Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1966, Síða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1966, Síða 1
„Kveður í runni" Eftir að trjágróður fór að koma verulega til í garði mínum á Akureyri, var þar jafnan á vorin mikið um smá- lugla, einkum þresti. Margar voru iíka ir.áríátlurnar þokkagóðu, auk þess sem þúf'Utittlingum, auðnutittlingum og fleiri fuglum brá þar fyrir. Var þá oft mikiil og margradda söngur, líf og flögr til og frá, mikinn hluta sólarhringsins, bæði seint og snemma og allt þar á milli. Var þetta mikla fuglalíf íbúum hússins hinn mesti yndisauki, þó að það kæmi stundum niður á svefnfriði sumra, því að oft hættu hljómleikarnir seint, en byrjuðu þó einkanlega snemma. Siðasta vorið áður en við fluttum úr Ihúsinu í Oddagötu 15, var mikið fugla- líf í garðinum, að vanda. Lengi hafði staðið til að koma upp fuglahúsi í garð- inum, til þess að reyna að hæna fugla ti! að hreiðra sig þar og verpa, því að enn hafði enginn fugl verp.t í garðinum, okkur til sárra vonbrigða. Húskaupin hcfðu alltaf lent í undandrætti og framkvæmdaleysi, í og með vegna þess að við gátum ekki fengið hús, sem okk- ui' líkaði. En nú skyldi látið til skarar skríða, þó að sennilega væri það orðið of seint upp á þetta árið. En verið gæti, að fuglana forvitnaði um húsið í ár og tækju sér svo bólfestu í því næsta ár, ef þeim gætist að híbýlunum, eða við vonuðum, að svo kynni að fara. Þekk- ingu minni á háttum fugla var og er satt að segja mjög ábótavant, þó að mér hafi aila tíð fundizt þeir ánægjuleg dýr. I þann mund, sem gera átti gang- skör að fuglahúskaupum, tökum við allt í einu eftir því, að breyting er á orð- in í garðinum. Þar er lítið flogið og fátt sungið. Maður sér fugli rétt bregða fyr- ir og helzt utan garðs, eða á mörkum næstu garða. Þó er söngur ekki með öllu horfinn, en manni heyrist það vera aðeins einsöngur, í okkar garði. Að visu má heyra, að tekið er undir, en það er í næsta garði, eða lengra í burtu. Hvað veldur? Líklega hefir komið einhver styggð að fuglunum. Garður- inn er homlóð og mikil umferð um að- !liggjandi götur af farartækjum og gang- ®ndi fólki. Hrekkjóttir strákar með ■grjótkast og teygjubyssur. Ýmislegt getur komið til. Mér fljúga dúfurnar í hug. Að minnsta kosti eru þær að- gangsharðar á veturna og hrekja smá- fuglana í burtu frá því, sem stráð er i hörkum og hagleysum. Eða þá kett- irnir. Já, kattarskammirnar. Þeir væru svo sem til hins versta líklegir. En þeir hafa raunar fyrr verið hér á hnotskóg og ekki sýnilegt, að þeim hafi neitt Ijöigað, eða að þeir láti meira á sér bera en áður. Brátt er ekki um að villast að það er bara einsöngvari í garðinum, en aft- ur á móti dregur sá ekki af sér. Hann syngur á við marga. Hann situr á þak- brúninni og kyrjar íullum hálsi. Og I 21. tbl. 12. júní 1966 — 41. árgangur nú er síður en svo, að hætt sé fyrr á kvöldin, né byrjað seinna á morgnana en áður var. Og í fjarska heyrist tekið undir. Það kunna að vera aðrir ein- söngvarar, í öðrum görðum. En einsöngvarinn okkar hefst fleira að en syngja. Milli laganna sting- ur hann sér stundum skyndiiega af þakbrúninni, skýzt á milli trjánna og eltir fugla, sem nálgast eða koma inn í garðinn og hrekur þá miskunnarlaust á brott. Það leynir sér ekki, að hann ver garðinn af mestu rögg og kappi fyrir öðrum fuglum, sérstaklega þó öðr- um þröstum. Hann virðist líka bregða sér æðioft frá, eirthverra annarra erinda. Er þó aldrei lengi í burtu í einu, en kemur oft við í sérstöku tré í garðinum. Sezt svo þess á milli á þakskeggið, reigir sig yfirlætislega og syngur af móði. Nú tek ég eftir því, að öðrum þresti verður einnig tíðförult í sama tréð og söngvarinn amast ekkert við honum. Þvert á móti mætast þeir oft í trénu og stinga saman nefjum, flögra burt og koma skjótt aftur. Þegar hér er komið málum, er ég loksins farinn að renna grun í, hvað sé á seyði. Þrastahjón eru að byggja sér hreiður í garðinum. Karlfuglinn er bú- inn að útbásúna það, að þetta standi til og standi yfir. Hann er búinn að gera heyrinkunnugt, að allur garðurinn sé hans yfirráðasvæði, bannsvæði öllum öðrum fuglum, og það muni hann verja með nefi og klóm. Hreiðurgerðin fer fram í blá- greni'hríslu, sem orðin er aðeins um hálf önnur mannhæð. Hrislan er skammt fyrir utan skrifstofugluggann minn og hreiðrið í hæfilegri hæð fyrir mig til að fylgjast með öllu, sem þar fer fram, úr glugganum og svo hátt frá jörðu, að engin hætta stafar af köttum, auk þess sem barrnálarnar eru ágætis víggirð- ing. Þegar ég tók fyrst eftir bauki þrast- anna i trénu, var hreiðurgerðin þegar nokkuð á veg komin. Það var að morgni dags. Er ég kom heim, undir kvöld þann sama dag, virtist smíðinni lokið. Þetta var listasmíð; haglega gerð og falleg karfa. Yzt voru stór strá og smá- kvistir, en innan var allt úr smágerð- ara efniviði, fínlegt og slétt og fellt, sem ég komst síðar að raun um. Nú var fugl lagztur kirfilega í hreiðrið og sýndist ekki líklegur til að hreyfa sig þaðan að sinni. Næsta morgun, þegar sólin var kom- in fyrir húshornið, renndi karlinn sér niður af þakbrúninni að hreiðrinu. Kerla vippaði sér þá upp á hreiður- barminn og þau virtust líta um stund niður í hreiðrið, en flugu svo upp og úr ^ augsýn. „Þér friálst er að sjá" E g kallaði nú á konu mína og tjáði henni, hvað títt væri. Við laum- uðumst, eins og þjófar, út að trénu og gægðumst í eftirvæntingu upp í hreiðr- ið. Og þar gat á að líta. Á botni körfunn- ar lágu tvö lítil, grágræn egg, með brún- um doppum. Áður en við vorum búin að horfa nægju okkar á þessa opinber- un, hörfuðum við í flýti aftur inn í húsið, áður en við værum staðin að verki. Ekki var að vita hvernig þrasta- hjónunum líkaði heimsókn óboðinna gesta, að svo komnu máli, og að þeim sjálfum fjarverandi. Við fórum nú á njósn um fuglana og áttum von á aftúrkomu þeirra mjög bráðlega. En mínúturnar liðu hver af annarri, og ekki birtust fugl- arnir aftur. Við vorum farin að óttast, að þau ætluðu að afrækja eggin, eða að eggin yrðu of köld, en þegar liðið var fast að tíu mínútum, komu þau allt I einu þjótandi. Er þau sáu, að allt var með felldu í hreiðrinu, settist hún aft- Framhald á bls. 6 Stefán Guönason: ÞREST Hreiðurgerð

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.