Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1965, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1965, Blaðsíða 14
I, —ii- — ■ "iT ~~ mmmmm — ■ ■ ■■ ^ PRESTASÖGUR Framhald af bls. 8 Snæfellinga, sem þá var hinn frægi Jó- hann Gottrup, sem átti í mesta mála- þrasinu og brösunum við Odd lögmann Sigurðsson á Narfeyri, en þess dáindis- manns biðu þau grimmu örlög að enda sem fiskbarningsmaður í Grunnasunds- nesi við Stykkishólm. Oottrup tók málið fyrir með mikl- um myndugleik, þó að enginn væri kær- andinn, en hann var víst ekkert „billeg- ur“ dómari, þegar hann vildi svo við hafa og á honum var mesti völlurinn. Málið upplýstist líka á skömmum tíma. Prófastsdóttirin blinda meðgekk umsvifa laust, að hún væri móðir að fyrra barn- ir.u, en húsfreyjan á Álftavatni sagði, að hún hefði verið „hrædd“ til þess að halda kirkjugöngu fyrir það, eða m.ö.o. látið leiða sig í kirkju vegna fæðingar þess og þegja yfir sínu eigin barni, en hver hafði ógnað henni til þessa kom ekki fram í málinu. Bæði börnin voru piltar, og var dreng ur húsfreyjunnar á Álftavatni skírður Þorsteinn, en drengur Sigþrúðar blindu var skírður Bjarni, en báða drengina skírði síra Ólafur yngri, bróðir Sigþrúð- ar, og missti hempuna fyrir tilvikið, eins og áður getur. Einkennilegt virðist það, hversu lítil gangskör var gjörð að því að feðra dreng Sigþrúðar, en það var hiutverk prestsins að grennslast eftir því. Þarna var því með skyldum að skipta, þar sem skírnarfaðirinn var bróðir rr.óðurinnar. — Nokkrum árum síðar varð maður nokkur í Staðarsveit, Sigurð- ur Guðmundsson að nafni, að sverja fyr- ir Sigþrúðu blindu, að fyrirskipun amt- mannsins á Bessastöðum vegna orðróms, sem orðinn var landfleygur. — Að lok- um fór svo, að Bjarni litli var kenndur Jóni Gíslasyni, sem var vinnumaður hjá síra Jón prófasti föður Sigþrúðar, og við það sat. — Bjarni þessi Jónsson var settur til mennta og varð prestur, síðast á Mælifelli í Skagafirði. Hann var merkisklerkur og átti fjölda afkomenda. Sigþrúður prófastsdóttir barst eftir lát föður síns norður í Strandasýslu og bjó um tíma í Guðlaugsvík í Hrútafirði. Hún giftist ekki, en bjó þar með ráðsmanni, sem Sigurður hét. á skal að lokum sagt lítið eitt frá Helgu, hinni prófastsdótturinni blindu á Staðastað, en hún giftist og átti börn. Hún var fædd 1695, en varð blind 16 ára gömul, og var blind alla ævi. — Það þótti merkilegt, að þau systkinin, Helga og Ólafur, gátu greint liti á ýmsum hiutum, þó að þau væru blind. — Maður hennar var síra Sveinn Guðlaugsson, sem var 1 ár kapellán hjá föður hennar, en síðast prestur í Hvammi í Norðurár- dal. Síra Sveinn var fátækra manna í Staðasveit. Síra Jón prófastur fann að hann var gáfaður og námfús á æskuár- unum, og er sagt, að prófastur hafi lofað honum að koma honum til mennta og menningar, ef hann gengi að eiga Helgu dóttur sína, sem þá var orðin blind og þótti auk þess lítill kvenkostur, og var kölluð Kjafta-Helga, en þó ekki nema af óhlutvöndum mönnum, segir í heimild- inni. — Þessu lofaði Sveinn, og kom þá síra Jón prófastur honum í Hólaskóla til lærdóms, og er þess getið, að hann hafi mannazt „sæmilega". — Þegar svo Sveinn hafði lokið lærdómi, vígðist hann 1734 kapellán til fóstra síns og tengda- föður, en ári seinna dó prófasturinn, og fékk þá síra Sveinn Breiðuvíkurþing undir Jökli og flutti þangað, og var þar prestur í 14 ár. Frá því er sagt, að hann hafi búið þar við fátækt, „en eljun mikla“, enda hafi Helga kona hans bætt lítið um hag hans, en hann var spak- menni, sæmilega gáfaður og vel liðinn. Vann hann allt, sem fyrir féll að búi sínu. Smalaði búpeningi á morgnana, og reri síðan til fiskjar við Hellna. — Um síra Svein var þetta kveðið: Prests var iðjan prýðilig, hann prikaði út um móa, grátandi hann signdi sig, síðan fór að róa. Að lokum fékk síra Sveinn Hvamm í Norðurárdal og fór þangað 1750, en lifði þar aðeins rúmt ár og dó þar 1752. Helga lifði hann í 15 ár og dó hjá dóttur sinni, Kristínu á Stóra-Ási í Hálsasveit 1767, 72 ára gömul, blind til dauðadags. Sonur þeirra var hinn merki guðsþjónn, síra Guðlaugur prófastur í Vatnsfirði. SMÁSAGAN Framhald af bls. 3 C row frændi smellti með vörun- um og það myndaðist undursamlegt vætukennt og safaríkt hljóð. Afi drengs ins starði á brjóstbirtuna og sagðist halda, að hún yroi lygilega góð, ef hún væri geymd í eitt eða tvö ár, en Crow frændi sagði: >tVandinn er sá, Lukey karlinn, að það er hræðilega erfitt að geyma hana. Maður byrjar að bragða til að sjá, hvernig gengur, og svo bragðar maður aftur og heldur áfram að bragða, og loks er ekki dropi eftir.“ Crow frændi hló svo mikið, að rúm- fjaðrirnar tístu undir útbelgdum bux- unum. ,,Hvers vegna er það kallað brjóst- birta?“ spurði drengurinn. „Drengur", sagði Crow, „þegar þú eldist og verður fullorðinn, veiztu þá, hvað kemur fyrir brjóstið á þér?“ „Nei“. ,,Það kemur þeli fyrir brjóstið á þér. Þér verður þungt um andardráttinn. Veiztu það, drengur?“ „Nei“. ,,Jæja, samt er það nú svo. Og veiztu, hvað við því er að gera?“ „Nei“. „Þú átt að fá þér dropa af brjóst- birtunni við og við. Það rífur þelann frá og þér léttir fyrir brjóstinu". Drengurinn var enn að velta fyrir sér þessum kynlegu framtíðarhorfum, áð þeli kæmi fyrir brjóstið á honum, þegar Crow frændi sagði: ,,Drengur, farðu út og gakktu fyrir hornið. Þar sérðu fötu. Náðu í handfylli þína af lækjakáli úr henni. Ég er viss um, að þú ert svangur. Ertu það ekki?“ „Dálítið". Hann fann lækjakálið í fötunni, svalt í forsælu litla hússins. Þegar hann kom aftur inn með það, sagði Crow frændi: „Nú lætur þú kálið á diskinn þann arna og þvínæst stingurðu nef- inu niður í skálina þá arna. Hvað er í henni?“ „Egg“. „Þau eiga að vera fjórtán. Fjögur á mann og tvö afgangs. Hvers konar egg eru þetta, drengur?“ „Lynghænuegg“. „Þú hefir komið með vitran dreng, Lukey“, sagði Crow frændi. Hann lét hreistrugt rautt augnalokið síga yfir annað augað eins og gamall hani, sem ætlar að fara að sofa. Hann fékk sér enn einn teyg af brjóstbirtunni og gaf aftur frá sér þennan vætukennda safa- rika hlátur, um leið og hann reis upp af rúminu: „Mjög vitran dreng“. Brátt var hann farinn að sneiða nið- ur þykkt brúnt brauð með stórum hornskeftum sjálfskeiðungi og smurði hverja sneið með sumargullnu smjöri. Við og við fékk hann sér sopa af brjóst- birtunni og einu sinni sagði hann: „Náðu í saltkrúsina, drengur, og helltu dálitlu salti á þennan disk, svo að við getum allir dýft ofan í“. Nú lagði Crow frændi síðustu sneið- ina á smurða brauðhrúguna og sagði: „Drengur, þú tekur könnuna þá ama og ferð eitt eða tvö skref upp stíginn og nærð í uppsprettuvatn handa sjálf- um þér. Þú munt sjá, hvar það kemur upp við ofurlítinn steingarð og þar rétt hjá vex hengipílviður.“ Þegar drengurinn kom aftur með lind arvatn í könnu, var Crow frændi að opna aðra flösku með brjóstbirtu, og afi hans sagði: „Guð hjálpi þér, maður, gáðu að þér. Þú gerir mig augafullan“. „Drottinn minn dýri“, sagði Crow frændi, „hvað sérðu rangt við það?“ Nú var lækjakálið, saltið, lynghænu- eggin, lindarvatnið og brjóstbirtan allt til reiðu. Eggin voru harðsoðin. Crow frændi lá í rúminu og bruddi þau eins og væru þau stórar, brúnar hnetur og sagði, að sér þætti lækjakálið alveg eins gott og mjúkt og ung stúlka. ,,Það er verst, að við skulum ekki vera með gulldiskinn. Ég notaði hann á sunnudaginn“. Rauðleit augnalokin sigu yfir gömlu augun aftur, og hann sleikti út um, en dýfði þvínæst öðru afhýddu eggi í saltið. „Veiztu, hvað ég hafði til miðdegis- veröar á sunnudaginn, drengur?“ „Nei“. ,,Kött á gulldiski. Steiktan með baun- um. Hefirðu nokkurn tíma , heyrt nm nokkurn, sem hefir borðað steiktan kött?“ Já“. "Hefirðu það?“ ,,Já“, sagði hann. „Það er héri“. „Lukey, þarna áttu mjög vitran strák“, sagði Crow frændi. „Mjög vitr- an“. Síðan vafði hann sér stóran dökk- grænan vöndul af lækjakáli, dýfði því í salt, þangað til það virtist hvíthélað og tróð því svo öllu í einu upp í mjúk- an Ijósrauðan munninn. „En ekki á gulldiski?" sagði hann. Það varð hann að viðurkenna. „Nei, ekki á gulldiski", sagði hann. Állan tímann hugsaði hann, að nýtt lækjakálið, lynghænueggin, brúna smurða brauðið og lindarvatnið væri það ljúffengasta og dásamlegasta, sem hann hefði nokkurn tíma borðað. Hon- um fannst aðeins eitt bjáta á. Það var, að hvenær, sem afi hans minntist á veiðar, gerði Crow frændi ékki annað en fá sér nýjan teyg af brjóstbirtunni. „Hvenær ætlar þú með okkur að veiða?“ sagði hann. „Þú lýkur nú egginu því arna“, sagði Crow frændi. „Það er það siðasta. Þú lýkur egginu því arna, og svo skal ég segja þér nokkuð.“ „Hvernig væri, að við færum að djúpa hylnum, þar sem karfinn var?“ sagði afi hans. „Upp með efri kvisl- inni.........“ „Nú skal ég segja þér nokkuð, dreng- ur“, sagði Crow frændi, „þú skalt fá afa þinn til að koma hingað með þig í sept- ember, að morgunlagi áður en móðan er þornuð af gluggunum. Um sveppa- tímann. Þið komið hingað, og við fáum okkur dálítið af steiktu fleski og svepp- um til morgunverðar og krækjum síðan í gedduna. Sjáðu til, drengur, geddu- tíminn er ekki núna. Það er of heitt, of bjart. Síðdegis er of bjart, og hún bítur ekki á.“ Hann fékk sér langan, góðan teyg af brjóstbirtunni „Er það ekki, Lukey? Það er tíminn, er það ekki, sveppatíminn?" „Einmitt", sagði afi hans. „Fáðu þér meira“, sagði Crow frændi. „Taktu það út. Ég held mér sé aðeins farið að létta fyrir brjóstinu". Hann rak aftur upp þennan dásam- lega hvella hlátur og sagði drengnum að ljúka nú áreiðanlega við lækjakál- ið og brauðið. Litla stofan var þrung- in lyktinni af brjóstbirtunni og sól- bökuðum, tjörguðum bjórtunnustöfun- um sem mynduðu veggi hennar. Og stöðugt barst inn um dyrnar ómurinn frá sefinu, sem muldraði í skeggið, og ilmurinn frá sumarenginu, sem leið yfir hina stóru bugðu árinnar með tígu- legu straumröstunum og blómstrandi vatnaliljueyjunum, hvítum og gulum í sólskininu. „Ég sé, að hveitið er að þroskasÞ', sagði afi hans. „Er þá ekki karfatím- inn?“ „Sveppatíminn", sagði Crow frændi „Það er tíminn. Komdu hingað um sveppatímann, og ég skal krækja í karfa, sem er eins stór og krikketspaði“. Hann horfði með þessum undar- legu, votu, ljósbláu augum á drengmn, sleikti letilega út um og sagði : „Veiztu, hvaða litur er á karfanum, drengur?" „Já“, sagði hann. „Hvaða litur?“ „Sá sami og á brjóstbirtunni.“ „Lukey“, sagði Crow frændi, „þarna áttu vitran dreng. Mjög vitran dre.ig.“ Seinna, þegar ekki var eftir meira lækjakál, lynghænuegg eða smurt brauð, og afi hans sagoist mundu fá fyrir ferðina, ef hann bragðaði meira af brjóstbirtunni, héldu þeir heimleiðis yfir engin. „Hvaða vinnu hefir Crow frændi?“ spurði hann. „Crow frændi? Vinnu? Ja, hann . . . Crow frændi? Ja, hann vinnur, en það er varla hægt að segja, að hann vinni reglulega.“ Alla leiðina heim heyrði hann sefið muldra í skeggið. Hann sá fyrir sér vatnaliljurnar, sem minntu hann svo mikið á hið gullna og hvíta innan í lynghænueggjunum. Hann heyrði á- nægjuhljóminn í hlátri Crows frænda og hvernig hann sötraði brjóstbirtuna og bruddi nýtt saltað kálið í litlu tjörg- uðu stofunni. Hann var einnig hamingjusamur, og sólin var gulldiskur á himninum. Anna María Þórisdóttir þýddi. Hann var dáður... Framhald af bls. 8 keppnismyndirnar, hafi leyst sitt verk ágætlega af hendi. Utan keppn- innar sýndum við svo „Svaramann- inn“, „Liljur vallarins“ og „Að drepa háðfugl“. Allar þrjár fóru í taugarn- ar á Rússunum og þeir lögðu það ekkert í lágina. Auk þess, sem þær voru ágætar, listrænar myndir, voru þær jafnframt ósparar á sjálfsgagn- rýni. En svo sýndum við „Kapphlaup- ið mikla" klára rusl, sem hafði kostað 11 milljón dali — sem hina formlegu amerísku keppnismynd, og einhvern- veginn hafði þessi samsetning mikil áhrif á þá. — Það var dálítið spennandi að sitja þarna innan um 2500 Rússa ,og horfa á þá skoða „Kapphlaupið mikla“. Þeir ráku upp hrossahlátur strax í byrjun myndarinnar og hættu svo aldrei að hlæja í þrjár klukku- stundir. Þeir heyrðu auðvitað rúss- neska rödd, sem var að þýða talið — en þeir voru alltaf á undan henni með að hlæja að því, sem þeir sáu. — Það er alveg greinilegt, að al- menningur hefur mikið yndi af skemmtilegum gamanleik, sem hann sér. Áhorfendur vilja beinlínis skelli hlæja, en það geta þeir ekki að alvar- legum leikritum, eða þó að þau séu kannski fyndin. Ef til vill stafar það frá þessu daglega fargi þeirra, að þeir vilja koma sér burt frá raunveru leikanum — og þetta getur öðrum þræði verið taugaóstyrkur. En al- menningur tekur þessum myndum með svo miklum fögnuði, að áreiðan- lega verður haldið áfram að gex-a þær þangað til komið er hringinn í kring. En hamingjan skal vita,- að þær eru dýrar. Gamanleikur getur ekki verið alvanalegur. Hann verður- að vera sérhæfður og öll þessi brögð 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS' 38. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.