Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1965, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1965, Blaðsíða 9
KJARVAL ICjarval minn elskulegur: Kveðja 15—16 okt. 1965 Ijoks kyrrist og lægir hvern stormvakinn styr. — Hjaðnar hávaði og ys. — Og þögn smýgur hljóðlát um hugans dyr, heilsar þér dulúðg — og brosandi spyr: „Hvort hefirðu sjálfan þig heimt í kvöld úr háreysti hópanna’ og þys? — En hér inni tek ég mín hljóðu völd.“— — Og ljúft mun að mætast í minninga- lund á miðnætur-stund. Heyrðu, vinur: — Mannsævin er ekki svo löng, að maður fái tíma til að verða gamall! — Þessvegna erum við tveir jafnungir enn sem forðum í Liverpool Street 30, Kings Cross, Lundúnum 1912, er þú lagðir af stað út í heiminn stóra í fyrsta sinn — í leit að Kjarval! Við teljum ei aldur í árum á eilífðar þroska-braut, né litbrigði í hug og hárum á hrakning um jarðar skaut! Hvert ár er sem glitrandi gimsteinn -— og geymir örlaga-gnótt, — sólhvítir sumir, en aðrir svartir sem niðdimm nótt! En dýrmætir eru þeir állir: örlaga-þrungin gjöf, sem brýtur vors lífs geisla-birtu frá bernsku — að hinztu nöf! E n heimurinn var ekki eins stór og þú hugðir! Og milljónaborgin mikla reyndist ekki öllu torræðari en „fer- hyrndi rúntinn“ umhverfis Austurvöll Stór-Reykjavíkur: — Innan um þessar 6—7 milljónir manna úr öllum áttum heims rákust þrír íslendingar hver á annan þegar fyrsta kvöldið á „Austur- velli“ erlendrar stórborgar: Einar frá Galtafelli kom frá Kaup- mannahöfn, Jóhannes frá Efri-Ey að heiman og Helgi á Nesi á flækingi frá Cambridge. Og þótt þeir hefðu þegar vistað sig í einbýli á hver sínu hóteli, tóku þeir sig upp og fluttu saman í þrí- býli! — Og þar gerðist mörg skemmti- leg saga, eins og þú eflaust munt minn- ast! — Æskumálverk þín og myndir fylltu báða veggi umhverfis arininn í annarri stofunni okkar, — eins og myndirnar sýna. — Og ásamt myndum Einars og nokkrum smá-steypum varð þetta þrí- býli okkar einskonar íslenzkt listasafn í erlendri stórborg. — En „sýningargest- irnir“ voru auðvitað ekki margir: 2—3 „landar“ á ferð, sem við rákumst auð- vitað á niðri í „Austurstræti“, — og svo áströlsku konurnar tvær, dr. phil. Mary Roseby, sem hafði kynnzt Einari í Kaup- mannahöfn, og með henni unga og bráð- fallega Miss Hall, sem var svo ung og glöð og dáðist að öllu sem fyrir augu hennar bar á okkar þríbýli, — en fyrst og mest að Jóhannesi Sveinssyni! — Þess varð ég var þegar frá fyrsta degi . .! S vo manstu eflaust eftir ferðinni útí West Kensington, •— langa leið með „the underground"— í heimboð til Ein- ars Benediktssonar að glæsilegu höfð- ingjasetri hans! — Og þá ekki síður heimsókninni til brezku súffragettanna tveggja, fyrir tilstilli dr. Roseby!* — En þaðan man ég samt bezt augu ungu Miss Hall, sem alltaf fylgdu þér jafn ung og björt! — Og „ei leyna augu, er ann kona manni“ — jafnvel ekki í „Lundúna-þok- unni“!--------- Já, Kjarval minn elskulegur: — Þess- ar minningar eru enn ungar og lifandi í huga mínum og engum aldri háðar! — Báðir erum við ungir enn, — þótt ég sé fullum hálfum tug ára eldri þér. — Við teljum ei aldur í árum! Og báðir deyj- um við eflaust ungir, sælir og sáttir „inní fjallið okkar helga“ — eins og Þórólfur inní sitt Helgafell! — En okkar helgafell er eftirminnilega fjallafyrirbrigðið glæsi- lega, Skælingurinn, á smalaslóðum mín- um og augna-yndi þitt í æsku, þessi tveggja hæða „egypzki musteristurn“, sem rís svo hátt ogtignarlega efst á þremur fjalla-þrepum, Sniðum, Grjót- brún og Fláum, hverju öðru ofar!--------- Ég endurtek að lokum stefið úr bréfi til þín 15/10 1950, er síðar varð forleik- ur að Kjarvals-þulu, sem ég hripaði á ritvél að næturlagi á sjötugs-afmæli þínu, en sendi þér aldrei — fyrr en nú, og á þennan hátt! — Og minnumst þess að lokum, að „lífið brosir við dauðans dyr, / og dauði er ekki til!“ * Sbr. Lesbók Mbls. 1. tbl. 12. jan. 1964: Hjá brezkum súffragettum! Jóhannes Sveinsson frá Efri-Ey, Lundúnum, 1912. Einar Jónsson (efri mynd) — Helgi Valtýsson (neðri mynd) KJARVALS-ÞULA ort á ritvél að næturlagi I. Enginn annar er þér líkur. Ef hér fæddist margur slíkur, ætti „víðreist“ íslands hrós! Þú ert sonur hraunsins heima, hugurinn skyggn um undra-geima, í æðum þínum stórár streyma, — stj örnublik og norðurljós sindra um þíns sefa ós! Þú átt allar íslands álfur, ætíð heill, en hvergi hálfur! Kjarval einn! — Og Kjarval sjálfur! (Úr bréfi 15/10 ’50). II. Aftanskin á Skælings-tindi, Skúmhött girðir þoku-lindi. Sólrauð fjöll í sunnanvindi sínum gesti fagna öll: Drangar, hamrar, Dyraf jöll! Austurlandið óska-syni opnar faðminn, kærstum vini, Kjarval, ljúfum lista-hlyni, langþráðum úr sunnan-átt! Allir spretta uppá gátt unaðs-heimar yndisríkir, — öðrum birtast sjaldan slíkir: Lyngið hjúfrar berjablátt, lækir niða, lindir blika, litum skiptir mosa-kvika, blágresi í brekku-krika bjóða vini góða nótt! — Kvöldsins líf er Ijúft og hljótt! — Lyngbrún rjúpa í laufa-leyni, lóa, samlit gráum steini, hagamús í hríslu af eini hvísla allar kvöldljóð sitt: „Heill og sæll í heimaland þitt! Okkar allra einkavinur, enn er hérna ríkið þitt!“ III. Kjarval krýpur, hlustar hljóður, — heim er kominn sonur góður. Berst að næmu eyra óður, alvitundar kærleiksmál smýgur inní sefa og sál! Leggur eyra létt að bala, ljúfar raddir foldar tala, kjassa, gæla, hvísla, hjala, — hljótt slær strengi Draurnadís: Blær í laufi, linda-niður, ljósan geiminn fyllir kliður, nálgast blíður nætur-friður, — nú skal sveinninn sofa rótt sólskinsbjarta sumarnótt, — dreyma sælt, unz dagur rís: Þúsund tóna lita-ljóma, loftsins blæhvörf, angan blóma, fegurð dýpstu himin-hljóma, hreimi slungin gullinský! — Ljúfling sinn í sólarhafi sveipar dísin geisla-trafi, lita-tæra töfra-stafi tendrar Kjarvals draumum í! — Ungur rís hann upp á ný! (Úr bréfi sem aldrei var sent 15. október 1955). 38. tbl. 1965 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.