Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1966, Síða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1966, Síða 14
P. Nielsen, verzlunarstjóri Jörgen Kristján Thorgrímsen, sonur Torfa Thorgrímsen, kaupmanns í Flens- borg í Hafnarfirði. Móðir hans, en kona Torfa, var dönsk, Grethe Lund að nafni. Menntun sína hafði hann hlot- ið bæði hér á landi og í Danmörku, þar sem hann hafði verið 9 ár, bæði við nám og verzlun. Kona hans hét Sylvía Nielsdóttir kaupmanns á Siglufirði. Til Eyrarbakka kom hann 25 ára gam- all. Virðist hann hafa notið mikils truasts þegar í upphafi, þar sem hon- um er falin umsjá stserstu verzlunar landsins, svo ungum manni. Hlutverk hans var ekki auðvelt, þar sem við var að etja slæm hafnarskilyrði, auk margs annars, sem í hans hlut féll að ráða fram úr, enda hafði það farið misjafnlega úr hendi hjá fyrirrennur- um hans. Hann átti aldrei neitt í verzl- uninni sjálfur en eigendur hennar voru orðnir Lefolii-feðgar og fjölskyldur þeirra. Hann rak allstórt bú og hafði undir báðar jarðirnar Skúmsstaði og Einarshöfn auk engjaítaka sem þeim jörðum fylgdi 'í Óseyrarneslandi. Bæði þar það, að hann hafði, þegar frá leið, fyrir stórri fjölskyldu að sjá, og svo var oft mjög gestkvæmt í Húsinu, bæði af innlendum og erlendum gestum. Hann lét endurbæta húsið mjög mikið, svo sem fyrr er ritað, til þess að full- nýta það til íbúðar. Litlar heimildir er að finna um það, hve mikið við- hald það hafði fengið, áður en hann kom til sögunnar. Hætt við, að það hafi verið misjafnt eftir því, hve lengi hver og einn bjóst við að þurfa að nota það til íbúðar, en margir bjuggu í því aðeins nokkur ár. Sömuleiðis voru þeir sumir kynntir að því að hugsa meira um stundargróða en búa í haginn fyrir framtíðina. En nú var kominn húsbóndi í Húsið, sem kunni að meta kosti þess, og gjörði sér far um að hefja það til virðingar, eins og allt annað, sem hann hafði með hönd- um. Það sem lýsir þessum manni bezt, er þó það, hve mikinn áhuga hann hafði á því að koma umhverfi sínu á hærra menningarstig. Hann hafði mik- inn áhuga á menntun ungmenna og var einn af þremur, sem mest unnu P. Nielsen. að stofnun barnaskólans á Eyrarbakka. Hinir voru þeir Páll prestur Ingimund- arson og Þorleifur Kolbeinsson á Háeyri. Margir komu þar fleiri við sögu og iögðu til fjármuni, vinnu og áhuga, en forgöngu og framkvæmdir allar höfðu þessir þremenningar. Um allan gang þess máls má lesa í 100 ára afmælis- riti barnaskólans á Eyrarbakka eftir séra Árelíus Níelsson. Börn þeirra hjóna voru 7 og varð ein dóttirin húsfreyja í Húsinu. Guðmundur Thorgrímsen lét af verzlunarstjórn 1887, en andaðist í Reykjavík 1895, 73 ára að aldri. á tók við Peter Nielsen, og hús- móðurstaðan féll þá í skaut einni af heimasætunum, Eugeníu Jakobínu. Peter Nielsen kom til Eyrarbakka 28, ára gamall, hann var ættaður af Jót- landi. Hann var starfsmaður við verzl- xmina í 15 ár, áður en hann tók við stjórn hennar, en það starf hafði hann svo á hendi í 22 ár, þar til hann veikt- ist af heilablæðingu, og var hann lengst af við rúmið úr því. Hann andaðist 1931, en kona hans var þá dáin fyrir 15 árurn. Þau eignuðust 3 dætur, Inger, sem dó ung, Guðmundu og Karen. P. Nielsen var lipurmenni, vinsæll í starfi, stjórnsamur og hélt við háttum þeim í verzlun og öðrum vinnubrögð- um, sem hann hafði vanizt undir stjórn fyrirrennara síns og tengdaföður. Hann var mikill áhugamaður í náttúrufræði, skrifaði niður athuganir á veðurfari, sjólagi og brimi. Þó mun aðal-hugðar- efni hans hafa verið fuglafræði. Um hana skrifaði hann allmikið og safn- aði miklu, t.d. átti hann skurnir af eggjum flestra íslenzkra fugla. Einnig var hann áhugamaður um íþróttir, kenndi ungum mönnum og æfði þá í fimleikum á haustin og fram að vertíð, en það var eini tími ársins, þegar menn gátu sinnt slíku. Eugenía kona hans var annáluð gæða- kona, rausnarsöm á heimili sínu og hjálpsöm við þá sem bágt áttu og við veikindi áttu að stríða. Söngkona var hún góð, og hljómlist var í hávegum höfð í Húsinu í hennar tíð og raunar bæði fyrir og eftir hennar daga, því að sú gáfa var mikil í ættinnj. Guð- munda, dóttir þeirra hjóna, var t.d. lengi organleikari í Eyrarbakkakirkju, kenndi og æfði söngflokka. E ftirmaður P. Nielsens var Jens D. Nielsen, hann var líka danskur, kom til Eyrarbakka 1902. í fyrstu var hann skrifstofumaður við verzlunina, þar til hann tók við stjórn hennar 1910. Hann kvæntist dóttur fyrirrennara síns, hún hét Karen Jakobína. Hún var rausnar- og myndarkona, eins og hún átti kyn til. Með henni tekur þriðji ættliðurinn í kvenlegg við húsfreyjustöðunni í Hús- inu. Guðmundur Thorgrimsen Jens Nielsen var háttprúður maður og vinsæll. Hann hélt svipuðum verzl- unarháttum og fyrirrennari hans ,fram- an af að minnsta kosti, en nú fóru miklir breytingartímar í hönd í þjóð- lífinu yfirleitt. Margt, sem tíðkazt hafði næstum hefðbundið öldum saman i vinnuháttum og samgöngum, hvarf nú eins og dögg fyrir sólu. Vélvæðingin á sjó og landi hafði haldið innreið sína. Þetta hafði það í för með sér, að verzl- anir spruttu upp í ýmsum átturn og viðskipti skiptust í marga staði. Hinir erlendu eigendur sáu því, að aðstaða þeirra hlaut að versna við samkeppni hinna innlendu verzlana. Varð það því úr, að þeir seldu kaupfélaginu Heklu verzlunina með öllum eignum, föstum og lausum, árið 1919. Eitt af því, sem nú skipti um eig- anda, var Kaupmannshúsið. Nú flutti úr því ætt sú, sem búið hafði þar við rausn og myndarskap á 8. tug ára. Höfðu þeir því bústaðaskipti, Jens Nielsen, vérzlunarstjóri, og Guðmundur Guð- mimdsson, kaupfélagsstjóri. Jens Nielsen rak svo eigin verzlun á Eyrarbakka í nokkur ár, en varð að hætta því vegna heilsubilunar. Flutt- ist hann þá til Danmerkur með fjöl- skyldu sína. Ekki undu þau hjónin þar, heldur fluttust til íslands aftur eftir nokkur ár. Þau létust sama árið, nokkru eftir heimkomuna, og eru jarðsett á Eyrar- bakka. G uðmundur Guðmundsson var Eyrbekkingur, sonur Guðmundar bók- sala Guðmundssonar. Kona hans var Ragnheiður Blöndal. Þau áttu mörg börn. Hann hafði verið verzlunarmað- ur í tíð P. Nielsens. Hann var íþrótta- maður góður, snarmenni og glímumað- ur góður. Hann lét sig ekki muna um það, eitt sinn er glímu átti að þreyta á Þingvöllum, að hlaupa þangað yfir hraun og vegleysur og taka þátt í kapp- glímu daginn eftir. Guðmundur var við nám 1 verzlunarskóla í Kaupmanna- höfn, þegar hann var ungur. í sama skóla fór annar Eyrbekkingur, Andreas Bergmann, árið 1918, eða um 20 árum síðar. Var Guðmundar þá enn minnzt sem „den store gymnast)ker“. Kannski hefir Andreas líka orðið til þess að minna á hann, þar sem Andreas var líka íþróttamaður ágætur. Guðmundur, sem kominn er yfir nírætt, á nú heima á Selfossi og hleypur enn við fót, þeg- ar hann vill það við hafa. Andreas er skrifstofumaður í Timburverzluninni Völundi, nú yfir sjötugt. Hefir hann alltaf látið sig mjklu skipta íþrótta- mál yngri manna, efir að hann hætti að stunda íþróttir sjálfur. Búskapur þeirra Guðmundar og Ragn- heiðar varð ekki langur í Húsinu, það var eins og öll viðskipti gengju úr skorðum á þessum árum. Öldurót ný- afstaðinnar heimsstyrjaldar hafði ekki dáið út og fengu mörg verzlunarsam- tök, sem ekki höfðu yfir nægu fjár- magni að ráða, að kenna á því. Kaup- félagið Hekla var eitt þeirra. Fór því svo, að félagið var leyst upp og gjörð skuldaskil með eignum þess 1926. Guð- mundur stofnaði svo verzlun á Selfossi nokkru seinna ásamt tengdasyni sín- um, Sigurði Óla Ólafssyni, síðar al- þingismanni. E ftir þetta bjuggu ýmsir í Hús. inu stuttan tíma í einu, þar á meðal Þorleifur Guðmundsson frá Háeyri og Hannesína Sigurðardóttir með börnum sínum. Upp úr 1930 voru verzlunarhúsin seld Kaupfélagi Árnesinga, þá nýstofnuðu. Em svipað leyti var Kaupmanns- húsið líka selt. Það keyptu þau hjónin Halldór skipstjóri Þorsteinsson og Ragn hildur Pétursdóttir frá Háteigi í Reykja- vík. Þau létu endurbœta og gjöra við 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 29. maí 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.