Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1965, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1965, Blaðsíða 12
Framtíðarborg að hugmynd Mailers. Þe ssi húsasamstæða átti að vera kringum 1000 metra há og 1200 metra Iöng. Þar ættu að vera 15.000 íbúðir handa 60.000 manns. Neðst til vinstri er byggi ng Sameinuðu Þjóðanna til samanburð- ar. kosta nema fjórðung þeirrar upphæðar að gera við samskonar íbúð í fátækra- hverfi. Samt viljum við heldur byggja ný leiguhús — óaðlaðandi, dýr og fé- lagslega hættuleg — fremur en endur- byggja gömul fátækrahverfi. Og það er heldur ekki rúm fyrir annað. Fátækra- hverfin eru að springa utan af fólkinu, ekki síður en borgirnar. Svarið kemur þá af sjálfu sér og með áherzlu. Ef við eigum að varðveita sveitalandslagið, ef við eigum að vernda stíl smábæjanna og næðissömu útborg- anna, halda í hinn lífræna miðdepil stór- borgarinnar og gömlu hverfin, viðhalda þessum fáu strætum, sem enn eru eftir, þar sem erfðakenningar nítjándu aldar og skáldgyðja átjándu aldar eru enn við líði, ef við eigum að losna við risaborg, 500 mílna langa og án inngangs eða út- gangs og sköpulags, martröð af sveita- húsum, þjóðvegum, útborgum og iðnaðar sóðaskap, ef við eigum að varðveita hin eftirtektarverðu borgarmörk — þar sem við losnum frá borginni og komumst út í sveitasæluna — ef við eigum að hafa þéttbýli á meðvitundinni, en jafnframt svolítið andrúmsloft, þá er ekki til nema ein lausn: borgirnar verða að leita upp á við, og þær mega ekki byggjast upp með sífelldum viðaukum, heldur snögg- lega, hærra og hærra upp í himininn. Við verðum að geta búið í hundrað hæða húsum, eða tvö hundruð hæða, langt fyrir ofan þá húsahæð, sem við nú þekkjum. Nýjar borgir með miklum turnum verða að rísa á jafnsléttu, borg- ir fjöllum hærri, borgir sem geta hýst 400 milljónir manna, eða þann hluta 400 milljónanna sem vill eiga heima í landslagi tinda og turnspíra, kletta og hengifluga. Fyrir hina, sem vilja halda sér við jörðina, verður svo litlu borginni gömlu leyft að standa, og sama er um gömlu hverfin í borgunum. En fyrst verður að finna aðferð til að byggja upp á við, og þrefalda og aftur þrefalda hæð þeirra húsa, sem við nú þekkjum. Jæja, en roálið er nú ekki svona ein- falt. Erfiðleikarnir nálgast það að vera óyfirstíganlegir. Þarna koma við sögu byggingareglur og tilskipanir, skipu- lagsreglur borga, iðnfélagareglur og heilt moldviðri af borga-, ríkis- og al- ríkislögum, sem því aðeins er hægt að brjótast gegnum, að óskin um mikið þjóðfélag sé raunverulega lifandi, sem raunveruleg þrá hjá meirihlutanum og ekki eingöngu sem kjaftæði stjórnmála- skúma. Og svo er líka ein meginspurning við- vikjandi byggingu, sem á að ná hálfa mílu upp í loftið. Hvernig á að koma henni upp? Langar menn til að koma upp skýjakljúf, sem er helmingi hærri en Empire State? Grunnflöturinn yrði auðvitað að vera helmingi stærri. Og það er of stórt. Hvað væri hægt að gera við innanrúm, sem yrðu meira en lengdin á þrem húsasamstæðum í borg? Það yrði alltaf takmarkaður fjöldi þeirra samkomusala, sem hægt væri að koma fyrir í svona risahúsi. Eitthvert annað byggingarlag verður að finna. því að bygging með alltof stórum grunnfleti er kæfandi, og húsagarður með eilífum rangölum og loftgöngum verður dimmur og draugalegur. Það er lítið unnið við skýjakijúf, hálfa mílu á hæð, ef hann á aö verða jafn sálarlaus og skrifstofu- hrúgöldin, sem verið er að byggja þessa stundina. Mr að er til aðferð, sem er gjörólík þessU, en verður varla lýst lauslega. En því miður verður að byrja á því að taka hversdagsleg dæmi. Þessvegna segi ég við lesandann: Hugsaðu þér jafnvægi þitt, ef þú stendur uppréttur með hælana saman. Það þarf ekki að koma nema lítið við þig til þess að jafnvægið sé ótryggt. En undir eins og þú glennir þig svo að ein stika sé milli fótanna, verð- urðu stöðugur til beggja hliða, enda þótt jafnvægið batni ekkert í fram- og afturstefnu. Ef nú einhver stendur beint fyrir framan þig, í fárra feta fjarlægð, einnig með eina stiku milli fótanna, þarftu ekki annað en seilast fram og taka í hendurnar á honum, þá hafið þið jafnvægi til allra hliða. Og samt bygg- út þetta á fótum tveggja manna, ein- vörðungu. Einnig má taka annað flóknara dæmi: Hugsaðu þér sléttan flöt þar sem 20 fimleikamenn standa, og hver þeirra heldur sér i tvo félaga sína. Hugs- aðu þér þá 10 fimleikamenn standa á öxlum þessara 20 og svo aftur 5 á þeirra öxlum, síðan tvo, síðan einn — þá höfum við þarna pýramída af mönnum, þar sem 6000 til 8000 punda þungi hvílir a grunnfleti afmörkuðum af 20 skópör- um. Út frá þessu getum við hugsað okkur flóknari byggingar; pýramída úr stáli, sem verða að turnum. Hugsaðu þér turn, hálfa mílu á hæð og útreiknaðan til að þola geysimikinn þunga. Hugsaðu þér eina sex eða átta svona turna og brýr byggðar milli þeirra, rétt eins og þegar stórvaxinn vínviður bindur saman grein- ar tveggja trjáa; hugsaðu þér fjölda íbúða byggðra á þessum brúm (rétt eins og búðirnar á Ponte Vecchio í Firenze), og aðrar hangandi neðan í brúnum, og svo smærri brýr, sem liggja frá einni íbúð til annarrar, síðan íbúðir hangandi í taugum, íbúðir sem er skipulega fyrir komið og styðja hver aðra með taugum, sem strengdar eru milli þeirra. Nú er hægt að fara að hugsa sér borg eða sérstakan þorgarhluta, sem sé eins mikið á hæðina og breiddina, borg sem bærist ofurlítið í miklu roki, svo að dálítil sveigja kemur á hvern hinna næstum óteljandi hluta, og jafnvel minnsta stykki í stórri brú tekur við sér með ofurlitlum titringi, ef bíll fer framhjá. Og með þessum ofurlitlu sveigjum mætti manni finnast, að þessi lóðrétta borg væri sjálf lifandi. Það gæti vel orðið þægilegt að eiga þar heima. En ef við færum að reyna að byggja svona með þeim aðferðum, sem við nú þekkjum, og undir öllum núverandi regl- um og fyrirskipunum, yrði það fram úr öllu hófi dýrt — og okkur langt um megn, nema því aðeins við gætum fund- ið upp einhverjar nýjar aðferðir til að búa til sjálfar ibúðirnar — einhverja gjörólíka aðferð. Hvernig væri ef við reyndum að smíða einhverja fyrirfram tiibúna einingu? Hvað ef við fyndum einhverja samsetningu, sem gæti verið íbúð, einstök íbúð, segjum á stærð við hæð í núverandi múrsteinshúsi og ekki óiíka einni slíkri að öðru leyti en því, að hægt væri að flytja hana og koma henni fyrir á sínum stað, hátt uppi í loftinu? Við getum til dæmis áætlað hana að innanmáli 50x20 fet og 12 feta háa. Þar mundi verða venjuleg dag- stofa og borðstofa, eldhús, baðherbergi og tvö eða þrjú svefnherbergi. Hún yrði með öðrum orðum rétt eins og hæð í þægilegu steinhúsi, nema hvað þarna væri hægt að hafa glugga á öllum hlið- um. En að einu leyti mundi svona íbúð verða gjörólík venjulegum íbúðum. Hún yrði ekki brothætt hylki, heldur yrði hún eining í samsetningu fleiri sams konar íbúða, rétt eins og hægt er að festa saman nokkra múrsteina. Okk- ar íbúð yrði hluti af samsetn- ingu, kassi, 50x20x12 fet, einnig, sem þessvegna mundi ekki aðeins hafa til að bera sömu þægindi og íbúð í stein- húsi, heldur yrði hún svo sterk, að hún gæti þolað talsverða þenslu og áreynslu. Hún gæti til dæmis þolað þunga margra svipaðra íbúða ofan á sér. Eða þá væri hægt að festa hana á öðrum endanum við vegg og þannig stæði hún út í loftið, eins og útréttur armur. Einn- ig mætti festa hana utan á aðra íbúð og setja síðan báðar í röð með þeirri þriðju til að fá þriggja íbúða röð, þar sem samanlögð þaklína þeirra væri 150 feta löng brú. Ef óskað væri eftir lengri af skýjakljúfi í Chicago, sem átti að verða 1600 metra hár. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 38. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.