Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1965, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1965, Blaðsíða 8
Joanne Stang: Hann var dáður í Moskvu una fyrir heimuglega barnsskírn Sig- þrúðar systur sinnar árið 1733, sem sagt verður frá hér á eftir, en fékk síðar uppreisn og varð þá prestur á Stað á Snæfjallaströnd. — Guðríður varð kona Jakobs „stóra“ Eiríkssonar við Búðir, en synir þeirra voru sýslumennirnir Jón. Jakobsson faðir Jóns Espólíns og Halldór Jakobsson. Út > t úr sóltorunaskjöldóttu húsi á Beverley Hills stikar Jack Lemmon, heimsferðalangur, hlutafélagsstjarna og iðkandi hinnar göfugu listar gam- ankvikmyndanna. Hann er glæsilegur útlits, í blárri skyrtu, hvítum buxum og með Lemmonbros á vör. Meðan hann brosir, talar hann og gengur — inn í húsið, framhjá ýms- um fallegum listmunum og skraut- legri eiginkonu inn í krókinn sinn, með timtourklæddu veggjunum, með leðurstól og hrúgu af vindlum. Hann er „milli mynda“, en það er orðatil- tæki, sem spáir engu góðu fyrir suma leikara, en þegar um Lemmon er að ræða, þýðir það bara, að hann sefur svolítið lengur frameftir og fer í skrif stofuna sína nokkrum sinnum á viku. Félag hans, Jalem Productions, hefur nýskeð undirritað samning við Col- umbia Pictures um sex myndir, þar sem Lemmon á að leika stjörnuhlut- verkið í fjórum, en „taka þátt í upp- setningunni“ á að minnsta kosti tveimur. — Það þýðir, segir hann, — að ég á, ásamt framkvæmdastjóranum mín- um, Gordon Carrol, að stórna vali, framleiðslu og allri meðferð mynd- anna, en það er í rauninni ekki ann- að né meira en ég hef verið að gera í flestum myndum mínum, síðan „Dag- ar víns og rósa“ var á ferðinni. Þetta gefur manni tækifæri til að kenna sjálfum sér um það, sem aflaga fer, og losar mann við að liggja andvaka og skamma stjórnandann — af því að hann er sama sem maður sjálfur. — Ég hef það ekki enn á tilfinn- ingunni, að ég sé orðinn verksmiðja — ekki enn. Sá sem á annað borð fer í kvikmyndaframleiðslu, er á kafi í henni hvern dag, þarf að' vinna með höfundinum og leikstjóranum og lifa sig inn í hvert smáatriði. Nú, en það er ekki nema dásamlegt. Ég vil vera á kafi í þessu alveg fram að upptök- unni, en þá tekur leikarinn Lemmon við. Þá vil ég fela öðrum ábygðina til þess að rugla ekki fyrir þeim leik, sem ég þarf að sýna. RÚSSLANDSFERÐIN Lemmon, sem er mikill ferða- langur, er nýkominn frá Rússlandi, frá fjórðu alþjóða-kvikmyndahátíð- inni, þar sem „Kapphlaupið mikla“, þar sem hann leikur stjörnuhlutverk ásamt Tony Curtis og Natalie Wood, — vann silfurverðlaun. — Innan um allar þessar lærdómsríku myndir, komum við fram með þennan bjána- lega skrípaleik, og þá gerðist nú ýmis legt eftirtektarvert. í fyrsta lagi finnst mér að sá sem valdi amerísku Framhald á bls. 14 Jack Lemmon. 0, Oscar Clausen: Prestasögur Blindu börnin pröfastsins Síra Jón Jónsson var prestur á Staðastað 1722-1735- Hann var sonur síra Jóns prófasts í Belgsdal í Saurbæ, Loftssonar bónda í Sælingsdal. En þetta er ætt göfugra manna og verður rakin til hirnxa fornu Skarðverja, en sá kyn- þáttur er stórmerkur og verður með vissu rakinn til Ingólfs Amar- sonar. — Síra Jón var vígður 1688 og fékk þá Garpsdal, en þar var hann prestur og prófastur í 20 ár, síðan fékk hann Miklaholt og var þar í 14 ár, og loks fékk hann svo Staðastað árið 1722. Það er sagt, að hann hafi verið fyrstur ósigldra manna, sem fékk það brauð um langt skeið. Síra Jóni er lýst svo, að hann hafi „verið líkur frændum sínum og for- feðrum, harðgjör, atorkumaður mikill og skörungur, en þó lipur í prestsverkum og vel látinn af sóknarbörnum sínum, en ekki gjörði hann minna úr atorku sinni en var“, eða m. ö. o. hefur hann verið dálítið grobbinn og ánægður með sig. (Sbr Præ VIII, 191). Það var venja hans, þegar brauð þau, sem hann hafði þjónað, bárust í tal, að hafa þessi um- mæli, „að á þeim auma Garpsdal hefði hann haft mörg börn í ómegð, en grætt núkla peninga; á því sæmilega Mikta- holti hafi hann naumast getað haldið við, en á þeim stóra Staðastað væri allt að ganga af sér aftur“. — Og þó að síra Jón ætti það til að geta ýkt, héldu menn samt, að þetta væri sannmæli. — Hann var prestur á Staðastað til dánardægurs, en hann dó 25. ágúst 1735, 75 ára gamall, og hafði þá verið prestur samtals í 47 ár. Kona síra Jóns var Kristín Ólafsdóttir frá Stóra-Ási í Hálsasveit. Hún var vitur kona. Hún dó árið 1733, 77 ára gömul. m au síra Jón og maddama Kristín eignuðust fimm börn, sem komust til fullorðinsára, en þrjú þessara barna urðu blind á unga aldri, og frá þeim verður aðallega sagt hér. — Það er göm- ul þjóðsögn vestur á Snæfellsnesi, að börnin hafi orðið blind af snjóbirtu, þegar prófasturinn flutti frá Garpsdal í Miklaholt. Þeir flutningar hafa átt sér stað vorið 1708, en þá er yfir Kerlingar- skarð að fara suður yfir fjallgarðinn, og þá hefur að líkindum verið þar snjór og sterk sólbirta. Þetta segir þjóðsagan, en í einni heimildinni stendur „að þremur börnunum fylgdi sú ógæfa, að þau urðu blind í æsku eða á unglingsaldri, ef sum hafa ekki verið það frá fæðingu". Blindu börnin voru: tvær stúlkur, Sig- þrúður og Helga, og einn piltur, Ólafur eldri. En börn prófastshjónanna, sem voru alsjáandi, voru: ólafur yngri og Guðríður,' og skal nú gjörð stutt grein fyrir þeim: Ólafur yngri var látinn ganga menntaveginn og var vígður 1725 kapellán til föður síns, en missti hemp- '11 þessi fimm börn prófastsins á Staðástað, bæði þau sjáandi og blindu, ólust upp í föðurgarði við bezta atlæti og aðbúð, guðsótta og góða siði, sem slíku prófastsheimili sæmdi. — En svo var það haustið 1732, að Sigþrúður, önn- ur blinda prófastsdóttirin, var orðin van- fær og farin að þykkna undir belti. Það þótti, að sjálfsögðu, ekki lítil hneisa, að slík hefðarmey skyldi láta „fallerast“, en hitt var þó enn verra, ef svo var til stofnað, sem seinna var altalað. — Eftir á hermdi nefnilega almannarómurinn, að blindur bróðir hennar, Ólafur eldri, hefði verið valdur að þunga hennar, en slíkt afbrot var þá samkv. Norsku lög- um dauðasök fyrir systkinin bæði, og óbærileg smán fyrir prófastsheimilið. Vegna þessa var það ráð tekið að leyna því hversu var ástatt fyrir stúlk- unni, með því að hún færi að heiman, áður en heimilisfólkið tæki eftir því að hún væri farin að gildna. Á Staðastað var margt fólk í heimili í þá daga, og því mikil líkindi til þess, að einhver tæki eftir þeim vandræðum, sem heimasætan var komin í. Henni var því komið fyrir á Álftavatni, sem er skammt frá staðn- um, þar sem var fátt fólk í heimili og gestakomur ekki tíðar, og þar ól Sig- þrúður prófastsdóttir barn sitt með mestu leynd, svo að enginn utan heimilis vissi um. Svo var það á þorranum um veturinn, að einhverjir urðu varir við ungbarn á Álftavatni og þá kvað húsfreyjan þar eiga það og lét leiða sig í kirkju eins og hún væri hin rétta móðir barnsins. — Þetta var svo allt í bezta lagi þangað til um Jónsmessuna um vorið, en þá ól konan á Álftavatni fullburða barn. Það var nú sýnilegt, að hún gat ekki átt bæði börnin, og var því fæðingu og skírn seinna barnsins leynt þangað til á allra- heilagramessu (1. nóv.) um haustið. — En nú fór þetta að kvisas-t og varð að hámælum, og var mikið skrafað um. Orðasveimurinn barst til eyrna yfirvalds Framhald á bls. 14 ti'tttr 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 38. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.