Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1965, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1965, Blaðsíða 6
Kndum, segir Cawley, var goðsnafni'ð Þjazi fyrir einhvern misskilning gefið jötni, en örninn Zu í Babýlon, sem áður hefur verið líkt við Þjaza, var líka jöt- unn. Þar að auki segir Fontenrose að siik hlutverkaskipti milli go'ða og jötna séu ákaflega tíð í þessum goð-jötun-viga sögum. Um net Loka má geta þess,_ að þegar lesin er sagan um víg Tiamat-Ým- is og Mardúks-Þórs (Óðins-Ul'lar) í Eabýlon, sést að Mardúk notaði eigi aðeins boga, örvar og stormvinda, held- ur iíka nét („Python", bls. 160). Bæ'ði Tiamat í Babýlon og Ge á Grikklandi eru mellur trölla og óvætta. Á íslandi segir svo í Völuspá: „Austur sat en aldna í iarnviði ok fæddi þar Fenriskindir." En Snorri kallar þessa válegu móður Angur boða og föðurinn Loka. En hið þokka- lega afsprengi þessara hjúa er fyrst Fenrisúlfur, þá Miðgarðsormur, hið þriðja er Hel (Hades). A Indlandi var mella tröllanna kölluð Danu, en Fenriskindur, afsprengi hennar, Danvas (höggormar). Hún var líka nióðir Vritra, hins ferlega orms, sem sameinar í indverskum goðsögnum eig- inleika frumjötunsins Ýmis Ginnungs (úr-chaos) og Miðgarðsorm-Oeeanus -Leviathan, sem liggur um lönd öll. Aöalóvinur Vritra meðal goðanna var Indra (Eindriði, Þórr, þrumugu'ð). Eins og Seifur veldur Indra þrumufleygnum. Og eins og Seifur og Baal, drap hann ó- vin sinn á unga aldri. Sumir hýmnar segja jafnvel, að hann var aðeins nokk- urra daga gamall (nátta) eins og sonur RABB Frh. af bls. 5. eölilegur hluti grundvallarnáms hvers einstáklings. Hver eru þá rökin fyrir þessari nýju skattheimtu? Tuttugu og fimm milljónir eru ekki stór pen- ingur í ríkiskassanum. Það er í rauninni undir hœlinn lagt hvar þœr eru teknar. Ég hef grun um, að hér sé veriö aö reyna aö sefa verzlunarstéttina, sem er farin í fýlu af því að fólk getur gert — og gerir hagstæö kaup % útlöndum. Munur á verölagi hér og víöa ann- ars staöar er auðvitað hróplegur, og skilyrðislaust ber að vinna að því að draga úr honum. Setja jafn- framt ákveðnar reglur um það, sem ferðamenn .rnega koma með heim, en sanngjarnar reglur. Sannleikurinn er hins vegar sá, að þessum 25 milljónum er í fyrsta lagi ranglega niðurskipt (sbr. tölu- legar upplýsingar að framan). í öðru lagi kemur þessi „innkaupa- skattur" á þá, sem kaupa sokka- plögg og nœrbuxur í útlandinu, en hinir raunverulegu smyglarar borga ekki krónu fyrir allar sínar utanferðir, enda er þetta þeirra at- vinna: Að sigla og smygla. í þriðja lagi á ferðaskattur engan rétt á sér og stríöir gegn þeirri viðleitni, sem er alls ráðandi meðal frjálsra þjóða — í þá átt, að leggja ekki steina í götu þeirra, sem áhuga hafa á að skoða sig um í heimin- um — til gagns fyrir þá sjálfa og heildina. Ef ráðagerðinni veröur ekki breytt, er það ennfremur trúa mín, að landsfeðurnir verði að gera margar „vinsœldaráðstafanir" til að vega upp á móti þeim miklu óvinsœldum, sem þeir bakm sér með farmiðaskattinum. — h.j.h. Oðins i Völuspá hinn ónefndi, sem hefn- ir Baldurs. „Sá mun Óðins sonr einnættr vega. Hendr þvær at né höfuð kemfoir á'ðr á bál of bar Baldrs andskota". Svipað er afrek Magna, sonar Þórs, í Snorra Eddu, er bjargar föður sínum með því að lyfta fæti Hrungnis af hálsi honum; hafði enginn goða né manna getað valdi'ð fætinum annar en Magni þiiggja nátta. Þess má enn geta, að þegar Þór launar syni sínum með því að gefa honum hest, fyrtist Óðinn við og segir að Þór hefði verið nær að gefa sér hesíinn en gýgjar syni. En þessi öfund gagnvart sigurvegaranum er mjög al- gengt minni í goðsögnum eins og minn- ið „einnættr vega". En svo að ná sé aftur snúið til Indlands eftir þennan út- úrdúr, þá berst Indra með þrumufleyg- um og örvum, en Þór með hamrinum Mjöllni, sem sennilega táknar þrumu- fleyg. Vopn Indra voru gerð af Tuashtri-Hefestos, smið goða, en Mjölln- ir af dvergum fyrir tilstilli Loka, og má vera að það séu menjar af smíðanátt úru hans upphaflegri, af því Cawley hyggur að hann hafi upphaflega verið Tuashtri, svo sem fyrr segir. Nú heldur Fontenrose áfram (bls. 194): „Samkvæmt Taittiriya-Sanhita og Catapatha-Brahmana skapa'ði Tuashtri, guodómlegur smiður og skapari, Vritra (Miðgarðsorm) úr nokkrum dreggjum af sóma sem hann kastaði í eld". En sá munur norður á íslandi þar sem þær dreggjar af skáldami'ðinum, sem Óðinn sendi aftur er hann flaug í arnarham inn um Ásgarð, urðu skáld- fíflahlutur og orsökuðu í hæsta lagi nokkurn leirburð! En á Indlandi „óx Vritra eftir það kólfskut í allar áttir, þar til hann hafði þaki'ð og umvafið all- ar veraldir. Hann var hrekkjóttur, guð- laus, keskinn, illkvittinn, móðugur trö'll dreki. Er hann óx, þurfti hann meira og meira að eta og drekka, og hann drakk upp ár (eins og himnanautið í sögunni af Gilgamesh í Balbýlon (bls. 169) eða eins og stóra nautið tröllskess- unnar í íslenzku sögunni af Búkollu". k-5 igur Indra á Vritra var ekki eins einfaldur og sigur Þórs á Mi'ðgarðsormi í Völuspá. Gengur fet níu Miðgarðs véurr neppur frá naðri níðs ókvíðinn, síðan fellur hann dauður fyrir eitri Mi'ðgarðs- orms. f einum indverskum hýmna (bls. 197) er frá því sagt, að Vritra hafi kjálkabrotið Indra og, gæti þetta minnt á foeinina, sem eftir varð í höfði Þórs eftir viðureign hans við jötuninn Hrungni. í Mahabharata segir, a'ð Indra hafi flúið fyrir Vritra meðan þeir áttust víg við og tók grið af honum. En Ríg-Veda I, 32 segir, að hann hafi flúið eftir að hann vó og drap Vritra; hann sá hefn- anda ormsins og flú'ði dauðskelkaður yfir 99 ár. Er það dálítið meira en Þór, sem gengur aðeins níu fet af sínum naðri. „í ósigri sínum urðu go'ðin að taka (au'ðmýkjandi) grið af Vritra og leita færis að grípa hann, þegar þeir gætu komið því við. Vritra tók loforð af guðunum um það að þeir mættu al- drei drepa hann me'ð votum og þurrum steinum né viðum, návígisvopnum né skotvopnum á nóttu eða degi" (þetta minnir allmjög á kaflann í Snorra Eddu, þar sem eiðar eru teknir af öllum hlut- um að eira Baldri). En Indra er svo heppinn að sjá Vritra í fjöru í rökkri og finna stóran flekk af sælöðri (sem hvorki er vott né þurrt, steinn né viður né vopn), og hann blandar því vi'ð þrumufleyg sinn. Vishnu fór í þessa blöndu, samkvæmt loforði, og sprengdi Vritra. Því nær sama saga er sögð um tröllið (demon)Namurr, sem hafði stol- ið BÓraS og haft heim með sér. Griða- mál go'ðanna minna líka á yfirskotseið Glúms. I helgisögum úr Vedu var sóma einkum nauðsynlegt til sigurs. Venju- lega er ekki annað sagt en þa'ð, að Indra drykki það áður en hann legði til orr- ustu, eins og hann hefði nóg af drykkn- um við höndina. En af ýmsum ástæðum sést, að svo var ekki, heldur varð hann að taka hann með valdi (eins og Óðinn skáldamjöðinn). Annað hvort var sóma í höndum Tuashtris (Þjaza) og Indra varó að taka það af honum, eða hann varð að brjótast gegnum fjall (eins og Óðinn að ná skáldamiðinum) til mjólk- urkúnna sem Vikavarúpa, sonur Tuashtris, eða tröll-drekinn (demon) Vala gætti. Hér er það skýrt teki'ð fram, að sóma er sama og mjóik úr kúm sem eru í haldi. Eftir að hafa síðan neytt mjólkursómans með ánægju sigrar hann óvini sína. En með því s'S vötnin sem Vritra geypnaði eru oft og tíðum nefnd kýr, þá hlýtur mjólk- ursómað, sem Indra-Óðinn kiufu fjöll til að komast í, að vera eitt og hið sama og þessi vötn. Svo hér eru tvær atburða- ra'ðir: Goð-kappar verða að drepa dreka til þess að vinna sóma, og á hinn bóginn verða goðin að grípa sóma til þess að vinna afl til þess að drepa dreka. t\ ð því er Taittiriya-Sanhita og Catapatha-Brahmana segja (bls. 201), setti Tuashtri Indra í bræði út af sóma- sakramentinu fyrir það að Indra drap son bans, Vikavarúpa, en Tuashtri út- deildi sómanu með goðum. En Indra tók sóma-sakramentið me'ð valdi (eins og Óðinn). „f bræði sinni kastaði Tuashtri dreggjunum á eldinn og skipaði þeim að verfSa að versta óvini Indra. Þetta var upphaf Vritra". Hér svarar sonur Tuas- htris, sem Indra drap, til þrælanna níu, sem Baugi átti, bróðir Suttungs jötuns, eigandg mjaðarins. En Bölverkur-Óðinn lék svo við þrælana, að þeir drápust sjálíir, og kom sér svo í þjónustu Bauga cg tikskildi sér mjöðinn a'ð árslaunum. En hvað er nú um Auðhumlu hina ís- ienzku í tröllahöndum, en eftirsótta af goðum og köppum? Sem mjólkurkýr Ýmis (Vritra) er hún í tröllahöndum frá upphafi vega sinna, en engar sögur fara af því að goð eða kappar hafi viljað nýta málnyt hennar, að maður nefni nú ekki mjólkursómað indverska. En þegar komið er í íslenzkar þjóðsögur, þá geng ur hún undir nafninu Búkolla, og Karls sonur frelsar hana úr tröllahöndum. Og þegar a'ð er gáð, gerist nærri sama saga og í Indlandi í goðsögnum og jafnvel þeim íslenzku. Búkolla er höfð í helli eins og kýr á Indlandi. Þegar Búkolla skipar strák að taka hár úr hala sínum, leggja það á jörðina, mæla svo um a'ð það verði að svo stóru fljóti, að enginn komist yfir það nema fuglinn fljúgandi, þá láta skesisurnar sækja stóra nauti'ð hans föður síns til þess að drekka upp alla ána, eins og í himnanautið í Gilga- mesh-kvæðinu og eins og mikill fjöldi meinvætta á Indlandi í drekalíki og orma, sem leika sér að því a'ð drekka upp stórár, svo sem höfuðpaur þeirra Vritra- Ýmir, Miðgarðsormur. Einn var þó þess- ara meinvætta afkastamestur, hann hét Garúda, var í arnarham eins og Zu í Mesópótamíu og Þjazi á Norðurlöndum. Saga hans ver'ður bróðum sögð, en eitt atriðið er ómissandi til að skýra atriðið méð eldinn, sem er næst í sögu Búkoiiu. Eins og drylljumenn flestir og goð og kappar á Indlandi var Garúda ófær til stórvirkja, nema hann staupaði sig á sóma. Og einu sinni tæmdi hann 90 sinnum 90 ár til þess að slökkva elda seni eins og hinir norrænu vafurlogar verndu'ðu hinn sterka drykk, sóma. Nú skilst hvers vegna Búkolla, þegar tröllin eru í annað sinn á hælum hennar, læt- ur strák taka hár úr hala sínum og mæla svo um að hann verði að svo stóru báli, að enginn komist yfir báli'ð nema fuglinn fljúgandi, og líka mótbragð tröilskessanna, að láta senda eftir stóra nautinu hans föður síns til þess að míga íljótinu á báli'ð. Með því einu móti varð það slökkt. Allt er þetta úr indverskum goðsögnum. ,_^___,,,,,, | " á er síðasta atriðið í sögu Bú- kollú, þegar skessurnar eru enn á hæl- um hennar, eftir a'ð hafa slökkt bálið, þá lætur hún hárið úr hala sínum verða að svo stóru fjalli að enginn kom- ist yfír það nema fuglinn fljúgandi. Þá láta skessurnar sækja stóra nafarinn hans föður síns til þess að bora gat í gegnurn fjallíð. Þetta er nákvæmlega aðferð Óðins til að ná skáldamiðinum frá Suttungi jötni. En sá var munurinn, að Óðinn slapp méð mjöðinn, en tröilin sem voru á eftir Búkollu stóðu föst í gatinu Svo slapp undrakýrin Auð- humla-Kamaduk-Búkolla úr tröllahönd- um. HAGALAGÐAR Hestabani og SkriiSufellir. . . . þessi har'ðindi voru bæði á sjó og landi, mönnum og fénaði og miá þessi vetur með réttu kallast Hestabani og Skriðufellir, því að alls staðar féllu miklar skriður um allt landið, og fordjörfuðust jarðir og lönd manna og mikill fjöldi hesta og penings drapst, svo ei í mannaminnum fleira. Það fátæka fólk norðanlands lifði ei á öðru en því, sem það tíndi með fjörum, þara, þangi og öðru, er af s.iónum rak, svo a'ð af Alþingi 1696 sagðist að síðan í fardögum til Al- þingistíma hafði í Þingeyjarþingi í megurð dáið hundrað manna, a'ö auki þeir, sem millum bæja hafa úti orð- ið, en í Vöðlusýslu 20, en hvað sfðan dáið hefur þar eður annars staðar, hefur ei spurzt. f þessum harðindum lög'ðust nokkrar jarðir norðanlands í eyði. (Eyrarannáll). Hjálpsemi Jakobs Haustið 1885 var Jakob á Ánastöð- um staddur úti á Skagaströnd me'ð grönnum sínum mörgum. Höfðu þeir a.iJir fulla þörf bjargræðis, en lítið gjald til að greiða fyrir það, því að féna'ður þeirra var mjög fallinn í undangengnum harðindum. Vildi kaupmaður ekki lána fátæklingum björgina fyrir því hve greiðslan var óviss, en bauð Jakofoi að lána honum korn fyrir 1000 kronur. Var það há upphæ'ð fyrir einn bónda í þann tíð. Jakob þáði boðið, og skipti korninu milli mannanna. Aðeins einn hest- burð af korninu fékk Jakob borgað- an. því að fæstir höfou gjaldið til, en skuldinni til kaupmannsins lauk hann fáum vikum fyrr en hann drukknaði. (Sagnalþættir úr Húnaþingi). Essenismi Dirfsku til að segja sannleikann _ krefjast allir sem vilja halda mann-J verustöðu sinni í dýraríkinu óskadd- ¦ aðri, því enginn græðir á vinskap þess, sem lýgur að sjálfum sér. En aftur á móti getur hinn sannsögli i misst trúgirni sína niður í hjarta hins C lýgna. 5 Þess vegna ráðleggur Árdeglsblaðið liinum fáu innbyggjurum lands okkar að vera eins og börn á stóru heimili, sem njóta uppeldis frá hollum venj- um frjálslyndra konungsætta — sem tömdu sér gott tungutak sér sjálfum til ánægju! Jóhs. S. Kjarval, 1925. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- 34. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.