Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1965, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1965, Blaðsíða 5
ueisssmz Eftir dr. Stefán Einarsson H ISnorra Eddu er frumkýrin Auðhumla sköpuð eins og Ýmir, frumjötunn, úr efni Ginn- ungagaps (Chaos) á eftir Ými en á undan goðum. Snorri segir: ,Hvar byggði Ymir og við hvað lifði hann? Næst þegar hrimið draup myndaðist kýr úr því, kölluð Auðhumla; f jórar iTijóikurar runnu úr spenum henn- ar; hún íæddi Ými. Þá sourði Gang- leri: Við hvað fæddist kýrin? Hár svaraði: Hún sleiKti hrímt-teina sem voru saltir, en ínn fyrsta dag sem hún sleikti síeinisna hafði mannshár vaxið út úr steininum að kvöldi; annan dag mannshöfuð, inn þriðja dag heill maður kallaður Buri; hann var fagur á að líta, mikill og máttig- ur; hann gat son kallaðan Börr. Hann átti konu þá er Bestla hét, hún var dóttir Bölþorns jötuns, þau áttu þrjá sonu, Óðin, Vila og Vé. Það er trúa mín að sá Óðinn og bræður hans séu ráðendur himins og jarðar". Það er ljóst af þessari sögu að kýrin hefur verið mikils- varðandi í búi jötnanna eins og hún hefur verið á Indlandi, hins vegar er það ekki skráð hjá Snorra að goð eða jafnvel menn hafi hennar nokk- ur not, og má það furðulegt þykja. Aftur á móti segir Snorri frá því að geitin Heiðrún mjólki gestum Óðins drykk í Valhöll: Geitin Heiðrún stendur á þaki Valhallar og bítur barr trés þess sem Læráður nefnist; úr spenum hennar rennur mjöður og fyllir skapker svo stórt að Æsir allir verða fulldrukkn- ir dag hvern. eiðrún svarar allnákvæmlega til Amalþeiu, hinnar grísku geitar (nymph). Um hana ræðir Fontenrose bls. 350: „Það átti fyrir Deianeiru að liggja a3 einn, er kom mátulega a'ð ganga á hólm ¦ við íljótsdrekann og yfirbuga hann. Vann Herakies þannig Deianeiru fyrir sjálfan sig. En hann vann einnig horn Amal- þeiu, sem sumir sögðu að hann hafi brotið af höfði drekans, aðrir að drek- inn hafi láti'ð Herakles hafa það í stað hornsins sem hann braut af hausi hans (Akiloos). En horn Amalþeiu var cornucopia, undrahorn fullt galdra og gamanrúna, þar sem aldrei þraut mat né drykk né ávexti eða hvað sem maður kunni að óska sér úr þeim brunni. En Amalþeia var geitin sem fæddi Seif í Diktaeahellinum. Sagt var að horn henn- ar tvö gæfu stundum nektar og am- brósíu (e'ða goðafæðu). Með Grikkjum svarar hún til undrakýrinnar Kamaduk Herakles og Akeloos. giftast Akiloos (fljótsguði og dreka) mjög gegn vilja sínum; því þótt fa'ðir hennar, Óinevs, hefði boðið mönnum a'ð keppast um að fá hennar við afarkost- um, þá treystist enginn til að keppa um hana gegn Akiloos nema Herkles í indverskri goðafræði, ambrósía hennar svarar til hins indverska sóma". Svo segir Fontenrose. E en það er mjög líklegt að íslenzka kýrin Auðhumla svari líka til undra- kýrinnar indversku, Kamaduk, eins og það virðist tvímælalaust að íslenzki skáldamjöðurinn svari til ambrósíu á Grikklandi og sóma á Indlandi. Epli ISunnar eru líka undralyf af sömu teg- und og ómissandi goðum. En það er merkilegt að ekkert í íslenzkum goð- sögnum virðist eins dýrmætt og skálda- mjö'ðurinn. Þessi drykkur sem hrærir óð skáldanna, því Óðinn leggur sig í hina mestu lífshættu og borar þykk björg til þess að ná miðinum úr hö lum jötna sem varðveita hann. En nú s l sýnt að á Indlandi leggja goð og kappt sig í svipaða hættu til að bjarga úr Iröllahöndum eða dreka ekki aðeins sóma, sem svarar til skáldamjaðarins, heldur líka mjólk og mjólkurkúm úr tröUahöndum. En áður en byrjað sé á indverska efn- inu i bók Fontenrose, er rétt að líta á niðurstöður ritgerða sem kall- ast „The Figure of Loki in Germanic Mythology" eftir gamlan vin og unnanda íslenzkra fræða, Frank Stanton Cawley (í Harvard Theological Review 1039). Hann segir: „Draga má niðurstöður vorar saman í fáum orðum: Allir þræð irnir víkja að sama punkti. Indóverópsk go'öasaga um stuld goðadrykkjarins, frammn af guðinum Tegþtr, sem var menningarfrömuður (culture hero type), geymdist fram á ritaldir, bæði á Ind- landi og í germansk-norrænum löndum. Á Indlandi geymdist nafnfð (Tuashtar, latínu textor, grísku Tektón, smiður (artisan, craftsman)), en þjófshlutverkið var í flestum sagnagerðum teki'ð af fugl inum (erninum) Gartúda og guðinum Indra, eða Tindra, í arnarham. Þvert á móti þessu geymdu Germanir minning- una um menningarfrömuðinn og hlut- verk hans óbreytt. Loki fann upp netið sem hann sjálfur var fanginn í, en net er notað í mörgum og gömlum sbgnum um baráttu goða og jötna til a'ð veiða jótun-ginnungana (chaos). Fyrst var hann kallaður Þehsturaz-Þjazi, síðan Logaþore (cacomicanus — kakóme- kanos) (hrekkjalómur, svikahrappur); það varð Lóðurr, en það er Loki, sem er auknefni (éða gælunafn). Þetta varð þegar upprunalegt nafn guðsins. „Smið- ur eða skapari" hafði verið útrýmt af auknefninu „hrekkjalómur". Á Norður- I I I EF telja œtti upp þaö helzta, sem stutt hefur þá alhli&a þróun og uppbyggingu, sem oröiö hefur á ís- landi síöustu tvo áratugina, er ég viss um aö sibatnandi samgöngur við umheiminn og þar af leiöandi nánara samband okkar viö aörar þjóöir yröi óhjákvœmilega mjög ofarlega á blaöi. En ég er ekki viss um aö allir geri sér grein fyrir því, hve daglegar samgöngur við löndin beggja vegna Atlantshafs hafa I breytt lífinu á íslandi — og hve sívax- I andi ferðalög I íslendinga til útlanda hafa breytt við- horfi fjöld- ans til lífs- ina, hve miklu hœfari viö höfum orðiö til að tileinka okkur erlendar hug- myndir og aöferðir, sem hér hafa valdiö byltingu á svo til öttum svið- um. 1 nágrannálöndum þeim, sem við miöum okkur gjarna við, er það talið sjálfsagt og eðlilegt, að al- menningur, fólk af öllum stéttum, bregði sér til útlanda í sumarleyf- inu, enda keppast flugfélög, skipa- félög og ferðaskrifstofur um að gera slíkar ferðir sem ódýrastar. Flest þessara landa eru líka það vel í sveit sett, að það er tiltölu- lega ódýrt að komast yfir nœstu landamœri — a.m.k. ef miðað er við þann kostnað, sem við Islend- ingar, úti í miðju Atlantshafi, verðum að leggja í til þess aö kynnust óðrum þjóðum. En nú vantar 25 milljónir % ríkis- kassann, og ákveðið er aö deila þeim niður á fólk, sem hyggst ferð- ast til útlanda. Okkur skilst, að skatturinn verði kr. 1500 á mann án tillits til þess hve langt hann fer — og bœtast þessar krónur viö 7,5% söluskatt, sem þegar er heimt ur inn af hverjum seldum farseðli. Þetta eru ákaflega klunnálegar að- farif. Maður, sem kaupir sér far- miða á þriðja farrými með Sam- eimSa til Fœreyja og aftur heim, greiðir kr. 1690 fyrir farseðil- inn. Söluskattur og nýi skatturinn veröa samtals kr. 1630. Hjón, sem fœru þessa dagana flugleiðis til Skotlands og heim aftur, greiddu kv. 91JfO í fargjöld, en söluskatt- ur og sá nýi yrðu samtáls kr. 3686. Þetta er síður tilfinnanlegt fyr- ir þá, sem fljúga til Tókíó, enda eru þeir flestir það vel stœðir, að smárœði sem þetta skiptir þá ekki máli. En sjúklingar og námsmenn verða undanþegnir nýja skattinum. Þessvegna er ekki óeðlilegt þótt spurt sé, hverjir fari til útlanda til þess að lœra — og hverjir ekki. Stuttar kynnisferðir einstaklinga afla þjóðfélaginu oft dýrmœtari upplýsinga og þekkingar en tveggja eða þriggja ára skólaseta fjölmargra kvenna og karla. Þar að auki er sérhver utanlandsferö aö vissu leyti námsferð: Hún víkkar sjón- deildarhringinn, eykur reynslu og þekkingu. Nú oröið eru utanlands- feröir íslendinga ekki bundnar við neinar tilteknar stéttir, og þessar ferðir eru ekki aðeins menntandi og þroskandi fyrir einstaklingana sjálfa, heldur mikilvœgar fyrir þjóðfélagið í heild. Gagnkvæm kynni þjóða, einstaklinga af ólíku þjóðerni, eru að verða eitt áhrifa- mesta aflið í heimi nútímans, stór- kostlegur aflgjafi, sem er smám saman að breyta þessum heimi úr Ijónabúri í heimili einnar stórrar fjölskyldu, sem með samstilltu á- táki mun búa við hraðari þróun en sögur fara af. Þröngsýni, hleypi- dómar og fáfrœði um hagi og við- horf annarra þjóðu er Jiöfuðóvinur manukyns á kjarnorkuöld. Og þaft er ekki nóg að stjórnmálamennirn- ir og aðrir forystumenn víkki sinn sjóndeildarhring (margir þeirra mœttu raunar leggja meira á sig í þeim efnum), héldur er þetta mál, sem varöar einstaklinga állra þjóða. Að kynnast af eigin reynd heiminum og fólkinu, sem byggir hann, verður í framtíöinni talinn Framhald á bls. 6 34. tbl. 1965 -LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.