Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1965, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1965, Blaðsíða 11
Ameríka... Framh. af bls. 1 •væg eftir samþykkt Bandaríkjaiþing.s í fyrra um að heiðra Leif Eiríksson. Þá lagði ísland áherzlu á að minna heiminn á það, að íslendingar ættu Leif en Norð- menn ekki. En hvað öll slík mál snertir held ég, að heppilegast væri að láta kyrrt liggja. Norðmenn og Danir geta ekki komið sér saman um, hvort frægir menn eins og Tordenskjold aðmíráll og Ludvig Hol- berg séu norskir eða danskir, þar eð bæði löndin voru sameinuð undir einum konungi, þegar þessir menn voru uppi. Vísindamaðurinn Niels Finsen virðist vera eignaður íslandi, Danmörku og Færeyjum jöfnum höndum. E nda þótt sögurnar segi okkur ekki neitt um fæðingarstað Leifs Eiríks- sonar, verðum við að ganga út frá því, að hann hafi fæðzt á íslandi, en faðir hans og afi komu báðir frá Noregi. En þar eð Eiríkur faðir hans kom seint og Ih.élt lítt kyrru fyrir, og gat ekki setið í friði meðal meðbræðra sinna, má draga í efa, hversu mikill íslendingur hann hafi orðið á þeim árum, er hann dvaldi á íslandi. Að minnsta kosti fluttist hann tii Grænlands og Leifur sonur hans óx þar til þroska, og það að minnsta kosti í fimmtán ár, áður en hann fór og fann Vínland. Enda þótt Grænland væri að mestu byggt Islendingum, rétt eins og ísland var að mestu byggt Norð- mönnum, var það óháð bæði íslandi og Noregi, og féll ekki undir norsku krún- una fyrr en 1261, eða ári fyrr en Island. Og þar eð í þá daga voru engin persónu- skilriki eða vegabréf og engin þjóðernis- kennd samanborið við það, sem nú ger- ist, er algjörlega óhugsandi að segja með nokkurri vissu, hvert þjóðerni hans hef- ur verið. Hann var fæddur á íslandi, uppalinn á Grænlandi og gerðist síðan hjrðmaður óiafs konungs Tryggvasonar, og var því borgari Norður-Atlanzland- anna. Við ættum ekki að lesa út úr sögu þeirra tíma neitt þröngsýnt þjóðerni eins og það gerist í dag. Fyrsti hvatinn að hinum mikla áhuga á Leifi meðal norskra útflytjenda til Ameríku kom frá hinum glæsilega braut- rvðjanda norsk-amerískra fræða, sem ég hef þegar nefnt, Rasmus Björn Ander- son (1846-1936) sem var fyrsti prófessor í skandínavískum tungumálum í Amer- íku. Raunverulega getum við þakkað s’.ynglegum áróðri hans fyrir Leifs Eiríkssonar-daginn. Hann hafði snemma brennandi áhuga á fornsögunum, einkum þó Heimskringlu Snorra, og það áður en ihann gerðist kennari í erlendum tungu- málum við Wisconsin-háskólann árið 1869. Sex árum síðar varð hann prófess- or í Norðurlandamálum við hinn unga háskóla — sjálfur aðeins 29 ára að aldri. Ein af þeim útgáfum, sem hann hafði fram að færa um þessar mundir, var lítil bók, sem kom út 1874, með hinum ögrandi titli: Kolumbus fann ekki Amer- íku. Erfiðleikarnir við að festa Leif í sessi sem finnanda Ameríku hafa alltaf verið þeir, að þar var annar fyrir, sem sé Kolumbus sem hver skólakrakki Iþekkti. Allar tilraunir til þess að steypa honum af stóli hlutu að vekja fordóma, ekki aðeins vegna þess að mönnum er illa við að kollvarpa viðteknum hug- myndum, heldur og vegna þess að Kol- umbus var táknrænn um mikilvægi kaþólskra manna og ítala í Bandaríkjun- um. Bókartitill Andersons var beinlínis til þess ætlaður að vekja þessa andstöðu, tii þess að koma af stað deilum, sem gætu orðið til þess að koma Leifi upp sem tákni hinnar norsku þjóðar. v t ið þessar tilraunir sínar hlaut Anderson mikla hjálp og hjástoð hins xnikla og afrennda manns Og heims- fræga fiðluleikara Ole Bulls, sem hafði komið til Wisconsin og þar kynnzt seinni konu sinni. Ole Bull, sem hafði mikla áróðurshæfileika og persónutöfra til að bera, hafði hjálpað Andeson til að koma af stað áróðri árinu áður, sem hafði iþað markmið að koma upp standmynd af Leifi Eiríkssyni á leiksvæði Wiscons- in-háskóla í Madison. Sumarið 1873 fóru Bull og Anderson för, sem var hvort- tveggja í senn til fyrirlestra- og tón- leikahalds, til Noregs, til að afla fjár til þessa minnisvarða. En þessi för mis- tókst, og málinu var þá fram haldið af nefnd frægra Ameríkumanna í Boston. Formaður hennar var Thomas G. Appleton, en meðal annarra nefndar- manna voru nöfn eins og Henry W. Longfellow, John G. Whittier, Oliver Wendell Holmes og James Russell Lowell. Þessir menn voru fljótir að safna því fé, sem þurfti, og styttan var reist við Commonwealth Avenue í Bost- on, þar sem hún stendur enn í dag. Á stallinum er áletrun með rúnaletri og á ensku, samin af Anderson. En andlits- svipur Leifs minnir á Ole Bull, því að hann var átrúnaðargoð almennings í Ameríkú og hetja amerískra rithöfunda í Austurríkjunum. Þessi litla bók Andersons kom út í mörgum útgáfum og hlýtur að hafa náð tij fjölmargra lesenda. Innihald hennar byggðist á gagnrýnislítilli trú á fullyrð- ir.gum danska prófessorsins Carls Ghrist- ians Rafns, sem var stofnandi og forstjóri Fornritafélagsins í Kaupmannahöfn. — Rafn barðist fyrir fornritaútgáfu af miklum eldmóði, sem óþarfi er að orð- lengja um hér. Meðal margra afreka hans í útgáfustarfsemi var hin merk- asta bók, sem kölluð var Antiquitates Americanae, sem kom út 1837 og hafði inni að halda öll íslenzk gögn viðvíkj- andi fundi Ameríku, í latneskri og danskri þýðingu og með formála á ensku. En hann lét ekki þar við sitja. Rafn hafði átt bréfaskipti við ameriska visindamenn um hugsanlegar leifar eft- ir landkönnunarferðir víkinganna, og gleypti við öllum upplýsingum, sem honum bárust, með barnslegri og barna- legri gleði. Hann gleypti hráan raun- veruleik Newport-turnsins og Dighton- klettsins, hafandi þó hvorugan séð. Á grundvelli frumstæðrar teikningar af klettinum tókst honum meira að segja að lesa úr kioti eftir Indíóna og veðrin rúnaristu þess efnis, að „Þorfinnur og 151 maður lögðu undir sig landið“. Hinn hugmyndaríki aðstoðarmaður hans, Finnur Magnússon, fann þarna á teikn- ingunni stefni af skipi, sundurrifið ker, skjöld og liggjandi kvígu. Amerísk skáld og rithöfundar úr Nýja Englands-hópnum, sem ég nefndi áðan, höfðu geysilegan áhuga á þessum upplýsingum og til eru mörg kvæði og ritgerðir, sem víkja að hinum norrænu lsndkönnuðum Ameríku. Thomas Higg- inson skrifar: „Ég man vel, frá því að ég var strákur, æsinginn sem varð hjá Harvard-prófessorunum, þegar þessi stóra bók kom fram á borðið í bóka- safninu". Árið 1838 orti Henry W. Long- fellow, þá upprennandi skáld og ungur bókmenntaprófessor við Harvard, sitt fræga kvæði „Brynjuð beinagrind". í tvær eða þrjár kynslóðir var algengt, að amerískir skóladrengir lærðu þetta kvæði og læsu upp. Longfellow notaði Newport-turninn sem svið fyrir þessa rómantísku og ótrúlegu sögu, og hver sem nú fer til Newport mun finna Vík- ingakrána skammt frá turninum, með kvæði Longfellows letrað á veggina og veggjamálaverk, er sýna víkingaskip úti fyrir strönd Newports. Alvarlegasta tilraunin til að finna ná- kvæmlega, hvar Leifur hefði lent — áður en hr. Ingstad tók til starfa — var gerð undir stjórn fyrrverandi efnafræði- prófessors við Harvard, Ebens Nortons Horsfords (1818-1893). Horsford var einn í Nýja-Englands-hópnum, sem hafði komið upp minnisvarða Leifs Eiríksson- ar. Hann átti einnig mikil bréfaskipti við R. B. Anderson, sem auðvitað kynti undir hrifningu hans og tók þátt í henni. Horsford prófessor var sannfærður um, að búðastæði Leifs væri við Charles- ána, á stað sem kallaður er Garryshöfn, og er ekki langt frá þar sem Harvard- háskólinn stendur. Hann eyddi miklu fé í uppgröft þarna, til þess að leita að bústöðum vikinga, og hann gróf upp fiatt land, þar sem hann taldi vera fólg- inn hring af brenndum steinum, eins og finnast mætti í íslenzkum skála. Hann fékk meira að segja tvo fræðimenn frá íslandi til að rannsaka þetta, og enda þótt þeir teldu enga vissu vera þarna fyrir hendi, setti hann upp töflu á staðn- um, þar sem því var haldið fram sem staðreynd, að Leifur Eiríksson hefði lent þarna árið 1000 e. Kr. Taflan er þarna enn, en þjóðvegur hefur verið lagður yfir staðinn, þar sem Hörsford gróf, og því er lítil von um að verða nokkurs vísari um Garryshöfn. Horsford taldi einnig útborg frá Boston, sem Indíánar nefndu Norumbega, vera greini- lega bendingu um aðsetur Norðmanna þarna á víkingaöld. Hann lét reisa heljarmikinn turn þar, sem enn stendur sem einn skemmtilegasti vitnisburður um hrifningu manna á gagnrýnisnauðum tímum. E g hef dvalið nokkuð við þessar árangurslausu tilraunir manna til að finna leifar í Ameríku, og er þó fátt eitt talið — aðallega vegna þess, hve þær hafa vakið mikinn og almennan áhuga. Þær hafa gegnt miklu hlutverki í tilfinningalífi og hugarflugi Banda- ríkjaþjóðarinnar. Seint á níunda áratug síðustu aldar gekk Anderson enn lengra og lagði til, að haldinn væri Leifs dagur Eiríkssonar. Þetta var til- raun til þess að fá Leifi stöðu sem ímynd hins norræna innflytjanda, og vekja þannig athygli á tillagi hans til lífs Bandaríkjaþjóðarinnar. Við höfum hans eigin orð fyrir því, sem lá að baki þessari tillögu og jafnvel nokkrar bend- ingar um það, hvernig bezt væri við- eigandi að halda daginn hátíðlegan: „Skömmu eftir að ég kom heim frá Kaupmannahöfn, þar sem ég var í fimm ár sendiherra Bandaríkjanna (1883- 1888) .... lagði ég það til í norsk- amerísku blöðunum, að halda skyldi há- tíð árlega, helzt að haustinu, til minn- ir.gar um Ameríkufund Leifs Eiríksson- ar, eða sem „vínberjahátíð", ef menn vildu það heldur .... Ég lagði það ennfremur til, að á þessari hátíð skyldu menn skreyta salinn og sjálfa sig með laufi og éta vínber, þ.e. drekka vínið í „upphaflegu umbúðunum" (Anderson var sjálfur alger bindindismaður). Vín- ber eru ekki þroskuð fyrr en síðla hausts, og þessvegna lagði ég til, að hátíðin yrði haldin fyrsta miðvikudag (Óðinsdag) í októbermánuði. Það hefur verið á sama tíma árs og Leifur át vín- ber sjálfur í Vínlandi. Það var einnig í október, sem fyrsta norska útflytjenda- fjölskyldan (Slooper) kom til New York árið 1825. Það sem kom mér til að stinga upp á svona hátíð var það, að bæði Svíar og Þjóðverjar í Ameríku höfðu komið sér upp svona degi til að minnast innflutnings þjóða sinna, og þessar hátíðir þóttu takast vel og urðu vinsælar. Mér datt í hug, að norskir Bandaríkjamenn hefðu allt eins mikla ástæðu til að halda samskonar árshá- tíð. Við gætum haldið okkar hátíð ekki einasta í minningu um norskan inn- fiutning nú á tímum, heldur og í minn- ingu þess, að Vesturheimur fannst fimm hundruð árum áður en Kolumbus fann Ameríku aftur. Við gætum komið okkur upp hátíðisdegi, sem síðar meir gæti orðið viðurkenndur og réttilega hátíð- legur haldinn af allri þjóð landsins .... Með tímanum vonum við, að þessi Leifs hátíð Eiríkssonar verði haldin af öllum þjóðum Ameríku, ekki einasta Banda- ríkjanna heldur Og Kanada, Mexikó, Mið-Ameríku og meira að segja einnig í Evrópu". (Morgenposten, 11. sept. 1924). essi orð voru rituð árið 1924, árið eftir að Anderson hafði komið á fót Leifshátíðarfélaginu, sem ákvað 9. októ- ber sem hinn opinbera Leifs Eiríkssonar dag. Þrátt fyrir þær ástæður, sem til voru færðar, getur mér ekki annað en dottið í hug, að dagurinn væri settur þrem dögum fyrir Kolumbusardaginn, til þess að leggja áherzlu á það, að Leifur hefði orðið á undan. Áróður vsir hafinn fyrir því að fá opinbera viður- kenningu á deginum, og eins og vel átti við, varð það heimaríki Andersons, Wisconsin, sem varð fyrst til þess, 10. maí 1929. Minnesota fór að dæmi hins, tveim árum síðar, og fleiri ríki þar sem margt er norrænna manna hafa gert slíkt hið sama á síðari árum. Margar tilraunir hafa verið gerðar til að koma málinu inn í Bandaríkjaþing, og árið 1935 var dagurinn viðurkenndur, til að heiðra tillag norrænna manna til þjóðar- innar. En það var ekki fyrr en í fyrra og þá fyrir stöðugan áróður af hálfu Minningarsamtaka Leifs Eiríkssonar og fyrir stuðning varaforseta Bandaríkjanna, Hjónin Eva og Einar Haugen. 34. tbl. 1965 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.