Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1966, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1966, Síða 2
ÆLMflIIBk SVIP- MVND Síðastliðin 30-35 ár hafa æ fleiri Bandaríkjamenn kynnzt og lært að meta hinn svo- kallaða guðspjallasöng („gospel singing“), og utan Bandaríkjanna hefur hann eignazt marga aðdá- endur. Hér er um sérstaka tegund söngs og tónlistar að ræða, sem telur til skyldleika við jazz, svert- ingjasálmasöng („Negro spiritu- als“) og fagnaðar- eða gleðisöngva svertingja (,,jubilees“), en er þó frábrugðin því öllu. Andlegir söngv ar svertingja („spirituals") eru löngu heimsþekktir og viðurkennd- ir bæði af alþýðu og tónlistar- mönnum. Þeir einkennast af guð- rækilegum eða biblíulegum texta í þjóðkvæðastíl, sem sungnir eru undir lögum með sterku og skýru hljóðfalli. í New York flykkjast bæði hvítir og svartir í samkomu- hús svertingja, til þess að hlýða á sálmasönginn og fagnaðarsöngv- ana og hrífast af þeim. Bandarísk- ir svertingjar hafa óneitanlega auðgað tónmenningu heimsins með þessu ferfalda framlagi sínu, sem upp var talið hér að ofain, og það er bandarísku þjóðinni allri til sóma, hve hún hefur tekið þessu framlagi vel og gert það að sam- eign allrar þjóðarinnar. Þ að er aðallega einni konu að þakka, hve guðspjallasöngvarnir náðu skjótt vinsældum og útbreiðslu. Hún heitir Mahalia Jackson og er löng'J orðin heimsfræg fyrir söng sinn. Mörg- um finnst Mahalia all'hrikaleg útlits, stór og gildvaxin, enda vegur hún milli 90 og 100 kg., og hún er óvenju dökk á hörund, jafnvel af hreinræktuðum svertingja að vera. Útlitið gleymist þó, þegar hún fer að syngja. Rödd hennar er fögur og mjög sérkennileg, persónu- leiki hennar á sviðinu er heillandi, og geysisterk trúarhneigð hennar hrífur sérhvern áheyranda. Trú hennar setur sterkan blæ á söng hennar, enda eru trúartilfinningar hennar mjög heitar og móta allt líf hennar. Til dæmis um vinsældir hennar á síðari árum má nefna, að á stuttum tíma vorið 1960 söng hún fyrir fullu húsi í Constitution Hall í Washington- borg, fyrir 7000 repúblikana á lands- fundi, þar sem Eisenhower, Bandaríkja- forseti, var meðal heillaðra áheyrenda, var heiðursgestur bandarísks öldungar- deildarþingmanns, Howard-háskóla og Chesters Bowles, fyrrum sendiherra Bandarikjanna á Indlandi, og kom fram í viðtals- og söngþáttum í útvarpsstöðv- um í Ameríku, Evrópu og Asíu. IUAHALIA JACKSON „Ég hef aldrei hlotið neina kennslu í tónlist", segir hún, „og ég kann ekki einu sinni að lesa nótur enniþá. Ég veit í rauninni ekki, hvað laglína er. Ég syng hana bara.... Þegar ég syng, verður sönglagið að hafa áhrif á mig sjálfa ekki síður en áheyrendur.... Ef lagið hreyfir ekki þegar við mér hið innra, get ég ekki þvingað mig til þess að „skilja" það“. A, kveðnir söngvar fóru mjög snemma að hafa áhrif á hana, þegar hún söng í kirkju föður síns. Mahalia Jackson er fædd árið 1911 í New Or- leans. Mikilvægt er að hafa bæði fæð- ingarstaðinn og fæðingartímann í huga, þvi að hvort tveggja skýrir margt í söng hennar. Enn sækir hún andlegan þrótt og listrænan styrk til æskuáranna og æskuslóðanna. Þar er uppsprettunnar að leita, sem hún eys enn svo ríku- lega af. Lifið í New Orleans á þeim ár- um er orðið yndislega þjóðsagnakennt, sem allir jazzunnendur líta til með ang- urværð og söknuði. Borgin var mið- stöð nýrrar tónlistarsköpunar, sem hin- ir miklu frumherjar í jazz, ragtime og blues stóðu fyrir. Þá var Louis Arm- strong ellefu ára gamall og blés á básúnu í hljómsveit munaðarleysingja- heimilisins, þar sem hann átti heima. Nótt eftir nótt bárust tónarnir utan af Mississippifljóti, þar sem jazzleikarar á borð við Jelly Roll Morton og King Oliver léku um borð í farþegaskipun- um, er sigldu upp og niður eftir ánni. Skipin voru hinir frægu „showboats“. Þetta voru hábyggð og skrautleg far- þegaskip; sem gengu fyrir gufuknúnum spaðahjólum á báðum súðum. Leiksvið var í hverju skipi, þar sem ýmis skemmtiatriði fóru fram, og á hljóm- sveitarpöllunum sátu oft fremstu jazz- leikarar þessara ára. Máhalia Jackson minnist þess og, að allir, sem efni höfðu á að kaupa handsnúinn grammófón, en þeir voru þá tiltölulega nýlega komn- ir á markaðinn, léku plötur með blues- söngvurunum Bessie Smith og Ma Rainey. Jackson-fjölskyldan bjó í gömlum hjal... Annars vegar var járnbraut, en hins vegar grasi gróin fyriíhleðsla, sem hlaðin hafði verið til þess að koma í veg fyrir flóð úr Mississippi. Jármbraut- in lá svo nálægt, að húsið skalf, þegar lestirnar óku framhjá. Ungu systkinin fjögur léku sér á fyrirhleðslugarðinum og báru oft heim fötufylli af rækjum, fiski eða kröbbum. Þetta var notað í máltíðirnar ásamt því, sem spratt í kál- garðinum við húsið. „Mississippi-áin gerr New Orleans að sannkallaðri töfra- borg“, segir Mahalia núna, „og þegar mér verður hugsað til þessara ára, verð ég svo hrærð af enduminningunni, að ég tárast“, F aðir hennar var baptistaprest- ur, en vann sem hleðslumaður við skip og róðrarkarl á virkum dögum. Fimm ára gömul fór Máhalia að syngja við kirkju föður síns, því að rödd hennar var þá þegar búin að ná undraverðum þorska. Hún lærði fljótlega öll „ljúfu lögin“ („sweet hymns“), sem sungin voru í kirkjunni, en sjálf er hún þeirrar skoðunar, elns og tónfræðingar, að þessi sálmalög hafi haft minni áhrif á guð- spjallasönginn, sem hún varð síðar fræg fyrir, en söngvarnir, sem hún heyrði hljóma í Holiness Church, en sú kirkja var næsta hús við heimili hennar. „Söfnuðurinn í þeirri kirkju", segir hún, „notaði alveg sérstaklega sterkan áslátt og mjög kraftmikið hljómfall, sem rekja má til þeirra daga, þegar • svertingjarnir vorum ánauðugir, og ef til vill allt til Afríku“. Hún gekk í skóla fram til fimmtán ára aldurs, vann síðar í þvottahúsi, en hélt síðan norður til Chicago, þar sem hún var þjónustustúlka um skeið. Hún lærði fegrun og snyrtingu og vann hjá öðrum við þá iðn, unz hún opnaði eigin snyrtistofu. Þá tók hún að læra blóma- skreytingar. Eftir nokkurn tíma gat hún opnað eigin blómabúð, og græddist henni svo fé á þessum tveimur fyrirtækjum, að hún fór að leggja fé sitt í fasteign- ir. Um þetta leyti giftist hún háskóla- nemar.da, en hjónabandið fór út um þúfur, aðallega vegna þess, að eigin- maðurinn vildi að hún gerðist virðuieg söngkona með hljómsveitum, sem léku sígilda tónlist, en hætti guðspjalla- söngnum, þar eð hann væri ekki viður- kennd listgrein. M -LT-l. ahalia Jackson gat ekki hætt guðspjallasöngnum. Þegar hún kom til Chicago, hafði hún gengið í fimmtiu manna kór við fjölmennan baptista- kirkjusöfnuð. Rödd hennar skaraði svo greinilega fram úr öðrum á fyrstu æf- ingu, að hún var gerð að einsöngvara. Hún söng í mörgum kirkjum og við jarðarfarir, og orðstír hennar fór sívax- andi. Brátt var hún farin að syngja í samkomuhúsum, hjá tjaldsöfnuðum og í svertingjakirkjum utan Chicagos. Árið 1946 kynntist hún áhugamanni um guð- spjallasöng, sem farinn var að hljóð- rita hann og gefa út á plötum, er eink- um seldust meðal svertingja, en vin- sældir hans meðal annarra jukust einn- ig jafnt og þétt. Maðurinn fékk hana til þess að syngja „Movin’ on Up“ á plötu. Þau sáu hvorugt eftir því, því að árið 1959 höfðu þegar selzt tvær millj- ónir eintaka af plötunni. Mr að var þó ekki fyrr en árið 1950, að hún eignaðist aðdáendur að ráði meðal hvítra manna. Þá var hún beðin um að syngja guðspjallasöng á sönghátíð og ráðstefnu, sem haldin var til þess að rannsaka uppruna jazzins og skyldra tónlistargreina. Mót þetta var haldið á búgarði einum í einka- eign, og þar voru meðal annarra pró- fessorar og tónfræðingar frá Juilliard School of Music og Columbia University. Hún kom fram á fyrsta degi þingsins. Eftir að hún hafði sungið nokkra söngva, var farið að spyrja hana spjör- unum úr. Hún gat með engu móti skilgreint söng sinn eða söngstíl; hún hefði aldrei lært neitt í söng, nema venjulegan barnaskólalærdóm; hún hefði „bara farið að syngja, eins og henni fannst skemmtilegast“. Söng- fræðingarnir og tónlistardoktorarnir voru svo hrifnir, að þeir báðu hana um að vera hjá þeim vikuna á enda, Framhald á bls. 12, Framkv.si].: Sigíns Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vieur Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýslngar: Arnl GarSar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 22480. Utgefandl: H.l. Arvakur Reykjavllc. 29. maí 1966 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.