Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1965, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1965, Blaðsíða 7
SSftf AVIDTAL Vestmannaeyinga tá vatn úr landi — 982001. — Já. — Gísli Gíslason? — Jú, það er hann. — Þetta er í Reykjavík, hjá Lesbók Morgunblaðsins, góðan dag. — Já, sælir og blessaðir. — Hvað er að írétta hjá ykk ur í Vestmannaeyjum? — Hvað er að frétta? Já, hvar eigum við að byrja? Hér er aiitaí eitthvað að gerast — og margt á döfinni. — Þið í bæjarstjórninni hafið sem sagt ýmsum hnöppum að hneppa — hvað segið þér okk- ur um vatnsleiðsluna? •— Tilboð, sem borizt hafa í verkið, eru í at'hugun sem stendur og við erum líka að jþreifa fyrir okkur um lánsfé til íramkvæmdanna. Við munum ekki taka endanlega ákvörðun í málinu fyrr en sérfræðingar eru búpir að gefa sitt álit á öliu, sem máli skiptir. — Þetta verður löng vatns- leiðsla? — Já, fremur löng — mætti sjáifsagt segja. Reiknað er með tveimur sex tommu plastpípum — og þær eiga að liggja frá Landeyjasandi hingað út í Heimaey, þrettán kílómetra vegalengd í sjó. Og niður á sandinn liggur hún um alllang- an veg. Þetta verður mikið fyr irtæki, því verkinu verður ekki lokið, þegar við höfum fengið vatnið hingað út til okkar. Við ejgum eftir að leggja vatnslögn ipn í hvert hús. Hér eru engar vatnslagnir í jöi'ðu, eins og ann ars staöar. Við höfum bara brunna. •— Og verður þetta eingöngu neyzluvatn til heimilisnota, eða á fiskiðnaðurinn líka að njóta góðs af lögninni? Flytja pípurn- ar nægilegt vatn fyrir alla? — Já, reiknað er með að þessi lögn leysi allan okkar vanda í vatnsmálunum um alllangt skeið. Við reisum vatnsgeyma uppi á hæðinni ofan við gagn- íræðaskólann og eigum því að fá jafnt rennsli og sæmilegan þrýsting allan sólarhringinn, bæði til ibúðarhúsa og fisk- vinnslustöðva. — Þið eruð ekki hræddir við að veiðarfæri geti slitið leiðsl- urnar? — Jú, það er nú einmitt þetta atriði, sem við erum örlítið hræddir við. En á plastpípurnar verða sett blýlóð og við von- umst til að leiðslurnar grafist niður í sandinn. Botninn er sendinn á þessu svæði. — Og vöxturinn í fiskiðnað- inum er stöðugur hjá ykkur? — Já, þetta vex jafnt. og þétt sem betur fer, einkum síldar- vinnslan í seinni tíð. Nú þurf- um við bara stórar síldarþrær til þess að síldarlöndun gangi hér snurðulaust og án stórtafa. Vonumst við til að þeir, sem vinna að þeim málum, fái næg- an og góðan stuðning — svo að þessar framkvæmdir gangi sem bezt. — Annars er þetta allt í áttina. Nýi rafstrengurinn hef- ur breytt miklu fyrir fisk- vinnslustöðvarnar. Þær fá nú rafstraum úr landi, en urðu áð- ur að nota eigin vélar til raf- magnsframleiðslu. — Og þið eruð að stækka höfnina? — Já, hafnarframkvæmdir verða alltaf að halda áfram. Þær má ekki stöðva, sízt hér í Vestmannaeyjum. Þetta er ó- NÝJAR PLÖTUR. Stór sending af stórum plötum (33. hraða LP) kom fyrir fáeinum dögum í Hljóðfæra- húsið. Kennir þar margra grasa. Þarna er m.a. platan The in crowd með hinu frá- bæra tríói Ramseys Lewis. Þetta er eitt bezta jazztríó í USA um þessar mundir. Píanóleikur Ramseys er frá- bær. Þá er bassaleikarinn Eldee Young enginn viðván- ingur. Hann leikur á celló í iaginu Tennessee Waltz og meðhöndlar cellóið eins og hann væri að leika á gítar, slik er tækni hans. Þarna fá jazzieikarar eitthvað til að tala um. Þá er það Sam Cooke með skemmtilega plötu. Sam var einn efni- legasti söngvari USA úr hópi hinna yngri og hefur sungið inn á margar LP plötur, sem hafa náð góðri sölu. Hann dó með svipleg- um hætti fyrir nokkrum mánuðum, en enn mun eitt- hvað vera óútgefið af plötum sem hann hafði sungið inn á. Söngkvartettinn Drifters á þarna mjög skemmtilega plötu með lögum eins og More, What kind of fool am I, Desafinado, Tonight og fleirum i sama gæðaflokki svo að þessi plata ætti að fá góðar viðtökur. Einnig er þarna plata með tóif söng- konum, sem aiiar syngja lög, sem þær hafa átt á iiti- ætla að endanlegt verk. Reikna má með, að viðlegupláss í höfninni aukist mikið á næstu árum, smátt og smátt. Öll aðstaða fer batnandi. Við erum að vinna að uppfyllingu við höfnina, búnir að malbika megnið af athafna- svæðinu við höfnina. Reyndar búnir að malbika megnið af götunum í miðbænum. — Já, bílaeign ykkar hefur vaxið drjúgt á siðustu árum. — Heldur betur. Hér eru sex hundruð fólksbílar, auk þess allmargir vörubílar. Enginn skortur á farartækjum. — Ykkur er samt sniðinn fremur þröngur stakkur hvað langferðir í bíl snertir, eða er ekki svo? — Ekki neita ég því. En fólk fer mjög oft með bíla sína til lands — og það, sem við þurf- um að fá í framtíðinni, er góð bilferja milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar. Það hlýtur að koma að því, að slík ferja verði smíðuð — og þá geta Vestmannaeyingar brugðið sér í lengri bílferðir um helgar en nú tíðkast. — Er íbúafjöldinn alltaf svip aður í Eyjum? — Já, stendur nokkurn veg- inn í stað. Fjölgar þó aðeins. Við erum hér um fimm þúsund — og á vertíðinni bætast við tvö þrjú þúsund. Já, já, hér er mikið starfað — og alltaf eykst það. — Og að lokum, þið búið við góðar flugsamgöngur nú orðið? Tvö flugfélög, er ekki svo? — Jú, Friendship daglega — og líka Eyjaflug. Á þessu ári hefur aðstaða flugsins í Eyjum líka verið bætt, ný þverbraut lögð, og var ætlunin að malbika báða enda gömlu brautarinnar fyr- ir haustið, en ekki vannst tívni til þess. Við vorum hræddir við um metsöluplötum síðustu mánuði. Petuia Clark, Dionne Warwick, Sandie Shaw og fleiri. Þetta er ákaf lega fjölbreytt plata og heppileg fyrir þá, sem vilja eiga öll þessi ágætu metsölu lög, sem þessar söngkonur hafa sungið, á einni plötu. Þá er þarna plata, sem Petula Clarke söng inn á fyrir 3 árum. Fimmtán lög sungin með aðstoð nokk- urra ágætra jazzleikara. Skínandi góð plata. Og svo er það þrír ungir piltar frá Bretlandi, sem kalla sig The Ivy League. Söngur þeirra er með því allra bezta, sem heyrzt hefur af þessu tagi frá Bretlandi. Þetta eru lög í „bítlastíl", en þeim gerð frábær skil. Fjögurra manna hljómsveit aðstoðar og er leikur hennar góður enda útsetningar laganna vandað- ar. Rúsínan í pylsuendanum í þessari upptalningu er svo piata, sem Sammy Davis syngur. Hann hefur tekið saman 16 lög, sem Nat King Cole gerði vinsæl, og sungið þau á plötu. Sammy er vafa laust einn allra bezti söngv ari Bandaríkjanna, ef ekki só bezti, svo að þessi plata fær vafalaust góðar undir tektir hjá þeim, sem leggja sig eftir því að eiga góðar söngplötur, plötur með mönnum eins og Sammy Davis, Nat Cole, Frank Sinatra, Andy Williams, Mel Tormé og fleirum á sömu byigjulengd. Miklu fleiri LP plötur komu í Hljóðfærahúsið, en of langt mál að geta þeirra alira hér. Þar hefur á síð- ustu vikum myndazt gott úr val af hverskonar músik á LP plötum, en LP plötu- markaðurinn er áreiðanlega stærri en verzianirnar hafa gert sér grein fyrir. LP plöt urnar munu varanlegri eign en tveggja laga plötur og yfirleitt eru þær vandaðri, betur vandað til iagavals, útsetninga og fleirá. essg. - - :i a. að frostið gæti spillt malbik- mu, og endarnir vérða því lagðir maibiki strax og frost fer úr jörðu í vor. Orkuframleiðsla i geimnum NÝLEGA var sólgeymir — stór, kringlóttur spegill til að safna sólargeislunum og þétta þá til orkuvinnslu — fluttur úr amerískri verksmiðju til þess að prófa hann í fyrsta sinn. Fiutn- ingurinn varð að fara fram að næturlagi, þar eð geymirinn get ur framleitt svo gífurlegan hita að einn sólargeisli getur blind- að verkamennina, sem fara með hann, eða kveikt í nálægum byggingum. Þessi geymir er tilrauna- smiði, sem gæti síðar verið not- uð til þess að framleiða raf- magn í geimskipum eða gervi- hnöttum, sem ganga eftir braut. Þannig notaður yrði hann að vera samanbrotinn í flutningn- um og síðan yrði að blása hann út, úti í geimnum. Á honum yrðu að vera áhöld til að halda honum stöðugt í þannig steil- ingu að spegilflöturinn sneri alltaf að sólinni. Rafmagnið, sem yrði framleitt við geisla sólarinnar, yrði notað sem orka fyrir útvarpstæki og önnur á- höld. Spegillinn í þessu áhaldi er 45 fet að þvermáli og getur elt sólina frá sjónhring til sjón- hrings, og þegar það snýr rétt við, getur það framleitt hita, sem svarar 2000 gráðum á Fahrenheit. Áhaldið er gert úr alúmínbor inni himnu en að baki henni er hert plastfroða. Það var smíð- að liggjandi á hvolfi inni í húsi hjá Goodeyar-verksmiðjunum í Litchfield Park, Arizona. Eftir að það hafði verið prófað, var það tekið sundur í stykki, sem voru auðveld i fiutningum og sent til stöðvar Sunstrand Avi- ation Corporation í Denver í Colorado, þar sem nú er verið að prófa það. 38. tbl. 1965 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.