Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1965, Blaðsíða 10
SIGGI
SIXPENS ARI
— I>a3 er mús í
búrinu hjá mér.
Vildirðu ekki lána
mér
— Lána? Ég
held nú síður, þú
skilar aldrei aftur
því, sem þú færð!
— Ég ætlaði að
fá hann Sigga lán-
aðan!
— Þú getur
fengið hvað sem
þú vilt!
Á erlendum bókamarkaði
Ævisögur
I’romeíheus — The Life of Balzac.
André Maurois. Translated by
Norman Denny. The Bodley Head
1965. 50/—
Franska útgáfan kom út hjá
Hachette í ár. Þetta er ævisaga
eins afkastamesta og eftirtektar-
verðasta rithöfundar, sem Frakk-
ar eiga, og er vel skrifuð af ein-
um fremsta rithöfundi Frakka nú
á dögum. Balzac var stórveldi,
enginn getur skilið né skynjað
franska sögu og andrúmsloft á
íyrri hluta og fram undir mið-
bik 19. aldar, nema með nokkr-
um lestri Balzacs, hann er slík
tjáning tímanna í ritum sínum
ásamt að vera tjáning allra tíma.
Áhugi manna fyrir höfundi og
verkum hans hefur alltaf verið
mikill og síðustu fimmtán ár
hefur hann aukizt, eða frá hundr-
að ára ártíð hans 1950. Margir
ágætir höfundar hafa ritað ævi
Balzacs, meðal þeirra André Billy
og Stefan Zweig, en nýjustu rann-
sóknir og nýjar heimildir um líf
þessa manns urðu til þess að
Maurois tókst á hendur að rita
ævisögu þessa stórveldis bók-
menntanna. Hann tengir líf hans
verkum hans í ríkara mæli en
aðrir hafa gjört. í þessu riti svipt
ir hann hulunni af ýmsu, sem áð-
ur var hulið, og skýrir með því
ýmislegt í verkum og lífshlaupi
þessa afkastamikla höfundar. í
ensku útgáfunni hefur verið
sleppt athugagreinum frönsku út-
gáfunnar og auk þess mjög ítar-
legri biblíógrafíu, það er talið
óþarft og birta þetta í þessari út-
gáfu, þar eð hún er ætluð ensku-
mælandi fólki, en flestar heimild-
ir, sem vísað er til I þessum at-
hugagreinum frönsku útgáfunnar,
eru á frönsku og hafa að mestu
leyti aðeins þýðingu fyrir þá, sem
eru mjög vel að sér í frönskum
bókmenntum og sérfræðingar í
verkum Balzacs. Því hefur verið
horfið að því ráði að birta að-
eins stutta bókaskrá og neðan-
málsgreinum sleppt. Þetta er
mjög læsileg bók eins og vænta
má. Samtíma myndir fylgja.
The Mordaunts. An Eighteenth-
century Family. Elizabeth Hamil-
ton. Heinemann 1965. 45/—
Útgeíandi þessara plagga, sem
hér birtast, fann þau af tilviljun
á húsi, sem langamma eiginmanns
hennar lét reisa á sínum tíma
skammt frá Wellesboume í
Warwickshire. Þarna fundust ým-
is plögg og bréf, þau elztu frá
síðustu árum sautjándu aldar og
yngstu frá því um 1820. Úr þess-
um efnivið vann útgefandi þessa
bók, sem gefur ágæta hugmynd
um líf og hugsunarhátt þeirra,
sem bréfin rituðu, og jafnframt
ágæta aldarfarslýsingu. Þetta
verður með ágætri niðurröðun
útgeíanda ættar- og landssaga,
því Mordauntarnir voru ýmsir á
þingi og gegndu ýmsum embætt-
lun um sína daga.
Öðru hverju finnast gömul bréf
og plögg, sem varpa nýju ljósi á
liðna atburði. Skammt er að minn
ast þess þegar dagbækur Bos-
wells fundust, en það er einn
merkasti bókmenntafundur síð-
ustu ára. Slíkt getur enn gerzt,
þar sem mannabústaðir hafa ver-
ið það vel gerðir að pappír geym
ist þar óskemmdur. Hér á landi er
slíku ekki til að dreifa, manna-
bústaðir hérlendis áður fyrr voru
slíkir, að mikla aðgæzlu þurfti
að hafa til þess að bækur og
pappírar eyðilegðust ekki af
sagga og fúa auk þess sem gömul
skinnræksni urðu bótarefnl á
skinnbrækur, þegar volæðið var
hér hvað mest. Það munu ef til
vill kallast ýkjur að íslendingar
hafi undireins lesið, etið og
klæðst skinnbókum, en þó er
sannleikskjarni í þessari staðhæf
ingu. Það væri helzt von til þess
að gömul bréf og plögg leyndust
á húsloftum gamalla bygginga í
sumum kaupstöðum landsins,
verzlunarbækur haía fundizt, en
örlög þeirra margra hafa orðið
slík, að skammarlegt er að minn-
ast. Kirkjur voru hér áður oft
notaðar sem bókageymslur, og
mætti vera að eitthvað væri að
hafa á kirkjuloftum eða í öltör-
um.
Þessi saga Mordauntanna er
einkar læsileg, myndir fylgja,
bókaskrá og registur.
Bókmenntir
Shakespeare Survey. An Annual
Survey of Shakespearian Study &
Production 18. Edited by Allar-
dyce Nicoll. Cambridge 1965.
45/—
Átjánda heftið af þessu safni
er lokahefti þriggja þeirra sið-
ustu, sem helguð eru fjögur
hundruð ára -afmæli skáldsins.
Þetta hefti ber undirtitilinn
„Shakespeare Then Till Now“.
Fyrsta greinin íjallar um gagn-
rýnendur leikritanna og ástæð-
urnar fyrir gagnrýni þeirra, sem
eru margvíslegar. Arthur Brown
ritar um afstöðu útgefenda til höf
undar og afstöðu lesendanna, ræð
ir mismunandi lestrarvenjur og
segir frá- hinum ýmsu helztu út-
gáfum rita skáldsins. Harold
Jenkins ritar um Hamlet, leik-
hússögu þessa leikrits og mis-
munandi útleggingar á boðskap
verksins. Ein greinanna fjallar
um útvarps- og sjónvarpsgerðir
leikritanna. Skrá fylgir um sýn-
ingar og bókaskrá varðandi höf-
und og verk hans, myndir fylgja
og registur. Þetta er handbók allra
þeirra, sem stúdera Shakespeare,
og einnig ágæt bók fyrir leikara
og leikhúsfólk.
Friedrich Schillcr dtv Gesamtaus
gabe Band 1—4. Deutscher Tasch
enbuch Verlag 1965. Verð allra
bindanna DM 15.20.
dtv útgáfan er nú að hefja endur-
prentun Carl Hanser-útgáfunnar,
en það er talin vandaðasta útgáfa
Schillers, sem út hefur komið.
Um þessa útgáfu sjá Gerhard
Fricke, Herbert G. Göpfert og
Herbert Stubenrauch. Alls verð-
ur þessi útgáfa í tuttugu bindum
og verða þá útgefin öll verk höf-
undar. Þetta er annað stórvirkið
sem dtv ræðst í. Áður hafa þeir
gefið út Artemis-útgáfuna af Goet-
he í fjörutíu og fimm bindum.
Tíu þýzkar útgáfur standa að dtv.
meðal þeirra mörg vönduðustu út
gáfufyrirtæki Þýzkalands. Þessi
útgáfa Schillers er í vasabroti,
pappír vandaður og kjöllíming
góð, útlit bókanna er snoturt. Þetta
er fullkomin endurútgáfa Carl
Hanser-útgáfunnar, engu sleppt.
Þetta verður.dangódýrasta heild-
arútgáfa Schiliers, sem fáanleg
verður. Gert er ráð fyrir því að
öll bindin verði komin út í sept-
ember 1986. Vasabrotsbækur hafa
valdið byltingu £ útgáfustarfsemi
á síðustu árum. Eintakafjöldi hef-
ur fjórfaldazt við það sem áður
var og álitið er að tala þeirra,
sem kaupa bækur að staðaldri,
hafi fjórfaldazt. Þetta þýðir meiri
atvinnu fyrir þá, sem setja sam-
an bækur, enda ekki óalgengt að
vasaútgáfurnar yfirbjóði hverja
aðra þegar um vinsæla höfunda
er að ræða. dtv hefur i hyggju að
gefa út flestar vönduðustu útgáf-
ur þýzkra klassíkera á næstu ár-
um. Goethe er þegar útgefinn,
einnig Kleist og Biichner og nú
þessi útgáfa.
Jóhann Hannesson:
ÞANKARÚNIR
AÐEINS þriðjungur þjóðanna I S.Þ. verður nú um stundir
talinn til lýðræðisþjóða. En tala þjóðanna í samtökunum er
nú 114 samkvæmt nýlegum tölum frá London. Einræði er í
uppsiglingu á vorum tímum, en önnur fyrri einræðisbyigja
gekk yfir ýms lönd rétt eftir fyrri stórstyrjöld. Margir mæltu
einræðinu bót á þeim árum, einnig lýðræðissinnar. Þá töldu
menn Stalín það til gildis að hann iðnvæddi Rússiá, en Hitler
hlaut heiður fyrir útrýmingu atvinnuleysis, og Mússolíni kom
því til vegar að ítalskar lestir komust á milli staða á við-
unan'legum tíma. Þannig gátu menn varið einræðisherra með
efnahagslegum umbótum, sem þeim tókst að koma áfram með
meiri hraða en stjórnarvöldum á undan þeim. Nú er ekki unnt
að verja einræðisherrana á þess'konar forsendum. Undir þeirra
stjórn er hvarvetna meiri ólestur en í lýðræðisríkjum, enda
þótt vér metum verðgildi aðeins í samræmi við allan þorra
samtiðarmanna, það er að segja í framleiðni og peningum,
þægindum og nægtum.
Einræðisherrar nútímans krefjast persönudýrkunar af öll-
um iandslýð. Einn heimtar að allir venjulegir menn víki skil-
yrðislaust úr vegi fyrir bifreið hans. Annar lætur selja myndir
af sjálfum sér með öðrum helgimyndum. Sá þriðji þykist sjálf-
ur vera yfirnáttúrleg andleg vera, óháð efninu. Og mætti svo
lengi telja. En þeim tekst að koma til vegar meiri fátækt meðal
álmennings en þeirri, sem var á nýlendutímum, skapa öng-
þveiti í fjármálum, stórfjölga sköttum og opinberum gjöldum,
embættismönnum, bönkum, skrifstofum og hótelum, sem njóta
ríkisstyrks. Fjársvik virðast spretta líkt og arfi í garði undir
þeirra handarjaðri. Sumar vörur, sem löndin áður fluttu út,
verða þau nú að flytja inn. Velviljuð vestræn riki reka eins
konar „ölmusuverzlun“ með afgangsvörur við þessi ungu ein-
ræðisríki, og samt fer fjárhagur versnandi. Einræðisherrar
leggja fé inn í svissneska banka til vara, ef bylting kynni að
verða, enda eru mannaskipti á æðstu stöðum varla hugsan-
leg án blóðugra byltinga. Ein klíkan berst við aðra og ver
miklu fé til að kaupa sér fylgi.
Hér eru aðeins raktir fáeinir drættir í einræði því, sem
hratt vinnur á með nýfrjálsum þjóðum. Það þurrkar jafnvel
út þann vísi lýðræðis, sem sumar gamlar nýlenduþjóðir höfðu
stofnað til. Hvers vegna fer á þessa leið? Mjög frum-
stæð mannfélög virðast hvorki þola lýðræði né skilja. Einkum
virðist þungskilin þrískipting valdsins í löggjafar-, dóms- og
framkvæmdavald, og erfitt að fá menn til að virða „mild“
lög, því að klíkurnar hafa þau að engu. Handhafi fram-
kvæmdavalds leggur undir sig hin „völdin“ tvö. Almenningur
styður ofstækismenn, gasprara og garpa, lætur lýðskrumara
ginna sig og magnar þá til valda. Almenning skortir dómgreind
og þroska, en yfirmenn siðrænan vilja, sem beinist að heillum
almennings til langs tíma. Einræðisherrar og klíkur þeirra
hafa lag á að raka saman talsverðu fé um leið og þjóðarþrif-
um fer hrakandi og fátækt magnast. Og klíkurnar hafa lag á
á að losna við ýmsa beztu menn sinnar eigin þjóðar og gera
þá áhrifalausa, með útlegð, fangelsun, eignaupptöku eða öðr-
um þvingunum.
I voru eigin mannfélagi er einnig til hráefni það, sem til
þarf að koma slíku ástandi af stað. Þessar frumstæðu hneigð-
ir koma einkum fram í sambandi við prestskosningar, sem
menn halda að séu lýðræðislegar, þótt þær minni mjög á
kosningar einræðisherranna. Menn hafa engar áhyggjur af
því að kjósa sér prest fyrir komandi kynslóðir, allt fram
að næstu aldamótum, og kalla þetta lýðræði! Þá þarf að stofna
klíku utan um hvern umsækjanda, í tvöföldum tilgangi, ann-
ars vegar til persónudýrkunar, hins vegar til að úthúða öðr-
um mönnum. Sagði mér einn leikmaður fyrir nokkrum árum:
„Það voru bornar á hann allar vammir og skammir og allir
glæpir, nema morð“. Með þess konar lýðræði tókst að fá hinn
prestinn kosinn. Þá tekur almenningur ekkert tillit til reynslu,
prófs eða verðleika manna sem unnið hafa í kirkju og þjóð-
félagi, tekur óreynda menn oft fram yfir reynda og metur
einskis ágætt starf. Hér er önnur hliðstæða við sálarástand
sumra nýfrjálsra manna, sem hafa grundvallarreglur lýðræðis
að engu. — Þegar einræðisherra er kominn til valda, þá getur
hann einnig hagað sér að eigin vild og látið alla þjónustu við
mannfélagið reka á reiðanum. Þetta geta prestar að talsverðu
leyti, þótt fáir noti alla möguleika. Áhrifameiri skóla í and-
lýðræði og afsiðun er ekki auðvelt að finna.
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
39. tbl. 1965