Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1966, Síða 1
las?zt til Vivildar á Itvöldih, án þess að
hujisa stm svo: „Sækja þeir þig í métt?“
Og slík hugsun er alit annað en
skemmtileg íyrir þann sem eiskar lííið,
hefur nóg að starfa og unir sér vel hjá
konu og börnum. Og þó get ég ekki
batað. Því að manneskjurnar eru svo
margvíslegar og liggja undir fargi alls
konar anda. Og Frelsarinn hefur kennt
okkur bænina: Fyrirgef þeim, því að
þeir vita ekki hvað þeir gera.
En þess vegna verður það aldrei
kristilegt að hjálpa Þjóðverjum til að
byggja virki gegn Englendingum, til
þess að land okkar geti sem lengst haldizt
í viðjum þrældóms og kúgunar. Og það
verður aldrei kristilegt áð selja Þjóð-
verjum flesk og egg dýrum dómum,
vörur sem okkar fátæka verkafólk í borg-
Kæri Guð og faðir á himnum, við
Jjökkum þér, að þú hefur reist hús
Jþitt hér á jörð, svo að sannleikur-
inn megi eiga sitt örugga virki með-
al okkar. Við þökkum fyrir, að þú
hefur kallað okkur liingað einnig á
þessum nýársdegi 1944. Það er svo
mikið af lygi í heiminum. Hér
Mjómar þitt orð, sein ekki spyr um
liól og ekki reiknar með reiði, en
er jafnöruggt til huggunar og tyft-
unar, Mættum við veita því við-
töku- Amen.
ICæri Vedersösöfnuður! Fyrst ætla
ég að flytja ykkur þakkir fyrir jólaoffrið,
sem nam 260 krónum. Af því gengur Va
tii Bibiíufélagsins og % til hjálparstarf-
semi í Ringköbing-amti.
Þið furðið ykkur ef til vill á því að
ég stend hér við hliðina á jólatrénu í
yfirfrakka mínum og með blóðrauða
trefilinn minn um hálsinn, en fer ekki
upp í prédikunarstólinn. Meðan ég vann
að undirbúningi þessarar guðsþjónustu í
gær, frammi fyrir augliti Guðs, leið mér
þannig, að ég gat ekki hugsað mér að
standa í prédikunarstól eða fyrir altar-
inu í dag.
Þung sorg og sársauki hefur fyllt huga
minn. I seinni tíð hafa komið brestir í
bína þjóðlegu einingu okkar hér í sókn-
mni. Fólk, sem ekki þarf þess, hefur
gengið í þjónustu Þjóðverja. í nafni
sannleikans verður að víta slíkt í þessu
guðshúsi, sem er reist til að vera musteri
sannleikans. Sumir álíta, að slík mót-
mæii eigi ekkert erindi inn í Drottins
hús. Það er rangt. Þegar sóknarmenn
syngda, er kirkjan skyld til að víta það.
Guðs orð þolir engar takmarkanir. Því
viðkemur allt okkar líf, undir öllum
kringumstæðum.
Danmörk er í stríði við Þýzkaland. En
íram að 29. ágúst var hægt að segja
að staða okkar væri óljós. En þennan dag
rökstuddi þýzki hershöfðinginn ráðstaf-
anir sínar með ástæðum, sem aðeins
gilda milli rikja, sem eiga í styrjöld sín
á milli. Er Dani af fúsum vilja veitir
Þjóðverjum aðstoð, eins og nú er, þá
eru það föðurlandssvik.
Ég stend ekki hér í því skyni að
prédika hatur gegn neinum. Það er mér
aigerlega ómögulegt. Ég hata ekki einu
sinni Adolf Hitler. Ég veit vel hvaða
eymd og skeifingar hafa gengið yfir
heiminn; ég þekki þá svívirðingu, sem
mitt eigið land heíur orðið að þola. Ég
veit, aö ég hef mánuðum saman ekki
Þessi mynd af Kaj Munk var tekin árið 1943,
unum þarfnast svo mjög. Það verðm-
aldrei kristiiegt að ganga á mála hjá
óréttinum, hvort sem ástæðan til þess
er ótti, ágirnd eða sakleysisleg einfeldni.
Við vitum, hvað hefur komið fyrir
okkur í sambandi við þessa Þjóðverja.
Þeir gerðu griðasáttmála við okk-
ur. Þvínæst réðust þeir á okkur með
fallbyssum, skriðdrekum og flugvélum
og gerðu okkur heimilislausa í eigin
landi og réttlausa undir eigin stjórn.
Tvívegis hafa Þeir úthellt blóði æsku
okkar, okkar gamla konung hafa þeir
rekið frá völdum og sett undir eftirlit,
þeir hafa fangelsað og misþyrmt, og
svívirðingu gyðingaofsóknanna hafa þeir
flutt inn í okkar norræna ríki, rænt
gömlum konum, dregið fólk niður
tröppur af annarri hæð og meitt það.
Til eru margir góðir Þjóðverjar. Guði
sé lof fyrir það; annars væri heimurinn
án vonar. Margir góðir drengir hafa
verið þvingaðir í einkennisbúning, góð-
ir eins og okkar eigin ungu menn. En
á meðan þeir þola þessa stjórn, sem
þeir hafa stutt til valda, hljóta þeir að
vinna fyrir hana. Sé heimilisfaðirinn
drykkfelldur hlýtur fjölskylda hans að
líða fyrir það. Svona er það nú einu
sinni. Maður getur ekki ætlazt til að
farið sé með mann eins og saklaust
lamb, þegar hann er látinn misþyrma
öðrum. Það eru hin ströngu lög striðs-
ins, að meðan það er háð, eigum við ekki
skipti við manneskjur, heldur einkennis-
búninga. Þegar við sjáum þýzkan her-
mann í Danmörku, verðum við að skoða
hann sem einkennisbúning — og muna
hvað einkennisbúningur táknar.
Ég fullvissa ykkur um að ég hef
þungar áhyggjur af því, að meðal sókn-
arbarna minna er fólk, sem hefur gleymt
skyldum sínum sem Danir og kristið
fólk.
Hér áður fyrr var það að orðtæki haft,
að þegar húsmaðurinn var að plægja á
sunnudögum með hestum, sem hann'"’
hafði tekið að ,,láni“ hjá húsbóndanum,
þá lokaði Drottinn öðru auganu. Nújæja,
það getur vel verið að einhver fátæk-
lingurinn, sem á fyrir konu og börnum
að sjá og hvergi er hægt að fá fæðu
handa þeim á slíkum betlitímum,
grípi til þess úrræðis að vinna fyrir
herinn. Ef til vill er Guð þá miskunn-
samur og lokar öðru auganu. Og það
kemur líka fyrir, að okkur er ógnað
með skammbyssu. Vel vitum við, að
slíkt. Þeir gengu heldur í opinn dauð-
ann en að gera eitthvað, sem striddi
gegn samvizku þeirra. Það getum við
líka. En við erum smáir. Og kannske
eigum við líka að vona, að guð sjái það
ekki, vilji ekki sjá það. En þegar danskir
menn óþvingað og af frjálsum vilja
svíkja föðurland sitt og kristindóm af
einni saman ágirnd, þá skulu þeir frá
þessum stað fá að vita, að sá auður, sem
þeir safna, er júdasarpeningar og mun
tortíma þeim.
ir essa dagana er verið að flytja
1500 stúdenta frá okkar elskaða bróður-
landi, Noregi, til misþyrminga og tor-
tímingar í þýzkum fangabúðurn. Og við
hér í Danmörku ættum þá engu að
fórna fyrir okkar land, okkar trú og okkar
hugsjónir. Við heyrum oft sagt um
skemmdarverkamennina að þeir séu
glæpamenn og spilli rnest fyrir okkur
sjálfum. Þeir eru kallaðir kommúnistar.
Auðvitað eru nokkrir rneðal þeirra það.
En þeir eru fólk af öllu tagi. Því að
þeir eru Danir.
Þar er biskupssonur, prófessorssonur,
húsmannssonur og iðnaðarmannssonur.
Skemmdarverkamennirnir eru sú æska
landsins, sem ekki mátti berjast; við
æfðum þá en svikum þá, þegar þeir voru
reiðubúnir að fórna öllu; við létum þá
verða að athlægi. Það eru þeir, sem nú
sýna bið rétta andlit Danmerkur.
Og dugnaður þeirra er einstæður og
tillit til annarra með eindæmum. Bar-
átta þeirra hefur ekki kostað mannslíf
í ramhald á bls. 6.