Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1966, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1966, Blaðsíða 15
ungar undir móðurvæng, undir dún- sængunum; vöknuðum soltnir, létum ríkt árverðarborð ihroðið eins og við værum víkingar og hefðum síbyrt gömlum erfðafjanda hlöðnum auði frá Ophir. Þutum svo af stað. Féll nú litli 'bróðir úr lest af reiðsting og linaði ekkert, þó Sandfellingar dreyptu á hann hinu dýrlega hvannarótar- brennivíni sínu, sem oss, er hraustir vorum, gazt lostgætlega að. Séra Bergur, með sínu einhverju efnileg- asta lífsafkvæmi, Brynjúlfi, fjörugum dreng, reið með okkur upp á móts við Þingmúla, því prestinum þar vildi ég með engu móti gjöra ónæði, með því þurrkur var og báðar konur hans sjálf sagt vant við látnar, og enda þó hvolfihríð liefði verið, þá hefði ég verið allt eins ófáanlegur til að ónáða hans bigamistu velæruverðugheit. Fót fyrir fót gekk ferðin í slitrings rigningu yfir Breiðdalsheiði, unz komið var að Þorgrímsstöðum, og þar lagðist sá litli fyrir, setti ég hann í heitt fótabað, lét hann svolgra heitt vatn og sofa einn tíma. Vaknaði hann síðan hressari lítið, og gekk ferðin enn fót fyrir fót að Höskuldsstöðum, og var þar hvilt um nóttina. Þórunn var hin brattasta, þó hún væri ferða- móð og ferðastirð. Eftir væra nótt var lagt af stað daginn eftir, og var sá litli nú alhraustur. Veðrið var fagurt, dalurinn breiður, fjöllin dalklofin á báðar hliðar, engið breitt og kafloðið, kýrnar á miðjar síður að háma í sig störina, áin í óða-önn að brjóta af sér bakkana í straumbugunum, fólkið í kappi að slá túnin — og gat ég ekki láð því, þó það stæði fram á orf og hrífur rétt þá stundina, sem höfð- ingjaliðið brunaði fram hjá og jódyn- urinn hristi land, eins og þar væri kominn svo sem eins og svolitill dag- ur Drottins. Það sást seinast til Magn- úsar að hann, mackintossinn, yfir- kápan og hrossið, hurfu út í loftið yfir aurana fyrir ofan Eydali, og spurðist það næst af flugdrekanum, að hann var í faðmi afa síns — hrausts og glaðværs — inni í Eydalabaðstofu. Þú mátt eiga vissa von á mér í haust, annað hvort þann 29. eða 30. september. Þinn elskandi mágur. Eiríkur Magnússon. Cambridge, 27. okt., 1887. Elskulega Tóta min! Hárið, sem datt af þínum saklausa kolli hefi ég nú látið syndugan hár- skera setja í fléttur. Bkki get ég ábyrgzt, hvernig það er gjört, því þar á hefi ég ekkert vit. En lifandi í von- inni og heitur í bæninni bíð ég þeirr- ar stundar að frá þér heyrist, hvort brosandi þú hafir lyft stássinu úr gröf geymslunnar upp í dagsins ijós eða með vellandi tárum óánægjunnar dembt því í hana aftur og sungið það niður að eilífu. Ekki get ég heldur átoyrgzt, hivort eitt eða fleiri hár kunni að hafa glatazt. Ég get aðeins látið mína sorg í ljós, ef enda svo mikið, sem hári næmi, týndist af þvi, sem einu sinni var Guðsmyndin Þórey Jónsdóttir öll; og það þessu hári, með þessum lit, sem ítalir gæfu fyrir þre- falda vigt í gulli til að geta fengið það til að gróa á italskri hauskúpu. Eg hefi ekkert að segja í fréttum nema það, sem eru engar fréttir, að ég lifi, dreg andann og umgengst enn menn fyrir mold ofan, það er að segja í líkamanum, í andanum er ég allt eins oft hjá þeim dánu eins og þeim lifandi og oft mér til meiri skemmt- unar og gagns. Ég sit heima dag eftir dag og reyni að hafa úr mér kvefhæs- ina, sem ísloftið í sumar festi — og er hræddur um óuppslítanlega — í minu breiða brjósti; en hás er ég, og hás held ég (að) ég ætli að verða það sem eftir er. Það er mér hin mesta hugraun, því ég þekki engan hlut, sem náttúrugáfu má nefna, sem yndis- legri eign sé í en í góðri rödd, einkum þegar maður hefir, eins og ég hefi, meira yndi af söng en flestu öðru, er fært verður á lista lífsins skemmt- ana. É^ veit ekki, hvað ég á til að gjöra. Ég geng að píanóinu og reyni að raula eitthvert gamalt uppáhalds- lag eða að læra nýtt; stekk svo jafn- ast bálreiður upp, þegar ég ekki get fengið fluttan hljóm eftir gömlum vana í F eða G, sem ég tók svo létt einu sinni. Svo bætist nú hér við að litli bróðir er lasinn, þó ég treysti því, að það verði ekki lengi, né sé neitt alvarlegt enn sem komið er. Það er kuldahrollur, höfuðverkur, víma og matleiði. — Einir skröltum við í kofanum, og þykir Magnúsi tómlegt, en mér skemmtilegt, því ég er mikið fremur einverunnar en margmennisins mað- ur, þó ég geti líka verið með í marg- menni, ef á liggur. Ég hefi þó sent sitthvað út til prentunar síðan ég kom heim, enda beið mín margt, sem á lá, og þegar maður hefur margt fyr- ir stafni sem höfuðáreynslu þarf með, þá er bezt að hafa sem fæst af þessu hataða mannkyni í kringum sig. Hug- myndir og hugsanir flýja mannþröng- ina; þær eru eins og englar Guðs, þær sveima þéttast í einverunnar tómi, og þar fær andinn helzt höndlað þær. Því er það, að ég elska mest bókasafnið mitt af öllum herbergjum hússins, því þar get ég verið einn, einn með hugmyndum mínum, endur- minningum, sorg, söknuði og innri gleði. Atlur gangur líifs mins hefir stefnt að þvi að ýta mér lengra og lengra út í einveruna, og 'hún hefir mér oftast meiri huggun búna heldur en margmennið. Þú skilur ekki þetta Tóta sem ekki er von. Þú ert ung, og æskan þráir fjölmenni, og svo vona ég að þú eigir aldrei fyrir þér að verða kýtt eins inn í þína eigin þögn og einverunnar dularfulla tóm, eins og ég hefi orðið. Það er þeim einum hent, sem mikið geta borið og borið það einir. Ég kann ekki við að sjá þessa blað- síðu tóma, og þó hefi ég eiginlega ekkert að fylla hana með, sem ég er viss um að þér sé nokkur skemmtun að. Mig minnir ég nefndi við ykkur kvæði, sem ort voru til min í Reykja- vík 1882, auk þess sem Steingrímur orti og prentað var í Isafold, ég sendi ykkur afskrift af þeim hér með lagða. Ritgjörð um bankann enn einu sinni sendi ég Austra, sem ég vona að taki hana, þó hún taki ekki á landshöfð- ingja með flöjels glófum. Mynd af mér, sem nýlega er tekin, vona ég að geta látið fylgja hárinu af þér, þó hún sé ekki komin til mín enn. Ég vona, að þið séuð þegar búin að frétta af mér, því ég sendi um daginn móður þinni bréf með Miaca, sem ég hélt að sjálfsagt hlyti að ná henni og hefir víst náð. Ég fer því ekki út í það að senda þér neina ferðasögu af sögu- legri ferð með Thyru, þar sem ekki var nokkur munnur með, sem maður gæti haft skemmtun af að tala við. íslenzkir kaupmenn og danskir kap- teinar eru ferfætlingslega ófróðar skepnur nema um vöruprísa sem geta verið fróðlegir í svipinn, en verða dauðlega leiðinlegir, þegar ekk- ert heyrist annað. Það er eins og að maula smjörlaust svartabrauð. Berðu nú öllum ástvinunum kærstu kveðju, og þiggðu sjálf andans einlæga koss frá elskandi bróður, Eiríki. Lbs. 2179—2194, 4to. 13. febrúar 19GQ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.