Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1965, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1965, Blaðsíða 15
 r !'! . . ... Hl.¦•¦".. : ; öil úthverfi Reykjavíkur voru að heita im'itti eintómir torfbæir langt fram á 19. öld. Hér eru þa'ð þá aðallega eldhús- in, sem kom.a við sögu, því að ofn var ekki til nema á einstaka bæ. Lýsing sú, sem hér fer á eftir, er byggð á frásögn- um þeirra Klemens Jónssonar, Jóns biskups Helgasonar og Þórbergs Þórðar sonar (í Landnám Ingólfs II., 3-4). Mun sú iýsmg geta átt við tómthús'býlin hér frá öndverðu, og jafnvel um húsakosti á sumum hjáleigunum. H . ver bær var tíðast tvö hús, sem stó'ðu hlið við hlið. Annað húsið var til íbúðar, hitt til eldam.ennsku og geymslu og var innangengt milli þeirra. Útidyr voru aðeins einar og var gengið inn í eldhúsið, sem var hvort tveggja, bæjar- dyr og eldhús. Innst við gafl þessa húss voru þá venjulega tvennar hlóðir. Var þar fyrst grjótbálkur og ofan á honum hlóðasteinarnir. Yfir hló'ðunum var reykhvolf og reykháfur upp úr við stafninn. — Hlóðir voru tvennar vegna i>ess aS þægilegt var að geta haft fleira á eldi en eitt í senn. Oft var líka tví- býli í þessum bæjum og höfðu húsfreyj ur þa sinar . hlóðir hvor. En stundum kom það fyrir að þrí- býli væri og allar húsfreyjurn- ar hefði aðgang að eldhúsinu. Var það því mjög mikið und- ir þeim komið hvernig sam- búðin gafst í slíkum bæjum. Eldsneyti var ekki annað en mór og eiahvs'ð lítið af þangi; var oft mikil reykjarsvæla þarna inni og sá stundum varla handaskil. Framan við eldhúsið var eldiviðar- hlaði (móhlaði) er náði frá stafni inn að mi'ðjum vegg, en til hinnar handar héngu skinnklæði og annað hafurtask, svo þetta hús mátti líka kallast skemma. Til voru minni bæir, aðeins eitt hús, og var því skipt sundur í miðju. Var þá eldhús og geymsla í öðrum endanum, en baðstofa hinum megin. Þess má geta, að í eldhúsum í timbur húsum stóðu pottarnir venjulega á hlóðarsteinunum meðan eldað var, en su.ms staðar voru notaðir svokallaðir þrífætur undir pottana og stóðu þeir hi'ðri í hlóðunum. I torfbæjunum mun það aftur á móti hafa verið algengara, að hór væri hafður í eldhúsi og pott- arnir létnir hanga í honum. Um miðja seinustu öld var farið að nota svonefnda „komfýra" í timburhúsum. Þetta voru 10—15 þuml. háir járnhólkar, brei'ðari en hvað þeir voru háir og stóðu á nær 4 þuml. háum járnfótum. Á belgnum var op með hurð fyrir og þar var lagt í, en undir eldholinu var rist, og sáldrað- i.ít askan þar niður. Þessi eldunartæki voru látin standa inni í hlóðum, eða á grjótbálki, svo engin hætta stafaði af eimyrju úr öskunni. Aftur úr belgnum var hornbeygð pípa og um hana fór reykurinn upp í hvolfið yfir eldstæðinu. Fyrsta eldavélin kom 1860 í nýtt hús, sem Jón Sveinsson smiður lét þá reisa. Þetta hús stendur enn. Það er austur- endinn á húsalengjunni sunnan Kirkju- torgs og er talið Kirkjutorg 6. Seinustu hlóöir í timburhúsi munu hafa verið í húsi Jónasar Helgasonar organista; þetta var lítið hús og stóð þar sem nú er verzl- un Andrésar Andréssonar (Laugavegi 3). í> á er að minnast á mómýrarnar og móinn sjálfan. Á þessum skaga, sem hlaut nafni'ð Seltjarnarnes, var upphaf- lega ekkert annað en holt og mýrar. Holtin voru öll kjarri vaxin, hvergi var uppblástur, og í mýrunum var hátt og safamikið gras, sem bylgjaðist fagur- iega er golan strauk yfir landið létt og mjúkt á sumarfögrum sólskinsdög- um. Svo settust menn hér að. Þeir hjuggu kjarrið, eða rifu þa'ð upp með rótum, og þá kom uppblásturinn og sóp- aði öilum.jarðvegi af holtunum, svo að þar urðu eftir stórgrýttir melar. En á n»ýrarnar beittu mennirnir gripum sín- um og sauðfé og öflu'ðu þar jafnframt heyja meðan dró fyrir odd á spík. Mýr- arnar skiptu um svip, þær urðu óhrjá- legar og vatnsagi jókst í þeim. Frostið dró grassvörðinn saman í hnykla, svo að þar mynduðust þúfur og milli þeirra járnlárblandnar seirur og rot. Mýrarn- ar urðu illar yfirferðar, engar slægjur voru þar og þær urðu gagnslitlar til beitar, svo mennirnir urðu að reka sauð fé iitt á fjöll til þess að kýr og hestar gætu bjargað sér. Rányrkjan hafði svipt hinum hýra svip af landinu. Þa'ð var orðið „beinabert og brjóstavisið", eins og Hjálmar á Bólu komst að orði. En þó — undir þessum óálitlegu mýrum leyndust fjár- sjóðir, eldsneytisnámur, sem dugðu Reykvíkingum fram á þessa öld. Hvar sem grafi'ð var í þessar mýrar, var komið niður á mó. Að vísu var misjaínlega djúpt á honum og mólagið mis.iafnlega þykkt, og mórinn nokkuð misjafn að gæðum. En alls sta'ðar var mór. Menn byrjuðu að skera hann þar sem hægast var vegna aðdrátta og urðu þar íyrst fyrir mótekjulöndin hjá Kapla- skjóli og í Vatnsmýri. En þegar tók að byggjast fyrir austan læk, sóttu menn mó í Nor'ðurmýri og enn seinna í Fúlu- tjarnarmýri og Kirkjumýri og seinast suður í Fossvog og í Kringlumýri. Og í mýrinni vestan við Hliðarhús var lengi mótak. Hagalagðar „Hverful mér" Eitt haust, litlu fyrir veturnætur,' þurfti Jón á Þingeyrum út á Blöndu- | ós og varð samferða tveim bændum. | úr Vatnsdal. Þeir komu við á Litla- Giljá og var boðið kaffi. Vatnsdæl- ingarnir afþökkuðu boði'ð, en Jón I . þáði kaffið og brennivínslögg út í i \ og hélt því næst af stað á eftir sam- i ferðamönnunum. Jón var á Létti, sem ' hann taldi beztan hesta sinna. Hanu ' var þá nær tvítugur. Á Hjaltabakka- melum reið Jón umfram þá Vatns- dæli. Var Léttir á fullri fefð á skeiði / og hafði engin sprettaskil, en Jón 1 leit hvorki til hægri né vinstri og kvað við raust vísu þessa: Veröld svona veltir sér vafin dularfjöðrum. Hún er kona hverful mér, hvað sem hún reynist öðrum. (Sagnaþættir úr Húnaþingi). Bíldudalsfiskur beztur. Arið 1827 keypti Þorleifur Jónsson Bíldudalsverzlun. Hann hafði verið skipstjóri hjá Ólafi riddara Thorlacius i og giftist síðan ekkju hans. Þorleifur ( * var frábær dugnaðar- og reglumaður. Bætti hann fiskverkun sína svo, að I Bildudalsfiskur var talinn bezti fisk- | ur sem frá landinu fluttist og var, greiddur hærra verði en annar ís- ienzkur saltfiskur. Þorleifur rak' verzlunina til 1864. (Árbók Ferðaifél.) 34. tbl. 1965 ¦ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.