Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1965, Side 14

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1965, Side 14
tfl rétt fyrlr jólin, sama ár, að hún Gunna kom við hjá henni mömmu á leið sinni til Vikur. Mömmu hefur víst grunað að hún hefði ekki úr miklu að spila fyrir jólin, svo hún gaf henni ein- mitt 5-kallinn, sem geymdur var í sálma bókinni. f>að sagði hún mér um kvöld- ið úti í fjósi, þegar hún var að mjólka, og ég var henni hjartanlega SEtmþykk- ur. Hún var víst mjög fátæk hún Gunna, maðurinn hennar gekk alltaf í skinnsokkum, þótt aðrir gætu veitt sér það að ganga í gúmmístígvélum. — Fransmerm Framhald af bls. 9 nefndur á Krossum, af því að trékrossar voru á leiðunum. „Oeuvres de Mer“ hafði spítalaskip á vegum sínum. Ég man vel eftir þeim, sem komu á Fá- skrúðsfjörð, en það voru „St. Frangois d‘Assisi“, sem var seglskip þrísiglt með hjálpargufuvél, ákaflega fallegt og tígu- iegt skip, og svo „Notre Dame de la Mer“. Ég man einnig vel eftir „La France“, sem var spítalaskip, sem fé- lagið „Société des Hopitaux Frangais d‘Islande“, hafði í þjónustu sinni. „La France“ var stálskip með gufuvél, ljóm- andi fallegt skip og vel útbúið. J>að flutti sjúka menn úr frakknesku fiski- skipunum á spítalana, sem „Société byggja, eins og áður segir. Frakknesk herskip fylgdu fiskiveiða- flotanum, og man ég vel eftir „Lavorisi- des Hopitaux Frangais d’Islandi" lét er“, sem var stórt herskip úr stáli með tveimur reykháfum. Það lá oft inni á Búðalegu, og þegar liðsforingarnir af því voru í landi, seldi ég þeim aðal- bláber, bláber og krækiber og fékk hjá þeim franska peninga í staðinn. Búða- Jega og Mjóeyrarbugtin voru oft þakin frakkneskum fiskiskipum, og á sunnu- dögum blakti franski fáninn við hún á hverju skipi og á öllum frakknesku bygg ingunum. Þá var Búðakaupstaður einna líkastur frakkneskum hafnarbæ. Á sunnudögum voru frakknesku sjó- Franski spítalinn í Vestmannaeyjum (neðri mynd) og starfsfólkið hans (að ofan): Halldór Gunnlaugsson læknir, franska húkrunarkonan Hamon og tveir aðstoðarmenn. mennirnir við messu í kapelluunni, og var ætíð húsfyllir er guðsþjónustur voru þar. Frakknesku sjómennirnir á fiski- skipunum tóku vatn á tunnur í lækjun- um niðri vfð sjóinn, og þvoðu þvottinn sinn upp úr lækjunum og notuðu tré- kiapp til að þvo hann. Ég kom oft þangað til þeirra og verzlaði við þá. Ég seldi þeim sjóvettlinga fyrir flandr- arabrauð og pompclabrauð, eins og það var nefnt á Austfjör’ðum. Skipin frá Dunkerque og Gravelines höfðu flandr- arabrauð, en skipin frá Paimpol höfðu pompolabrauð. Þegar ég kom til frakk- nesku sjómannanna, heilsaði ég þeim eins og gert var á Fáskrúðsfirði: „Bonsjúr monsjúr“, og svo var farið að verzla. .Biskví for vodaling." Væri ekki til nægur orðaforði, var patað og bent, og gekk það allt vel. Er frakknesku sjómennirnir höfðu þvegið þvottinn sinn, breiddu þeir hann til þerris á steina og klappir í fjörunni. Er þeir höfðu fyllt tunnurnar af vatni, slógu þeir þær til og veltu þeim síðan fram í sjóinn og festu þær á streng, og síðan var róið með seilina út að skipunum og tunnurnar hífðar um borð í þau. Létt- bátarnir, sem þeii höfðu, voru á Aust- fjörðum nfndir jullur. Frakknesku sjó- mennirnir reru oft méð einni ár eða rikk uðu, eins og það var nefnt, og þeir voru mjög lagnir við það. Ég lærði af þeim a'ð rikka, eins og fleiri á Aústfjörðum gerðu. Frakknesku fiskiskipin F rakknesku fiskiskipin, sem komu á Fáskrúðsfjörð, voru fiest frá Dunker- que, Gravelines og Paimpol (Bretagne). Það voru skonnortur og kútterar, frá 90 og upp í 140 smálestir að stærð. Áhöfn á hverju skipi var frá 20 upp í 26 menn. En á minnstu skipunum voru 18 menn, sem voru: 1 skipstjóri (patron), 1 stýri- maður (second), 2 undirstýrimenn (iieutenants), beykir (tonnelier), 2 saltarar (saleurs), 9 hásetar (matelots) og 2 stráklingar (mousses). Fyrst á ver- tíðinni voru allir uppi undir færum. En er daginn tók að lengja, voru þrjár vaktir settar, og voru tvær vaktir uppi, en ein hvíldist. Þegar skipiö var komið á fiskimiðin, var stórseglið sett sem næst vindi, og skipshöfnin raðaði sér við borðstokkinn, hver með sitt handfæri, Franski spítalinn á FáskrúSsfirði og starfsliS hans, Georg Georgsson læknir, Baudet yfirhjúkrunarkona (t. v.), tvær franskar og ein ísl. hjúkrunarkona. sem voru ein til tvær línur hvert, 60 faðmar á lengd, þriggja til fjögurra punda lína, með sjö punda blýsökku, með járnteini sem festur var á tveggja faðma taumur með skaköngli. Flesk var haft til beitu þar til fiskur veiddist, en þá voru innyflin úr honum höfð í beitu. Strax og þorskurinn var innbyrtur var hann blóðgaður, gellaður og látinn í fiskikassa á þilfarinu, þar til veiðum var hætt á hverjum degi. En þá var farið í aðgedð og fiskuririn hausaður og flattur, og svo tóku saltararnir við honum og söltuðu hann í tunnur, sem stóðu á þilfarinu. Þar var hann látinn vera í þrjá til fjóra daga, en síðan rif- inn upp úr þeim og saltaður með nýju salti og látinn í aðrar tunnur, sem slegnar voru til og látnar niöur í lest. Þar var fiskurinn geymdur þangað til komið var með hann til Frakklands. Þannig fóru þeir að frá Dunkerque og Gravelines. En Paimpolar og þeir frá Binic söltuðu fiskinn í stæður í lestarnar og létu svo birgðaskip taka við hon- um, sem fluttu hann til Frakklands. Hrogn og lifur voru hirt. Hrognin voru íiflii! »*rT- •»Í0m söltuð, en lýsiö sjálfrunnið. Öll frakk- nesku skipin höfðu hvít seglð og þaö var fögur sjón að sjá þessi tígulegu skip sigla út og inn fjörðinn. — Maðurinn með . . . Framhald af bls. 3. inni, þaðan sem ég bjó, við Majorstuen, og niður í Hallargarð. Þar var mikið af börnum, og konum sem gættu þeirra, ómur af ungum hlátrum og hjali krakka, er léku sér í sumardýrðinni, og ljúf ang- an af alls konar gróðri. Maðurinn með hjólbörurnar horfði á þetta allt, og úr svip hans lýsti hæglát gleði og ró. Það var ekki minnsti vafi á því að hann var hamingjusamur. Loks settist hann á bekk við litlu tjörnina, skammt frá kon- ungshöllinni, hallaði sér aftur á bak og lét sólina verma andlit sitt. Ég gekk þá til hans og settist hjá hon- um. „Fyrirgefðu," sagði ég í afsökunar- rómi. „En ég hef verið að veita þér athygli — ég hef satt að segja elt þig.“ „Ég varð var við það,“ anzaði hann og hreim af glettni brá fyrir í rödd hans. „Og þú máttir það, ekki gerði það mér neitt til.“ S íðan sátum við alllengi hljóðir. Ég kom ekki orðum að því sem mig langaði til að ræða við þennan sér- kennilega mann, og ég fann líka að það var alls ekki viðeigandi að forvitnast um hagi hans, eða leggja fyrir hann nærgöngular spurningar. Mér leið vel þarna hjá honum, það var líkt og allt kyrrðist og breyttist í návist hans. Ég naut líðandi stundar betur en ég átti vanda til, og tók eftir ýmsu, sem ég hafði ekki veitt athygli áður. Ekki veit ég hve lengi við sátum saman, en þegar ég leit á klukkuna, var hún farin að ganga eitt. Þá ávarpaði ég hann og spurði hvort ég mætti ekki bjóða hon- um að borða með mér. Hann þakkaði kurteislega fyrir boðið, en kvaðst aldrei fara inn í veitingahús. „Ég hef mat með mér í hjólbörunum, og þess utan borða ég ekki soðna fæðu.“ „Á hverju næristu þá?“ varð mér að orði. Hann lyfti upp horni strigapokans, sem var breiddur yfir börurnar, tók upp lítinn trékassa, opnaði hann og sýndi mér innihaldið. Það var rúg- brauðshleifur, þrír hráir laukar, og nokkrar gulrætur. „Ertu svangur?“ spurði hann ósköp blátt áfram. Mér varð svarafátt, og hann mun hafa skilið þögn mína sem samþykki, því að hann braut vænt stykki af hleifinum og rétti mér það, ásamt einum lauk og tveimur gulrótum. Sjálfur fékk hann sér álíka skammt og fór að borða hann með góðri lyst. Ég sá mér ekki annað fært en gera slíkt hið sama, og þótt undarlegt megi virðast, smakkaðist mér máltíð þeási ágætlega. Við sátum í sól- skininu og snæddum, og vorum harð- ánægðir með lífið og tilveruna. Barnfóstrurnar hurfu nú heim með krakkana, og það varð kyrrt og hljótt í Hallargarðinum. Söngur fuglanna 1 trjánum truflaði ekki hina miklu sól- skinsró hádegisins, og niðurinn frá gos* brunninum í tjörninni gerði aðeins þögn- . ina ljúfari. — Hvorugur okkar mælti orð frá vörum, við létum fara vel um okkur og nutum þess að vera til. Það hefur vafalaust liðið klukkutími áður en hann rauf þögnina. „Þetta er ein af beztu stundum dags- ins,“ sagði hann lágróma. „Ég sit hér alltaf þegar sólin skín. Mér þykir nefni- lega vænt um þennan stað. Á bekkjun- um hérna við tjörnina hef ég átt sæl- ustu og sárustu stundir æfi minnar." F g leit á hann í spurn, en þorði ekki að yrða á hann. Svipur hans var fjarrænn, og mig grunaði að hann hefði gleymt því að ég sæti þarna hjá honum. Hann horfði á vatnið, sem hríslaðist úr gosbrunninum — eða kannske á eitt- hvað sem var liðið fyrir löngu? „Við hittumst hérna af tilviljun,“ hélt hann áfram; rödd hans var lág og þýð, en áherzlulaus. „Hún var barnfóstra og ég — hvað var ég — maður sem strit- aði frá morgni til kvölds við það eitt að safna peningum; einmana og óhamingju- samur maður, vegna þess að ég hélt að fé og frami væri það veigamesta í líf- inu. Ég sá hvorki börn né blóm, hafði aldrei tíma til að anda að mér ilmi gróðursins og láta sólina skína á andlit mitt. — Hún var ung og indæl, hló og söng í blíðviðrinu, og brosti í sakleysi æsku sinnar til allra sem litu á hana 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- 39. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.