Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1966, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1966, Side 3
Samvizka r beggia Eftir Ingu Birnu Jónsdóttur — 1\MEN. Litla kirkjan fylltist af þögn — djúpri og þægilegri þögn. Hér er engu við að bæta. Löngu og góðu lífi Önnu Mai-íu Jónsdóttur er lokið jafn hávaða- laust og því var lifað alla tíð. Kirkjudyrnar standa opnar. Haust- golan er dálítið bitur og konurnar, sem halda nú heim að afstaðinni jarðarför- inni, sjúga upp í nefið og vefja sjölin þétt að hálsinum. Hinn eftirlifandi eiginmaður, Klem- enz, gengur út í morguninn. Hann segir ekkert en brettir upp kragann og sting- ur höndunum í vasana. Augnaráðið er fjarrænt. Hann gengur niður brekk- una og áfram, út úr þorpinu þar til hann hverfur á milli hólanna við þjóð- veginn. mt orpsbúum fannst bara verst að hann kom ekki aftur. Hann var eini skósmiðurinn í plássinu og átti auk. þess alltaf tóbak, þegar hart var í ári. En auminginn! Hann hlaut að hafa ruglazt af sorg. Þau voru svo sam- rýmd. Menn fóru út að Ási til þess að spyrja um hann. Pósturinn var beðinn um að grennslast um hann sunnan heiðar. Hans var leitað vítt og breitt, en allt kom fyrir ekki. Það var rétt eins og hann hefði gufað upp. Var látið heita svo að Gvendur smiðs tæki að sér að halda eigum Klemenzar við gegn því að búa í húsinu, ef einhverjir erfingjar gæfu sig fram. Árin liðu svona hvert af öðru — á- reynslulaust og viðburðalaust í litla þorpinu. Gvendur smiðs var raunar ó- mögulegur skósmiður en betra var að nota hann til þess að bæta skófatnað en að láta hann slangra um aðgerða- lausan. Að hann hefði rænu á að eiga tóbakskorn í harðæri var af og frá. Ýmsum fannst staðurinn setja niður við hvarf Klemenzar og miðuðu tíma- tal sitt við þann dag. vo var það einn fagran sunnu- dagsmorgun að þorpsbúar gengu í sinni venjulegu halarófu niður brattan stíginn frá kirkjunni að einhver kallaði: „Sjáiði, er þetta ekki Klemenz?“ Utan frá hólunum bárust blísturstón- ar. Með hendur í vösum og eins og ekkert hefði í skorizt kom hann gang- andi, bauð góðan dag og gekk rakleitt til húss síns og þar inn. Daginn eftir var allt eins og áður. Klemenz stóð með þétta röð af nögl- um milli varanna og gerði skó. Gvend- ur greyið varð að slæpingja öllum til angurs og óþæginda en við því var svo- sum ekkert að gera. Tíu ár liðu í friði og spekt. Stöku sinnum fylgdi smálögg af brennivíni tóbaksskammtinum frá Klemenzi. Ylur- inn frá honum náði sumum alveg inn að hjartarótum. Hann var sannarlega höfðingi og bæjarprýði. Svo kom röðin að honum að deyja. Hann hlaut kyrrt andlát og friður hvíldi yfir líkinu. Presturinn jarðsöng hann og minntist velgjörða hans. N> I ú var ekki um annað að ræða en Gvendur tæki við á ný og gekk það vandræðalaust af hans hálfu. Eitt kvöld er hann sat á rúmstokkn- um og ætlaði að fara að segja bænirn- ar sínar áður en hann færi að sofa, rak hann augun í þykka bók uppi undir lofti ofan á bókaskápnum. Hann vant- aði hvort sem var eitthvað til að glugga í áður en hann færi að sofa og tók því Framhald á bls. 6. lAimW'"i '\t' r;Æ •: v Þffk-d mm Skipstjórinn Eftir Torfa Sveinsson Hann undi sér aldrei í landi, en elskaði hafsins straumaköst; á siglfirzku síldarskipi hann sigldi frá Horni að Langanesröst. ' Hann brosti að ógnandi báru, en bölvaði logni og sléttum sjó, og gleðin var aftur í öndvegi sett ef óveðursskugga úr hafinu dró. Hann sigldi til Siglufjarðar með sökkhlaðið skip úr hverjum túr. i En gengi’ hann í land var hann grettur og grimmur á svip eins og fangelsismúr. Hann forsmáði flestar konur og forðaðist þær eins og heita glóð. Brennivín hressti hugann betur og hjálpaði hvernig sem dæmið stóð. Svo hélt hann aftur á hafið í húminu burtu frá sofandi strönd; hann stóð við stýrið og spýtti, og starði á sokkin minningalönd. Þar sá hann ennþá í anda unga stúlku sem hét honum tryggð, rændi hann gæfu og gengi, giftist og flutti í aðra byggð. Eftir það sífellt um sæinn sigldi hann skipinu, þögull og fár, aflaði betur en aðrir, úfinn á skegg og hvítur á hár. Hann undi sér aldrei í landi, hann elskaði hafsins straumaköst. Með siglfirzku síldarskipi hann sökk í Langanesröst. 9. janúar 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.