Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1966, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1966, Side 8
Danmörk um 1720 — Hefðarkonur í samkvæmi njóta neftóbaks. Frakkland 1824 — Fimm ungar stúlkur taka í nefið, hver með sínum hætti. BÆKUR er hægt að skrifa um allt milli himins og jarðar, líka um nef- tóbak og tóbaksdósir. Já, stóra bók og fallega, mjög fróðlega og eigu- lega. Tóbakskarlar verða ekki einir um að girnast hana, því að hinir, sem farið hafa á mis við unaðssemd- ir þess að sjúga tóbak upp í nasirn- ar, verða sammála um, að þetta sé gagnmerk bók. „Nordiske Snusdáser pa europæisk baggrund" heitir hún og er eftir Bo Bramsen, aðalritstjóra Politikens í Kaupmannahöfn. Bókin er í stóru broti og prentuð á vandaðan mynda pappir, 336 blaðsiður með 350 mynd- um, þar af mörgum í litum. Hér er rakin saga neftóbaksins og brugðið upp heillegri mynd af þróun „tóbaks menningarinnar" og list þeirra, sem gerðu dósirnar fyrir konunga og keis ara liðinna alda — og óhjákvæmilega koma þeir líka við sögu, sem báru tóbak sitt í pontu eða öðrum ílát- um. Þessi bók er ávöxtur margra ára tómstundastarfs ritstjórans og mun það vera óvenjulegt, því að hing að til hafa ekki aðrar slíkar bækur verið gefnar út — a.m.k. ekki á Norðurlöndum. Þeir, sem ekki hafa flett bókinni eru e.t.v. undrandi yfir því hve stóra bók hægt er að gefa út um neftóbak og tóbaksdósir. Og bókin er furðu tilbrigðarík í allri sinni einhæfni, því að allt snýst þetta um það hvern ig og hvenær menn tóku í nefið — og hvernig dósir voru í tízku á hverjum tíma. Sagan segir, að Evrópumenn hafi komizt í snertingu við tóbakið er Columbus steig fyrst fæti á ameríska grund árið 1492. Þótt tóbak væri nautnalyf innfæddra, var það ekki fyrst og fremst af nautn, að Evrópu- menn tóku tóbaksjurtina með sér til sinna heimkynna. Það var fremur vissan um að tóbakið byggi yfir lækningamætti, sem ruddi því braut — og notkun neftóbaks á einmitt rætur að rekja til lækninga. Frakki að nafni Jean Nicot (1530 til 1600) átti drýgstan þátt í að gera tóbakið frægt og eftirsóknarvert. Hann rakst á plöntuna í garði ná- granna síns, er hann bjó í Lissabon — og eftir að hafa sannreynt lækn- ingamátt tóbaksins flutti hann plönt una með sér til Parísar — og hélt áfram lækningatilraunum sínum. Franska ekkjudrottningin Katrín af Medici á samkvæmt beztu heimildum Bos Bramsens heiðurinn af að breyta tóbakinu úr lækningalyfi í nautnalyf. Ástæðan til þess, að hún „komst á bragðið“ var sú, að hún þjáðist oft af miklum höfuðverki, sem ekki tókst að lækna. Um þær mundir var Nicot einmitt að gera lækningatilraunir sín- ar í París og bauð hann drottningu að reyna undralyf sitt, tóbakið. Ráð hans var það, að drottning sogaði tóbaksduft upp í nefið, en þetta var þá talin eðlilegasta og beinasta leiðin til heilans. Hafði Nicot áður skorið tóbaksblöðin í fíngert duft og notað með góðum árangri, þó ekki til þess að taka í nefið. Þótt drottning hnerraði ferlega I hvert sinn sem hún tók lyf sitt gafst hún ekki upp, því að svo undarlega brá við, að höfuðverkurinn hvarf. Og ekki hætti hún að taka lyfið, er einkenni sjúkdómsins hurfu, því upp frá þessu gat hún ekki verið án neftóbaks. Hún var 40 ára þegar hún „veiktist" og tók í nefið þau 25 ár sem hún átti ólifuð — og naut hún tóbaksins í ríkum mæli .Og nú varð fjandinn laus. Ekki var lengur spurt TÓBAKSHORN Á ÍSLANDI Um 1790. Hornið er úr búrhvalstönn, silfursleg- ið með silfurkeðju. Á ís- landi. Um 1750. Stórt horn úr Um 1780. Tóbakshom úr búrhvalstönn, silfursleg- slipaðri búrhvalstönn, ið og grafið í rokokostil. silfursiegið og með silf- Elzta þekkta hornið á urkeðju. . Karen Böge- tslandi. — í Karen Böge lund-Jensen safnið. lund-Jensen safninu. Um 1800. Fægt úr hörðu tré, silfurslegið og með keðju. Á Islandi. Um 1800. Tóbaksflaska norskrar gerðar, úr hörðu tré, unnið á ís- Ienzka vísu, silfurslegið með keðju. Eigandi Bo Bramsen. Um 1850. Slípað og út- skorið kýrhorn, slegið og með keðju úr nýsilfri. h. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- 29. maí 196«

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.