Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1965, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1965, Blaðsíða 6
LISTIR Framhald af bls. 5. ar Jónsson, Sigurður Líndal, Þórhallur Vilmundarson og undirritaður. Við þenn an hóp hlýtur hann að eiga þegar hann segir: „Ef rök þeirra væru einu rökin gegn dátasjónvarpsóþverranum værum við stödd við endalok íslenzkrar menn- ingarsögu og ekkert fengi bjargað okk- ur frá því hlutskipti". Minna mátti það ekki vera! 0 g snúum okkur þá að röksemd- um Þorgeirs Þorgeirssonar og merki- legum niðurstöðum. Hann byrjar eins og vTera ber á því að slá fram ýmsum sjálfsögðum staðhæfingum sem hver sæmilega upplýstur maður getur tekið undir, enda allt löngu kunnar staðreynd ir, til dæmis að list sé félagsleg nauð- syn sem eigi að vera mönnum jafn- sjálfsögð og daglegt brauð; að mann- félag jafnt og einstaklingar hafi þörf fyrir sístarfandi listsköpun og menn- ingarviðleitni; að kvikmyndalistin hafi á skömmum tíma náð víðtækari út- breiðslu en nokkur önnur listgrein fyrr og síðar; að heimsmynd okkar og all- ur hugsanagangur hafi mótazt að veru- legu leyti af þessari nýju listgrein; að hún hafi skapað raunverulega þörf hjá stórum hluta jarðarbúa. Allt eru þetta nokkurn veginn aug- ljós sannindi. En svo kemur þá rús- ínan hjá Þorgeiri Þorgeirssyni: sextíu- menningarnir hafa alls ekki gert sér þessi sannindi ljós; það hefur sem sé farið fram hjá þeim að mannkynið lifir nú á kvikmyndaöldinni. Það á ekki að hlíta forustu sextíu- menninganna í sjónvarpsmálinu, af því þeir hafa ekki gert sér grein fyrir aðal- atriði málsins, sem er þetta: „kvikmynd- ir og þarmeð sjónvarp eru svo mikils- verðui þáttur í menningarlífi nútímans, að hver sú menningarheild, sem ekki leggur stund á þessa grein er í molum og varnarlaus gagnvart öðrum nútíma- RABB Framhald, af bls. 5 lega til ættarnöfn á afkvæmi sín, seilast oft til löghelgaðra ættar- nafna. Systkin hafa verið skírð Kjarvals (þó ekki Kjarval), og til er það, að fólk, einkum fólk sem hefur atvinnu af skemmtanalífi, kennir sig við föður sinn í eignar- falli, svo sem Þorleifs, Einars o.s.frv. Bagalegt verður þetta þegar slík nöfn blandast saman við viður- kennd œttarnöfn. Til dæmi má nejna œttarnafnið Ragnars. Söng- kona kenndi sig við þetta nafn, e.t.v. af því að hún var Ragnarsdóttir, þó að ég viti það ekki, og danskenn- ari einn, sem heitir Hermann Ragnar Stefánsson, kallar skóla sinn „Dansskóla Hermanns Ragn- ars“, þótt hann sé alls ó- skyldur Ragnarsfólkinu frá Akur- eyri. n. ísafirði er til heimfluttur Vestur-íslendingur, sem kallar sig Ragnar að eftirnafni; í eignarfalli Ragnars. Þarna er fjórum œttum ruglað saman að óþörfu, og fyrst ný œtt- arnöfn eru bönnuð, á auðvitað að banna hégómlegar nafntökur þeirra, sem viljandi eða óviljandi blanda sér saman við œttir, er bera lögleg œttarnöfn. — M. Þ. legr; menningarheildum líkt og riddara- liðssveit í baráttu við skriðdrekaher- deild“. l'u er eg Þorgeiri Þorgeirssyni hjartanlega sammála um, að það sé fullkomin ósvinna, hreint menningar- hneyksli, að íslenzk kvikmyndagerð skuli ekki vera til ennþá. Það er í raur.inni óskiljanlegt. Þegar á skeiði þöglu myndanna gerðu frændur okkar fámennir á Norðurlöndum kvikmyndir á heimsmælikvarða. Hefðum við ekki getað gert svo sem eina eða tvær þol- anlegar heimildakvikmyndir á sama tíma? Verður það með nokkru móti af- sakað, að frá liðnum aldarfjórðungi skuli ekki vera til neinar viðhlítandi heimildakvikmyndir af merkisatburð- um í lífi þjóðarinnar, nema nokkrar rúliur sem áhugamenn hafa verið að taka af litlum efnum og frumstæðri tækni? Ég þori varla að minnast á aðrar og veigameiri kvikmyndir. Tómlæti ís- lenzkra stjórnarvalda og kvikmynda- áhugamanna um íslenzka kvikmynda- gerð er að minum dómi nánast glæp- samlegt. Við gætum átt merkilegt safn frambærilegra kvikmynda og innlendan kvikmyndaiðnað í smáum stíl, ef hlut- aðeigandi aðiljar hefðu ekki sofið allir með tölu. Skuldinni fyrir þetta tómlæti og ein- stæða framtaksleysi verður ekki skellt á sextíumenningana — því miður, ligg- ur mér við að segja — heldur á íslenzka ráðamenn og kvikmyndamenn. Við eig- um nú mun fleiri sérmenntaða kvik- mynaamenn en leikstjóra — og samt má fullyrða að sviðslistin hér spjari sig meðan kvikmyndalistin er enn ó- fædd. Ég geri mér ijósa mikla kvikmynda- þcrf fslendinga, sem þróazt hefur á síðustu áratugum við misjafnan kost, en þó hefur það æxlazt svo, að eini kvikmyndaklúbbur höfuðstaðarins hefur sofnað svefni réttlátra. Það er einn þeirra hluta sem mér er um megn að skilja, sé það rétt að þörfin sé jafnrík og Þorgeir vill vera láta. Ég held nefni- iega að hægt hefði verið að fá miklu áorkað hér á landi bæði að því er varðar innlenda kvikmyndagerð og uppfræðslu almennings um sögu og þróun kvikmyndanna, ef nægur áhugi hefði verið fyrir hendi. Að láta sér koma til hugar, að væntanlegt íslenzkt sjónvarp verði afl- vaki innlendrar kvikmyndalistar er sams konar óskhyggja eins og þegar prestarnir halda að trúarlíf glæðist, ef reist eru nógu mörg og viðamikil guðs- hús. Ráðamenn íslenzkra menningar- mála, og þá sérstaklega útvarps- og sjón varpsmála, hafa verið og eru enn svo starblindir á eðli og þarfir innlends sjónvarps, að þeim hefur aldrei hug- kvæmzt að hrinda af stað vísi að kvik myndagerð, eftir að augljóst varð að við mundum fá sjónvarp fyrr eða síð- ar. Þeir virðast halda að hið talaða orð sé aðalatriði í sjónvarpi, en það er kór- vilia, eins og Þorgeir sjálfsagt veit. Sjcnvarpið byggist fyrst og fremst á mvndinni og þar af leiðandi er kvik- myndin frumskilyrði þess, og miklu mikilsverðari en leiksýningar á sviði. Allur sá innlendi kvikmyndakostur, sem við ráðum nú yfir og frambærilegur er, nemur sennilega milli 30 og 40 klukku- stundum, þ.e.a.s. hann mundi nægja í daglega klukkustundardagskrá í rösk- lega einn mánuð. Ég harma að íslenzk menning skuli vera „einhliða þiggjandi og erigan veg- inn skapandi á mikilvægasta sviði nú- tímamenningar'', en leyfi mér að draga í cfa að þörfin sé jafnbrýn og Þorgeir telur hana vera, úr því enginn hefJt séð ástæðu til að hefjast handa og létta þessari neyð af íslendingum. Eða á rnaður kannski að ganga út frá því sem vísu, að góðærið hafi drepið allan dug í þjóðinni? En það var þetta með sjónvarpsþörfina sem mig langaði að víkja að nokkrum orðum. Þorgeir Þorgeirsson heldur því fram, að tómt mál sé að andæfa út- breiðslu Keflavíkursjónvarpsins, þar eð það fullnægi þörf sem ekki verði með öðrurn hætti brugðizt við. Þetta kann rétt að vera eins og nú er komið', en það er að mínu viti fullkomin firra að halda því fram, að sjónvarpsþörf sé eins kon- ar eðlisþáttur allra manna á tuttugustu öld. Sjálfur viðurkennir hann „marg- háltaðar víxlverkanir" milli þarfar og framleiðslu, þannig að framleiðslan skapi þörfina engu síður en þörfin framleiðsluna. Hér liggur einmitt hund- urinn gra-finn. Sú „þörf" fyrir sjónvarp, sem nú gerir svo mjög vart við sig í land- inu, var sköpuð þegar Keflavíkursjón- varpinu var dembt yfir landslýðinn. Þar samverkuðu margir þættir: nýjunga- girni, tízkutildur, nágrannasamkeppni, stöðutáknvísi og hrein leti. Það er vert íyllstu athygli, að ákafasta sjónvarps- fólkið er menningarsnauðasti hluti hveirar þjóðar, og má meðal annars rekja það til þess, að sjónvarpið er að mjög óverulegu leyti listmiðill enn sem komið er. f hin brýna sjónvarpsþörf, sem Þorgeir Þorgeirsson hefur uppmálað, var fyrir hendi áður en flóðgáttir dáta- sjónvarpsins voru opnaðar, hvers vegna gerði hún ekki vart við sig fyrr? Hvers vegna var ekki heimtað strax árið 1055, þegar Bandaríkjamenn hófu sjónvarps- rekstur hérlendis, að dátasjónvarpið næði til meirihluta landsmanna? Og hvernig stendur á því, að tvær elztu menningarþjóðir heims, Grikkir og ísraelar, sem báðar eiga blómlegan kvik myndaiðnað, skuli ekki hafa fullnægt svo aðkallandi og alltyfirskyggjandi þörf? ísraelar gera góðar kvikmyndir, eiga afbragðsleiklist, standa á háu stigi menningarlega og eru vel fjáðir. Hvers vegna reka þeir ekki sjónvarp? Og hvernig víkur því við, að blásnauð og menningarlega vanþróuð Arabaríkin allt umhverfis ísrael hafa sjónvarp sem íólkið flatmagar við? Gæti verið að sjónvarpsþörfin sé ekki jafndjúplæg og Þorgeir Þorgeirsson vill vera láta, og að hún sé háð ýmsum öðrum þáttum þlóðlífs og menningar en listsköpunar- þörfinni? Gæti verið að Þorgeir Þor- geirsson hafi gert sig sekan um ná- kvæmlega það sem hann ásakar Einar Braga fyrir, nefnilega að vera í losara- legu sambandi við veruleikann og skoða hiutina einangraða? Sú „niðurlæging að þurfa sjónvarp og vera ekki kominn á það stig að skapa í það sitt eigið efni“ verður ekki skaf- ir. burt með neinum vígorðum eða full- yrðingaflaumi. Hún á í fyrsta lagi ræt- ur sínar að rekja til þeirra ráðamanna sem opnuðu leirborinni sorabylgju Keflavíkursjónvarpsins leið inn á ís- ler.zk heimili, í annan stað til þeirra menningarforkólfa sem látið hafa und- ir höfuð leggjast á undanförnum ára- tugum að örva og veita fjármunum til íslenzkrar kvikmyndagerðar, og í þriðja iagi til þeirra kvikmyndamanna sem hafa haldið að sér höndum og virðast hafa sætt sig við doðann og framtaks- leysið. Þorgeir Þorgeirsson misskilur tilver- una hrapallega, ef hann álítur að það hafi átt að vera hlutverk sextíumenn- inganna að vekja hérlenda ráðamenn til viturdar um mikilvægi kvikmyndagerð- ar. Það var fyrst og síðast verkefni þeirra manna sem ákveðið höfðu að helga þessari meginlistgrein aldarinnar krafta sína. Þeir verða því, nauðugir viljugir, að axla hluta af ábyrgðinni á því ömurlega ástandi, sem nú ríkir á Íslandi í menningarmálum. Sigurður A. Magnússon. J Ó L Eftir Steingerði Guðmundsdóttur Ungur sveinn og einföld jata öllum gleymd. Þjóðin mín er guði að glata í gullsins eymd. Heilög nótt í hljóðum ranni horfin er. Geysist um með gervimanni galdraher. Öllu sem er til skal tjalda! Tröllafans. Breka feðra börnin gjalda blind í dans. Etum, drekkum allt sem flýtur! Okkar skál! Aldinn þulur einskis nýtur. Allt er prjál. Stekkur enginn straumi móti, stillir för aldarfars — svo æskan hljóti önnur kjör. Q LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 39. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.