Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1965, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1965, Blaðsíða 12
; ÍNORÐRI ogSUÐRI Hvar stöndum við í baráttunni, bræður mínir og systur? Hvorum megin víglínunnar, vonds eða góðs? Til svars við þessum spurningum er sprottinn lítill kvistur; á honum blómgast sögukorn fært í línur ljóðs. ★ Undir kofagafli lágum hniprast svartur sveinn og grætur; — er það svöngum döpur fró. Hann er úrvinda og magnlaus með ósköp granna fætur og augu stór og sljó. Úti í skólagarði þekkum stendur státinn hvítur drengur og stýfir úr hnefa brauð. Hann er frjálslegur og glaður og í góðum klæðum gengur; hann gnístir engin nauð. í svip hans færist undrun, líkt og komi babb í bátinn, — og brosið deyr um leið. En áður nokkurn varir hann áttar sig og kallar: Hæ, ekki að gráta meir. Nú leggur hann við hlustir, því hann heyrir bróðurgrátinn um höf og löndin breið. Og heim hann fer og segist gefa eigur sínar allar: Því við erum bræður tveir. Ei hann lætur sitja við orðin tóm sá drengur, — nei engin hætta á því. i Bróðir hans í Suðurálfu svelta skal ei lengur. Hann senn mun brosa á ný. Já börnin eru góðlynd og þeim gjafmildari enginn, ef þeim gæfan djásn sín fal. Við berum lengi í minni bjarta og svarta drenginn. Þeim blessun fylgja skal. ★ Hvar stöndum við í baráttunni, bræður mínir og systur? Hvorum megi» víglínunnar, vonds eða góðs? Þeim spurnum svarar hrokkinkollur hungraður og þyrstur, — snáðinn sem varð brumknappur þessa litla ljóðs. Baldur Pálmason. (Flutt á samkomu í Háskólabíói 17. nóv., sem haldin var til ábata fyrir Herferð gegn hungri). - Vilhjálmur Framhald af bls. 11. táknaði þetta gólfflöt, sem var 18 fet I þvermál. Húsfð var nógu stórt til að rúma 40 manns, sem stóðu umhverfis fimm feta dansrými í miðjunni. Okkur var sagt, að lífskjör Kopar- Eskimóa hefðu verið kvöpp síðustu ár- in. og þótt forfeður þeirra hefðu oft dans- að og átt margar trumbur (eina hljó'ð- færi Eskimóa), hefðu þeii dansað sjald- an síðustu árin og ættu aðeins eina trumbu eftir. Meðan mennirnir voru að leggja síð- ustu hönd á danshúsið, fór einhver eftir trumbunni, og ung stúlka söng við undir- leik á hana. Hún handlék hana eins og bjöllubumbu og lék allt öðru visi á hana en siður var vestrænna Eskimóa. Söngvarnir voru einnig frábrugðnir. Hún söng þá á hrífandi hátt. Einn söngv anna var með hrynjandi, sem mér fannst svipa til fornra, norrænna kvæða. Stúlkan, sem söng hann, var óvenjulega björt af Eskimóa að vera og hafði langa fingur, sem ég hafði aðeins sé’ð hjá kynblendingum í Alaska. Hátíðahöldin héldu áfram allan síðara hluta dagsins. Enginn dansanna var eins og þeir dansar, sem förunautar mínir þekktu frá Alaska eða Mackenziesvæð- inu, en þó voru þeir nokkuð líkir. Fas dansendanna var mjög mismunandi. Margir dansanna fóru fram, án þess að menn hreyfðu fætur sína, og var þá aðeins um bolfettur og handapat að ræða. Stundum söng dansarinn eða mælti af munni fram eða rak upp óp hvað eftir annað. í öðrum þagði dans- arinn. Um þetta leyti árs — um miðjan mal — var bjart allan sólarhringinn. Samt neyttu menn þriggja máltíða á dag með nokkuð reglubundnum hætti. Þegar dansinum var lokið um klukkan átta una kvöldið, tilkynntu konurnar, að kvöld- verður væri tilbúinn. Eftir kvöldverð sat ég um tima og talaði við húsrá'ð- anda og konu hans og einn eða tvo gesti. Þegar ég fór heim, fylgdu allir mér þangað. Ýmsir aðrir voru þar fyrir, eins og kvöldið áður. Þeir höfðu aðeins stutta vfðdvöl. Klukkan ellefu hafði síð- asti gesturinn boðið góða nótt og fyrsta heila deginum okkar meðal steinaldar- mannanna var lokið. — Fífldirfskulegt Framhald af bls. 9. inu og út frá því aftur, en sveigðu svo með hraðari vængjatökum að suðurenda þess. Þetta hringflug endurtóku þeir hvað eftir annað, þar til annar settist í skoru ofan til um mitt bergið. Um leið sá ég á hvítan koll upp fyrir grasbrúsk, er fýlsungi teygði fram gogginn í átt til föður eða móður. Nú var það svo með okkur strákana í Hverfinu, að við máttum ekki sjá fýlsunga. Þá greip okkur bókstaflega æöi eða rann á okkur berserksgangur. Ef fýll sást setjast einhvers staðar voru strax hafin feikileg kapphlaup. Það var barizt um að verða fýlakóngurinn. Þessi keppni var háð á öllum vígstöðvum i fjallinu og brekkunum neðan undir hömrunum, á engjunum, leirunum og fjörunum í kringum Dyrhólaósinn og á sjálfum ósnum. mt að gat margt spaugilegt gerzt í sambandi við þessar veiðar, t. d. var það í frásögur fært, er fólk var á engjum, að ein kaupakonan þurfti að bregða sér frá. Hún hafði hvítan skýluklút á höfði, eins og þá var venja. Hún hafði tyllt sér niður á bak við uppistöðugarð, svo aðeins sást á hvíta skýluna. Einum ung- 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 39. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.