei, ég fann, hvernig lestin hristist fyrir átökum gufuvélarinnar. Hún þaut áfram mót sólj og sumri. Ég var glaðvakandi. Já, en' hvað hafði mig dreymt í nótt? Ég mundi það glöggt. Ég var staddur á hæð nokk- urri og heyrði skæran söng, sem ég varð alveg hrifinn, af. Stundum fannst mér ég sjálfur syngja með. Á dýrðarskeið hefst dagsól heið / um dalina ljómar og fjöll. / Ó, morg- unn skær, ó skógarblær / og skínandi sólarhöll. / Á söngva hljóð um heimsins slóð / vér hvörflum og mark er ei sett. / Ur stað í stað, og hver veit hvað, / með hjörtun svo frjáls og svo létt. Með þetta í veganesti var víst engu að kvíða um ferðalagið. Reyndar hafði ég heyrt, að undan- farna daga hefðu verið æsingar í Þýzka- landi og lestir verið sprengdar upp af bolsévikum. En í Ítalíu stálu þeir lest- unum með öllu saman og fóru með eitt- hvað út í buskann. Það væri nú matur að lenda í svoleiðis ævintýri, hugsaði ég. En það lá nú ekki fyrir í þetta sinn. Leiðin liggur gegnum Vordenborg á Sjálandi (kl. 12) til Örehoved á Falstri. Þar er stigið á skip, sem gengur til Varnemúnde á Þýzkalandi. Skipið var stórt og margt um manninn. Fólkið var flest á hádekkinu, því á þilfari voru járnbrautarvagnar og annað skran. Veð- ur var gott, austan stinningskaldi með sólskini. Danmörk hvarf skjótt. Hún er ekki há í loftinu. Til Varnemúnde kom skipið kl. 5 síð- degis. Lestin átti að fara kl. 5.30, en rannsóknin stóð í tvo og hálfan tíma, svo að hún fór ekki fyrr en kl. 7.30. Þjóð- verjarnir þurftu að athuga vel vegabréf og farangur, annars voru vegabréfin tekin af okkur og skilað, áður en við komum til Berlinar. Á stöðinni ætlaði allt vitlaust að verða, og hver að troða annan undir. Það var eins og allir héldu að lestin ryki af stað áður en gemlingarnir væru skoðaðir, en hún beið og tók alla með. P 1. rússland er flatt og mýrlent, þar sem lestin fer um, og þó skógar á stöku stað. Það var því fátt markvert að sjá, enda fór fljótt að skyggja. En það var bjart í vagninum. Og á móti okkur Tryggva félaga mínum sat stúlka, svo á að gizka á tvítugsaldrinum. Svo ég segi við Tryggva: „Skyldi það vera synd að segja svona við þann, sem næstur er: Það er þó... . — Eða hverrar þjóðar er hún þessi?“ Tryggvi hló og sagði, að það væri nú engin kirkja, bölvuð kúpan sú arna, —■ grútskítugur járnbrautarvagn, svo að það mundi flest mega tala, enda mundu fáir skilja okkur. En stúlkuna sagði hann líklega danska, en ég hélt hana þýzka. Svo við notuðum fyrsta tæki- færi til að ná tali af henni. Hún var þýzk. Hafði dvalið tvö ár í Höfn. Var að skreppa heim til sin í páskafriinu. Hún fræddi okkur um margt og var hin allra skemmtilegasta. Hún var hámenntuð. Hún sagði okkur, að Þýzkaland væri ekki þekkjanlegt fyrir sama land og fyr- ir stríðið. Allt, sem ríkið ætti að sjá um, væri í mestu óreiðu. Merki eymdar- innar stæðu alls staðar skráð og í slóð hennar kæmu svo lestir og siðspilling. „Yfir höfuð er hér allt í rústum, en ég vona, að þjóðin hafi þrótt til að rísa á legg aftur með tímanum". Á þessa leið fórust henni orð. Mér þótti vænt um að heyra orð af þýzkum vörum um þetta efni. Ég hafði alltaf samúð með þýzku þjóðinni. Henni eiga vísindin meira að þakka en nokkurri þjóð annarri. Og það er sárt að vita 70 milljónir manna búa við takmarkalausa eymd. Kl. 11 var lest- in í Berlin. Stúlkan vísaði okkur á spor- vagn og gott hótel og kvaddi með þökk fyrir góðan félagsskap. Framhald á bls. 13 34. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.