Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1965, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1965, Blaðsíða 14
til þessarar ógæfu og eymdar eða láta það viðgangast. Nú var þessi mikla höll læst með járngrindum, þar sem sást ekki lifandi skepna. T ið annan enda götunnar „Undir lindunum" liggur helzti skemmtistaður borgarinnar, „Tiergarten". Þar voru víst eitt sinn dýr. Af því er nafnið dreg- ið. Hann er laglegur, þegar hann er fullgróinn. Með einni hlið hans er gata með yfir 30 minnismerkjum úr marm- ara. Við enda hennar er sigursúla, sem Þjóðverjar reistu 1871, þegar þeir tóku Elsass-Lothringen af Frökkum. Á súl- unni stendur sigurgyðjan með gullna vængi. Þaðan er gott útsýni, ef stór- borgarmóðan væri ekki. í Berlín er Ijöldi leikhúsa. Ég fór á stærstu og dýr- ustu óperuna, þ.e. Sönghöllina. Þangað sækir aðallínn og ríka fólkið. Því var gott þar að vera fyrir íslending, jafn- vel þótt ekki væru tekin dýrustu sæti, sem kostuðu yfir 30 krónur. En með mínum góða sjónauka sá ég eins vel á leiksviðið og þeir, sem næst sátu. Sctig- urinn heyrðist alls staðar jafnvel, því hvelfingin kastar hljóðinu. Söngvarar þeir, sem frægastir eru, syngja við stærstu óperurnar, og á því sviði eru Þjóðverjar taldir með þeim fremstu eða næst ítölum, sem þar skara líklega fram, úr. Það er stórkostlegt að heyra, hvað langt verður komizt í sönglistinni. Það finnur maður bezt á slíkum stað. Það er ómögulegt annað en verða hrifinn, gagn- tekinn frá hvirfli til ilja. Kór, „Orkester" eða samspil ótal hljóðfæra leikur undir og eins og svarar söngvurunum eftir efni leiksins. Það eru æfðir karlar, sem þar eru að verki, og 60 til 100 eru þeir talsins, sem einn stjórnar. Leikurinn, sem var leikinn, 'heitir Parsifal. Það er síðasta verk Richards Wagners. Til grundvallar fyrir leiknum er gömul helgisaga aðalatriðið, en svo kemur margt inn í. Sagan er um Grals-skálina. Hana átti Jósef frá Atri matiá. Úr þessari skál bergðu lærisvein- ar Krists, þegar þeir neyttu kvöldmál- tíðarinnar með honum, og í hana rann blóðið úr síðu Krists, sem úthelt var, til þess mennirnir yrðu frelsaðir. Því er hún heilög og geymir kraft eilífa lífsins. Franskur höfundur hefur sagt um Parsi- fal, að Wagner-leikhúsið sé eins og kirkja og þegar lúðrarnir eru þeyttir, sé eins og nýmóðins prestar kalli söfnuð- inn til bæna og guðsþjónustu. Li eikurinn er alveg trúarlegs efnis og átti að leikast við hátíðleg tækifæri við Wagner-leikhúsið í Bayreuth á Þýzka landi og hann var ekki leikinn annars staðar fyrr en eftir 1913, að það var leyft að leika hann í öðrum óperum. Þó hafði Metropolitan-óperan í New York leikið hann í leyfisleysi áður. Ég get ekki farið nánar út í þessa lýsingu. Það yrði of langt mál, þó það væri þess vert. Eitt sinni voru 20 mínútur á milli þátta. Þá fór ég úr sæti mínu og ofan fleiri stiga og eftir löngum göngum. Þá kom ég í sal einn allmikinn og vel upplýstan. Þar gekk fólkið sér til skemmtunar. Þar mátti sjá margan mann og marga konu glæsilega og vel búna. Þarna var þýzka þjóðin. Þarna voru mennirnir, sem fyrir tveim árum höfðu staðið í eldraun ófrið- arins og sloppið úr skotgröfunum, máske blóðugir til axla eða meir, eins og gömlu víkingarnir. Nú sáust þess engin merki. Þeir voru búnir að þvo það allt af. Þvo hendur sínar rækilega, eins og Pílatus gamli. En ef ég hefði getað lesið í hug- skot þeirra, þá hafa þar sjálfsagt verið skráð mörg stórfengleg ævintýr. — Ég gekk til baka til sætis míns, hafði sett veginn vel á mig, og gerði þó ekki betur en ég rataði. Hér er ekki gengið á öðru en fínasta flosi, svo skóhljóð heyr- ist ekki, en þar sem það er ekki, glansa gólf og veggir sem spegill. Ef ég hefði getað látið ykkur sjá og heyra það sem ég lifði og sá þetta eina kvöld, er ég viss um, að það hefði verið ógleymanleg ei:durminning, en þess er nú ekki kost- ur frekar en þegar er orðið. Svo fanta- sien verður að hjálpa upp á sakirnar að öðru leyti. „Gesturinn kveður alla". Lestin átti að fara eftir fáar mínútur. Við félagar flýttum okkur sem mest við máttum, og að hálftíma liðnum var Berlín horfin sjónum. Sirka tveim tím- um síðar fór lestin hjá þorpi, þar sem mikill fjöldi ljósa blikaði í myrkrinu. Þetta er ljósgjafi Berlínar, sagði þjónn- inn. Héðan er rafmagnið leitt, sem þar er notað. T M. íl Leipzig kom lestin, en hafði litla dvöl. Þó gaman að líta þann forn- fræga stað. Kl. 11 var lestin í Múnchen. Þá var sólskin og gott að litast um og margt að sjá. Þar er víða ljómandi fal- legt, sérstaklega við ána Isar, sem rennur í gegnum borgina, beljandi straumþung. Hún kvíslast mjög, þar sem hún rennur í gegnum Enska garðinn, sem kallaður er. Það er skemmtistaður borgarinnar með miklu skrauti blóma og trjáa. Við Isar er hvert stórhýsið öðru meira. Þar er fjöldi listasafna og alls konar sat'na. Ég skoðaði eitt hergagnasafn. Þar voru fallbyssur, sem Þjóðverjar höfðu tekið af Frökkum 1871, og alls konar vítisút- búnaður annar. Næsti dagur var páskadagur. Þá fór ég í kirkju, eins og hver annar sann- kristinn maður. Söngurinn var afskap- lega hátíðlegur og fagur, svo að honum verður varla lýst. Hann einn gat vel borið. mann hálfa leið til Drottins og hrifning fólksins hinn helminginn. Þarna voru mörg þúsund manns. Dóm- kirkjan í Múnchen er enginn smákofi, þar sem lágt er til lofts. Aftur held ég, að ræðurnar hafi verið mesta léttmeti, þó nóg væri af prestunum. Þeir voru víst ekki færri en tuttugu, kaþólskir í húð og hár með háar fánastengur eða hátíðarflögg, rauð og hvít. ARNI OLA Framh. af bls. 9 skólanum. Þessi reikningur var sendur Levétzow stiftamtmanni til samþykkis, en hann hefir með eigin hendi skrifað neðan á reikninginn: „Fanden fare i den Törv! Törv, Törv, Törf, Törf!" Húsa- kynni skólans voru þannig: í norður- enda var íbúð rektors, þrjú lítil herbergi, eldhús og búr. í einu af þessum her- bergjum var vindofn. Þó tóku við tvær kennslustofur og var sinn vindofninn í bvom. í hliðarálmunni voru engin eld- færi og ekki heldur á loftinu, sem var svefnskáli pilta, 18—20 álnir á lengd. Húsið var mjög illa smíðað, þar snjóaði inn og lak, og í mestu frosthörkum var áiíka kalt inni sem úti. Séra Pétur Jónsscn, sem var á Kálfatjörn, var nem- BÖRJE SANDELIN er sænskur svartlistarmaður og skáld. Fæddur 1926 og því tæplega fertugur að aldri. Hann hlaut myndlistarmenntun sína við Listaháskólann í Stokkhólmi og hefur haldið margar sýningar á verkum sínum í helztu borgum Svíþjóðar, ennfremur í Kaupmannahöfn, Helsing- fors — og nú í Reykjavík. Flest meiriháttar ríkis- og borgalistasöfn á Norð- urlöndum hafa keypt myndir eftir hann, ennfremur Museum of Art í Boston. Hann nýtur mikilla og vaxandi vinsælda sem myndlistarmaður í heimalandi sínu. Eftir Börje Sandelin hafa komið út f jórar bækur ljóða og ljósmynda, og fleiri bækur hefur hann sett saman og skreytt, en bókalýsingar hans þykja með afbrigðum smekklegar. Annars er Börje Sandelin ekki fjölframleiðslumaður, hvorki í bóka- gerð sinni né í myndíist. Við það gat hann þó ekki ráðið, að ljóðabók hans, Grenitrén, sem kom út í fyrra, yrði ein af metsölubókum haustsins. Það rar mjög persónuleg og smekkleg bók, og á vissan hátt ólík því sem við höfum átt að venjast í ljóðagerð Svía, hin síðari ár. Börje Sandelin kom snöggva ferð til íslands í fyrrasumar. Hann sagði ýtarlega frá því í blöðum, sjón- og útvarpi. Nú er hann hér með sýningu nokkurra verka sinna í Bogasal Þjóðminjasafnsins. J. ú. V. andi þarna og hann sagði svo frá, a'ð þann vetur hefði ekki verið til neins að ieggja í ofnana í kennslustofunum, „þvi að þá hefði þeir getað hitað upp viða veröld, ef þeir hefði getað hitað upp grindahjall þann, er skólahúsið var. Ofnarnir voru því ekki nota'ðir'. Oft treystust kennarar ekki til að kenna fyrir kulda, en piltar lágu í rúmunum og gátu varla haldið á sér hita. Þá er að minnast á aðrar vistarverur hér i bæ, torfbæina, sem alþýðan bjó í. Símavn 'ibtal Framhald af bls. 7 ur. Það er miklu ódýrara og árangursríkara fyrir mig að fara sjálfur. Maður rekst ekki sízt á það í viðskiptum hve fá- fræðin er mikil um ísland úti í heimi, jafnvel í næstu ná- grannalöndum okkar. Við þurf um að herða róðurinn í land- BMMHMMMHnMlMHMH kynningunni. Ég sýni þessum herrum myndir frá íslandi — og íslendingum, gef þeim gjarn an eitthvað til að lesa um ís- land — og þeir verða alveg hissa. Þeir halda margir, að við notum aðallega gúmmístígvél — og sýnishprnavalið fer þá eftir því. — Hve háir eru svo tollarnir á skófatnaði? — Já, um þá máttu gjarna skrifa. Það þýðir ekkert að vera að kvarta yfir því að íslend- ingar kaupi sér skó í Oxford Street. Það er ósköp eðlilegt — og verður þar til tollarnir eru lækkaðir. Það er eina ráðið til þess að daga úr þeim kaup- um. Tollur á karlmannaskóm er 100% og hann er miðaður við samanlagt innkaupsverð og flutningskostnað til landsins. Á kvenskóm er tollurinn 80%, sami tollur á barnaskóm, en 50% á gúmmískóm. Og þetta verður að lækka. — Þeir verða kannski búnir að lækka tollinn eitthvað, þeg- ar KR-ingar hreppa íslands- meistaratitilinn næst. — Já, vonandi fyrr. — Nú, er meira en eitt ár þangað til. — Ja, reglan hefur nú verið sú síðustu árin, að við höfum unnið annað hvert ár. Þetta er næstum því orðin venja. — Þú ert þá e.t.v. á móti því að taka bikarinn frá þeim tvö ár í röð? — Nei, síður en svo. Annars mundi ég ekki segja, að við tækjum hann frá neinum. — Fremur, aS aðrir tækju hann frá okkur. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- 34. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.