Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1965, Blaðsíða 2
SVIP-
MVND
Erle Stanley Gardner hefur
skrifað á annað hundrað
skáldsögur um Perry Mason. Árið
1963 höfðu 143.105.254 eintök af
Perry-Mason-sögum selzt á ensku,
og nú seljast að meðaltali 20.000
eintök af bókum hans á degi hverj-
um (að sunnudögum meðtöldum).
Auk þess sendir hann frá sér árlega
nokkrar A. A. Fair-leynilögreglu-
sögur. og eina eða tvær bækúr um
ferðalög sín og athuganir á auðnum
og öræfum „villta vestursins." Þá
sér hann vikulega um nýjan ~>erry
Mason-sjónvarpsþátt og stjórnar
fyrirtæki sínu, sem selur tilbúna
sumarbústaði. Orsök þess, að Erle
Stanley Gardner fór að skrifa, var
einfaldlega sú, að hann var irðinn
hundleiðúr á lögfræðistörfum.
Hann segist hafa lagt út í rithöf-
unda-„business“, eins og hann seg-
ir, til þess að hvíla sig á lögfræði,
en þessi tómstundaiðja hafi brátt
orðið að ævistarfþ „Það er líka allt
í lagi“, segir hann. „Hefði ég haldið
lögfræðistarfinu áfrám, væri ég
löngu dauður úr leiðindum“.
Hann er nú orðinn 76 ára, en ekkert
lát virðist á bókaframleiðslu hans. Ekki
er rétt að tala um skriftir, bví að hann
talar allar bækur sínar á segulband.
Hann er hættur að eiga hesta og ríða
daglega út, og hann hefur einnig gefið
bogfimi upp á bátinn. Á tímabili skaut
hann manna bez>t af boga í Kaliforníu,
og ekki er mjög langt síðan hann
skemmti gestum sínum með því að
kljúfa blómstilka með örvum af 25 feta
færi. Hann er sámt starfsamur enn í
bezta lagi. Daglega les hann fyrir um
20.000 orð eingöngu vegna bréfaskipta
sinna við sakfræðinga, lögfræðinga, les-
endur og aðstandendur dsemdra manna,
sem vilja láta taka mál þeirra upp aft-
ur. f>á tekur hann vir'kan þátt í borg-
aralegu lífi og flytur ræður og fyrir-
lestra á alls konar klúbbíundum.
Hann á mörg áhugamál og réttlætir
þau með því, að öll snerti þau á ein-
hvern hátt ritstörf hans. Skemmtanir
telur hann hluta af starfi sínu. Hann
er óvenjulega forvitinn um hin fjar-
skyldustu málefni og telur ekki eftir
sér tímann, sem fer í að kynnast þeim.
„Ég borga fyrir allt, sem ég tek mér
fyrir hendur, en það skilar sér allt með
vöxtum í bókum mínum“.
ERLE STANLEY
M>
. ikla frægð hefur hann hlotið
fyrir afskipti sín af sakamátum. Hann
hefur varið miklu fé og miklum tíma til
þess að rannsaka mál sakborninga, ef
honum finnst sannanir gegn þelm af
GARDNER
skornum skammti. Hann stofnaði sinn
eigin ,,dómstóil“ („The Court of La.st
Resort“) árið 1948, sem hefur tekizt að
sana sakleysi fjölmargra sakbominga,
og síðan hefur hann kostað málflutning
þeirra fyrir hinum réttu dómstólum.
Eins og Perry Mason hefur Gardner orð
á sér fyrir að draga taum litilmagnans.
Þá hefur hann verið fréttaritari stór-
blaða við- ýmis helztu lögreglumál síð-
Ustu tuttugu ára.
Hann hefur beitt sér fyrir afnámi
dauðarefsingar, barizt fyrir aukinni
náttúruverndun í Bandaríkjunum og
haldið þrumuræður gegn klámfengnum
bókmenntum. Sum áhugamál hans virð-
ast einkennileg, þótt þau séu honum
ekki síður hjartkær en hin, svo sem
barátta hans fyrir því, að hvert sveit-
arfélag hafi óskoraðan rétt yfir öllu
vatni í umdæmi sínu, en hvorki einstak-
ir, hvað þá alríkisstjórnin. Hann er
ir, hvað þá aðalrikisstjórnin. Hann er
einn helzti landkönnuður óþekktra og
óaðgengilegra svæði í vesturríkjum
Bandaríkjanna og hefur rannsakað ýtar-
iega og skrifað um óbyggðirnar umhverf
is Kaliforníuflóa í Mexikó. Upp á síð-
kastið hefur hann snúið sér að Ijósmynd-
un og fornleifafræði.
Afkastagetu hans viiðast engin tak-
mörk sett.
Erle Stanley Gardner fæddist í
Malden í Massahusetts 17. júlí 1889.
Ungur að árum fluttist hann vestur að
Kyrrahafi með föður sínum, sem var
námaverkfræðingur. Hann hafði lítinn
áhuga á skclanámi en las í æsku ógrynni
liók um dlls konar hugðarefni, sem
skiptust á um að halda hug hans föngn-
um. Samt lauk hann menntaskólanámi í
Palo Alto. Þá fluttist hann til Oroville,
nálægt Sacramento í Kaliforníu, og gerð
ist þar hnefaleikamaður. Á þeim árum
voru hnefaleikar ólöglegir í Kaliforníu,
svo að hann lenti fljótlega í kasti við
lögin. Hann varði mál sitt sjálfur og
lagði mikla vinnu í undirbúrúng mál-
fLutningsins. Málsvörnin tókst svo vel,
að honum ,t í hug að leggja fyrir sig
Lög. Brátt ...uxmst hann að sem aðstoð-
armaður á lögfræðLskrifstofu og fékk 20
dollara í laun á mánuði í fyrstunni.
Þetta gekk syo vel, að hann var orðinn
málaflutningsmaður aðeins 21 árs að
aldri, Árið 1912 opnaði hann lögfræði-
skrifstofu í Oxnard og Ventura, sveita-
þorpum fyrir norðan Los Angeles. Hann
fór að skrifa árið 1921, en það var ekki
fyrr en árið 1938, sem hann flutti sein-
asta mál sitt og ákvað að setjast að
skriftum fyrir fullt og altt.
Na
lú býr hann oftast á víðlendum
búgarði, Ranbho del Paisano, í Kali-
' forníu. Hann kann ná'býli illa, og helzta
áhyggjuefni hans um þessar mundir er,
að ekki er nema hálftíma akstur til
tveggja nýreistra elliheimilaþorpa eða
byggðarlaga, þar sem fólk á eftirlaunum
hyggst eyða efri árum sínum, Sun City
og Sierra Dawn. Hins vegar huggar hann
sig við það, að land hans liggur að
; miklu leyti að friðlýstu Indíánas'væði
(Pala Indian Resérvation).
Hann vili fá að vera í næði, þegar
hann dvelst á búgarðinum, og því er
hann ekki merktur. Hið versta, sem
hann veit, er þegar aðrir rithöfundar
leita hann uppi og vilja sækja til hans
ráð. Ef þeim tekst að finna hann, á hann
til að bregða á það ráð að leika fífl eða
tala ekki um annað en innansveitarmál
og fjármál hreppsins, unz hinn öboðni
gestur er þeirri stund fegnastur, þegar
hann kemst í burtu.
Á búgarðinum búa sjö gráhærðir
einkaritarar, sem hafa nóg að gera all-
an daginn við að vélrita eftir segul-
bandsspólum, rannsaka fyrir hann ýmis
mál, sem hann hefur í huga að skrifa
um, og safr.a upplýsingum. Þeir annast
einnig útgáfustarfsemina að nokkru
leyti og fylgjast með greiðslum tiL
hans. Hann á nokkra aðra dvalarstaði
í Kaliforníu, þar sem hann felur sig,
þegar hann er venju fremur önnum
kafinn, svo sem tvö hús nálægt Palm
Springs og eitt nálægt Idyllwild. Um
suma dvalarstaði hans er allsendis
ókunnugt, enda dvelst hann þar til þess
að vera algerlega einangraður. Á hverj-
um slíkum dvalarstað er nauðsynlegt
bókasafn, skrifstofa með upptökutækj-
um og nofckurt fast starfslið, en einka-
ritararnir sjö fljúga eða aka á milli
staðanna. Þar eru einnig ýmsar tegundir
bifreiða og vélftugna. Þótt Gardner láti
sér tíðrætt um gildi harðneskjulegs úti-
lífs og frumstæðra landnemadyggða,
fylgist hann af alhug með ölkim nýjung-
um í samgöngutækni. Fyrir nokkrum
árum slasaðist hann, þegar hann var að
reyna nýja gerð af þrihjóla eyðimerk-
urbíl, og á þessu ári hafur hann verið
að reyna ásamt einkaflugmanni sínum
svokalla'ða STO'L-flugvéi (,short take-
off and landing"), sem lyftir sér ská-
hallt frá jörðu (45 gráða horn) og lend-
ir lóðrétt.
M
l'Aínn eiga bágt m.eð að trúa því, að
Erle Stanley Gardner skrifi sjáLfur allar
toækur sínar, ekki sízt, þar sem hann
fæst við svo margt annað en að setja
saman bækur. Gagnrýnandi nokkur bar
'það á hann fyrir nokkrum árum, að
hann hefði ritdrauga á launum í Rancho
del Paisano. ÚtgeEendur bóka hans aug-
lýstu þá, að þeir mundiu veita þeim
manni 100.000 dala verðlaun (yfir 4
millj. ísl. kr.), sem gæti fært sönnur
á, að Erle Stanley Gardner væri ekki
höifiundur hvers orðs, sem birzt hefði á
prenti undir nafni hans eða nafninu
A. A. Fair. Enginn hefur unnið til verð-
launanna enn. Hins vegar segjast útgef-
endurnir gjarnan vilja finna annan
Gardner fyrir 100.000 dollara. Meira en
milljón einitök hafa selzt af 70 bóku.m
hans. 20 hafa farið yfir tvær miLl'jónir
eintaka. Það er því einsær gróðavegur
að gefa út bækur eftir hann,
r
vFardner er löngu hættur að geta
fylgzt með tekjum sínum. „Það skiptir
heldur ekki neinu máli“, segir hann.
„Ríkið hirðir 80% þéirra hvort eð er“„
Hin gífurlega sala á bókum hans sýnir,
að hann er meðal vinsælustu rithöfunda
þessarar aldar, þeirra, er fást við að
semja sögur mönnum til afþreyingar,
ef hann er ekki hinn vinsælasti þeirra.
Gagnrýnendur hæðast stundum að hon-
um og segja, að hann sé framleiðandi
bóka og bóksali, „businessman“ en ekki
rithöfundur. Gardner er þeim hjartan-
lega sammála. Hann segir þetta vera
eins og hver önnur atvinnugrein. Hann
skari fram úr á þessu sviði, og því skyldi
. hann ekfci nota hæfileika sína og njóta
þeirra? Ýmsir „alvarlegir" gagnrýnend-
ur hafa brotið heilann um það, í hverju
vinsældir skáldsagna hans felist, bg
hafa komið fram með háfleygar kenn-
ingar til skýringar. Gardner lætur sér
í léttu rúmi liggja, hvað um hann er
sagt, meðan bækur hans seljast. Hann
segist eiga sér fáein atvinnuleyndar-
mál um það, hvernig skrifa eigi góðar
sölutoækur, og hann hefur nokkrum
sinnum lýst því, hvernig slíikar bækur
eigi ekki að vera. Hann hefur mikla
skömm á því, að fjallað sé um kyn-
ferðismál í leynilögreglusögum og morð-
gátubókum. „Höfundar, sem eru of latir,
heimskir eða lífsreynslulausir til þess
að geta spunnið sterkan söguþráð og
fylLt sögu sína athöfn og spenningi, nota
raus um kynlíf sem hækju til þess að
halda sögunni uppi, en það er léleg
hækja“, hefur hann sagt. Við annað
tækifæri sagði hann um Mickey Spill-
ane, sem nálgaðist Gardner í bókasölu
á tímatoili: „Ef Spi'llane hefði kunnað að
spinna góðan söguþráð, má guð vita,
hvað orðið hefði úr stráknum“.
Framkv.stJ.: Sigías Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vieur.
Matthias Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Arnl Garðar Kristinsson.
Ritstjóm: Aðalstræti G. Símj 22480
Utgeíandi: H.t Arvakur. Reykjavík.
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
39. tbl. 1965