Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1965, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1965, Blaðsíða 11
HVERJIR FIM OG AMERÍKU? Eftir Arna Óla SEINNI HLUTI F ornar íslenzkar heimildir styðja Kka sögusagnirnar um a'ð írsk byggð hafi verið á sunnanverðri austurströnd Bandaríkjanna. Er þá fyrst áð nefna frá- sögnina um Ara Másson frá Reykhólum. Kristnisaga getur þess hverjir hafi ver ið höfðingjar hér á landi þegar þeir Þor- valdur víðförli og Friðrekur biskup komu hingað með trúboðserindum, og þar telur hún Ara Másson meðal höfð- ingja í Vestfirðingafjórðungi. Kona Ara var Þorgerður dóttir Álfs úr Dölum og var sonur þeirra Þorgils, er hélt þá sakamennina Gretti, Þormóð Kolbrún- arskáld og Þorgeir Hávarsson heilan vet- ur, sem frægt er orðið. Annar sonur þeirra var Guðleifur, sem var með Þang- brandi á kristniboðsför hans. Ari Más- son var af írskum ættum, því að lang- amma hans var Björg dóttir Eyvindar austmanns og Raförtu dóttur Kjarvals írakonungs. Skömmu eftir komu þeirra Friðreks biskups, brá Ari til utanferðar og er frásögn um það að finna í Land- námu: „Hann varð sæhafi til Hvítramanna- lands. Það kalla sumir írland hið mikla. Það liggur vestur í haf nær Vínlandi hinu góða. Þaðan náði Ari eigi í brott áð fara og var þar skírður. Þessa sögu sagði fyrst Hrafn Hlymreksfari, er lengi hafði verið í Hlymreki (Limerick) á írlandi. — Svo kvað Þorkell Gellisson segja ís- ienzka menn, þá er heyrt höíðu frá segja Þorfinn í Orkneyjum, að Ari hefði kennd ur verið á Hvítramannalandi og náði eigi brott að fara, en var þar vel virð- ur“. Samkvæmt öðrum íslenzkum heim- ildum var Hvítramannaland nokkuð fyr- ir sunnan Vínland og gæti þá staðizt að það hefði náð frá Cheasapeak-flóa suð- ur á Florida. Heimildarmenn að þessari sögu eru góðir. Þorkell Gellisson var föðurbróðir Ara fróða og telur Ari hann meðal beztu heimildarmanna sinna. Þorfinnur í Orkn eyjum mun vera Þorfinnur jarl sonur Sig urðar jarls, er féll í Brjánsbardaga. Tvennt er sérstaklega merkilegt við þessa frásögn: Að Hvítramannaland hafi einnig verið kallað írland hið mikla, og að Ari hafi verið skír'ður þar. Getur ekki verið um annað að ræða en að hann hafi verið skiVður til kristinnar trúar, og á því sést, að þarna hafa kristnir menn átt heima. Og nafnið, írland hið mikla, bendir til þess að frar hafi numið þetta land og þótt það stærra og betra en heimalandið. Virðist allt benda til þess, að þangað hafi þá enn verið siglingar frá írlandi og að þangað hafi komið einhver íslenzkur maður, sem þekkti Ara, og eru þá mestar líkur til þess áð það hafi ver- ið Hrafn Hlymreksfari sjálfur og verið þá á írsku skipi. Þeir voru nokkuð skyld ir, Ari og Hrafn, því að amma Ara var systir Steinólfs hins lága í Fagradal, en Hrafn var kominn af Steinólfi, og báóir áttu þeir heima við innanverðan Breiða- fjörð. — Og svo er sagan um Björn Breiðvík- ingakappa. Snorri goði flæmdi hann af Jandi brott vegna óleyfilegra ásta hans og Þuríðar systur sinnar á Fróðá. Þetta hefir verið skömmu fyrir kristnitöku. Björn sigldi með skipi úr Hraunhöfn að áiiðnu sumri. „Þeir tóku út landnyr'ðing og viðraði það löngum um sumarið, en til skips þess spurðist eigi síðan langan tíma“. Guðleifur hét máður, sonur Gunnlaugs hins auðga úr Straumfirði. Guðleifur var farmaður mikill. Það var ofarlega á dögum Ólafs hins helga, að Guðleifur hafði kaupferð vestur til Dyflinnar. Þá ríkti þar enn Sigtryggur konungur silki- skegg. En er hann sigldi vestan ætlaði hann til íslands. Hann sigldi fyrir vestan írland og fékk austanveður og land- nyrðinga, og rak þá langt vestur í haf og í útsuður, svo að þeir vissu ekki til landa. En þá var mjög áliðið sumarsins og hétu þeir mörgu að þá bæri úr haf- inu. Og þá kom þar, áð þeir urðu við land varir. Það var mikið land en eigi vissu þeir hvert land það var. Þeir fengu þar höfn góða. Og er þeir höfðu litla stund við land verið, þá koma menn til fundar við þá. Þeir kenndu þar engan mann, en hélzt þótti þeim sem þeir mæltu irsku. Brátt kom þar mikíð fjölmenni og voru þeir Guðleifur þá teknir höndum og reknir á land upp. Voru þeir færðir á mót eitt og skildu þeir að sumir vildu að þeir væri drepnir, en sumir vildu hneppa þá í þrældóm. En í því kom þar að flokkur ríðandi manna og var merki borið fyrir flokkinum, en undir því reið mikill máður og garplegur og var þá mjög á efra aldur og hvítur fyrir hærum. Var málinu þá skotið til hans. Hann spurði þá Guðleif á norrænu hvaðan þeir væri, og er hann fékk að vita það, spurði hann Guðleif margs og um alla hina stærri menn í Borgarfir'ði og Breiðafirði. Og þá spurði hann eftir Snorra goða og Þuríði á Fróðá og Kjartani syni hennar, er þá var bóndi á Fróðá. — Síðan gaf hann þeim Guðleifi heimfararleyfi og sagði áð þeir skyldi láta í haf þegar þótt liðið væri mjög á sumar, „því að hér er fólk ótrútt og illt viðureignar, en þeim þykja brotin lög á sér“. Guðleifur spurði hverjum þeir ætti frelsi sitt að launa, en þáð vildi hann ekki segja. En áður en þeir Guðleifur skildu, fékk hann Guð- leifi sverð, og bað hann færa Kjartani á Fróðá, en hring sendi hann Þuríði móður hans. Guðleifur spuröi hvað hann ætti að segja um hver hefði sent gripi þessa. Hann svarar: „Seg, að sá sendi, er meiri vinur var húsfreyjunnar á Fró'óá en goðans að Helgafelli, bróður hennar". Síðan létu þeir Guðleifur í haf og tóku írland síð um haustið og voru í Dyfl- inni um veturinn. En um sumarið eftir sigldu þeir til íslands og færði Guðleifur þá af höndum gripina. — essi saga er í Eyrbyggju og lýkur henni með þessum orðum: „Hafa menn það fyrir satt, að þessi maður hafi verið Björn Breiðvíkingakappi. En engi önn- ur sannindi hafa menn til þess nema þau, sem nú voru sögð“. Eyrbyggja er merkust allra forn- sagna vorra, því að hún byggist á traust- um arfsögnum. „Skilyrði til þess að arf- sögn geymist vel, er undir tvennu kom- ið: Að sögnin sé staðbundin, geymist í r því byggðarlagi þar sem þeir atburðir ger'ðust, er hún iýsir, og hitt, að hún sé æítbundin, sé tengd við tiltekna ætt og geymist hjá henni“, sagði Ólafur próf. Lárusson. Hvort tveggja þetta hefur Eyr- byggja til að bera. Hún er hvort tveggja í senn héraðssaga og ættasaga, og þó fyrst og fremst ættarsaga Snorra goða. En dóttir Snorra goða var Þuríður hin spaka, sem Ari fróði sagði um, að verið hefði „bæði margspök og óljúgfróð". Frá henni munu margar sagnir Eyrbyggju vera komnar, meðal annars þessi frá- sögn. Guðleifur hrekst vestur um haf „ofar- lega á dögum Ólafs helga“, og gæti það hafa verið á árunum 1028—29. Þurí’ð- ur Snorradóttir er talin fædd 1024 eða 1025 og hefir því enn verið barn að a!dri er Guðleifur kom úr utanförinni og færði þeim mæðginum á Fróðá hinar óvæntu gjafir. Þuríður Snorradóttir hef- ir því tæplega getað munað þann at- burð, en hann hefir þótt svo merkur í ættinni, að hann hefir ekki getað gleymzt, og var það að vonum. Þegar Guðleifur skilaði gjöfunum, mun hann einnig hafa skilað orðsendingu gefand- ans, að þær væri frá þeim manni, er hefði „verið meiri vinur húsfreyjunnar á Fróðá en goðans að Helgafelli, bróður hennar". Það var sem rödd úr öðrum heimi frá manni er allir héldu að hefði farizt fyrir rúmum 30 árum. Og skilaboð- in voru þannig orðúð, að þau hlutu að brenna sig í minni allra ættmenna Snorra goða. Þuríður spaka var enn á lífi um þær mundir, er Eyrbyggja var rituð (d. 1112 eða 1113). Hún hefir mun- að þessi skilaboð og tildrögin að þeim. Þáð er því ekki djarft til getið að sagan sé frá henni komin og þess vegna sönn. Frá Hvítramannalandi komu gjafir frá hárum öldung til húsfreyjúnnar á Fróðá og sonar þeirra Bjarnar Breiðvíkinga- kappa. Nú mun sumum þykja djarft að full- yrða að Björn Breiðvíkingakappi hafi vei’ið á Hvítramannalandi, eða írlandi hinu mikla. En í frásögninni eru þó tá- tyllur fyrir þá, er halda vilja því fram. Um þá bá'ða, Björn og Guðleif, er þess getið að þeir hrepptu þráláta landnyrð- inga (norðaustanstorma), og gat þá því borið að sama landi vestan hafs. Hitt er þó miklu athyglisverðara, að menn þeir, er Gúðleifur hittir fyrst, mæla á írska lungu. Guðleifur hafði stundað kaup- skap á írlandi og hefir því hlotið að kunna svo mikið í írsku, að hann þekkti þá tungu frá öðrum tungum, er hann heyr’ði hana talaða. Og ekki varð honum skotaskuld úr því að skilja, að sumir hinna þarlendu manna vildu taka þá fé- laga af lífi, en aði-ir vildu hneppa þá í þrældóm. Er þetta því sönnun þess, að þeir Guðleifur hafi verið komnir til irskra byggða á meginlandi Ameríku, til Hvítramannalands, sem öðru nafni hét frland hi'ð mikla. Þetta land var svo vítt, að ekki verður gizkað á hvar þá hafi að því borið. En hvernig stóð á því, að írar tóku gestunum svo fjandsamlega, mönnum sem voru í nauðum staddir? Skýringin er nærtæk, og hún gefui sögunni aukið gildi. Margir af þeim írum, sem þarna voru, svo og feður þeirra og forfeður, hafa orðið að flýja fósturland sitt vegna árása og hermdarverka norrænna vík- inga. Þess vegna hötuðu írar alla nor- ræna menn af lífi og sál, og þess hafa þeir Guðleifur átt að gjalda. H ér hafa þá verið raktar heim- iidir að því, að írar hafi numið land á 38. tbl. 1965 ís’andi og i Vesturheimi þegar um ald»- mótin 500. Landnám þeirra á íslandi stóð um 280 ára, en í Vesturheimi stó® írska nýlendan, írland hið mikla, aM minnsta kosti fram á 11. öld. Tortryggileg íslenzk heimild segir aS írar hafi horfið héðan vegna þess að þeir vildu ekki vera í sambýli við heiðna menn. í Vesturheimi hljóta þeir að hafa ver- ið í sambýli við heiðna þjóðflokka Indí- ána öldum saman. Vera má að írar hafi veri'ð þar svo fjölmennir, að þeir hafi. orðið herraþjóð um hríð, en samt sem áður voru þeir horfnir á dögum Kól- umbusar. Hvað hafði orðið um þá? Örlög þeirra munu hafa orðið lík ör- lögum íslenzku landnámsmannanna á Grænlandi. Siglingar frá írlandi tókust af, sennilega vegna hervirkja víkinga og styrjalda innan lands. Og þegar sam- bandið við heimalandið rofnáði, þá misstu þeir yfirrá'ðin, blönduðust frum- þjóðinni og hurfu að lokum inn í hana. Þetta mó róða af sögn hins gamla Indí- óna í Ohio, sem sagði að forfeður sinir hefði komið yfir hafið, og um langa ævi haldið hátíðlegan þann dag, er þeir stigu fyrst á land í Florida. Þessir forfeður hans hafa verið írar, sem 1300 árum áður komu siglandi á húðskipum sínum yfir hafið og settust þarna að. BORGIR FJÖLLUM... Framh. af bls. 1 stæði og ofurlitlu grasi. Borgin hækkar, en víkkar líka — breiðir úr sér. Við lifum innan glerveggja og í köldu lofts- lagi. Allur heimurinn verður útlits eins og Queens ’s Boulevard. Það verður búið að rífa okkur svo oft upp með rótum, að maðurinn verður í sömu afstöðu til for- tíðarinnar og vatnsjurt til jarðvegs. Samt hafa sumir okkar enga hugmynd um, að það að uppræta fortíðina al- gjörlega er ósegjanlega hættulegt. Að minnsta kosti hlýtur það að válda mikl- um sálarlegum óþægindum. Því að við vitum alls ekki, hversu mjög skynjun okkar á nútíðinni og mat okkar á fram- tíðinni byggist á skilningi okkar á því, sem á undan er gengið. Að koma í gam- alt nágrenni og uppgötva, að það er horfið, er í sumra augum minniháttar hryggðarefni, en fyrir aðra er það sálar- legt áfall, líkast limlestingu, þar sem enn finnst sársauki í afhöggnum lim. Þessi öld hlýtur stundum að koma fyrir sjónir eins og eitthvert stórt dýr, sem hefur verið rófuskellt, en hver gæti haldið því fram, að þessi limlesting væri ekki af eigin völdum? Það virðist vera á ferðinni einhver hvöt til að uppræta öll merki um for- tíðina, og þetta er svo sterk hvöt, að menn fara að velta því fyrir sér, hvort það liggi í eðli 20. aldar mannsins að uppræta sjálfan sig, ekki einasta frá for- tíð sinni, heldur og af sjálfum hnetti sínum. Ef til vill lifum við einhver mikil kaflaskil sögunnar og erum því tvískiptir milli þrárinnar eftir að lifa í einhverju þægilegu umhverfi annars- vegar, en hinsvegar einhverrar óljósrar ástríðu í að fara einhverjar áður ófarnar rannsóknarferðir. Ef til vill er þessi andlitslausa og sviplausa húsagerð- arlist okkar nútímamanna spegilmynd af kvíða okkar fyrir tóminu, einskonar stöðnun sjónarinnar, stafandi frá sál okkar allra, rétt eins og við vitum ekki, hvert fara skuli. E n svarið er þegar farið að koma í Ijós. Ef við gætum flýtt fyrir breyting- unni, ef við gætum fundið einhverja gjörólíka aðferð til að skapa stóraukið íbúðarrúm fyrir fjölgunina í framtíðinni, þá gætum við varðveitt nágrennið eins og það áður var. Og við gætum sparað okkur eitthvað af fátækrahverfunum. Það er þó ekki fráleit ósk. Það kostar nú 20 þúsund dali að byggja hverja íbúð í ódýru leiguhúsi. Samt mundi það ekki LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.