Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1965, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1965, Blaðsíða 15
— einnig til mín. Og mér varð undar- lega við, eitthvað snerti mig, ég var ekki samur á eftir. Þegar ég kom á skrifstofuna mína, fannst mér hún svo ömurleg að það fór um mig kuldahroll- ur. Ég hristi þetta af mér þá. En ég fór að venja komur mínar í Hallargarðinn, og alltaf hafði bros hennar sömu áhrif á mig. Loks tók ég hana tali, og spurði bvort hún vildi hitta mig um kvöldið, fara með mér á veitingahús. Hún þakk- aði boðið og við urðum mjög samrýmd. Eg sagði henni frá fyrirætlunum mínum, aö ég ætlaði mér að verða ríkur og frægur, og hún virtist hafa mikinn áhuga fyrir starfi mínu og lifnaðarháttum. Við satum oft saman hérna við tjörnina, og ég talaði og talaði, en hún lagði fátt til mála. Ég tók naumast eftir því að hún varð allajafna mjög alvarleg á svipinn undir þessum einræðum mín- um, ég var svo hrifinn af því hvað hún hiustaði með mikilli eftirtekt. — Svo spurði ég hana hvort hún vildi verða konan mín. E g hafði búizt við að hún myndi taka mér feginsamlega. Hún var blá- fátæk stúlka, og satt að segja fannst mér að ég tæki allmikið niður fyrir mig, eí ég giftist henni. En brosið hennar var orðið mér svo kært að ég gat ekki án þess verið, og auk þess var hún mjög lagleg.“ Maðurinn með hjólbörurnar þagði lengi og starði út á tjörnina. Loks laut hann höfði. „Hún leiddi mig í allan sannleika. Hún útskýrði fyrir mér hve tómt og tilgangslaust líf mitt var. Og hún sagðist aldrei geta orðið hamingju- söm með manni eins og mér. Ég reiddist henni og gekk þegjandi burtu. En allan þann dag lokaði ég mig inni á skrifstofunni minni og hugleiddi orð hennar. Nóttina næstu á eftir gat ég ekki sofið, og um morguninn tók ég þá ákvörðun að fara til hennar, biðja hana afsökunar á framferði mínu, og segja henni að ég skyldi géra allt sem hún vildi, jafnvel gjörbreyta lifnaðar- háttum mínum og fyrirætlunum, ef hún vildi giftast mér. Svo flýtti ég mér upp í Hallargarðinn.“ Maðurinn með hjólbörurnar leit á mig; augnaráð hans var kyrrt og milt. „Hún kom þangað aldrei aftur,“ sagði hann hljóðlega. „Ég leitaði hennar lengi, en enginn gat sagt mér nein deili á henni. Nú veit ég að hún var send til þess að forða mér frá einskisverðu lífi, og vísá mér á leiðina til hámingjunnar. — Þégar rhér varð það loksins lj.óst, lokaði ég skrifstofu minni og keypti mér þessar hjólbörur.“ S'imaviðial Framhald af bls. 7. ekkert“. Margir héldu og að rafmagnið hefði verið tekið af borginni til þess að kanna við- brögð almennings. Hefði svo verið, er óhætt að segja, að viðbrögð fólks voru mjög góð. Það var ótrúlegt, hvað fólkið tók þessu vel og reyndi að bjarga sér sem bezt það gat, *transistor“-tæki og fengu frétt svo mjög sem það er háð raf- rafmagni. Stórborgin er svo gersamlega háð rafmagninu, að hún lam- aðist alveg, eins og hún hefði fengið mænustungu. Fólkið gat bókstaflega ekkert gert; það var fast, þar sem það var komið. Þess má geta, að aldrei slokknaði á kyndli frelsisgyðj- unnar, en styttan mikla af „Lady Liberty" mun hafa eigið rafmagnskerfi. Öryggis- og varnarstöðvar almannavarna og hersins stóðust raunina með prýði. Þar slokknaði aldrei ljós. — Biðu margir bana af völd um myrkvunarinnar? — Menn trúa því varla, en ekki var hægt að rekja nema tvö dauðsföll til bilunarinnar. Maður féll niður stiga og höf- uðkúpubrotnaði, og annar dó af hjartaslagi, eftir að hafa hraðað sér upp tíu stiga. Árekstrar voru fleiri en venju- lega, en í myrkrinu urðu engin stórslys, eins og allir bjuggust við, og glæpastarfsemi var ó- veruleg. — Jæja, eigum við ekki að venda okkar kvæði í kross? Syngið þér ekki alltaf með Pólýfónkórnum, og hvað er að frétta af starfsemi hans? — Jú, ég syng í kórnum, og nú erum við að æfa Jólaóratór- íum Bachs, sem á að flytja á jólunum. Við syngjum þrjá fyrstu kaflana. í kórnum eru rúmlega 40 söngvarar, en auk þess eru einsöngvarar, t.d. kemur Sigurður Björnsson frá Þýzkalandi tii þess að syngja tenórhlutverkið. Söngstjóri er Ingólfur Guðbrandsson, og kammenhljómsveitin, sem leik- ur með, er skipuð mönnum úr symfóníuhljómsveitinni. Verk- ið verður flutt í Kristskirkju á Landakotshæð, og við erum að hugsa um að syngja þar á annan, þriðja og fjórða í jólum, en ekki er það ákveðið enn. 39. tbl. 1955 -LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.