Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1966, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1966, Síða 11
SEGGI SIJCPIHSJMll — Halló Nóra! Langt síðan ég hef séð þig. Ertu gift? — Nei, frú, en ég er trúlofuð! — Já, það er betra en hitt! — Bíddu kerling — þangað til við komum heim! A erlendum bókamarkadi Ævisögur First Gentleman of the Bedcham- her. The Life of the Duc de Eichelieu 1696-1788. Hubert Cole. Heinemann 1965. 35/—. Höfundurinn er enskur, fædd- ist í London, stundaði nám í Cambridge. Hann hefur skrifað bækur um Jósefínu drottningu Napóleons, sem kom út 1963, og sama ár bók um Laval. Hann er vel kunnugur í Frakk- landi og hefur farið víða um Evrópu. Bækur hans þykja vel gerðar og eru góð dægradvöl. í þessu riti hefur hann sett sam- an ævi hertogans, frænda kardín- álans fræga með sama nafni. Richelieu hertogi var maður 18. aldarinnar, hann fæðist á rikis- stjórnarárum Lúðvíks 14; lifir ár þess 15. og fram á síðustu ár þess 16. Hann deyr þó nógu snemma til þess að sjá ekki það andstyggUega fyrirbrigði, frönsku stj órnarbyltinguna, sem hefði Verið honum slík hefði hann lif- að. Hann fékkst við margt, var herstjóri, stjórnmálamaður, hirð- maður og gaf sig einnig smávegis að verzlunarbraski. Sem her- stjóri var hann sigurvegari, sem náinn þjónn og vinur konungs hafði hann gífurleg áhrif á gang mála 1 Frakklandi. Hann skyldi meðal annarra skyldustarfa útsjá konungi vinkonur, sem hæfðu hans tign, og sá starfi gaf honum færi á að afla sér mikilla áhrifa á konung. Hann var sjálf- ur mjög upp á kvenhöndina og þekkti náið fjölda kvenna, sem állar báru honum beztu sögu. Þessi saga er skemmtileg aflestr- ar. Nokkrar myndir fylgja og ritaskrá. The Count of Virtue. Giangal- eazzo Visconti Duke of Milan. E. R. Chamberlin. Eyre & Spott- iswoode 1965. 35/—. Visconti-ættin ríkti I MUanó frá því á 13. öld og allt tU 1447, og var fræg fyrir óhlutvendni, eiturbyrlanir, svik og pretti, en þeir frændur voru duglegir land- stjórnarmenn og skipuleggjend- ur. Gian Galeazzo var frægastur þessarar ættar. Hann er talinn fæddur um miðbik 14. aldar og deyr úr pestinni 1402. Á fjórt- ándu öldinni var upplausnar- ástand á Ítalíu. Borgirnar deildu sín á miUi og vald páfa og keis- ara og barátta þeirra gerðu lítið annað en að gera ástandið enn verra. Gian Galeazzo ætlaði sér að koma sér upp konungdæmi á Ítalíu, og hóf framkvæmd þess með aðstoð færustu condottieri þeirra tíma. Hann neytti allrar stjórnvizku sinnar og samninga- lipurður og sveifst einskis til þess að koma málum sínum fram. Hann fékk þau eftirmæli að vera einn mesti glæpamaður sögunnar. Hann var talinn hroka- fullur, ágjarn, svikuil og hinn mesti saurlífisgraddi. En með þessu var hann einnig talinn mjög stjórnvís skipuleggjari, mannþekking hans var óbrigðul, og hann sparaði ekki fé þegar hann hafði gott upp úr því. Hann var vel að sér í verkfræði þeirra tíma, mikill listaunnandi, eink- um hafði hann mikinn áhuga á byggingarlist. Hann kom sér upp ágætu embættismannakerfi, en jafnframt þessu hikaði hann ekki við að nota eiturbyrlanir og launmorð til þess að koma fram vilja sínum. Hann náði nágranna- borgunum á sitt vald á skömmum tíma, og það var aðeins pestin sem bjargaði Flórens. Höfund- ur dregur upp eftirminnilega mynd af þessum manni, sem var á góðri leið með að sameina Ítalíu. Þegar hann deyr úr pest- inni var enginn til þess að taka við völdum hans. Það var eitt einkenni ítalskra miðalda, þar var engin festa í rikiserfðum. Bókinni fylgja nokkrar myndir, athugagreinar, ritaskrá og reg- istur. I, Michelangelo, Sculptor. An Autobiographi. Through Letters. Edited by Irving and Jean Stone. Collins — Fontana Books 1965. 6/—. Höfundur hefur sett saman ævisögu Michelangelos í skáld- söguformi. Til þessa verks safnaði hann að sér þeim heim- ildum sem kunnar eru til þessa tíma um ævi og störf listamanns- ins. Margir hafa orðið til þess að skrifa ævi Michelangelos, Grimm, Symonds, Berenson, Goldscheid- er og De Tolnay. Þeir hafa not- að bréf listamannsins að nokkru til þess að styðjast við og birt nokkurt magn þeirra. Bréf hans voru gefin út í Flórens 1875, tæp- lega fimm hundruð talsins, það var aðalheimild höfundar að ævi- sögunni, og er aðalheimild þess- arar bókar. Höfundur raðar bréf- unum þannig að þau segja sögu listamannsins. Bréfasafn það sem höfundur styðst við kom út á 19. öld, eins og áður segir, síðan hefur fundizt nokkurt magn bréfa, og einmitt nú eru að koma út bréf Michelangelos alls um 1400 talsins, útgefin af San- soni-útgáfunni í Flórens, sú út- gáfa verður framvegis ein aðal- heimildin um Michelangelo. Fyrsta bindið kom út fyrir nokkru og hin fylgja eftir þvl sem vinnst. Þessi nýja Sansoni- útgáfa er mjög vönduð, prentun mjög vel unnin og pappír hand- gerður. Þessi Fontana-útgáfa er fyrsta vasabrotsútgáfa af þessari bók Stones. Jóhann Hannesson: ÞANKARUNIR „INTELLEKTUELLE i alle land, forener Eder“. Þetta kjörorð var látið hefja göngu sína fyrir nokkrum árum í nágrannalönd- um vorum, og berast oss við og við tíðindi af árangrinum. Á voru máli er merkingin á þá leið að menntamönnum allra landa beri að sameinast. Kjörorðið ber keim af stælingu, eins og hug- sjónafróðir menn finna þegar á sér. Nú mætti spyrja hvort nokkur von sér til að sameina svo mikið sem lítið brot af menntamönnum heimsins — eða hvort finnst mönnum senni- legt að hægt sé að sameina alla hunda og ketti jarðríkisins? Nú er rifrildi hunda og katta mjög sáklaust í samanburði við ágreining menntamanna. Hinu fyrra lýkur yfirleitt með því að annaðhvort kvikindið klórar hitt eða leggur á flótta, hundur- inn urrar og kötturinn hvæsir, og þar með lýkur oftast málinu að bæði halda lífi. En framferði menntamanna leiðir oft til blóðugra styrjalda. Segja má að oft hafi verið á því þörf að þeim hefði komið betur saman. Nú er það nauðsyn, því að öðr- um kosti má vænta þess að þeir sprengi undir sér hnöttinn. Hann kynni að rifna um Atlantshafssprunguna, en þar með kynni ísland að klofna í tvennt — og færi þá sennilega síldin með austurhlutanum veg allrar veraldar. Því ber að fagna að frægir rithöfundar vilja nú leggja nokkuð á sig fyrir friðinn, jafnvel þótt ekki takist að sætta stórskáld, smáskáld og vandræðaskáld. Ef takast mætti að beina fótum valdhafanna á friðarveg, mætti rækta nokkrar eyðimerkur, flytja fjöll og hóla út í haf þar sem. við ætti, endurheimta forn konungsríki undan aldagömlum foksandi, ryðja frumskóga og rækta allsnægtir handa milljónum. Þá mætti byrja á því að sameina þrjá menntamenn, páfann, Kína- keisara og Bandaríkjaforseta, sem allir eru menntaðir menn; einn þeirra er bæði skáld og rithöfundur og báðir hinir vel lærðir. Þá mætti með tímanum stækka þennan félagsskap og bjarga heimsmenningunni. Lítum um leið sjálfum oss nær og hugleiðum það árlega kvein, sem verður út af listamannalaunum, því listamenn telj- ast til menntamanna, „intellektuelle". Það stafar sennilega af fórnfýsi og þegnskap að nokkur maður skuli vera fáanlegur til að standa fyrir slíkri kveinhátíð, sem virðist ætla að endast sem umræðuefni fram undir jafndægur. Það fylgir sögunni að ríki vort hafi ekki nóga peninga til að fullnægja óskum mennta- manna, og er slíkt ekki heillavænlegt til sameiningar þeirra. Hvað má nú verða til ráða svo að hin árlega kveinhátið megi afleyst verða af árlegri fagnaðarhátíð? Miðað við almenn- ingsálit, venjur og staðhætti er svarið: Þetta má leysa með happdrætti. Hér um hef ég rætt við happdrættisfróða menn. Ríkið getur komið þessu í kring með nálega engri skriffinnsku, og án þess að smíða nýtt dreifingarkerfi. Það lætur líma happ- drættismiða á allar sínar flöskur og dreifir þeim þannig meðal almennings. Á miðana lætur ríkið einnig prenta leiðbeiningar um notkun þeirra veiga, sem í flöskunum eru. Má þar með ná þreföldu markmiði: Efla öryggi í umferð, styrkja heilsu manna og afla fjár til listamannalauna. Farmenn yrðu að kaupa sér miða hjá tollgæzlunni til að líma á sínar flöskur. Eftir er að vísu að gera sér Ijóst hverjir eru listamenn og hverjir ekki, en úr því yrði bezt skorið með almennum, lýð- ræðislegum kosningum, sem fara skyldu fram samhliða Al- þingiskosningum. Myndi þá skapast raunverulegt listamanna- þing, en það myndaði listastjórn, og sjálfsagt væri að hver ein- stök listgrein hefði sitt sérstaka ráðuneyti. Þar með væri auðið að koma á ýmsum umbótum, svo sem niðurgreiðslum, lista- verkauppmælingarkerfi, listaháskóla, listaprófum og tæknileg- um nýjungum í listum. Listamenn ættu allir að hafa sömu grunnlaun, en með uppmælingakerfinu mætti gera suma jafnari en aðra eftir því sem fram kæmi við uppmælinguna. — Nú er ekkert því til fyrirstöðu að farin verði önnur leið en sú, sem hér er bent á. En ef ekkert verður að gert, þá er hætt við að listamál vor standi föst, líkt og hnífur stendur í kú eða bein í hálsi á hundi. Og það tefur fyrir allsherjarsameiningu menntamanna í öllum löndum. 13. febrúar 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.