Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1965, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1965, Blaðsíða 10
SIGGI SIXPEilSAHI — Ég ætla að drekkja mér, reyndu ekki að stöðva mig. — Þú kom- inn aftur? — Já, hann er farinn að rigna! Á erlendum bókamarkaði Bókmenntir Wanderers Eastward, Wander- ers West. Kathleen Winsor. Pet- er Davies 1965. 42/—. Höfundurinn er frægur banda- rískur kvenrithöfundur. Hún er fædd í Minnesota og ólst upp í Kaliforníu, þar sem hún stundaði nám við Berkeley-háskólann. Frægasta rit hennar er „Forever Araber“, sem hefur komið út á islenzku og var og er mikið lesið. Aðrar bækur hennar eru: Star Money, The Lovers og America, with Love. Höfundur vann i sjö ár að heimildasöfnun fyrir þessa bók, sem spannar tímabilið í banda- rískri sögu frá 1861 til 1881. Sag- an fjallar um þessi miklu út- þensluár í scgu Bandaríkjanna, lífið í námubæjunum, járnbraut- arlagningar og fjármálalif í New York. Ótal persónur koma hér við sögu, frumstæðir og ágjarnir menn, sem grípa það sem gefst og hirða lítt um leiðirnar að tak- markinu, sem var auður og völd. Þetta er öðrum þræði þjóðfélags- lýsing og mótunarsaga Bandarikj- anna. Hér er dregin upp litauðug mynd af frumstæðu lífi gullleit- armanna í „villta vestrinu", þar sem borgir risu upp á svo til einni nóttu og gullæðið geisaði. Höfúndi er einkar lagið að bregða upp safaríkum lýsingum á mönnum og konum, ekki skortir hcldur hraða í frásögnina og ýmsar af hinum fjölmörgu per- sónum bókarinnar verða minnis- stæðar. Þetta er geysimikil bók, tæpar níuhundruð blaðsíður í stóru broti. Saga Makers of Rome. Nine Lives by Plutarch. Penguin Books 1965. 7/6. Bókin er þýdd og útgefin af Ian Scott-Kilvert. Hann hefur valið í hana níu ævisögur Róm- verja írá lýðveldistímunum og upþhafi keisaratímanna. Með þessu vali hyggst hann sýna kjark og þrautseigju Rómverja í stríði, og stjórnvizku þeirra og samn- ingalipurð. Sögur Plutarkosar hafa löngum verið vinsælt lestrarefni, þangað hafa menn sótt yrkisefni 1 margar aldir, og þrir þeirra, sem eiga ævisögur I þessu riti, eru aðalpersónur í leikritum Shakespeares. Britain 1688—1815. Derek Jarrett. Longmans 1965. 25/—. Bretland taldist ekki til stór- veldanna fyrr en kemur fram á síðasta hluta sautjándu aldar og upphaf þeirrar átjándu. Fram til þess tíma var Bretland fremur íátækt land, sé það borið saman við stórveldi álfunnar. Höfundur þessarar bókar rekur sögu Bret- lands frá 1688 og til 1815, þegar Bretland er orðið eitt voldugustu ríkja heims, og eitt það auðug- asta. Þetta er mikið gróskuskeið í sögu Breta, þjóðfélagsbreytingar verða án blóðsúthellinga og óskapa og verzlun vex og blómg- ast, nýlenduveldið eflist og brezki flotinn nær yfirráðum á hafinu. í bókmenntum og listum er mikill blómi og England verður það land álfunnar, þar sem réttindi einstaklingsins gagn- vart ríkisvaldinu eru fyrst tryggð. Höfundur styðst mjög við sam- tímaheimildir og nýjustu rann- sóknir. Þetta er vel rituð saga og fylgir bókaskrá og registur. Minningar Yes I Can. Autobiography of Sammy Davis. Jr. Cassell and Company 1965. 36/—. Hér er sjálfsævisaga eins frægasta blámanns, sem nú er uppi. Hann er fæddur í Harlem 1925, foreldrar umvandrandi trúðar og leikarar. Elst upp á flækingi og fer ekki varhluta af forakti og andúð sökum hörunds- iitar. Hann varð að þola fyrir- litningu og móðganir, en snemma vaknar með honum viljinn til að berjast gegn kynþáttafordómum. Hann segir að hann hafi ákveðið að verða frægur, og það stórt nafn að hann yrði hlutgengur sem negri meðal hvítra. Sárindi æskuáranna urðu honum hvatn- ing til átaka og sú orkuupp- spretta sem sigraði alla erfiðleika og kom honum í sess með eftir- sóttustu skemmtikröíum og trúðum veraldar. Það. er mikill siður með þeim þjóðum, þar sem blámenn eða aðrar litaðar þjóðir finnast ekki, að fordæma kyn- þáttamisrétti og kynþáttahatur. Þeir tala mest um Ólaf kóng, sem hvorki hafa heyrt hann né séð, vandamálin meðal þeirra þjóða, þar sem margvíslegar þjóðir búa saman, eru engan veginn auðleyst, og verða okki leyst á málþingum vandlætara né með patentaðferðum þeirra, sem kunna ráð við flestum vanda- málum í mannlegu félagi. Höf- undur segir sögu sína á liðlegan hátt og með aðstoð Jane og Burt Boyar. Hér koma við sögu margir frægir trúðar og leikarar, söngvarar og hljómlistarmenn. Allir þeir sem áhuga hafa fyrir skemmtanaiðnaðinum ættu að lesa þess bók. Byggingarlist Syria and Lebanon. Robin Fedd- en; John Murray 1965. 35/— í þessu riti er rakin saga Sýr- lands og einkum viðskipta Sýr- lendinga við Evrópubúa á kross- ferðatímunum og byggingarsaga krossriddara og Araba í þessu landi. Miklar leifar fornra bygginga finnast á þessu land- svæði og lýsir höfundur mörgum þeirra í tímaröð. Sýrland lá í þjóðbraut og á krossgötum. Þarna ægði saman margvíslegum áhrif- um og á þessum slóðum hófst heimsverzlun með Föníkum. Þetta er og var land andstæðn- anna. Þarna eru frjósamir aldin- garðar og eyðimerkur, ofsahiti og þurrakuldi og snæviþaktir fjallstindar rísa upp af sjóðheitri eyðimörkinni. Krossfararnir reistu hér byggingar í gotnesk- um stíl, og eru flestar þeirra nú rústir einar. Byggingar Arabanna voru ekki síðri meðan þær voru og hétu. Höfundurinn ólst upp í Frakklandi, hann stundaði nám í Cambridge og ferðaðist að því loknu um Austurlönd nær. Hann hefur gefið út ferðabækur, skáld- sögu og bók um skíðaferðir í Ölp- unum. Hann gaf út merkilegt tímarit á stríðsárunum ásamt Durrell og Bernard Spencer „Personal Landscape". Bókin er vel skrifuð og höfundi tekst mjög vel í náttúrulýsingum og festir í bókina andrúmsloft þessa fagra og andstæðurika landsvæðis. Bók inni fylgja ágætar myndir. Þetta er fjórða prentun þessa rits. Það kom íyrst út 1946. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Jóhann Hannesson: ÞANKARÚNIR U N G U R lögreglumaður eriendis stöðvaði eitt sinn árla dags rauðan bíl, sem ók eftir þjóðveginum með ofsahraða. Sam- kvæmt reglum átti hann að sekta ökumanninn fyrir tillits- iausan akstur, en ákvað í staðinn að veita honum vinsamiega áminningu og sleppa honum áfram. Þó skrifaði hann hjá sér númer bílsins. Síðar um daginn var hann ieystur af og hitti þá féiaga sína, sem gætt höfðu umferðarinnar langt frá hans eigin varð- svæði. Talið barst að rauðum bíl, sem í voru ung hjón með tvö börn. Þessum bíl hafði hvolft og öll fjögur dóu, sum strax, önnur rétt á eftir. Samanburður sýndi að hér hafði verið á ferðinni einn og sami bíllinn. Og ökumaðurinn hafði ekki látið sér segjast, heldur „gengið á iagið“ og þar með þurrkað út sína eigin fjölskyldu. Einn hinna erlendu gesta við Háskóla vorn var sérfræð- ingur í umferðarsálfræði og flutti erindi um hættur í umferð- inni. Blöðin gerðu ekki mikið úr vísindalegum niðurstöðum þessa góða manns. Slys eru betri blaðamatur en vísindalegar niðurstöður um hættur á ýmsum sviðum. „Ekki er gaman að guðspjöllunum, því að enginn er í þeim bardaginn“ er haft eftir kerlingu einni íslenzkri. Sama má segja um vísindin. Menn .vilja einnig gagnvart þeim ganga á lagið og hafa orð þeirra að engu. Vinsamlegar ráðleggingar lækna um hollar lífsvenjur hafa menn að engu. Þegar þeir segja að gott væri fyrir kyrrsetumenn að hreyfa sig, þá panta menn ennþá meira hreyfingarleysi en það sem nú er: Sendið mjólkina heim. Menn hafa að engu viturleg orð sálfræðinga um svefnþörf barna og unglinga. Sumir hafa að engu heilnæma kenningu kirkjurinar, en vilja „halda framhjá með framandi guðum“ — ásamt öndum og púkum — og þykjast menn að meiri. Aðrir hafa að engu loforð og heilög heit, og níðast áhyggjulaust á þeim, ef áníðslan gefur einhverja gróðavon. Einn maður býður öðrum aðstoð eða biður um hjálp til að svíkja undan skatti, og verður illa við, likt og hann hefði rekizt á vondan anda, ef slík aðstoð er ekki þegin eða veitt þegar við á. Þannig verður til slysa-andrúmsloft í þjóðfélaginu, sem aliir eru að vísu ekki samsekir um, en þó nokkuð margir, þegar nánar er að gætt. Sameiginlegt einkenni er sú afstaða að hafa að engu veigamikil grundvallarlögmál mannlegra samskipta og reglur, sem máli skipta um eigin heill, andlega og líkam- lega. Slysamenn alast upp, slysaþjóðfélag verður til og slys koma yfir saklausa og seka. Enginn veit hver næst verður fyrir slysi eða kann að valda þvi. Vera má að næst verði ég — eða þú — limlestur af einhverjum hraðskreiðum slysamanni, sem er að æða heim í vagni sínum eftir að hafa séð einhverja flóns- lega kvikmynd og hefir allar umferðarreglur og aðra manna- siði að engu. Þeir af oss, sem ekki eru brynvarðir og geta því ekki mætt stáli með stáli og látið tryggingar borga þau stefnu- mót, verða þá ekki betur farnir en pöddur eða rottur undir herfi. Er þá ekkert hægt að gera? spyr þú. Jú, vissulega, enda er sem betur fer ýmislegt gert. Það hefir t.d. verið sannað með nútíma sósíalvísindum að sterk löggæzla hefir tekið fyrir sextíu af hundraði glæpa í einni og sömu borg, og fækkaði um leið slysum verulega. Frændþjóðir vorar hafa tekið fyrir mikið að skattsvikum, og það er einnig kleift hjá oss, ef ráðandi menn vilja. Menn geta tekið upp þann sið að sofa á nóttunni, en vaka á daginn, í ríkara mæli en nú er gert. Ríki og borg geta í veizlum sínum veitt áfengi með svo litlu vínandamagni að allir fari þaðan ódrukknir 'heim, eða veitt áfengislausar víntegundir, svo sem gert er í sumum borgum og löndum. Þá er og innan handar að taka úr umferð áfengis- sjúklinga og ökuníðinga, og mun þá slysum fækka. Ekki dugar að viðhafa hér eintóma hógværð — þótt hógværð sé mikill mannkostur, heldur verður að framfylgja lögmálinu. — En vér vitum að lögmálið er gott, noti maðurinn það löglega, og viti það, að lögmálið er ekki ætlað réttlátum manni, heldur lög- leysingjum og þverbrotnum, óguðlegum og syndurum, van- heilögum og óhreinum, föðurmorðingjum og móðurmorðingjum, manndrápurum, frillulífsmönnum.. . . og hvað sem það er nú annað, sem er gagnstætt hinni heiinæmu kenningu. (I. Tim. 1,8—9). 38. tbl, 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.