Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1966, Síða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1966, Síða 15
allt, sem úr sér hafði gengið, og lögðu mikla alúð við að koma öllu í sem bezt horf, eins og áður hafði verið, en á það er minnzt hér að framan. Þau hjón hafa svo búið í því á sumrin og þeirra fólk. Á vetrum voru oft hald- in þar námskeið á vegum kvennasam- takanna, bæði í saumaskap og mat- rejðslu. Vesturálman, þ.e. þjónahúsið, hefir oftast verið leigð til íbúðar þetta ára- bil. Þar hafa ýmsir búið um stundar- sakir, svo sem Haraldur Guðmundsson frá Háeyri, Guðmuadur Daníelsson, skólastjóri, og fjölskyldur þeirra o.fl. Nú hefir Kvenfélag Eyrarbakka haft það til starfsemi sinnar í nokkur und- angengin ár. EGILL HALLGRÍMSSON: ATHUGASEIVID ann 8. maí síðastliðinn birt- ist í Lesbók mjög fróðleg grein, sem ber heitið „Jarðhiti í Reykjaneskjördæmi“, eftir Svein S. Einarsson, verkfræðing. Ætlar greinarhöfundur, að Jón Þorláksson, þá forsætisráðherra, hafi fyrstur manna varpað fram hugmyndinni að Hitaveitu Reykjavíkur á fundi Verk- fræðingafélags íslands, haustið 1926. í þessu sambandi langar mig til þess að benda á, að í endurminningum Knuds Zimsens, Úr bæ í borg, bls. 284 og 285, stendur: „Snemma árs 1920 kom Sigurjón Pét- ursson á Álafossi að máli vfð mig, en hann hafði þá nýverið leitt 'heitt vatn í verksmiðju sína og tekið það úr upp- sprettu hjá Varmá........ Erindi Sig- urjóns var að fá afrennslisvatn úr Þvotta laugunum, en það ætlaði hann að nota til fiskþurrkunar. Ég synjaði þessari beiðni og fór nú að huglefða, hvort ekki mundi borga sig að leiða Laugavatnið til bæjarins og nota það til þvotta og baða ...... varð þó ekki í þetta sinn úr þvi, að heitt vatn væri leitt til bæj- arins. En þessi hugmynd átti þátt í því, að árið 1923 var farið að ræða um að bora eftir vatni við Laugarnar, og e£ sá árangur færi að yonum, að leiða þá vatnið til bæjarins og nota það til upp- hitunar....... Sumarið 1923 flatarmældi ég, að beiðni þáverandi borgarstjóra, Knuds Zim- sens, landssvæ'ðið frá Þvottalaugunum og niður í bæinn, vegna hugsanlegrar hitaveitu frá Laugunum, en ég var þá starfsmaður hjá Reykjavíkurbæ. Egill Hallgrímsson. að má með sanni segja, að for- sjómn hafi sent þessi ágætu hjón, Halldór og Ragnhildi, á örlaga- stund, til þess að bjarga þessu merkilega húsi, því að fyrir það, að það hefur verið í þeirra eigu, stendur það enn. Eigendur hinna gömlu verzlunar- húsa mátu þau ekki að verðleikum, heldur rifu þau og jöfnuðu við jörðu, þótt forngripir væru, sum þeirra eldri en þetta umrædda hús, og hefðu getað Staðið öldum saman enn. En hvað nú, hver verður framtíð þessa merkilega minnisvarða um verzl- unarhætti fortíðarinnar? Einhvern ör- Jagaríkasta þáttinn í íslenzku þjóðlífi? Nú er Ragnhildur látin, en Halldór lifir í hárri elli. Vonandi er, að af- komendur þeirra erfi ræktarsemi þeirra við þennan merkilega forngrip og búi svo um hnútana, að óhlutvöndum mönn- um takist ekki að afmá hann. Jón Jóhannsson: Seinustu vísui til Sveius bú Skúleyjum Hver fer þar á hvítum báti hvassan flóann einn og sér? Eins og fugl á flugi glöðu, fannhvít segl við stjörnu ber. Ert það þú, minn aldni vinur? Ertu kannski að flýta þér? Bíður máski björt í mistri blómum gróin sólskinseý, þar sem horfnir frændur fornir fagna þér í kátum þey? Fagurt rýkur hvelið hvíta, hvort sem það verður já eða nei. Satt er það; um sviðið heima sorgin gengur léttum skóm: hér var eftir engu að bíða; allar leiðir myrkur tóm. Allt er hverfult yndi stunda, ellin þylur köldum róm. Satt er það, að harmblær heima hugtún manna strýkur létt; og þó er sem ég sjái sleginn saknaðsdögg hvem gróinn blett: í hinzta sinni horfinn vinur er haganum öllum raunafrétt. En sigl þú heill í só-lskinsmyrkrið Sveinn, og bæn mín fylgi þér: honum eyjan ljóðs míns lifi langt á bak við dauðs manns sker------. — Og viltu svo ekki, Sveinn minn, seinna úr sjávarháskanum bjarga mér? 29. maí 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.