Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1965, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1965, Blaðsíða 7
---------- SÍMAVIÐTALID ------ KR ætlar oð byggja — og mjóa táin — 1 17 45. — Halló! — Er þetta hj.á KR? — Nei, Skósalan, Laugavegi 1, — skrifstofan. — Er hann Sveinn við? — Andartak. — Já. .— Lesbók Morgunblaðsins hérna megin. Hvernig hafa KR- ingarnir það núna, Sveinn? — Ágætt, eins og venjulega. Við erum mjög ánægðir með að hafa unnið íslandsmeistaratit- ilinn. Er það ekki nóg í bili? — Jú, það finnst víst ýmsum, fréttum við. En bjuggust þið annars við sigri? Hvei'nig var sumarið? — Nei, við gerðum okkur eng ar sérstakar vonir framan af. Vaiur virtist sterkastur í vor, við einna beztir um mitt sum- ar, fram eftir sumri. Svo held ég að Kefivíkingarnir séu hvað sterkastir núna. Þeir unnu tit- ilinn í fyrra, hafa sennilega siappað eitthvað af í vetur og náðu sér ekki aftur á strik fyrr en undir lok sumarsins. — Eiga þeir marga unga og góða menn? lifir enn — Já, það heid ég. Það er mikið af efnilegum og dugleg- ■im strákum í knattspyrnunni og ég held að hvað heildina snertir séum við ekkert lakari en við höfum verið síðustu ár- in. En heldur ekkert betri. — Vex ekki félagatalan hjá ölium féiögunum j'firleitt? — Jú, það held ég. Það er alltaf geysilegur fjöldi ungra manna og kvenna, sem gengur í KR á hverju ári. Aðsóknin er mjög mikil, en okkur vantar alltaf góða þjálfara. Þeir eru ekki nógu margir. Við höfum líka búið þröngt í félagsheimili okkar, ætlum að byrja að byggja í vor. — Verður það mikið hús? — Já, salurinn verður helm- ingi stærri en sá, sem fyrir er. Eitt þúsund fermetrar, sá stærsti á landinu fyrir utan nýja Laugardags-salinn og þennan á Keflavíkurflugvelli. — Og þið eruð tilbúnir að byrja? — Já, já. Búnir að teikna, búnir að fá samþykki borgar- yfirvalda, bíðum bara eftir grænu ljósi frá íþróttafulltrúa ríkisins. — Og þetta nýja hús á að nægja ykkur? .— í bili, vona ég. Annars má búast við áframhaldandi aukn- ingu hjá okkur. Hér hefur ekk- ert nýtt félag bætzt við í 15 ár, ekki síðan Þróttur var stofn aður. — Er ekki nóg að hafa fimm knattspyrnufélög í ekki stærri borg? — Jú, það er ekki gott fyrir okkur að dreifa kröftunum of mikið. Hins vegar eru félögin hér mun færri en yfirleitt í sam bærilegum borgum erlendis. I Þrándheimi, sem er borg á við Reykjavík, eru helmingi fleiri félög — og þykir ekki mikið í Noregi. — Já, en þið gegnið í raun- inni hlutverki margra íþrótta- félaga, er það ekki? — Það má e.t.v. segja það. Innan KR eru starfandi deildir fyrir svo til hverja íþróttagrein sem hér er stunduð. Það eru samtals áttatíu manns í stjórn- um hinna ýmsu deilda og starf- semin er mjög lifleg. — Er hún eingöngu bundin við íþróttir? — Nei, við höldum hópnum saman með mörgu móti. Félags- heimilið er t.d. opið á hverju kvöldi og þar geta félagar setið NÝJAR HLJÓMPLÖTUR. Nokkrar nýjar plötur komu í Fálkann í síðustu viku. Þar ber fyrst að nefna „Wayne Fontana and the Mind- benders“. Þetta er ensk hljómsveit, sem hefur leikið og sungið inn á nokkrar plötur, sem náð hafa met- sölu í Englandi, siðast „The game of love“, en hljómsveit þessi er sennilega lítt þekkt meðal íslenzkra „beat-mús- ik-aðdáenda“. Lögin á þess- ari nýju plötu Waynes og hans manna eru „She needs love“ og „Like I did“. Bæði vel sungin og leikin, þó ekki skeri hljómsveitin sig sér- staklega úr. Svo er það hin ágæta enska söngkona Dusty Springfield með lögin „I’U love you for a while“ og „Some of your lovin“. Dusty er sennilega bezta söngkona Englands og gerir hún báðum þessum lögum hin beztu skil. Útsetningar laganna og undirleikur eru afbragð. Og enn önnur ensk plata, þar eru á ferðinni hinn lífsglaði Freddie and the Dreamers. Þeir eru með lagið „Do the Freddie", sem er nafn á dansi, sem Freddie bjó til og varð vinsæll í Ameríku fyrir nokkrum mánuðum, þegar hljómsveit- in var þar á ferð. Freddie er sérlega skemmtilegur söngvari og grínisti hinn mesti. Hitt lagið á þessari plötu er „See you later, alligator”. Það var skemmti legt þegar Bill Haley söng það fyrir tíu árum, en er það ekki lengur. Fjórða platan er svo með amerískri hljóm- sveit, sem auðvitað syngur um leið og hún spilar. Heit- ir hún „The McCoys“ og eru þeir með lagið „Hang on sloopy“ sem komst í efsta sæti á vinsældalistanum í USA fyrir nokkrum vikum. Þetta er einstaklega leiðin- le'gt lag, en „hitt lagið“ á plötunni, sem enga athygli vakti, er miklu skemmti- legra, það heitir „I can’t explain it“, „ég get ekki út- skýrt það“, og það er einmitt ekki hægt að útskýra hvers- vegna eða hvernig lög, sem lítið eða ekkert hafa til brunns að bera, verða vin- sæl, en hin sem betri eru ná alls ekki að slá í gegn. Hann væri líklega ekki lengi að verða rikur, sá sem gæti séð þetta fyrirfram. essg. og rabbað, hlustað á tónlist, leik ið tennis, teflt, spilað. Við byrjuðum á þessu í fyrra og að- sóknin var mikil. Þetta er að komast í gang aftur núna. — En segðu okkur, Sveinn. Eru KR-ingar yfirleitt æstari á áhorfendapöllum en aðrir. Þetta heyrum við oft. — Það ber e.t.v. meir á þeim. KR er stærsta félagið og hafi maður verið KR-ingur, þá verð- ur hann aldrei annað en KR- ingur. Það er skýringin. Annars finnst mér æsingin meiri í blöð- unum en hún er raunverulega á milli félaganna. Blöðin blása þetta allt upp og gera meira úr ýmsum atvikum og atburðum en efni standa til. — Þú hefur horft á úrslita- leikinn? — Nei, ég var í London. En formaðurinn hringdi í mig hálf tíma eftir að leiknum lauk og sagði mér tíðindin — og ég varð mjög ánægður, eins og gef ur að skilja. Einhver leiðindi urðu í sambandi við leikinn og okkur þótti leitt, að Ríkarður skyldi meiðast. Því miður má alltaf reikna með einhverjum ó- höppum — og sem betur fer er hann á batavegi. — Annars bjuggumst við ekki við Akur- nesingum jafnsterkum í lokin. Þeir voru linir framan af og sóttu ekki í sig veðrið fyrr en gömlu kempurnar komu aftur inn í liðið. — Jæja, en hvað segirðu okk ur af skósölunni. Selurðu mikið af knattspyrnuskóm? — Nei, ég læt sportvöruverzl anirnar um það. Hins vegar gengur verzlunin ágætlega. Eg er á mjög góðum stað og fólk heldur áfram að slíta skónum sínum. — Hvað segirðu okkur um skótizkuna, karlmannatízkuna? — Karlmannatizkan fylgir alltaf í kjölfar kvenskótizkunn- ar, þó hálfu eða heilu ári á eft- ir. Nú breikkar táin aðeins, þótt skórnir geti áfram talizt támjóir miðað við það, sem áð- ur var. En táningarnir eru að gefast upp á Bitlunum — og þessir svonefndu Bítlaskór hverfa von bráðar. Táin breikk ar og hælarnir lækka. Annars eru sveiflurnar í framleiðslu karlmannaskónna ekki jafn- miklar og á kvenskóm. — Verða þeir áfram támjóir? — Já, margar tilraunir hafa verið gerðar til að útrýma mjóu tánni og mjóu hælunum, en all ar án árangurs — hingað til. Fínni skór verða támjóir næsta árið, að vísu ekki jafnmjóir og áður — og hælarnir lækka yfirleitt, fara niður í 7 senti- metra, en voru áður allt að 11 sm. Gönguskór, eða götuskór, missa hins vegar „mjónuna“. — Einhver sérstakur litur, sem er ríkjandi? — Nei, að vísu er mest fram- leitt af svörtum skóm — og „selskabs-skór“ eru silfurlitað- ir eða gylltir í vaxandi mæli. — En hver ákveður eða mót- ar tízkuna? — Ætli það séu ekki tízku- teiknararnir, sem skóframleið- endur hafa á sínum snærum. Framleiðendurnir hittast svo einu sinni á ári og bera saman bækurnar, komast að samkomu lagi um það hvernig tízkan verði samkvæmt tillögum sinna sérfræðinga — og síðan þýðir ekki fyrir neinn framleiðanda að ætla sér að koma með eitt- hvað sjálfstætt, eða öðru vísi en aðrir framleiða. Það selst ekki. — Ferðu oft utan til þess að kynna þér greinina? — Eg fer af illri nauðsyn tvisvar á ári á sýningar og til þess að gera innkaup. I siðustu ferð var ég að kaupa inn fyrir næsta sumar. Framleiðandi, sem fær bréf frá Islandi — þar sem óskað er eftir sýnishornum — leggur saman tvo og tvo og sendir stafla af skóm, sem hann heldur að falli eskimóum í geð. Ég verð að greiða toll af öllum slíkum sendingum og svo sit ég auðvitað uppi með skóna, því fæstir ganga út hér hjá okk Framhald á bls. 14 34. tbl. 1965 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.