Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1966, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1966, Side 4
Nánari skilgreining á nýi húmanismi, sem nefndur var í upphafi þessa máls, táknar vaxandi áhuga mannsins fyrir að finna oS skilja sjálfan sig. Hann birtist í fráhvarfi frá dýrkun vélar og viðskiptagróða sem endanlegs markmiðs og bein- ist að aukinni þekkingu á eðli og þörfum mannsins sem einstaklings og félagsveru. Sá húmanismi, sem mjög mótaði andlegt líf og menningu Evrópu fyr- ir um það bil 500 árum síðan var á sama hátt fráhvarf frá frumeðhs- fræði eða metafysik miðaldanna og frekari hugsmiðum guðfræðinnar, en þær stefnur höfðu náð hámarki sínu og samruna í heimspekilegu trúkerfi heilags Tómasar frá Aqv- inas. Hinn nýi húmanismi viður- kennir gildi vélfræði og hagfræði, en þó því aðeins að þær séu notað- ar í þarfir mannsins til þess að gera líf hans auðugra, og verði ekki til að misbjóða eðhlegum þörfum hans, FJÓRÐI HLUTl andlegum og líkamlegum. Því er það höfuðskilyrði að þekkja það eðli og þær þarfir. Frægasti og göfugasti maður hins gamla húman- isma, Erasmus frá Rotterdam, við- ur kexmdi líka gildi þeirra hugvís inda, sem miðaldimar höfðu stund- að, því að hann hélt fast við kenn- ingar kaþólsku kirkjunnar mitt í umróti siðaskiptaaldarinnar, en túlkaði þær á táknrænni og lífrænni hátt en áður hafði tíðkazt. Þær mikliu framfarir x læknisfræði, sem orðið hafa síðustu 100 árin, hafa aukið mjög þekkinguna á gerð og starfi líkamans. Djúpsálarfræðin, sem gerð var að umtalsefni í síðasta kafla, hef- ur skýrt margt í hátterni mannsins, sem mikil skáld á öllum öldum hafa að vísu haft hugmynd um. Mannfræðin eða anthropólógían hefur með samanburði skýrt ýmislegt í félagsháttum hans, þótt segja megi, að ýmsar greinar þjóð- félagsvísinda og stjórnfræði standi enn á því stigi, sem læknisfræðin var á fyr- ir daga Pasteurs. Forustuþjóðir heims verja líka miklu meira fé til rarm- sókna á dauðum fylgihnetti jarðarinnar, mánanum en til hleypidómalausra rannsókna á mannlífi sjálfrar jarðar- innar. í raun og veru lýsir það flótta mannsins frá að horfast í augu við sjálf- an sig og vandamál lífsins. Hinn nýi húmanismi vill snúa þessu við og leit- ast við að átta sig á villugjarnri leið mannsins og forða honum frá því, að láta hana enda í ógöngum. Hin bók- staflega merking orðsins er ekki mann- úðarstefna, eins og sumir kunna að halda, heldur einfaldlega fræði um allt það, er varðar manninn og vegferð hans. Húmanismi er því ekki hið sama sem humanitarianismi, eða sú mann- úðarstefna, sem vill halda lífi í og hlynna að öllu því, sem lifsanda dreg- ur, hversu vanskapað sem það kann að vera. Sú stefna nær hámarki hjá Jain- um Indlands, sem ganga sífelk með sófl í höndum og sópa gólfið, sem þeir ganga á, svo að þeim verði það ekki á að stíga ofan á flugu oð það þótt eitur- fluga sé, og hafa grisju fyrir vitunum til þess að rykmý lendi ekki upp í þeim og týni þar með lífi. Húmanismi vill öðlast þekkingu á manninum, en auð- vitað er sú þekking ekki án marks og miðs, heldur leið til þess að gera líf hans sælla og auðugra. Táknræn túlkun H inn nýi húmanismi birtist ekki hvað sízt í þeirri skoðun margra , að framþróun lífsins hafi ein- hvern tilgang, sé teleologisk eða mark- miðuð. Frumskilyrði þess er tilvera andlegs og meðvitaðs máttar, sem er höfundur lífsins og hefur sett því lög. Slík æðri vera, sem dulvitund manns- ins hefur skynjað með einhverjum hætti frá örófi alda, er ofar öllum mannlegum skilningi — en það er að vísu líka tíminn og rúmið, sem við (hrærumst í. Platón líkti manninum við bandingja inni í helli, þar sem augu hans gætu aðeins beinzt að hellisveggn- um og séð þar skuggann af þeim, sem gengu fyrir hellismunnann. Eðlisfræði nútímans kennir líka, að það sem okk- ur virðist vera tré eða steinn, stóll eða bók sé í raun og veru geimur, þar sem örsmáar agnir séu á fleygiferð og að efnið í þeim og orkan, sem hreyfir þær, séu eitt og sama fyrirbæri. Við tökum þessa skýringu gilda, af því að við leggjum trú á vísindin, og það þó við höfum hvorki séð elektrónur né fundið hraða þeirra. Við verðum því að telja þá heimskingja, sem ekki segjast trúa öðru en því, sem þeir hafa séð eða þreifað á . í stærðfræðinni reiknum við t.d. með kvaðratrótinni af tölunni fimm, en eng- inn hefur séð hana sem hlut. Hún er aðeins til sem tákn í huga okkar og þó svo raunveruleg, að með tilstyrk hennar og annarra stærðfræðilegra hugtaka er hægt að senda flugskeyti til tunglsins og láta það lenda þar. Þó er stærðfræðin aðeins lítill hluti þess landnáms, sem andi mannsins fer eldi um. Guðshugmynd mannsins er alltaf að meira eða minna leyti miðuð við hann sjálfan — er anthropomorfisk — ekki aðeins heiðingjans, sem sker hana út í tré, heldur okkar, sem tileinkium henni alla þá eiginleika, sem við vitum bezta í okkar eigin fari, svo sem kærleika, vizbu og réttvísi. Þetta eru að vísu að- eins tákn, en öll afstaða til tilverxmnar byggist á táknrænni túlkun þess, sem fyrir skilningarvitin ber eða í hugann kemur. Skynjanir okkar eru skráðar sem tákn á heilafrumurnar , útlit okkar og eiginleikar letraðir með táknletri á þær kjarnasýrusameindir, sem genin i frjóvgaðri eggfrumu geyma. Orðin, sem við heyrum eða lesum, eru ekki annað en tákn hluta og hugtaka, mismunandi eftir þjóðtungum og takandi breytingu í tímanna rás. Skáldskapur og listir eru táknræn túlkun þess, sem ekki verður eins vel sagt með venjulegum orðum eða línuritum. Sama máli gegnir með alla helgisiði. í þessu sambandi má vitna í orð heimspekingsins Emst Cassirers í Phil- osophie der Symbolischen Formen: „Skynsemi er mjög ófullnægjandi nafn á hæfileikanum til að átta sig á þeim myndum, sem birta andlegt líf mann- anna í allri þess auðlegð og fjölbreytni. En allar þessar myndir eru táknrænar myndir. í þess stað að skýrgreina mann- inn sem animal rationale (skepnu, sem notar skynsemi), ætti því að nefna hann animal symbolicum (skepnu, sem notar tákn). Með því greinum við hann frá dýrunum og komium auga á nýja leið fyrir hann — leiðina til menning- ar“. (Tilvitnunin tekin eftir Ashley Montague). Dýpt vitundarinnar L íkamlegar rætur mannsins ná milljónir alda aftur í jarðsöguna svo sem rekja má eftir leiðum jarðfræði og steingervingafræði. Sálar- legar og andlegar rætur hans standa einnig djúpt, því að hin skráða mann- kynssaga, sem drög má finna til í heim- ildum frá Sumer og Egyptalandi, nær aðeins yfir um einn hundraðasta hluta af ferli hans. Þann feril má rekja miklu lengra aftur með hjálp fornleifafræði og menningarsögulegrar mannfræði, en þá er einnig stuðzt við samanburð við þá frumstæðu þjóðflokka, sem hafa að mestu leyti staðið í stað um tugi þús- unda ára og standa enn á steinaldar- stigi. Þessar raimsóknir leiða í ljós, að ýmsir helgisiðir og þjóðhættir geta varð- veitzt um óratíma, en einnig hitt, að munnleg arfsögn, ævintýri og helgi- sögur geta það einnig. Eitt frægasta dæmi þess er að lækningaþula sú forn- germönsk, sem kennd er við Merseburg í Saxlandi, á sér líka hliðstæðu í atharv- aveda, einni af helgibókum Hindúa, og því er talið trúlegt, að hún sé að stofni til miklu eldri, eða £rá því áður en indó- evrópiski ættstofninn klofnaði fyrix all- mörgum þúsundum ára síðan. I nýju og allstóru sagnfræðiriti, Ulustrierte Gesch- ichte Evropas (1965), eftir Eberhard Orthbandt, eru tekin allmörg dæmi um Framhald á bls. 14 LEIT AÐ MANNINUM 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27. febrúar 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.