Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1966, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1966, Blaðsíða 4
Nýr hnmanismi EFTIR PÁL V. G. KOLKA Ivan P. Pavlov Morgunn lífsins , I ævi mannsins eru tvö aldurs- skeið, sem valda miklu um andlega og líkamlega velferð hans síðar á lífsleið- inni. Annað hefst með getnaði hans og nær nokkur ár fram yfir fæðinguna, hitt er kynþroskaskeiðið. Til skamms tíma var haldið, að fóstrið væri í móð- urkviði öruggt fyrir flestum óhollum á- hrifum utanaðkomandi, en svo er ekki. Meinleysislegasta farsótt, sem læknir fæist við, eru rauðir hundar, en hjá þungaðri konu geta þeir bitnað svo á fósti inu, að það fæðist blint eða dauf- dumbt. Hið nýja svefnlyf Thalidomid, tekið um meðgöngutímann, varð þess valdandi, að þúsundir barna fæddust svo vansköpuð, að þau vantaði útlimi að meira eða minna leyti. Erfið fæðing getur valdið áverkum, líkamlegum og sálarlegum, sem ekki verða bættir. Síð- an tekur oft o geinatt við misþryming, af því að lögum náttúrunnar og eðli hinnar ungu og varnarlausu veru er ekki fylgt. Meðal allra spendýra er það fyrsta viðleitni hennar að komast á spena og í fyrstu mjólk móðurinnar, broadinum, eru ónæmisefni, sem veita ungvjðinu vörn gegn ýmsum sóttkveikj- um, einkum þeim, sem valda sjúkdóm- um í viðkvæmum meltingarfærum þess. Hinn frægi ameríski gerlafræð- ingur Theobald Smith benti á þetta fyrir aJlmörgum árum, að því er kálfa snerti, en skv. nýlegum rannsóknum Pasteursstofnunarinnar frönsku hverfa sum þessara varnarefna úr móðurmjólk- inni innan átta klukkustunda eftir fæð- inguna. Árið 1953 fann Paul Gyorgy, prófess- or í barnalækningum við Pennsylvaníu hiáskóla, sérsta'kt snefi'lefni í broddinum, sem hefur áhrif á líkamsþroska, og í konumjólk er 30—40 sinnum meira af því en í kúamjólk. Þó tíðkast það, að broddmjólkinni er fleygt, en barnið nært á sykurvatni fyrstu klukkustund- irnar og síðan ef til vill á kúamjólk. Næring barnsins við móðurbrjóst hefur ekki aðeins holl áhrif á konuna, heldur stuðlar að þroskum tanngarðs og and- lits hvítvoðungsins, ef haldið er fram í 6—9 mánuði. Móðir og barn er feg- ursta dæmið um samláf (synbiosis) í náttúrunni. Hörundið er ekki aðeins stærsta skyn- færi hkamans, heldur og það er fyrst verður starfhæft. Gegnum það skynjar fóstrið þegar í móðurlífi ýmisleg ut- anaðkomandi áhrif, svo sem mismun- andi þrýsting legvatnsins og jafnvel Hans Selye 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS snögg geðbrigði móðurinnar, þó að þar komi einnig starf innrennsliskirtla henn ar til greina. Það nudd og hnoð, sem það verður fyrir á leið sinni gegnum fæðingarveginn, er fyrsta herhvöt þess til sjálfstæðrar lífsbaráttu og það svar- ar henni með hraustlegum mótmælum þegar í stað eftir fæðinguna, ef allt er með felldu. Gegnum hörundið skynjar afkvæmið atlot móðurinnar þegar frá fæðingu og öðiast við þau öryggi í þeim viðsjárverða heimi, sem tók við af mjúku móðurskauti. Börn eru glöð og spræk í mátulega volgu baði vegna þeirrar nautnar, sem þau skynja gegn- um hörund sitt. Tengsl þess við móður- ina verða sterkari en ella, ef hún lætur vel að því, strýkur það fyrstu vikurn- ar og kjáir við það, þegar það hefur þroska til að skynja það. Kettan, sem sleikir kettlinga sína oft á dag er ekki að þvo þeim, þótt það sé kallað svo, heldur að láta vel að þeim og sannfæra þá blinda um návist sína og umhyggju. Fari þeir á mis við slíkar strokur, er hætt við að þeir drepist, því að strokurnar örva starfsemi ýmissa líf- færa, einkum garnanna, og hefur þetta verið sannað með tilraunum á dýrum. F yrir hálfri öld, var — í góðu samræmi við velgengisyggju þátímans — talið sjálfsagt að gefa hvítvoðungum ekki næringu nema á þriggja klukku- stunda fresti og Þjóðverjar lengdu þann frest jafnvel upp í fjóra tíma. Þess á milli átti að láta börnin afskiptalaus þótt þau grétu, nema aðeins til að skipta um bleyju á þeim, ef þau höfðu vætt fig. Það átti að lofa þeim að skæla, en börn skæla ekki alltaf af sulti, né af vindverkjum eða einskærri óþekkt, heldur oft af meðfæddri þörf fyrir að íinna öryggi og hlýju móðurbrjóstsins og móðursálar. Þau geta aðeins svarað vanrækslu móðurinnar í þessu efni með gráti, síðar með hatri og uppreisnarhug, fyrst til foreldra eða forráðamanna, síð- ar á ævinni í garð þess þjóðfélags, sem hefur alið þau upp. Það hatur, magnað af óhollu heimilislífi og uppeldisháttum, lýsir sér í óknyttum eða skemmdarstarf- semi, flótta frá heimilinu á kynþroska- skeiði og uppreisn gegn ríkjandi trúar- brögðum, siðgæðislögmálum og stjórn- adhiáttum á fullorðnisaldri. Fullorðið fólk ber oft á sér merki bein kramar og hver læknir veit þá, að það Jiefur skort sérstök vítamín í frum- bernsku. Sálin getur líka átt sína hörg- ulsjúkdóma, sem eiga upptök sín frá hvitvoðungsskeiði, en koma síðar fram í allskonar andhælishætti, sífelldum þátttökum í mótmælafundum, kröfu- göngum og öðrum æsingum. Foreldrar misbjóða oft börnum sín- um, þegar þau eru byrjuð að finna sjálf sig setn sérstaka persónu, með hrotta- legum valdboöum og refsingum, án þess að gera þeim nokkra grein fyrir, hvers- vegna þau eiga að gera þetta, en mega ekki gera hitt. Kínverjar, sem eru ein af elztu menningarþjóðum heims, fara aðra leið. Þeir beita börn sín sjaldan refsingum, en tala um fyrir þeim, út- skýra fyrir þeim ástæðurnar fyrir þeim boðum. sem þau eiga að beygja sig fyr- ir, og fá þau þannig til að hlýða innri rödd fremur en ytra valdboði. í Banda- ríkjunum er lika talið, að minna beri á unglingaglæpum meðal Kínverja en fólks af flestum öðrum stofnum, og kurteisi er þeim eiginleg öðruim fremur. Það þýðir lítið fyrir foreldra að hampa því við börn sín, hversu þau séu þeim skuldbundin fyrir allt, sem fyrir þau hefur verið gert. Börn verða furðu fljótt glöggskyggn # galla og ósamræmi í fari þeirra eldri, þótt foreldrar þeirra séu. Þar að auki var það ekki eftir eig- in pöntun, sem þeim var gefið líf. Agi er að sjálfsögðu nauðsynlegur, og refsing getur stundum orðið óhjákvæmi ieg, en barnið verður að skilja réttmæti hennar eða a. m. k. það, að til hennar b'ggi nokkur rök. Annars sviptir hún þau nokkru af því öryggi, sem þeim er nauðsynlegt í sambúðinni við foreldr- ana — og samfélagið síðar meir. Afleið- ing kæruleysis og agaleysis er öryggis- leysi. Barnið verður að vaxa eins og jurt- in, eftir lögmálum síns eigin eðlis, en ekki mótast í skrúfstykki eftir vélræn- um lögmálum. Hátternisstefna og mannfræði. M IfJlargar uppgotvanir í læknis- fræði og einkum í lífeðlisfræði hafa verið gerðar með eða studdar af rann- sóknuri á dýrum og eru einna frægast- ar þeirra tilraunir rússneska lífeðlis- fræðingsins Pavlos með vanabundin við brögð hjá hundum, en fyrir þær hlaut hann Nobelsverðlaun 1904. í áframhaldi af þeim komu svo rannsóknir Lloyd Morgans og fleiri á sálarlífi dýra og sú kenning, að allt hátterni manna væri ekki annað en ósjálfráð viðbrögð, mót- uð af erfðum og vana. Þessi kenning, sem er vélgengishyggja eða efnishyggja, færð út í æsar, hefur haft mikil áhrif á uppeldisfræðina, ekki hvað sízt í Ame- ríku, og er kölluð hátternisstefna (be- haviourism). Samkvæmt henni er beitt samskonar athugun á hátterni manna eins og hvert annað náttúrufræðilegt fyrirbrigði, sem hægt er að mæla og vega. Þessu hefur J. B. Watson, prófess- or í sálarfræði við John Hopkins há- skóla, lýst svo í Eneyl. Brit.: „Að svo komnu hefur enginn hátternissinni get- að með hlutlægri rannsókn Uppgötvað neitt, sem hann getur kallað meðvit- und, skynjun, skilning, ímyndun eða \ilja. Með því að hann hefur ekki fund- ið neitt þessara svokölluðu sálarlegu fyrirbrigða, hefur hann komizt að þeirri niðurstöðu, að öllum slíkum skil- greiningum megi sleppa úr lýsingunni á manninum og athöfnum hans“. Sem trúarsetning innan uppeldisfræð innar miðar hátternisstefnan að því að síeypa alla í sama mót og hefur verið óspart notuð í því skyni af einræðis- stefnu.m nútímans, bæði nazisma og kommúnisma. ANNAR HLUTI í mótsetningu við þennan mjög svo þröngsýna og kreddubundna skilning á eðli mannsins, sem skipar honum að öllu verulegu leyti á bekk með tilrauna- hundum Pavlovs — eða jaifruvel skor- dýrunum — leitast mannfræðin (ant- hropologian), sem er tiltölulega ný vís- indagrein, við að rannsaka sérstætt eðli hans, sögu framþróunar hans og þarfir hans allar, líkamlegar, sálarleg- ar og andlegar. Maðurinn nýtur þeirrar sérstöðu, að vaxtarskeið hans til fulla likamsþroska er lengra en hjá nokkrum af frændum hans meðal spendýranna. Hann nýtur ekki aðeins umsjár for- eldra lengur en þau, heldur hefur hann miklu lengri tíma til náms og mótunar. Shimpansar — sú apategund, sem stend- ur manninum næst að viti — tekur út námsþtoska sinn á einu ári, en maður- inn hefur til þess tuttugufalt lengri tíma. Vegna táknrænnar túlkunar máls- ins á því, sem fyrir skilningarvitin ber eða í hugann kemur, verður hann þar Framihald á bls. 10. 13. felhrúar 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.